Morgunblaðið - 22.08.1978, Page 14

Morgunblaðið - 22.08.1978, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1978 Franskurkvik myndagerdarmadur sem notar litskyggnur vid gerd kvikmynda ÞÓTT kreppa sé ríkjandi í frönskum kvikmynda- iðnaði sem og mörgum öðrum framleiðslugrein- um virðist stefnan engu að síður sú hjá þeirri gömlu menningarþjóð að fylgjast með, bæði hvað snertir tækninýjungar og hugmyndafræðilegar nýjungar í kvikmynda- gerð. I nóvember á s.l. ári vakti það þó nokkra athygli að frumsýnd var mynd eftir 28 ára gamlan blaðamann og ljósmyndara, Michel Maliarevsky. Var myndin samröðun 500 lit- skyggna og bar titilinn „Mort ou Vif“ (Lifandi eða dauður). Tón- list og texti með myndinni voru einnig samin af Maliarevsky, sem sá um flutning tónlistar- innar ásamt öðrum hljómlistar- manni. í tímaritinu „Nouveux Films“, þar sem getið er helztu kvikmynda sem frumsýndar eru í París, segir um mynd hans að hún sé keðja 500 litskyggna úr safni tólf þúsund mynda sem Maliarevsky tók í Bandaríkjun- um, Mexíkó, á Mali og Fílabeins- ströndinni, í Svíþjóð, Tyrklandi og Frakklandi. Beitir hann tækninni til hins ýtrasta við að ná fram líkingum og notar um tylft mismunandi hljóðfæra. Myndin er ljóðræn „fantasía" og gæti verið uppgötvun veru utan úr himingeimnum á jörðinni. Myndin á að sýna þróunarsögu mannkyns, upphaf lífs í vísinda- skáldsöguformi. „Eyðilegging náttúrunnar sem leiðir til útrýmingar mannsins“ Michel Maliarevsky kom til ístands i ágústbyrjun, ferðaðist vítt og breitt um landið, þó sérstaklega Norðurland, og tók myndir. Megintilgangur ferðar- innar var að ná nýjum myndum í skyggnusafnið til endurbóta á myndinni „Mort ou Vif“, á það sérstaklega við um upphafið í eiginlegum og óeiginlegum skilningi, þ.e. myndin hefst á því að ógreinilega mannveru ber við himinhá fjöll í fjarska. Fjallasýnin er úr tyrknesku landslagi. Nú vill Michel Maliarevsk.v breyta því og telur að íslenzk eldfjöll og hraun- drangar séu táknrænni fyrir sköpun jarðar og upphaf lífs og í næstu útgáfu myndarinnar mun því frummaðurinn stíga „trylltan dans“ við rætur íslenzkra fjalla um leið og hann gerir tilraun til að kveikja eld. „Með tækninni er hægt að ná fram slíkum hraða á sýningu litskyggna að líkast er því að um kvikmynd væri að ræða,“ sagði Michel Maliarevsky í samtali við Morgunblaðið. Hann gekk inn á ritstjórnar- skrifstofur Mbl. rigningardag einn í vikunni og ræddi við blaðamann um mynd sína og fleira. Dásamaði hann hina villtu náttúru Islands en mark- mið myndar hans er að sýna fram á eyðileggingu náttúrunn- ar sem síðan leiðir til eyðilegg- ingar eða útrýmingar mannsins, cins og hann komst að orði. „Aróður er mér á móti skapi. I anda þýzka kvikmyndagerðar- mannsins Herzogs spila ég á hugarflug áhorfandans. Það er hann sem er aðalleikari myndarinnar. Hann setur sig inn í hiutverkið, leggur út af söguþræðinum og túlkar Litskyggna úr mynd Maliarcvskys „Mort ou Vií". „Frelsið er stundum meira en raunverulcikinn. Fí þessi mynd væn eomeg...: Kom til íslands til að mynda „upphaf lífs og sköpun jarðar" Michel Maliarevsky í Reykja- vík. Ljósm.i RAX. myndina á sinn hátt,“ segir Maliarévsky. „Rússar afleitir í kvikmyndagerö“ „Tveimur árum áður en myndin var frumsýnd, dvaldist ég í Suður-Frakklandi og sýndi hana þar í ýmsum smáþorpum og bæjum til að kanna viðbrögð íbúanna. Þau komu mér skemmtileg á óvart. Fólkið skildi hvað ég var að fara og þá vissi ég að mér var óhætt að halda með hana til Parísar á vit menningarvitanna þar. Þegar bæjarbúar Vallauris vissu hvað ég meinti með myndum af yfirgefnum skýjakljúfum á miðri Manhattan um nótt eða gulu tré, tákni fyrir eyðilegg- ingu náttúrunnar, sá ég að tilganginum var á einhvern hátt náð. Eg sýni hlutinn, fólkið sér og skilur. Ég þarf ekki Jack Nicholson ti! að segja: „Þetta er gult tré — þetta er mengun". og Maliarevsky kýmir, þar sem hann veit að enn stendur honum ekki til boða að Jack Nicholson leiki í mynd eftir hann. Maliarevsky er enn ekki nafn- togaður í heimi kvikmyndanna en þó þekktur meðal þeirra er starfa að sömu grein og hann. Hann er fæddur í París í febrúar árið 1950. Faðir hans er rússneskur og flýði land á dögum byltingarinnar, en móðir hans er bæði af ítölsku og frönsku bergi brotin. „Ég er einkennileg blanda," segir Maliarevsky. „Þótt ég líti á mig sem Frakka tel ég mig hafa hugarfar Slava. „Melan- kólían" í verkum Dostojevskys og andlegra bræðra hans höfðar til mín,“ segir hann og veifar hendinni til áherzlu. „Annars eru Rússar afleitir í kvikmynda- gerð. Myndir þeirra eru allt of fræðilegar en lausar við að vera raunsæjar. I gerð listrænna kvikmynda í dag ríkir ofurraun- sæisstefna (hyþer-realismi) sem kemur greinilega fram í mynd- um Bandaríkjamannsins Wim Wenders, ítalans Dino Risi og Tékkans Milos Formans, en mynd hans „Gaukshreiðrið“ er sú bezta sem ég hef séð. ítalir standa mjög framarlega í gerð listrænna kvikmynda. Ekki er ég þó hrifinn af Fellini, nýjustu myndirnar hans, eins og Casa- nova, finnast mér ekki góðar. Þær fyrstu voru það og nú er Fellini genginn á lagið í átt til lýðhylli og múgsefjunar. Honum leyfist allt, meira að segja að gera kvikmynd um Casanova án þess að hafa lesið endur- minningar hans. ítalski leik- stjórinn Comensini gerði hins vegar mynd um æsku Casanova þar sem hann sýndi fram á hvers vegna Casanova var eins og hann var. Hann lenti í ástarsorg ungur." „En líf hefst á ný eins og í upphafi“ „Þótt listrænt gildi kvik- myndar sé Maliarevsky efst í huga að eigin sögn segist hann ekki aðhyllast eina vissa stefnu, svo sem ofurraunsæi eða súr- realisma. „Líklegast þræði ég veginn einhvers staðar mitt á milli Alberts Camus og rómantískrar 19. aldar stefnu. í „Mort ou Vif“ leik ég mér að ímyndunarafli áhorfandans og um leið reyni ég með myndunum að sýna honum fram á einmana- leikann, eyðilegginguna og hvert stefnir. Það stendur hvergi skrifað að myndin sé lýsing á þróunarsögu mannkyns frá upp-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.