Morgunblaðið - 22.08.1978, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1978
Rætt við Einar
Einarsson fyrrum
djákna í Grímsey
ÁREIÐANLEGA eru þeir
ekki margir íslendingarnir
sem gegnt hafa störfum
djákna, a.m.k. ekki í seinni
tíö, þótt svo kunni aö hafa
veriö á árum áöur. Fyrir
skömmu var greint frá
vísglu kaþólsks djákna og
lútherskir eiga enn sinn
djákna, þótt hann starfi
ekki sem slíkur í dag. Sá
heitir Einar Einarsson og
býr hann í Hveragerði.
Mbl. ræddi viö hann á
dögunum um djáknastarf
hans o.fl. og var hann fyrst
spuröur hvernig það hefði
boriö aö:
— Ég hélt nokkrum sinnum
fyrirlestra í kirkjunni í Grímsey
og svo bar það einhvern veginn
til, ég veit eiginlega varla.
hvernig, en það var séra Pétur
Sigurgeirsson vígslubiskup sem
þá þjónaði í Grímsey, sem hafði
áhuga fyrir því að endurvekja
starf djáknans og tók biskupinn
því vel líka. Séra Pétur spurði
mig þá hvort ég væri fáanlegur
til að taka þetta starf að mér og
4gerði ég það. Ég var síðan í
guðfræðideildinni í 6 vikur og
það var nú öll mín guðfræði-
menntun. Ég hafði að vísu lesið
nokkuð í guðfræði áður, en ekki
undir leiðsögn. Það voru mjög
góðir prófessorar í deildinni,
sem vildu allt fyrir mig gera og
minnist ég sérstaklega Jóhanns
heitins Hannessonar, en hann
gerði allt sem hann gat til þess
að vera mín þarna nýttist mér
sem bezt. Ég stundaði þetta
nám, ef nám skyldi kalla, eins
vel og ég gat og tel mig hafa náð
nokkru út úr því.
Aðallega predikun
En í hverju var svo starf
djáknans einkum fólgið?
— Það var fyrst og fremst
prédikun og auk þess ýmis verk
sem gera þurfti ef ekki náðist til
prests. En aðallega var þetta
sem sagt prédikunarstarf og svo
undirbúningur fermingarbarna.
Þá átti ég að annast t.d.
skemmri skírn og jarðarfarir,
en til þessa kom þó ekki, því
alltaf var hægt að ná í prest
þegar á þurfti að halda, og kom
séra Pétur alltaf þegar á þurfti
að halda, sem var nú sjaldan í
svo fámennri sókn. En ég
aðstoðaði hann t.d. við sakra-
mentisútdeilingu og eitt af því
sem ég átti að gera var að veita
sakramenti í heimahúsi ef þess
væri óskað.
En hvernig fór messa fram
hjá þér?
— Segja má að hún hafi
aðallega verið byggð utan um
prédikunina. Sungnir voru
sálmar eins og venja er og las
ég guðspjallið frá altarinu, en
messusvör voru engin. Ég var
skrýddur eftir enskri fyrirmynd
svonefndri kórkápu og það var
próf. Jóhann Hannesson, hygg
ég, sem ráðlagði það.
Einar var spurður hvort hann
hefði lent í einhvers konar
erfiðleikum meðan hann gegndi
þessu starfi, en hann kvað svo
ekki hafa verið.
— Þetta var ósköp venjulegt
allt saman, ég vann það sem til
féll, aðstoðaði við öll venjuleg
safnaðarstörf, sem voru nú ekki
mikil í svo fámennum söfnuði.
En eitt af því sem mér bar að
gera var að tilkynna dauðsföll
og kom það einu sinni í minn
hlut að tilkynna banaslys. Nú
annað, sem mér var að vísu ekki
uppálagt, en ég gerði samt var
að sækja synódurnar. Ég heyrði
það á biskupi síðar að honum
fannst betra að ég sæti þær og
gerði ég það öll árin nema eitt
þegar ég komst ekki vegna
veikinda. Mér fannst nauðsyn-
legt að sækja synódurnar því
það opnaði mér leið til skilnings
á ýmsu sem ég hefði e.t.v. ekki
annars vitað um. Þá sótti ég líka
fundi í Prestafélaginu og með
þ«ssu móti gat ég fylgzt með
ýmsu sem var að gerast.
Hafðir þú ekki nokkra sér-
stöðu á prestastefnu sem eini
djákninn?
Áhugi fyrir
að endurvekja
starf djákna
— Jú, það má e.t.v. segja það,
en það tóku mér allir vel og veit
ég ekki annað en allir hafi verið
sammála um þennan gang mála.
Biskup hafði haft áhuga fyrir
því að endurvekja djáknastarfið
löngu áður en það kom til að ég
hæfi störf sem djákni, en þetta
fékk víst ekki mikinn hljóm-
grunn þá, aðallega hjá yfirvöld-
um að ég held.
— En þetta er góð lausn á
prestaskorti í þessum fámennu
og afskekktu sóknum og ég vissi
að minnsta kosti um einn mann
sem hefði viljað gerast djákni,
en það kann að vera að fjölgun
djákna hafi líka strandað á því
að ekki fengust menn til að
gegna því starfi.
En hvernig kemur til áhugi
þinn á guðfræði, sem þú nefndir
áðan?
Lærði heilu
kaflana
— Hann er kannski kominn
til af ýmsu. Ég lærði að lesa á
Vídalínspostillu, en á hverjum
sunnudegi var lesin úr henni
hugvekja heima og lærði ég
smám saman heilu kaflana, þá
sem mér þótti mest púður í, en
þar, kemur fram framúrskar-
andi mælska og andagift. Heima
voru til þessar venjulegu
heimilisguðræknisbækur og fað-
ir minn vissi mikið um alla
þessa hluti þannig að ég á ekki
langt að sækja áhuga minn á
guðfræði og var faðir minn
sagður vera með biblíufróðari
mönnum.
Og til að segja nánari deili á
Einari er rétt að það komi fram
að hann er frá Syðri Fljótum í
Meðallandi og flutti hann ungur
þaðan árið 1932 og hefur hann
ekki átt heima þar síðan, en
komið í heimsókn nokkrum
sinnum.
Sjö er mín tala
— Eftir að ég flutti að austan
var ég í Reykjavík í 7 ár og
flæktist þaðan til Skandinavíu
og var þar í rúmt ár. Fyrst var
ég í sænskum lýðháskóla og að
námi þar loknu fór ég til
Danmerkur og var þar á eins
konar leigubúi fram til næsta
hausts. Þegar heim kom aftur
starfaði ég á kúabúi í nágrenni
Reykjavíkur í 7 ár og var síðan
í ýmsum störfum, aðallega
múrverki þó og hefi ég verið við
það í ein 32 ár. Á sumrin vann
ég hjá vita- og hafnarmála-
stofnuninni, enn í 7 sumur, því
7 er mín tala, sjáðu til og fór ég
norður til Grímseyjar árið 1953.
Þar var ég fyrst í fiskvinnu og
kynntist ég þar konu minni og
settumst við þar að um nokk-
urra ára skeið.
Meðal þeirra starfa sem Einar
sagðist hafa fengizt við í Gríms-
ey var að vinna að lagfæringum
og endurbótum á kirkjunni.
Hann sagði litla sögu um
hvernig það hefði borið til:
— Það var þannig að árið
eftir að ég fluttist til Grímseyj-
ar var fremur lítið að gera og
þannig var ástatt um kirkjuna
að hún var tekin að leka og ekki
annað sjáanlegt en hún myndi
stórskemmast ef ekkert væri að
gert. Ég hafði veitt þessu
athygli og það bar til að mig tók
að dreyma kirkjuna nokkuð oft
og stundum nótt eftir nótt.
Þegar svo kom að því að vinna
hjá mér fór að minnka þá ræddi
ég við sóknarnefndina um að ég
gæti annazt þessar lagfæringar
og var því vel tekið. Endurnýj-
aði ég svo það sem þurfti bæði
utan dyra og innan og eftir að
ég hóf að vinna að þessu
steinhætti mig að dreyma kirkj-
una.
Ibúar í Grímsey voru um það
bil 60 árin sem Einar var þar og
sagði hann að þeir væru nú milli
90 og 100. Hann minntist
mannlífsins þar með virðingu:
Grímseyingar
örlátir
— Já, það var margt ágætt í
Grímsey. Eitt var það að þegar
ég leitaði samskota fyrir kirkj-
una, sem ég gerði oft vegna
ýmiss konar atburða, þá minnist
ég þess að jafnan lögðu Gríms-
eyingar fram einn mesta skerf-
inn miðað við fjöldann og mér
fannst það einhvern veginn
liggja í eðli þessa fólks og þetta
er líklega einhver dulinn menn-
ingararfur. Fólkið man mikla
erfiðleikatíma og hefur óvenju-
mikla samúð með þeim sem
minna mega sín. Það má reynd-
ar segja um hvaðeina sem
gerðist, hvort heldur gleðitíð-
indi bárust eða harmafregnir,
það var eins og það snerti alla
eyjarskeggja og þetta er eins og
ein stór fjölskylda.
— Mér fannst líka stundum
Grímseyingar tala jafnvel betra
mál en aðrir íslendingar, því
margir þessir elztu menn lásu
fornsögurnar mikið og dáðu
þær. Þeir voru eiginlega dálítið
„aristókratískir" í sér. Það má
sjá í gömlum bókum t.d. það
sem hreppstjórar hafa skrifað,
yfirleitt ólærðir menn, að
skýrslur þeirra eru á góðu máli
og ritvillulausar. Þetta einkenni
Grímseyinga er nú því miður
nokkuð að hverfa, yngra fólkið
sker sig minna úr en áður, nú
eru allir að eltast við sömu
hlutina og er það e.t.v. ekki svo
óeðlilegt með auknum samgöng-
um og ferðalögum fólksins.
Lærði að lesa af
Vída líns posti 11 u
Jgp
■pT ' . á|
Einar Einarsson og Súsanna Vilhjálmsdóttir eru hér ásamt sonum sínum tveimur, Gunnari (lengst til vinstri), sem
er 12 ára og Grétari, en hann er 9 ára.
Einar Einarsson býr ásamt
konu sinni Susönnu Vilhjálms-
dóttur og tveimur sonum þeirra,
Gunnari 12 ára og Grétari 9 ára
í nýju húsi við Heiðarbrún í
Hveragerði. Susanna starfar
sem yfirnuddkona við Heilsu-
hæli N.L.F.Í. en um þessar
inundir segist Einar aðallega
sinna húsbyggingunni:
— Já, við fluttum í húsið
fyrir alllöngu, en það er samt
sem áður ýmislegt eftir. Hefi ég
verið við smíðar mikið hér
heima við undanfarið. Þetta
gengur svona hægt og sígandi og
er ágætt meðan þetta „flýtur“
allt og segja má að flýtur meðan
ekki sekkur. Þó að ég sé
stórskuldugur eins og svo marg-
ir aðrir þá stendur fasteign
alltaf fyrir sínu jafnvel þótt
eitthvað komi uppá. En mér
þykir verst að menn skuli ekki
geta komið sér saman um
stjórnarmyndun og tekið til við
að gera það sem allir sjá að gera
þarf, sagði Einar Einarsson að
lokum og er þar með látið lokið
spjallinu við djáknann fyrrver-
andi. Segja má þó að hann hafi
ekki algjörlega yfirgefið sinn
fyrri starfsvettvang því hann
annast kvöldbænir tvisvar í viku
í heilsuhælinu og er auk þess
meðhjálpari.
J.