Morgunblaðið - 22.08.1978, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1978
29
Karpov hefur tvo
vinninga í forskot
ANATOLY Karpov, heims-
meistari í skák getur svo sannar-
lega verið ánægður með árangur
sinn á sunnudaginn. Strax eftir
hádegið að staðartíma tókst
nonum að snúa óhagstæöri biö-
stööu úr Þrettándu skákinni sér í
vil og sigra. Síðan fengu
meistararnir aöeins hálfrar
klukkustundar hlé, en urðu síðan
að taka til við framhald fjórtándu
skáarinnar Þar sem staða Korch-
nois var talin pví sem næst
vonlaus. Svo reyndist einnig vera
og eftir aðeins 45 mínútna
taflmennsku lýsti áskorandinn
sig sigraöan í annað skiptið sama
daginn. Karpov hefur Því náð
tveggja vinninga forskoti í einvíg-
inu og hann er nú eftir fimm
vikna taflmennsku búinn að
vinna helminginn af Þeím skáka-
fjölda sem hann Þarf til Þess að
halda titlinum.
í fjórtándu skákinni fékk Karpov
örugga stööuyfirburöi í endatafli
eftir byrjunina. Menn hans voru vel
staösettir á miöboröinu á meöan
liö Korchnois vann illa saman.
Engu aö síöur var engin ástæöa til
þess aö örvænta fyrir áskorand-
ann. Mislitir biskupar minnkuöu
mjög sigurlíkur hvíts og greinilegt
var aö Karpov þyrfti aö yfirstíga
mörg tæknileg vandamál áöur en
vinningurinn yrði í höfn. En
Korchnoi gætti sín ekki nægilega
vel, e.t.v. hefur hann ætlaö sér um
of og snjöll skiptamunarfórn
heimsmeistarans tættu í sundur
stööu hans. Karpov fékk þegar í
staö eitt peö fyrir skiptamuninn og
skömmu síðar féllu tvö önnur.
Eftirleikurinn var þá auöveldur og
biðskákin var aðeins formsatriði.
Viöhorfin í einvíginu eru nú
gjörbreytt frá því fyrir helgina.
Karpov hefur náö öruggu forskoti
en engum kemur þó til hugar aö
baráttan sé töpuö fyrir Korchnoi.
í einvíginu 1974 var staöan 3—0
Karpov í vil eftir 17 skákir, en
Korchnoi tókst aö vinna í 19. og
21. skákinni og sýndi hann meö
því mikinn baráttuvilja. Korchnoi
segir reyndar sjálfur aö þaö hafi
einungis veriö 24 skáka hámarkiö
sem hafi bjargaö Karpov. Nú er
skákafjöldinn ótakmarkaöur og
Korchnoi hefur tækifæri til þess að
sanna þessa fullyröingu sína.
Hvítt: Anatoly Karpov
Svart: Viktor Korchnoi
Spænski leikurinn
1. e4 — e5, 2. Rf3 — Rc6, 3. Bb5
— a6, 4. Ba4 — Rf6, 5. 0—0 —
Rxe4
(Opna afbrigðið, sem virðist
vera oröið aðalvopn Korchnois
með svörtu)
6. d4 — b5, 7. Bb3 — d5, 8. dxe5
— Be6, 9. c3
(í áttundu og tíundu skákinni lék
Karpov hér 9 Rbd2 og í tólftu
skákinni lék hann 9. De2 í
stööunni. Nú hverfur hann hins
vegar aftur til þess leiks sem hann
beitti í annarri og fjóröu skákinni
meö fremur slökum árangri)
Bc5, 10. Rbd2 — 0-0, 11. Bc2 —
Bf5, 12. Rb3 — Bg4, 13. h3
(Fyrr í einvíginu hefur Karpov
jafnan leikið 13. Rxc5 í stöðunni,
en nú velur hann öllu hvassari og
óljósari leið)
Bh5, 14. g4 — Bg6, 15. Bxe4 —
dxe4.
16. Rxc5 — exf3 17. Bf4 — Dxd1.
(Svartur getur ekki valdaö peðið
á f3 fyrr en drottningarnar eru
horfnar af borðinu).
18. Haxdl — Rd8.
(Nærtækasta lausnin á vanda-
málum svarts. Eftir 18... Hfe8 19.
Hfe1 — Had8 20. Hxd8 — Rxd8
21. Hf3 vinnur hvítur einfaldlega
peð).
19. Hd7 — Re6 20. Rxe6 — fxe6
21. Be3 — Hac8 22. Hfd1 — Be4
23. Bc5 — Hfe8 24. H7d4 — Bd5
25. b3 — a5?
(Er Korchnoi lagði grundvöllinn
aö þeirri áætlun sem þessi leikur
er upphaf á virðist hann algjörlega
hafa vanmetiö skipamunarfórn
hvíts á d5. Rétt var því 25... Bc6
og þrátt fyrir að stööuyfirburöir
hvíts séu greinilega fyrir hendi á
hann erfitt aö færa sér þá í nyt).
26. Kh2 — Ha8 27. Kg3 — Ha6 28.
h4 — Hc6.
Skák
Margeir Pétursson
skrifar um þrett-
ándu og fjórtándu
einvígisskákina
29. Hxd5ll
(Vinningsleikur. Jafnvel þó að
hvítur vinni aöeins f3 peðið til
viðbótar tryggja peð hans á e og
f línunum honum sigur undir
flestum kringumstæðum).
exd5 30. Hxd5 — Hce6 31. Bd4 —
c6 32. Hc5 — Hf8 33. a4l — bxa4
34. bxa4 — g6 35. Hxa5 — Hee8
36. Ha7 — Hf7 37. Ha6 — Hc7 38.
Bc5 — Hcc8 39. Bd6 — Ha8 40.
Hxc6 — Hxa4 41. Kxf3 — h5.
(Hér fór skákin í bið. Með þrjú
peð fyrir skiptamuninn er fram-
haldiö aöeins tæknilegt atriöi fyrir
hvítan)
42. gxh5 — gxh5 43. c4 — Ha2 44.
Hb6 — Kf7 45. c5 — Ha4 46. c6
— Ke6 47. c7 — Kd7 48. Hb8 —
Hc8 49. Ke3 — Hxh4.
50. e6+! Svartur gafst upp. Eftir
50... Kxe6 51. Bg3 vinnur hvítur
létt.
Sigurviljinn varð
Korchnoi að falli
VOPNIN snerust illilega í höndum
Korchnois Þegar Þrettándu ein-
vígisskákinni var fram haldið á
sunnudaginn. Skákskýrendum
bar saman um að áskorandinn
hefði töluverðar vinningslíkur í
biöstöðunni vegna veikrar peða-
stöðu Karpovs. Hins vegar var
staða hvíta kóngsins fremur veik
og Þegar svo stendur á geta
liösyfirburðir eins og skiptamun-
ur haft afdrifaríkar afleiðingar.
Einnig haföi áskorandinn notað
óhóflega mikinn tíma á biðleik
sinn og hafði hann Því aðeins
tuttugu mínútur á fyrstu fimmtán
leikina eftir bið. Engu að síður
tefldi Korchnoi djarflega til vinn-
ings. Hann flutti kóng sinn yfir á
miðborðið til Þess að kóngs-
biskup hans kæmist í sóknina.
Þrátt fyrir þetta tókst Kapov að
koma í veg fyrir að Korchnoi
tækist aö bæta stööu sína
áþreifanlega, tímahrakiö hrjáöi
áskorandann sífellt meira og i 56.
leik, síöasta leik fyrir tímamörkin,
lék Korchnoi mjög gróflega af sér.
Meira þurfti ekki til og fimm
leikjum síöar haföi Karpov unnið
sinn annan sigur i einvíginu, auk
þess sem biöskák hans úr
fjórtándu umferð einvigisins virtist
auöunnin.
Mikil kæti ríkti í herbúöum
Karpovs yfir þessum óvænta sigri.
Alexander Roshal, kunnur sovézk-
ur íþróttablaöamaöur og blaöafull-
trúi Karpovs á einvíginu, sagöi aö
heimsmeistarinn væri mjög
ánægöur meö aö honum heföi loks
tekist að notfæra sér tímahrak
Korchnois til sigurs. Mikhail Tal,
fyrrum heimsmeistari í skák og
fréttaritari skákvikublaösins „64“,
sagöi aö Karpov heföi greinilega
rannsakaö biöstööuna mjög vel og
aö undir lokin heföi honum tekist
að lokka áskorandann inn í vel
undirbúna gildru.
Svart: Anatoly Karpov
Hvítt: Viktor Korchnoi
41. Ha7 — (Biðleikur Korchnois, en
um leikinn hugsaöi áskorandinn
sig um í 40 mínútur. Það er
óskiljanlegt aö Korchnoi hafi þurft
svo mikinn tíma til þess aö finna
jafn augljósan leik) Hdf6, 42. Hxf7
— Hxf7,43. d5 — (Hvítur vinnur nú
annað peö, en biskup svarts
vaknar hins vegar til lífsins) Be5,
44. dxc6 — Kg7, 45. Be4 — Dg5,
46. Kf1 — (Korchnoi var nú þegar
kominn ( alvarlegt tímahrak) Bd6,
47. Bd5 — He7, 48. Bf3 — h5, 49.
Bd1 — Df5, 50. Ke2I? — (Hvítur vill
enn freista þess aö tefia til
vinnings þrátt fyrir tímahrakiö.
Hann var aö sjálfsögöu engu nær
eftir 50. Kg2 — Dg5+) He4, 51.
Dc3+ — Df6, 52. Db3 — (Jafntefliö
var gulltryggt eftir 52. Dxf6+ —
Kxf6, því að svartur hótar bæði
53. . . Hh4 og 53. . . . Hc4.
Hugsanlegt er jafnvel að svartur
eigi vinningsmöguleika í
endataflinu) Df5, 53. Db7+ — He7,
54. Db2+ — Kh7, 55. Dd4 — Bc7.
56. Dh47? — (Hrikaleg mistök,
sem jafnast á viö afleikinn í fimmtu
skákinni. Eftir 56. Dc5! er engin
hætta á því aö hvítur tapi
skákinni.) He4l, 57. f4 — Bb6, (Nú
fellur peðið á e3, fjöregg hvítu
stööunnar og svartur nær mátsókn
sem getur aöeins endað á einn
veg) 58. Bc2 — Hxe3+, 59. Kd2 —
Da5, 60. Kd1 — Da1+, 61. Kd2 —
He4l
Hvítur gafst upp. Hann á enga
vörn viö hótuninni 62... Ba5+.
F ær Kor chnoi
við reist?
rönd
AF ÞEIM átta heimsmeistara-
einvígjum sem ég heí séð er
yfirstandandi einvígi mest vill-
andi hvaft snertir stöftuna með
tilliti til þess hvernig skákirn-
ar hafa þróazt. Hvern skyidi
hafa óraft fyrir því eftir elíefu
fyrstu skákirnar, þegar staftan
var jöfn, að heimsmeistarinn
skyldi hafa yfir 3—1 eftir þrjár
skákir til viftbótar?
Líti maður á þróun skákanna
hér þá kemst maftur að þeirri
niðurstöðu að áskorandinn hef-
ur a.m.k. fjórum sinnum verið
með vinningstafl, að undanskil-
inni skákinni sem hann vann, og
hefði hann skyggnzt nógu vel í
stöðuna og vinningsleiðir þær
sem stóðu honum til boða væri
staðan nú kannski 4—1 Viktor
Korchnoi i hag.
Þetta er náttúrulega hlut-
drægt mat. I því er ekki tekið
tillit til þess að Korchnoi á
oftast frekar erfitt uppdráttar á
fimmtu klukkustund taflsins
þegar þreyta sækir að honum,
en hann er sem kunnugt er 20
árum eldri en Karpov.
Korchnoi ber þó ekki nein
þreytumerki utan á sér. Hann
virtist einnig hress og af-
slappaður í samkvæmi haldið
honum til heiðurs i gærkvöldi.
Hann lét þá meðal annars þau
orð falla um drottningarleikinn
sem varð honum að falli í
þréttádnu skákinni, að hann
hefði í stöðunni aðeins átt að
tefla upp á jafntefli.
Karpov hefur enn ekki sýnt
hér þá taflmennsku sem hann er
frægastur fyrir, og ruglar það
mann nokkuð þegar staðan er
höfð í huga. Hann hefur við og
við sýnt góða leiki, en enn hefur
hann ekki teflt heila skák sem
sæmir heimsmeistara. Og hing-
að til hefur það verið K'orchnoi
sem hefur sótt og haft frum-
kvæðið en heimsmeistarinn ver-
ið í stöðugri varnarbaráttu.
Beri maður einvígið hér
saman við einvígi Spasskys og
Fischer í Reykjavík, þá hafði
Fischer teflt snilldarlega í sex
skákum þegar ellefu umferðir
voru búnar. Þau gæði sem sáust
í taflmennskunni í einvíginu í
Reykjavík eru ofar öllu sem sézt
hefur í yfirstandandi einvígi
hér. En hefðu Korchnoi ekki
orðið á eins margar yfirsjónir
hér og raun ber vitni, þá hefði
ef til vill verið hægt að líkja
honum við Fischer í Reykjavík
1972.
Nú er það spurningin hvort
Korchnoi eigi eftir að fá rönd
við reist þar sem Karpov hefur
tveggja vinninga forskot á hann.
Maður hefur ekki ástæðu til að
halda annað, og má í því tilefni
minna á viðureign Korchnois og
Karpovs frá 1974 þegar
áskorandinn sýndi frábær til-
þrif þegar allt mæddi á honum.
Iiarrg Golombeck
skrifar fgrir
Morgunblaðið