Morgunblaðið - 29.08.1978, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 1978
Norskir stjórnmála-
menn segja fullyrðingar
Lúðvíks tóma vitleysu
Ósló. 28. ágÚKt.
Frá Jan-Erik l.auré
(réttaritara Mhl.
ÞAÐ VIRÐIST afstaða norskra
stjórnmálamanna að fullyrðingar
Lúðvíks Jósepssonr formanns Ál-
þýðubandalagsins á íslandi þess
efnis að þrýstingur frá Noregi hafi
átt þátt í að koma í veg fyrir að
hann yrði forsætisráðherra séu
ekki þess virði að eyða að þeim
orðum.
Þeir stjórnmálamenn, sem dag-
blaðið Aftenposten hefur haft
samband við og spurt álits á
þessum fullyrðingum Lúðvíks
Jósepssonar hafa sagt þær vera
tóma vitleysu.
Mikill mannfjiildi tók á móti Akurnesingum við komuna til Akraness á sunnudaginn, eftir að
Akurnesingar höfðu unnið Val í úrslitaleik bikarkeppni KSÍ. Leikmennirnir fóru í rútu uppeftir
en stuðningsmenn þeirra með Akraborginni, sem sigldi fánum prýdd í Akraneshöfn og með flautandi
eimpipur. Móttökuathöfn var á Akratorgi, þar sem saman var kominn meiri mannfjöldi en á 17.
júní til þess að fagna knattspyrnumönnunum. Þar tóku þeir lagið fyrir viðstadda við mikinn fögnuð.
— Nánar um íþróttir á bls. 19—26.
Tefla á
Lækjartorgi
FYRIRHUGAÐ er að halda í dag,
þriðjudag, Lækjartorgsskákmót
Mjölnis og hefst það kl. 13, ef
veður leyfir. Mótið verður eins og
nafnið bendir til haldið á Lækjar-
torgi í Reykjavík og tefla skák-
mennirnir undir berum himni.
Meðal þátttakenda í mótinu verða
flestir sterkustu skákmenn lands-
ins og þar á meðal stjórmeistar-
arnir Friðrik Olafsson og Guð-
mundur Sigurjónsson.
Naust hf. til sölu:
Óljóst hvort veitingahúsið
heldur núverandi húsnæði
AFORM hafa verið uppi meðal
meirihluta hluthafa veitingahúss-
ins Nausts hf. um sölu á fyrirtæk-
inu og eftir því sem Mbl. hefur
fregnað liggur þegar fyrir kaup-
tilboð í' veitingahúsið frá utanað-
komandi aðila.
Ýmislegt er þó
enn óljóst varðandi framtið veit-
ingahússins, þar sem leigusamn-
ingur vegna núverandi húsnæðis
við Vesturgötuna hefur ekki
fengizt framlengdur en samning-
urinn rennur út seinni hluta
næsta árs.
Húsnæðið, sem Naustið er í, er
í eigu Geirs Zöega eldri en sonur
hans, Geir yngri, er einn af
hluthöfunum og hefur rekið veit-
ingahúsið um árabil ásamt Ib
Wessman, yfirmatreiðslumanni,
og Guðna Jónssyni skrifstofu-
stjóra hússins. Þeir þremenningar
munu hafa hug á að festa kaup á
Naustinu og eftir því sem Mbl.
hefur fregnað telja þeir sig hafa
góða möguleika á að fá húsaleigu-
samninginn framlengdan en þeir
vilja á hinn bóginn ekki ganga að
því verði, sem aðrir hluthafar hafa
sett upp.
Morgunblaðið bar þessa frétt
undir þrjá hluthafa í Nausti hf., þá
Ágúst Hafberg, Sigurð Kristins-
son og Arent Classen og kváðust
þeir staðfesta það eitt, að viðræður
hefðu farið fram um skeið um
hugsanlega breytingu á eignarað-
ild að rekstri veitingahússins. Það
væri þó ljóst, að frambúðarniður-
staða varðandi leigusamninginn
væri algjör forsenda þess að
einhverjar meiriháttar breytingar
yrðu á eignaraðildinni. Hins vegar
væri það ekkert launungarmál, að
utanaðkomandi aðilar hefðu sýnt
áhuga á veitingahúsinu, en mjög
hæpið væri að tala um ákveðið
tilboð þar sem það væri allt bundið
vissum skilyrðum.
„Best að nota þessar um-
ræður til að setja upp
þjófa- og eldvarnarkerfi,,
„ÉG held að það sé best að nota
þessar umræður til að hrinda því í
framkvæmd að koma upp þjófa- og
eldvarnarkerfi í Árnagarði og þá í
trausti þess að það verði greitt en
þctta cr ekkert óskaplegur kostnað-
ur,“ sagði Jónas Kristjánsson
forstöðumaður Handritastofnunar.
er blaðið leitaði álits hans á þeim
ummælum menntamálaráðherra að
þjófabjalla hefði einhversstaðar
verið sett upp af minna tilefni,
þegar hann var spurður hvort ekki
hefði komið til tals að setja upp
þjófa- og eldvarnarkerfi í geymsl-
um Handritastofnunar. En eins og
áður hefur komið fram í hlaðinu er
ekkert þjófavarnarkerfi í Ilandrita-
stofnuninni.
Jónas Kristjánsson sagði að menn
mættu ekki halda að handritin væru
ekki tryggilega varðveitt. í húsi
Handritastofnunar hefði alltaf frá
því að handritin fóru að koma heim
verið næturvorður utan fyrstu vik-
urnar, er lögreglan gætti handrit-
anna. „Húsið hefur aldrei verið
mannlaust frá því að handritin
byrjuðu að koma heim og hér eru
þau geymd í eldtraustum sal, sem er
tryggilega læstur og aðeins örfáir
sérstakir trúnaðarmenn hafa aögang
að. Ég tel samt eðlilegt að til enn
frekara öryggis verði sett upp hér í
húsinu eld- og þjófavarnarkerfi. Og
ég hef rætt þetta mál við lögreglu-
stjórann í Reykjavík og veit að
lögreglan er fús til samstarfs við
okkur,“ sagði Jónas.
Jónas sagði að það hefði lengi
verið í undirbúningi að setja upp
þjófa- og eldvarnarkerfi í húsi
Handritastofnunar og hefðr fyrir-
rennari hans í starfi, Einar Ól.
Sveinsson, rætt við ýmsa sérfræð-
inga um þessi mál. Sagðist Jónas
hafa haldið áfram þessu undirbún-
ingsstarfi og hann hefði í fjárhags-
áætlun fyrir stofnunina snemma á
þessum áratug gert tillögu um slíkt
kerfi en sú fjárveiting hefði alltaf
verið skorin niður. Stofnunin þyrfti
að standa fyrir útgáfu handrita og
kostnaður við útgáfu þeirra hefði
vaxið en fjárveitingar til stofnunar-
innar hefðu ekki hækkað að sama
skapi og sagði Jónas að það væri
raunar vægt til orða tekið.
Skotárásin í Osló:
Eggert Lárus-
son úr hættu
Beðið með ítarlegar yfirheyrslur
þar til hann hefur náð sér betur
varanlegan skaða af þessum
atburði en það munu líða
margar vikur þar til hann
losnar af sjúkrahúsinu,“ sagði
einn læknanna. Skotið lenti í
vinstri síðu Eggerts og fór
gegn um lunga og út hægra
megin. Nokkrar skurðaðgerðir
hafa verið gerðar á Eggert.
sem er nú að ná sér, en þjáist
enn af sársauka. Læknar ræða
nú þann möguleika að hann
þurfi að ganga undir eina
skurðaðgerð enn.
Lögreglan vill enn ekki gefa
upplýsingar um hvers vegna
Eggert var staddur í íbúðinni
fyrrihluta laugardagsins, þegar
skotárásin átti sér stað. Rann-
sóknarlögreglan í Ósló hefur
tjáð fréttaritara Mbl. að Eggert
hafi verið yfirheyrður stuttlega,
en að beðið verði með ítarlegar
yfirheyrslur þar til heilsa Egg-
erts er betri. Lögreglan telur að
vitnisburður Eggerts muni
skipta sköpum fyrir rannsókn
málsins.
Ósló. 28. áxÓKt.
Fró Jan-Erik Lauró
fróttaritara Mbl.
ÍSLENSKI námsmaðurinn
Eggert Lárusson sem varð
fyrir skotárás í Ósló fyrri
laugardag er nú talinn úr allri
hættu og á batavegi. Læknar
við Ullevál-sjúkrahúsið í Ósló
sögðu Mbl. að Eggert færi nú
fram úr rúminu og gæti setið
í stól. „ „Ég held ekki að
Eggert Lárusson muni hljóta
Frakkarn-
ir töfðu
íslenska
farþega
AÐ SÖGN talsmanna íslensku
flugfélaganna, sem fljúga til
sólarlanda. urðu nokkrar tafir á
ferðum þeirra véla, sem flugu
frá Suður-Evrópu um helgina
vegna seinagangs franskra flug-
umferðarstjóra, sem þeir hafa í
frammi til að leggja áherzlu á
hagsmunamál sín.
Halldór Sigurðsson hjá Arnar-
flugi sagði að eina seinkunin hjá
þeim hefði orðið á komu flugvélar
frá Mallorca á sunnudag. Tafðist
heimkoma hennar um fjóra tíma
vegna þe3s hversu margar flug-
vélar höfðu safnast fyrir á
flugvellinum á Mallorca en marg-
ar þeirra urðu að bíða allt að 12
tíma að sögn Halldórs en þær
flugvélar, sem einkum hafa orðið
fyrir seinkun, fljúga til Mið-
Evrópu. Sagði Halldór að þeir hjá
Arnarflugi legðu áherzlu á að
fara framhjá því flugumferðar-
svæði, sem frönsku flugum-
ferðarstjórarnir hefðu umsjón
með.
Sveinn Sæmundsson hjá Flug-
leiðum sagði að einu tafirnar á
flugi Flugleiða vegna aðgerða
Frakkanna hefðu orðið í fyrrinótt
en þá hefði Boeingþota, sem kom
frá Malaga, tafist þar um rúma
tvö klukkutíma. Sveinn sagði að
þessar aðgerðir hefðu ekki haft
áhrif á Parísarflug félagsins og
vonast væri til að það hefði ekki
áhrif á flug vélar, sem ætti að
fara til Feneyja á fimmtudag.