Morgunblaðið - 22.08.1978, Síða 43

Morgunblaðið - 22.08.1978, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1978 25 SIGURLAS MEÐ FERNU ER ÍBV BURSTAÐI KA ENN SYRTIR í álinn hjá Akureyrarliðinu KA í 1. deildinni eftir slæmt tap fyrir ÍBV í Eyjum á sunnudaginn. Eyjamenn náðu sér á hinn bóginn loksins á strik og sýndu sitt rétta andlit. Hjá þeim var baráttan og sigurviljinn í hávegum og enginn barðist betur en Sigurlás Þorleifsson sem skoraði 4 mörk og lagði upp önnur tvö í 6—2 IBV. sigri Leikurinn átti að vera á laugar- daginn og þá voru bæði liðin mætt til leiks en í annað skiptið í sumar sátu dómararnir eftir í höfuðborg- inni, höfðu ætlað að taka síðustu vél fyrir leik, en þá var orðið ófært til Eyja. Fyrr um daginn höfðu verið flognar þrjár ferðir til Eyja. Leikmenn KA tóku þann kostinn að bíða um nóttina í Eyjum, enda komnir um langan veg, og á sunnudagsmorgun komust dómar- arnir út í Eyjar og leikurinn gat loks hafist. Er skemmst frá að segja, að ÍBV hafði töluverða yfirburði í leiknum og stórsigur þeirra því fyllilega sanngjarn. KA-menn voru þó mikið með boltann í leiknum en sókn þeirra ákaflega bitlaus og því lítið um tækifæri á þeim bæ. Ekki er ástæða til þess að tína til öll markfæri sem til féllu í leiknum heldur skal nú greint frá marka- súpunni. 1— 0: (38. mín.) Eftir mikinn darraðardans í vítateig KA náði Sigurlás Þorleifsson að skalla boltann laglega aftur fyrir sig og yfir Þorberg Atlason sem hugðist grípa boltann. 2— 0: (43. mín.) Örn Óskarsson „stal“ boltanum af varnarmanni KA við miðlínu, lék upp að marki og var í ágætu færi, en kaus heldur að gefa á Sigurlás Þorleifsson sem var í enn betra færi og Sigurlás renndi boltanum snyrtilega fram- hjá Þorbergi Atlasyni. 3—0: (52. mín.) Gífurlega langt útspark Páls Pálmasonar barst inn á miðjan vallarhelming KA og þar náði Sigurlás Þorleifsson valdi yfir boltanum, lék að markinu og skoraði örugglega. 3— 1: (65. mín.) Elmar Geirsson, lang frískasti sóknarmaður KA, einlék upp allan völl og gaf boltann mjög vel fyrir markið beint á kollinn á Gunnari Gunn- arssyni, sem nýlega var kominn inná sem varamaður, og Gunnar skallaði laglega framhjá Páli Pálmasyni. 4— 1: (68. mín.) Eyjamenn voru strax komnir í sóknina og mikil þvaga myndaðist í vítateig KA. Einar Friðþjófsson átti loks skot á markið, Þorbergur Atlason varði en missti boltann heldur klaufa- lega frá sér. Sigurlás Þorleifsson var snöggur að átta sig, skaust fram sem elding og renndi boltan- um í netið. 5— 1: (84. mín.) Enn náði Sigur- lás löngu útsparki Páls frá marki, lék auðveldlega á tvo varnarmenn KA og var kominn í hið ákjósan- legasta færi en gaf þá á Örn Óskarsson frænda sinn sem skor- aði með góðu skoti. Hafði Sigurlás þar með kvittað fyrir sendingu Arnar í öðru markinu. 5— 2: (87. mín.) Farið var að gæta nokkurs kæruleysis í vörn IBV þegar hér var komið sögu. Friðfinnur Finnbogason var með boltann og gat gert við hann hvað sem vera vildi og hann tók það ráð að senda vita vonlausa sendingu á Pál markvörð. Óskar Ingimundar- son komst auðveldlega á milli og skoraði annað mark KA. 6— 2: (88. mín.) Ekki líkaði framherjum ÍBV þetta háttalag félaga sinna í vörninni og enn var það Sigurlás sem skapaði mikinn usla í vítateig KA, frá honum barst boltinn fyrir fætur Gústafs Baldvinssonar og Gústaf skoraði af öryggi. Áhorfendur í Eyjum héldu því ánægðir heim, þeirra menn höfðu loksins sýnt það sem allir vissu að í þeim byggi. Leikur liðsins var góður, spil og skiptingar á stórum köflum til fyrirmyndar. Sigurlás Þorleifsson átti sannkallaðan stór- leik að þessu sinni, KA-menn réðu alls ekkert við hann. Þá átti Örn Óskarsson mjög góðan leik, en hann lék nú í framlínunni að nýju. í vörn ÍBV var Þórður Hallgríms- son mjög öruggur og fljótur að átta sig á hlutunum. Annars átti ÍBV-liðið allt þokkalegan leik. KA berst nú í bökkum í 1. deildinni og í þessum leik átti liðið aldrei möguleika á stigi. Vörnin var mjög slök og markvarslan nánast engin að þessu sinni. Langbesti maður liðsins var Elmar Geirsson og skapaði hann ávallt hættu er hann nálgaðist „.......... • Sigurlás borleiísson átti stór- leik gegn KA. mark ÍBV. Því miður fyrir Elmar, nýtur hann ekki þeirrar aðstoðar frá samherjum sínum sem hann þarfnast. Haraldur Haraldsson var fastur fyrir í vörninni en spilaði á köflum fullgróflega. I STUTTl) MÁLI, Vrstmannaoyjavöllur 20. áKÚst 1978. t. deild. ÍBV - KA 6-2 (2-0) MÖRK (BV, SÍKUrlás Þorloifsson á 38. m(n., 13. mín.. 52. mín.. ok 68. mín. Örn Óskarsson á 84. mín. Gústaf Baldvinsson á 88. mín. MÖRK KA, Gunnar Gunnarsson á 65. mín.. Óskar InKÍmundarson á 87. min. ÁMINNINGAR, EnKÍn. ÁHORFENDUR, 256. Vel heppnað ung- lingamót HSS IA vann KA 1:Oíminn- ingarleiknum AKURNESINGAR unnu KA 1,0 í minningarleik um Jakob Jakobsson knattspyrnumann á Akureyri á miðvikudag. bað var Kristinn Björnsson. sem skoraði eina mark leiksins um miðjan scinni hálíleikinn. Lið KA átti sízt minna í leiknum og Sigbjörn Gunnarsson fór t.d. illa að ráði sínu er hann komst einn innfyrir undir lok leiksins, en Jón borbjörnsson varði frá honum. Bæði lið spöruðu sig greinilega í leiknum, enda eru mikilvægir leikir framundan hjá þeim í 1. deildinni um helgina. Hátt í 600 manns fylgdust með leiknum. sem þó fór fram í leiðindaveðri. 4. UNGLINGAMOT Héraðssam- bands Strandamanna var haldið að Sævangi sunnudaginn 13. ágúst síðastliðinn. Náðist þar nokkuð góður árangur í nokkrum greinum. Skulu hér nefnd nokkur dæmi: Örn Halldórsson Umf. Geisla sigraði í þremur greinum í flokki pilta 13—14 ára. Hann hljóp 100 m á 12.5 sek., stökk 5.02 m í langstökki og 1.45 m í hástökki, en sömu hæð stökk einnig Bergþór Þórisson Geisla. I flokki stráka 11—12 ára hljóp Valdimar Bragason Geisla 60 m á 8.9 sek. og stökk 3.74 m í langstökki. Linda D. Pétursdóttir Geisla sigraði í 100 m hlaupi meyja 15—16 ára, hljóp á 14.2 sek. Hún sigraði einnig í langstökki, stökk 4.34 m. I sama flokki sigraði Valdís Sigurðard. Umf. Hvöt í hástökki með 1.30 m. Þá kastaði Elín Ragnarsdóttir Sundf. Gretti kúlunni 9.17 m og kringlunni 28.36 m sem er Strandamet í kvenna- flokki. í flokki telpna 13—14 ára hljóp Jóhanna Ragnarsdóttir 100 m á 14.3 sek. Jóhanna er aðeins 13 ára, hefur litlar sem engar æfingar að baki og þykir mjög efnileg. I 60 m hlaupi stelpna 10 ára og yngri sigraði Fjóla Friðriksdóttir á 10.2 sek. (Bæði Fjóla og Jóh. eru í Geisla). Þess má að lokum geta að árangur Arnar í 100 m hlaupi og árangur hans og Bergþórs í hástökki eru ný Strandamet pilta. Fleiri Strandamet voru sett á mótinu þótt eigi sé þeirra getið hér. • Áhorfendafjöldinn á finskum frjálsíþróttamótum ber þess greinilegust merki hversu vinsæl- ar frjálsíþróttir eru í Finnlandi. en Finnar hafa lengstum átt fræknum frjálsiþróttamönnum á að skipa. Á finnska meistaramótið í frjálsíþróttum sem fram fór um helgina komu 24.400 áhrofendur. Fyrsta daginn horfðu 5.700 á. annan daginn 8.500 manns og á þriðja og síðasta degi mótsins greiddu um 10.400 manns að- gang. Mótið fór fram í Karleby að þessu sinni. en ekki í Helsinki þar sem tugir þúsunda fylgjast gjarn- an með stærri mótum sumarsins. • Norðurlandamet í sleggjukasti sá dagsins Ijós á finnska meistaramótinu í frjálsum íþrótt- um sem fram fór um helgina. Hannu Polvi bætti eigið met úr 73.12 metrum í 73,84 metra. Metið kom í fimmtu umferð kcppninnar. • Antti Kallimaeki frá Finn- landi setti nýtt met í stangarstökki í heimalandi sínu, er hann vippaði sér yfir 5.58 metra. Þetta landamet. er einnig Norður- Góður árangur FIMMTI flokkur ÍA í knattspyrnu, íslandsmeistarar sfðasta árs, fóru nýlcga til Svíþjóðar til þátttöku í alþjóðlegu unglingamóti. sem haldið var í Gautaborg dagana 16.—21. júlí. Lið frá 20 þjóðum og fjórum heimsálfum tóku þátt f mótinu. alls um 7000 einstaklingar, bæði strákar og stelpur. 67 lið voru í þeim aldursflokki, sem ÍA keppti í og var árangur Skagamanna góður, en liðið hafn- aði í 5.-8. sæti. Fyrirkomulag keppninnar var þannig að fyrst var liðunum skipt í 5 riðla og tvö efstu liðin úr hverjum riðli héldu áfram i lokakeppnina, sem var útsláttarkeppni. IA vann sinn riðil og í lokakeppninni unnu þeir v-þýzkt og sænskt lið með yfir- burðum, en biðu síðan lægri hlut í leik við Frankfurt. Þjóðverjarnir unnu 1:0 í leik þar sem þeir áttu varla meira en tvö umtalsverð marktækifæri, en Skagamenn lágu í sókn allan tímann. Skagastrákarnir vöktu mikla athygli fyrir leik sinn. í úrslitaleik keppninnar sigraði skozka liðið Hutchinsons Vale mexikanska liðið Pumitas með 2:0. Fara Isfirðingar upp í 1. deildina? ísfirðingar stigu mikilvægt skref í átt að sæti í 1. deild er lið þeirra vann Ármann 3,0 á ísafirði á laugardaginn. ísfirðingar réðu gangi mála allan leikinn og mörk þeirra hefðu hæglega getað orðið fleiri. Ármenningar eru algjörlega heillum horfnir og nú blasir fall niður í 3ju deild við liðinu. Til mars um yfirburði ÍBÍ í leiknum á laugardag má nefna að markvörður ÍBÍ þurfti aðeins einu sinni í leiknum að leggja sig fram í markvörzlunni. Strax á 4. mínútu leiksins skoraði Kristinn Kristjánsson gott mark með skoti af 20 metra færi. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik þó ÍBÍ hefði sterkan vind með sér, en í byrjun seinni hálfleiksins gerðu bræðurnir Jón og Örnólfur Oddssynir út um leikinn. Á 5. mínútu hálfleiksins stakk Jón varnarmenn Ármanns af og skoraði gott mark. Fjórum mínútum síðar var Jón enn á ferðinni, hljóp vörn Ármanns enn af sér upp kantinn og renndi síðan út á Örnólf bróður sinn, sem skoraði með viðstöðulausu skoti. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og ekki er hægt að segja að lánið hafi leikið við ísfirðinga. T.d. átti Ómar Torfason tvo skalla í rammann í leiknum og einnig gott skot, sem bjargað var á marklínu. Ómar styrkir lið ÍBÍ mikið, en hann kom að nýju í liðið eftir Grikklandsferðina. í heild áttu ísfirðingar góðan dag, en Ármenningarnir voru flestir slak- ir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.