Morgunblaðið - 22.08.1978, Page 3

Morgunblaðið - 22.08.1978, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1978 3 Það þurfti jeppakerru undir aflaKekkonens Kekkonen kveður KEKKONEN Finnlands- íorseti hélt heim á sunnu- dag, hæstánægður eftir veiðiferð sína í Viðidalsá. Forsetinn fékk hvorki meira né minna en 38 laxa þann tíma, sem hann var við veiði í ánni, þar á meðal tvo tuttugu punda fiska. Veiddi hann annan í Harðeyrarstreng en hinn í Ármótum. Úr Víðidalsá eru nú komnir alls 1240 laxar á land það sem af er sumrinu, en á sama tíma í fyrra voru 1088 laxar komnir á land. Stærsti laxinn, sem veiðzt hefur á þessu sumri, var 25 pund á þyngd. Það þurfti heila jeppakerru undir afla forsetans úr Víðidalsá. Nú er unnið að stækkun þingflokksherbergis Alþýðuflokksins í Alþingishúsinu og fæst viðbótarrýmið m.a. með því að færa sfmaklefa fram fyrir herbergið. bessa mynd tók Ói. K. M. í gær af iðnaðarmönnum í þingflokkshérberginu. Iðnaðarmannahúsinu. HeildarafU 41.400 lest- um minni en í fyrra HEILDARAFLI landsmanna var 875.759 lestir um sl. mánaðamót. en var 917.236 lestir á sama tíma í fyrra og er aflinn því 41.477 lestum minni það sem af er þessu ári. Munar hér eingöngu um loðnuafla, þar sem botnfiskafli er talsvert meiri en í fyrra. Hann er nú 325. 510 lestir á móti 322.797 lestum, eða 2.713 lestum meiri. Af botnfiskafla er afli báta 168.331 lest, en var 177.557 léstir í fyrra. Á svæðinu Vestmannaeyj- ar Stykkishólmur hefur bátaflinn dregizt verulega saman, en annarsstaðar hefur orðið umtals- verð aukning eins og t.d. á Austfjörðum. Togaraaflinn er nú 157.179 lestir en var 145.240 lestir fyrstu sjö mánuði s.l. árs, og hefur því aukizt um 11.959 lestir miðað við síðasta ár. Loðnuafli var um mánaðamótin 496.841 lest en á sama tíma í fyrra 568.889 lestir. Rækjuafli var um mánaðamótin 4922 lestir á móti 4430, humarafli 1984 lestir á móti 2770, hörpudiskafli 4505 lestir á móti 1330, og kolmunnaaflinn var orðinn 18166 lestir, en fyrstu sjö mánuði s.l. árs var hann 10.291 lest, þá er spærlingsveiði nú orðin 23.831 lest, en var á sama tíma í fyrra 6729 lestir. Þingflokksherber gi Al- þýðuflokksins stækkað íslenzki pilturinn, sem fórst þegar Bronco jeppa hvoldi ( Krossá aðfararnótt laugardags, hét Smári Kristján Oddsson til heimilis að Álfhólsvegi 96. Morgunblaðinu tókst hvorki að afla mynda af Bandaríkja- manninum né sænsku stúlkunni, sem einnig fórust. Góð sala hjá Rán TOGARINN Rán frá Hafnarfirði seldi 164 lestir af fiski í IIull í gær fyrir 37,7 millj. ísl. kr. Meðalverð á kíló var kr. 230. Þá seldi Aðalvík frá Keflavík 137 lestir í Þýzkalandi í gær fyrir 26,1 millj. kr. og var meðalverð á kíló kr. 190. 16 tonn af afla togarans voru dæmd ónýt. Þá byrjaði togarinn Jón Dan að landa í Þýzkalandi í gær, en söluskeyti var ekki komið eftir hádegi. Markaðurinn í Þýzkalandi er ekki orðinn góður enn, þar sem mikill hiti er í Þýzkalandi og er ekki gert ráð fyrir að markaðurinn batni verulega fyrr en fer að kólna í veðri. Torgsins Iðnaðarmannahúsinu Hallveigarstíg 1. GLUGGATJALDAEFNI STÓRES ÖNNUR METRAVARA Flónel Rifflað flauel Denim-efni Léreft köflótt Garn 190.- Kvenfatnaður Kjólar frá kr. 1900 Pils frá kr. 3500 Blússur frá kr. 950 Buxur frá kr. 2900 Gallabuxur frá kr. 1990 Sokkabuxur frá kr. 195 Peysur frá kr. 1750 Mittisblússur frá kr. 2500 Herrafatnaður Föt frá kr. 17900 Stakir jakkar frá kr. 9900 Skyrtur frá kr. 1450 Terelynebuxur frá kr. 4900 Gallabuxur frá kr. 1990 Peysur frá kr. 2500 Mittisjakkar frá kr. 2500 Nærbolir frá kr. 350 Nærbuxur frá kr. 350 Barnafatnaður Mittisblússur frá kr. 1900 Peysur frá kr. 1750 Gallabuxur frá kr. 2750 Skyrtublússur frá kr. 1250 Bolir frá kr. 645 Rally jakkar frá kr. 2900 SKÓR \ Kvenskór „ „ 1900 I Karlmannaskór „ „ 1900 Barnaskór „ „ 1500 Strigaskór „ „ 395 Stígvél „ „ 950 Kuldaskór „ „ 1900

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.