Morgunblaðið - 22.08.1978, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 22.08.1978, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1978 17 þegar kveikt var í öðrum skriðdreka læstist eldur úr honum í sprengjuvagn með þeim afleiðingum að hann sprakk í loft upp. Eldurinn breiddist út og kviknaði í tveimur stórhýsum og særðust margir er þeir urðu fyrir eldibröndum. Víðar í Prag kom til svipaðra átaka og sömu sögu var að segja í öðrum helztu borgum landsins. Innrásarliðið hélt markvisst áfram töku helztu stofnana, svo sem aðalsímstöðvar landsins, þannig að landið varð sambandslaust við um- heiminn. Að kvöldi dags var hernámið algjört. Skriðdrekar stóðu við allar helztu byggingar, götur og þjóðvegi. Útgöngu- bann var fyrirskipað að næturlagi. Samgöngur innanlands lögðust niður. Athafnalífið var lamað. Enginn vissi hvað við tæki. Fluttir í handjárnum til Sovétríkjanna Á fyrstu klukkustundum innrásarinnar voru handteknir allir löglegir valdamenn í landinu. Brátt komst á kreik orðrómur um að Alexander Dubcek flokksleiðtogi, Smrkovsky þingforseti, Cernik forsætis- ráðherra og Frantisek Kriegel, einn helzti samstarfsmaður Dubceks, hefðu verið ráðnir af dögum. Enginn vissi hvar þeir voru niðurkomnir, og það var ekki fyrr en eftir marga daga að málið upplýstist. - Þeir höfðu verið handteknir og fluttir handjárnaðir með sovézkri herflugvél til Moskvu. Hinn 23. ágúst tókst Ludvig Svoboda forseti ferð á hendur til Moskvu til viðræðna við stjórnina þar. Sovétstjórnin tók Svoboda með kostum og kynjum, svo sem vænta mátti, því að nú sem fyrr var nauðsynlegt að hengja upp potemkin- tjöld. Fyrst og fremst var Sovétstjórninni mikið í mun að þeirra eigin þjóð liti á innrásina sem góðverk við þjóð, sem næstum því hafði orðið skaðræðisöflum og „endurskoðunarsinnum" að bráð, og hins vegar að gefa Svoboda tækifæri ti að söðla um og ganga til samstarfs við herraþjóðina — hinn nýja valdhafa. Svoboda voru við upphaf viðræðnanna settir afarkostir: Annað hvort skipaði hann þegar í stað nýja ríkisstjórn í Tékkóslóvakíku og skipti um menn á helztu valdastólum í kommúnisfaflokkn- um, ellegar þá að Slóvakía yrði innlimuð í Sovétríkin og Bæheimur og Mæri yrðu gerð að sjálfstjórnarhéruðum undir yfirstjórn Sovétríkjanna. Svoboda vísaði þessum úrslitakostum afdráttarlaust á bug, en gerði Kremiverjum á móti „tilboð", sem þeir gátu ekki hafnað: Dubcek og hinir leiðtogarnir yrðu tafarlaust látnir lausir og tækju þátt í viðræðunum, ella svipti hann sjálfur sig lífi. Þetta var mál, sem Sovétstjórnin skildi. Það hefði orðið þokkalegt afspurn- ar hefði Svoboda iátið lífið í Moskvu-för- inni. Næsta dag voru Dubcek og hinir fangarnir komnir að samningaborðinu. Nauöungarsamningar Viðræður Tékkóslóvakanna við Moskvustjórnina og leiðtoga hinna inn- rásarríkjanna, sem kvaddir voru til, stóðu í þrjá daga, en 27. ágúst sneru leiðtogarn- ir aftur til Prag. Við heimkomuna birtu þeir yfirlýsingu, sem tók af öll tvímæli um að þeir höfðu verið sigraðir. Her- námsliðið yrði í landinu um „óákveðinn tíma“ og færi þaðan ekki fyrr en „ástand væri komið í eðlilegt horf“. Eftir þetta varð nærvera sovézka hernámsliðsins minna áberandi en áður. Skriðdrekar fóru úr miðborg Prag, en tóku sér stöðu í úthverfum. Sovézku hermennirnir hurfu úr flestum stjórnar- byggingum, en héldu í staðinn vörð fyrir utan. Útgöngubanni var aflétt. Sam- göngur færðust smám saman í eðlilegt horf. Regla fór að komast á í flestum skólum og á vinnustöðum. Lífið hélt áfram, þrátt fyrir allt. Enginn skyni borinn maður í landinu gekk þess dulinn að þrátt fyrir þetta var ástandið gjörbreytt. Þótt Alexander Dubcek tæki við forystu kommúnista- flokksins um leið og hinir nýju valdhafar kappkostuðu að breyta sem fæstu á yfirborðinu, var augljóst frá upphafi að um frekari frjálsræðisþróun yrði ekki að ræða. „Sé sama lygin end- urtekin nógu oft.. Fyrstu vikurnar eftir nauðungarsamn- inginn í Moskvu ríkti mikil spenna og óvissa í Tékkóslóvakíu. Allra fyrst gerðu ýmsir sér vonir um að með lagni mætti takast að fá Sovétmenn til að hafa sig á brott með herliðið. Brátt kom í ljós að Sovétstjórnin hafði ekkert slíkt í hyggju, ekki sízt þegar ný lög voru sett um ritskoðun og ekki tókst að koma á viðræðum um brottflutning herliðsins. Rúmum mánuði eftir innrásina birti Pravda grein, sem vakti mikla athygli, og enn er í minnum höfð. Þar kom Brézneff-kenningin illræmda fyrst fyrir ilmenningssjónir, en hún fólst í því, að iommúnistaflokkar hefðu ekki rétt til að taka ákvarðanir, sem gætu haft neikvæð áhrif á sósíalismann í viðkomandi ríki eða skertu hagsmuni annarra kommúnistaríkja. Væri öðrum kommúnistaríkjum skylt að koma í veg fyrir slika þróun mála og hlyti stjórn Sovétríkjanna að meta hvenær þörf væri aðgerða til að tryggja hagsmuni heildar- innar. í október þetta sama haust féllst Sovétstjórnin á að ræða um brottflutning hernámsliðsins við leiðtoga Tékkó- slóvakíu og héldu Cernik, Smrkovsy og Dubcek til Moskvu skömmu síðar. Leiðtogarnir voru lotlegir og daprir við heimkomuna til Prag. Þeir höfðu ekki haft erindi sem erfiði. Þann 17. október kom Kosygin forsætisráðherra Sovétríkj- anna til Prag, og þar voru undirritaðir samningar um að framvegis yrðu í landinu 70 þúsund sovézkir hermenn, — eða eins og það var orðað — „þar til ástandið í landinu væri komið í eðlilegt horf“. Samkvæmt orðanna hljóðan hefur ástandið í landinu orðið enn „óeðlilegra" því að nú, tíu árum eftir innrásina, hefur sovézku hermönnunum heldur fjölgað frá því að samningurinn var undirritaður, og er nú talið að þeir séu um 80 þúsund. Áróöur gegn Dubcek og Smrkovsky magnast Snemma kom í ljós að Sovétmenn stefndu að því að losa sig við menn eins og Dubcek og Smrkovsky. Svo almennum vinsældum áttu þessir menn að fagna í landinu að þetta gat ekki gerzt með einu pennastriki, heldur var nauðsynlegt að undirbúa jarðveginn. Eftir innrásina hófst strax mögnuð áróðursherferð á öllum sviðum þjóðlífsins, og var persónu- níð mikill þáttur í henni. Einkum voru það Dubcek og Smrkovsky, sem urðu fyrir barðinu á rógsmiðunum. Árangurinn lét ekki á sér standa og sönnuðust einkunnarorð Göbbels hér einu sinni enn, sem sé, að því væru ekki takmörk sett sem hægt væri að fá lýðinn til að trúa, væri sama lygin endurtekin nógu oft. Þaö varð fljótlega ljóst hvern Sovét- stjórnin veðjaði á og hugðizt koma í valdastól. Gustav Husak, formaður kommúnistaflokks Slóvakíu, hafði veru- leg áhrif innan kommúnistaflokks Tékkó- slóvakíu. Áróðursmaskínan var sett í gang og á næstu mánuðum var tæplega Heiðursvörður til minningar um Jan Palach á Wenceslas-torgi í Prag daginn sem hann lézt af brunasárunum. Talið er að minnsta kosti fimm önnur tékknesk ungmenni hafi ráðið sér bana með sama hætti til að mótmæla innrás- inni og stappa stálinu í þjóðina, en hinir nýju valdhafar sáu um að vitneskja um aðra en Palach yrði þögguð niður. hægt að opna svo dagblað í Tekkóslóakíu, Sovétríkjunum og hinum kommúnista- ríkjunum að Husak væri þar ekki ausinn hástemmdu lofi. Að undirlagi Sovétstjórnarinnar voru um áramótin 1968 og 1969 gerðar verulegar breytingar á stjórnarskrá landsins, og miðuðust þær einkum við skýrari mörk milli hinna ýmsu héraða landsins og raunverulega skiptingu þess milli Tékka og Slóvaka. Bæheimur og Mæri skyldu lúta takmarkaðri sjálfstjórn Tékka en Slóvakar skyldu ráða ráðum sínum í Slóvakíu. Með ýmsum hagræðing- um komu hinir nýju vandhafar því þannig fyrir að breytingarnar nánast útilokuðu það að Tékkinn Smrkovsky yrði áfram í embætti þingforseta þar sem valdahlutföll milli þessara tveggja þjóð- arbrota kölluðu á þá tilhöghn að það embætti yrði framvegis í höndum Slóvaka. Þegar almenningi í landinu varð ljóst, að Smrkovsky, sem átti miklum persónuvinsældum að fagna, átti að fjúka, hófst mikil mótmælaalda. Verka- menn höfðu í hótunum um að fara í allsherjarverkfall og námsmenn gáfu yfirlýsingar um að þeir færu í samúðar- verkfall til að leggja áherzlu á kröfur um að Smrkovsky sæti áfram. Jan Palach — og Þeir, sem aldrei fréttist um Hinn 17. janúar 1969, meðan þessi mótmælaalda stóð sem hæst, varð afdrifaríkur atburður á Wenceslas-torgi. Ungur námsmaður Jan Palach, brenndi sig til bana, og skildi eftir sig bréf þar sem sagði að 15 stúdentar hefðu svarið þess dýran eið að mótmæla á þennan Sovézkir skriðdrekar við landamæri Tékkóslóvakíu og VesturÞýzkalands. sama hátt innrásinni, vekja með því þjóðina og forða henni frá því að koðna niður í uppgjöf og örvæntingu. Þessi hörmulegi atburður hafði mikil áhrif á almenning í Tékkóslóvakíu. Daginn eftir að fregnin um andlát þessa unga manns barst fóru tugir þúsunda Prag-búa í sorgargöngu með svarta fána og logandi ljós. Á Wenceslas-torgi var sett upp nokkurs konar minningaraltari, þar sem var stöðugur straumur fólks næstu vikurnar. Jan Palach varð tákn þessarar hnípnu þjóðar og enn þann dag í dag hefur hann ekki gleymzt. Yfirvöld létu sér ekki lynda hvernig almenningur minntist þessa píslarvotts. Lík hans hefur tvívegis verið flutt, og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að fela legstað hans hefur það ekki tekizt betur en svo að þessa dagana sjá yfirvöld sér ekki annað fært en að hafa öflugan öryggislögreglu- vörð þar sem hann er grafinn á afviknum stað. Fregnir, sem taldar voru áreiðánlegar, hermdu að dagana eftir sjálfsmorð Palachs hefðu að minnsta kosti tíu aðrir kosið sér sama hlutskipti. Ekki er vitað með vissu hversu margir luku lífi sínu á þennan hátt, en fullyrt er að þeir hafi verið að minnsta kosti fimm, auk Palachs. Aldrei hefur vitnazt hvaða ungmenni þetta voru. Hin nýja harð- stjórn í landinu sá um að afmá verksummerki og þagga niður það sem orðið gat til að koma tilfinningum landslýðsins frekar úr jafnvægi en orðið var. Um þessar mundir kom þó hvað eftir annað til upphlaupa og mótmælaaðgerða, en leiðtogar landsins, jafnt Dubcek-sinn- ar sem aðrir, lögðust á eitt og báru klæði á voonin. Sovétstjórnin og legátar hennar í Tékkóslóvakíu höfðu vit á að sigla milli skers og báru í flestum málum meðan ástandið var að færast í eðlilegra horf á fyrstu mánuðum ársins 1969. Lítíð fór fyrir Dubcek um þessar mundir, en í febrúar fréttist að hann væri sjúkur og hefðist við í Bratislava, miður sín eftir hörmungar undangenginna mánaða. Hann var enn aðalritari kommúnista- flokks Tékkóslóvakíu, en í marz-mánuði var kominn tími til að láta til skarar skríða gegn þeim Smrkovsky. Þá kom til óeirða við skrifstofu sovézka ríkisflugfé- lagsins í Prag í framhaldi af sigri Tékka yfir Sovétmönnum í undanúrslitum heimsmeistarakeppni í ís-hokkí. Voru Smrkovsky og fleiri nafngreindir leiðtog- ar sakaðir um að hafa æst til óeirða, en Dubcek var ekki nefndur í þessu sambandi. Eftir þetta magnaðist ófræg- ingarherferðin á hendur Smrkovsky, Dubcek og ýmsum helztu leiðtogum frjálsræðissinna mjög, og mátti daglega sjá ný merki þess að ferill þeirra var senn á enda. Dubcek hættir flokksforystu — Husak tekur viö Á miðstjórnarfundi kommúnista- flokksins, sem haldinn var í aprilmánuði 1969, var Alexander Dubcek ekki endur- kjörinn flokksritari. Gustav Husak var kjörinn í hans stað, en Dubcek var hins vegar kjörinn þingforseti. Hinir nýju valdhafar gættu þess vandlega að taka ekki of stór skref, en á þessum fundi var Smrkovsky bolað úr forsætisnefnd flokksins. Dubcek hélt hins vegar sæti sínu í forsætisnefndinni, en þrátt fyrir æfingar af þessu tagi var ljóst að hann var orðinn gjörsamlega áhrifalaus og að harðlínumenn og dyggir Moskvuvinir voru nú óðum að tínast í hreiðrið að nýju. Snemma á valdaferli Husaks fór að bera á orðrómi um að Sovétstjórninnni þætti hann ekki nægilega klár á bátinn, og Bilak og Strougal — rétttrúnaðar- menn að mati Moskvu-stjórnarinnar — vokuðu yfir krásinni eins og gammar. Þrátt fyrir hrakspár tókst Husak að standast ásókn af þessu tagi, og til eru þeir sem telja að hann hafi verið illskástur af þeim, sem um var að ræða þegar valdaskiptin urðu. Bilak sækir enn fast að Husak en almennt er hann ekki talinn valtur í sessi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.