Morgunblaðið - 22.08.1978, Page 40

Morgunblaðið - 22.08.1978, Page 40
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1978 NYTTVIKINGSLIÐ SIGRAÐI FRAM 3:0 — Landsliðsþjálfarinn hef ur gjörbreytt spili og hugsunarhætti Víkinga eftir aðeins fjórar æfingar ÞAÐ VAR Kjörbreytt VíkinKalið, sem mætti til leiks á móti Fram í 1. deildinni á sunnudagskvöldið. Víkingarnir reyndu allan tímann að ieika knattsprynu, en háloftaspyrnur ok langsendingar fram allan völl sáust nú mun sjaldnar hjá Víkingunum, en í öðrum leikjum sumarsins, að þvi' er vísir menn sögðu. VíkinKar höfðu einnis árangur sem erfiði í leiknum og unnu öruggan sigur, 3>0. Youri Ilitchev hcfur greinilega gert góða hluti með Víkingana á æfingum í síðustu viku og mgð þessum sigri standa Víkingar jafnfætis Keflvíkingum í keppninni um þriðja sætið í deildinni og Evrópukeppni á næsta ári. Framarar eru stigi á eftir með 16 stig, en ÍBV hefur 15 stig og á leik inni. Spenna er því enn í deildinni þó svo að úr þessu fái ekkert ógnað veldi Valsmanna á toppi deildarinnar. Framarar voru óvenju daufir í leiknum við Víking, gáfu allt of mikið svæði og einfaldar breyting- ar á leikskipulagi og uppstillingu Víkinga komu Frömurum greini- lega í opna skjöldu. Þá var það ekki til að bæta úr að Pétur Ormslev var í strangri gæzlu Jóhannesar Bárðarsonar allan leikinn og Ásgeir Elíasson mátti sín lítils vegna meiðsla og varð að yfirgefa völlinn í seinni hálfleikn- um. Víkingar sýndu meiri leikgleði í þessum leik en áður í sumar og í ár hafa þeir unnið Fram í báðum leikjum liðanna í 1. deild, en slíkt hefur ekki áður gerzt. Víkingur hefur heldur aldrei unnið Fram með svo miklum mun í 1. deildinni. Fyrstu mínútur leiksins var jafnræði með liðunum, en Víking- ur náði fljótlega undirtökunum. Á 17. mínútu leiksins tóku Víkingar horn frá hægri og gefið var út fyrir teiginn til Gunnars Arnar, sem skaut þrumuskoti að marki Framara. Á leiðinni fór knöttur- inn í hendi eða öxl Kristins Víkingur — Fram 3:0 Textii Ágúst I. Jónsson Myndi Kristinn ólafsson. Atlasonar og dæmd var víta- spyrna. Gunnar Örn framkvæmdi sjálfur spyrnuna, en Guðmundur Baldursson gerði sér lítið fyrir og Jóhann Torfason var ekkert að tvínóna við hlutina, við hlutina. en sendi boltann rakleiðis í markið við stöngina nær sér. Vel gert hjá Jóhanni og staðan 2:0. Framarar byrjuðu seinni hálf- leikinn af krafti eins og. gegn FH fyrir viku, en Víkingar gáfu sig hvergi. Þeir náðu aftur tökum á leiknum og á 23. mínútu hálfleiks- ins lék Lárus Guðmundsson lag- lega upp hægri kantinn og sendi knöttinn síðan inn á markteig Framara. Knötturinn lenti á tám Gunnars Arnar, sem átti ekki í erfiðleikum með að negla í netið. Staðan 3:0 og í raun gert út um leikinn. Það sem eftir var áttu Víkingar nokkur dauðafæri til að skora, en tókst ekki. Beztu menn Víkinga í þessum leik voru Róbert, Jóhannes, Gunn- ar og Lárus, en allt liðið á hrós skilið fyrir mikla og góða baráttu, óvenju mikla leikgleði. Leiki Vík- ingar svona það sem eftir er mótsins hlýtur þriðja sætið að verða þeirra. Óskar Tómasson lék sinn 100. meistaraflokksleik á móti Fram og hefði hann hæglega átt að geta haldið upp á áfangann með þvíað skora mark. Það gerði hann þó ekki þrátt fyrir góð færi og í seinni hálfleiknum var hann of bráður, lét hvað eftir annað góma sig rangstæðan. Ragnar Gíslason fékk gult spjald í leiknum og fer hann líklega í leikbann í næsta leik. Enginn leikmanna Fram skar sig úr að þessu sinni, þó reyndi Gústaf Björnsson ævinlega að byggja upp og komast vel frá sínu. Einnig lék Rúnar Gíslason ágætlega. I stuttu máli, íslandsmótiá 1. deild, Laugardalsvöll. aðalleikvangur, 20. ágóst. Víkinitur — Fram 3.0 (2.0) Mörk Víkings. Lárus Guðmundsson á 19 minútu. Jóhann Torfason á 45. mínútu ok Gunnar Örn Kristjánsson a' G8 mínútu. Áhorfendur. 483. ÁminninK. RaKnar Gislason. VíkinKÍ. varði skot Gunnars í horn. Eftir hornspyrnun barst knötturinn til Róberts Agnarssonar, sem gaf fyrir þá vinstri og Óskar Tómas- son skallaði knöttinn í stöng. Enn sóttu Víkingar og á 19. mínútunni tók Gunnar Örn auka- spyrnu nokkuð fyrir utan teig, hann sendi knöttinn yfir varnar- vegg Framara og Guðmundur Baldursson virtist hafa öll tök á að ná knettinum. I hálu grasinu missti Guðmundur boltann þó frá sér og Lárus Guðmundsson, sem hafði fylgt vel, náði að skjóta yfir Guðmund liggjandi í markteign- um. Á síðustu mínútu fyrri hálf- leiksins fengu Víkingar enn auka- spyrnu og Viðar Elíasson sendi í átt að markinu. Sigurbergur Sigsteinsson stökk upp og skallaði knöttinn frá Guðmundi markverði, sem hafði öll tök á að grípa boltann. Knötturinn fór út fyrir teiginn vinstra megin, þar sem • Youri Uitchev og varamenn Víkings fylgjast með framvindu mála í leik Víkings og Fram. • Skagamenn fanga ögurlega er síðara mark þeirra og jafntefli við ÍA, er næstur stönginni með nr. 9 á bakinu. Lengst í burtu má sjá Árna Áhorfenc er gestirn EKKI var að sjá annað en að það stefndi í 5ta sigur Keflvíkinga í röð í 1. deild í leiknum við Akurnesinga í Keflavík á laugardaginn, því þegar leiktíminn var að renna út var staðan 2—0 fyrir Keflvíkinga. En-margt getur skeð á einni mínútu í knattspyrnuleik. Á 90. mín. dæmdi Óli Ólsen vítaspyrnu á Þórð Karlsson, en knötturinn hoppaði í hendi hans innan vítateigs. Pétur Pctursson tók spyrnuna og skoraði örugglega og bætti þar með markmetið í 1. deild. Keflvíkingar tóku miðju, misstu knöttinn til Skagamanna, sem Iéku upp hægra megin, en Keflvíkingar spyrntu út af. Guðjón Þórðarson kastaði inn, vel inni vitateiginn, þar sem Jón Alfreðsson vippaði knettinum áfram fyrir markið til Péturs Péturssonar, sem ekki var seinn ú sér og skoraði sitt 19. mark í 1. dcildar keppninni og jafnaði metin við Keflvíkinga, 2—2. Ótrúlegt og nokkuð, sem enginn átti von á. Þrátt fyrir þessi úrslit léku Keflvíkingar sennilega sinn besta leik á sumrinu. Þeir höfðu frum- kvæðið mest allan fyrri hálfleik- inn og börðust vel allan tímann, sem gerði það að verkum að Skagamönnum tókst aldrei að byggja upp ve'rulega hættulegar sóknarlotur. í síðari hálfleik tóku Skaga- menn heldur að hressast og var þá meira jafnræði með liðunum, en Mikil hlaup, mikil spörk en engin mörk f Krikanum Það var feikilega mikið í húfi, er FH og Þróttur mættust á Kaplakrikavelli um helgina, alger úrslitaleikur um fallið sögðu sumir, þar sem sigurvegarinn myndi líklega halda sæti sínu í fyrstu deild en sá sigraði detta niður í aðra deild. En er upp var staðið, var engin breyting á þeirri spennu sem ríkti, vegna þes að liðin skildu jöfn. Málin verða því að bíða með að skýrast þar til í síðustu umferðum mótsins. Leikurinn fór fram í mígandi rigningu lengst af og kom það allmikið niður á leiknum, þar sem menn runnu oft metrum saman á afturendunum. I heildina séð, var leikurinn eins og veðrið, þ.e.a.s. leiðinlegur, en þokkalegum leik- köflum brá af og til fyrir hjá báðum liðum og bæði fengu þau færi sem hefðu átt að enda með mörkum. Leikurinn var annars í jafnvægi og jafntefli sanngjarnari úrslit heldur en sigur annars liðsins. Þróttarar voru sprækari framan af og bæði Baldur og Sverrir Brynjólfsson fengu færi sem ekki nýttust, áður en að Halldór Arason fékk það besta eftir að Benedikt Guðbjartssyni bakverði höfðu orðið á voðaleg mistök, en skot Halldórs fór naumlega yfir. Mínútu síðar, eða á 30. mínútu, fengu FH-ingar sitt fyrsta tæki- færi, er Leifur var á auðum sjó eftir fallega sendingu frá Loga. En skot Leifs var bæði grútmáttlaust og ónákvæmt og spratt því Þrótt- urum ekki sviti. Var leikurinn síðan í jafnvægi allt þar til leikhlé rann upp. FH-ingar sýndu dálítil fjörbrot í byrjun síðari hálfleiks og þá fékk Leifur Helgason að því virtist besta færi FH í leiknum, en áætluð hælspyrna hans gekk ekki FH— ÞrótturO:0 Guðmundur Guðjónsson. upp og því fór annað gott færi í ræsið. Síðar í hálfleiknum átti Logi fyrst gott skot utan af velli sem Rúnar markvörður varði vel og síðan fékk Logi boltann skyndi- lega í mjög góðu færi á 72. mínútu, en hitti hann illa og knötturinn silaðist fram hjá markinu. Þrótt- arar áttu aðeins eina umtalsverða aðför að marki FH í síðari hálfleik, er Ulfar Hróarsson bak- vörður átti þrumuskot langt utan af velli, en Friðrik varði meistara- lega. Leikur þessi var fullkomin meðalmennska og fáir léku svo vel að athygli vakti. Hjá FH má þó nefna þá Friðrik, Ólaf og Gunnar, en hjá Þrótti bar Halldór Arason af, auk, þess sem Rúnar gerði enga vitleysu í markinu. Besti maðurinn á vellinum var Hreiðar dómari Jónsson, sem dæmdi erfiðan leik að mestu óaðfinnanlega. í STUTTU MÁLL Kaplakrikavöllur 1. doild. FH — bróttur 0—0 ÁMINNINGARi Liikí Ólafsaun ok Þórir Jónsson FII skoðuðu Kula spjaldið. ekki tókst þeim að finna leiðina í mark Keflvíkinga fyrr en á síðustu mínútunni, eins og áður hefur verið lýst. Steinar Jóhannsson skoraði bæði mörk Keflvíkinga í þessum leik og kom það fyrra á 10. mín. Ólafur Júlíusson, sem var besti maður IBK í þessum leik, lék upp með knöttinn hægra megin og á eina þrjá varnarmenn Skaga- manna, gaf síðan vel fyrir markið á Steinar, sem fleygði sér fram og skoraði fallega með skalla. Þarna var vörn ÍA gjörsamæega sundurleikin og gerði Jón Þor- björnsson ekki tilraun til að verja. Síðara mark ÍBK kom svo á 55. mín. og var Steinar þá aftur að verki. Jón Gunnlaugsson var með knöttinn á sínum vallarhelmingi og sótti Steinar að honum. Jón ætlaði að spyrna knettinum frá, en á einhvern óskiljanlegan hátt hitti hann ekki knöttinn og náði Steinar honum og var nú alveg frír fyrir innan vörn ÍA. Lék hann að marki ÍA þar sem Jón Þorbjörnsson markvörður var einn til varnar, reyndi hvað hann gat og hálfvarði skotið, en það dugði ekki til, því knötturinn fór í markið. Ódýrt mark.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.