Morgunblaðið - 29.08.1978, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.08.1978, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 1978 • Ingimar Haraldsson kominn með knöttinn inn á línu, en þeir Þorbjörn, Stefán og Steindór gefa ekkert eftir. Meistaratign til HAUKA eftir 30 ár HAUKAR unnu loks eftir rúm 30 ár til íslandsmeistaratitils í meistaraflokki er handknattleiksmenn félagsins unnu Val 19>17 í úrslitaleik íslandsmótsins utanhúss. Sigur Hauka var sízt of stór f þessum leik og ekki er ólíklctct að fleiri meistaratitlar fylgi í kjölfarið (>K Haukar verði stórlið framtíðarinnar í íslenzkum handknattleik. Það var árið 1946, sem Haukar unnu síðast sigur í Islandsmóti elzta aldursflokks og er þá sama hvort rætt er um karla eða konur, handknattleik eða knattspyrnu. Enginn meistaraflokkur úr Hauk- um hefur náð þessum áfanga síðan 1946 að Haukakonur urðu meistar- ar bæði innanhúss og utan og inni unnu þær einnig 1945. Karlalið Hauka vann innanhúss, 1943, en knattspyrnumenn félagsins eiga enn eftir að sigra í íslandsmóti. Það kemur ekki á óvart að Haukar skuli hafa unnið útimótið í ár. Liðið hefur æft vel að undanförnu og meðal leikmanna Hauka eru nokkrir frábærir hand- knattleiksmenn. Það kom hins vegar á óvart hve sigur Haukanna var auðveldur á sunnudaginn. Eftir að Valur hafði komizt í 2:0 jöfnuðu Haukar 3:3 og komust síðan 5 mörk yfir, 8:3. Staðan í leikhléi var 11:7 fyrir Hauka. Valsmönnum tókst ekki að minnka muninn framan af seinni hálf- leiknum, þvert á móti voru Haukarnir mun grimmari og komust sex mörk yfir 16:10 og síðan var staðan 19:14. Þá breyttu Valsmenn um leikaðferð og Haukarnir þoldu ilia pressuna þannig að Val tókst að minnka muninn niður í tvö mörk fyrir leikslok, 19:17. Það sem fyrst og síðast gerði gæfumuninn hjá liðunum var að Olafur Guðjónsson markvörður Hauka varði mjög vel, en mark- verðir Vals hins vegar lítið. Þá átti vörn Vals mjög erfitt með að gæta Þóris Gíslasonar, þess stóra og sterka leikmanns. Stefán Jónsson er alltaf hættulegur og hefur leikgleðina fram yfir flesta aðra. Einnig átti Hörður Harðarson góðan leik. Af leikmönnum Vals sýndi Jón Karlsson góða spretti, en liðið í heild virkar mjög þungt. Mörk Valsi Jón Karlsson 5, Jón Pétur Jónsson og Gísli Blöndal 3 mörk hvor, Bjarni Guðmundsson og Þorbjörn Guðmundsson 2 hvor, Steindór Gunnarsson og Þorbjörn Jensson 1 mark hvor. Mörk Haukai Þórir Gíslason 7, Stefán Jónsson 5, Ingimar Haraldsson, Hörður Harðarson og Svavar Geirsson 2 hver, Sigurgeir Marteinsson 1. í úrslitaleik um þriðja sætið vann Fram lið FH með 29 mörkum gegn 20. Arnar Guðlaugsson var ÞRÓTTUR GERIR ISFIRÐINGUM ERFITT UM VIK ÞRÁTT fyrir gott klapplið ísfirðinga og annarra tókst ÍBÍ ekki að sigra Þrótt á Neskaupstað á sunnúdaginn og tryggja sér sæti í 1. deild að ári. Þróttur vann 3>2 í miklum baráttuleik og með sigrinum þurfa Þróttarar ekki iengur að hafa áhyggjur af falli, en liðið er þvert á móti komið í baráttu efstu liðanna. Vonir ÍBÍ um sæti í 1. deild eru þó ekki úti enn og með sigri í síðasta leik liðsins, sem er gegn Fylki, hafa ísfirðingar cnn von. Þróttarar komu ákveðnir til leiks á sunnudaginn og leikurinn var í jafnvægi allan fyrri hálfleik- inn. Bæði lið áttu góð tækifæri og t.d. átti Ómar Torfason hörkuskot að marki, en Magni Pétursson varði vel fyrir Þróttara. Á 18. mínútu leiksins skoraði Njáll Eiðsson eina mark fyrri hálfleiks- ins. ísfirðingar höfðu verið að dútla með knöttinn á eigin vallar- helmingi, en misstu hann og Njáll skoraði með harðfylgi miklu. Síðari hálfleikurinn var líkur þeim fyrri hvað baráttu snerti, en á 55. mínútunni kom annað mark Þróttar. Björgólfur Halldórsson skoraði þá af stuttu færi eftir að markvörður ÍBÍ hafði hálfvarið firnafast skot Helga Benedikts- sonar. ísfirðingar hófu nú að sækja mjög og á 68. mínútu skoraði Haraldur Leifsson með skalla og enn efldust ísfirðingar, en vörn Þróttar var föst fyrir. Eftir venjulegan leiktíma skoraði Einar Sigurjónsson þriðja mark Þróttar eftir að hafa fengið sendingu innfyrir vörn ÍBÍ, sem hafði hætt sér heldur framarlega. Á sömu mínútu skoruðu ísfirðing- ar annað mark sitt, Örnólfur Oddsson skallaði inn eftir auka- spyrnu. Staðan 3:2 en lítið eftir og sigur Þróttar í höfn. Þróttarliðið sýndi í þessum leik hvers það er megnugt og allir leikmenn liðsins eiga hrós skilið fyrir baráttuna. Njáll Eiðsson var beztur Þróttara, einkum í fyrri hálfleik, en í þeim síðari hélt hann skæðasta sóknarmanni IBI, Jóni Oddssyni, algjörlega niðri." Vörn Þróttar stóð sig vel með Magna Pétursson, góðan markvörð, fyrir aftan sig. I liði IBI reis enginn upp úr meðalmennskunni og e.t.v. hefur þreyta setið í leikmönnum, en ísfirðingar léku gegn báðum Austfjarðaliðunum um helgina. Enginn skaraði fram úr, allir leikmenn ÍBÍ léku undir getu. — H. Ben./ — áij. drýgstur við markaskorunina hjá Fram, en Guðmundur Árni af FH-ingum. Það setti stórt strik í reikninginn hjá FH að Geir Hallsteinsson lék ekki með liðinu. I síðustu leikjunum í riðlunum á laugardaginn urðu þau úrslit meðal annars að Víkingur vann FH 15:14. Voru liðin þá jöfn að stigum og sömuleiðis var marka- tala liðanna sú sama. Varð því að varpa hlutkesti um það hvort liðið léki um þriðja sætið og kom það^ í hlut FH-inga. Fram vann KR 21:18 á laugardaginn, Haukar unnu Stjörnuna 25:10 og ÍR vann HK 12:9. íslandsmótið í handknattleik utanhúss var nú haldið í 31. skipti, en mótið var fyrst haldið 1948. FH-ingar hafa 17 sinnum sigrað í keppninni, Valur 6 sinnum, Ár- mann þrívegis, Fram tvívegis, KR og Víkingur einu sinni hvort félag og á sunnudaginn bættust Haukar í hóp þeirra liða, sem unnið hafa sigur í útimótinu. FH vann útimótið 14 sinnum í röð á sínum tíma, en nú var komið að litla bróður úr Firðinum. - áij. Þór þrjú hefur tekið stig af KR ÞANN kraft. sem hefur einkennt KR-liðið í lcikjum liðsins í 2. deildinni í ár, vantaði í leik liðsins á móti Þór á Akureyri á laugardaginn. Miðað við gang leiksins máttu KR-ingar þakka fyrir annað stigið og það var með marki skoruðu á sfðustu minútu leiksins, sem liðið tryggði sér annað stigið. 3i3 urðu úrslitin og koma þau nokkuð á óvart, en gera það að verkum að allt er opið í keppninni um það hvaða lið fer upp í 1. deild með KR. Fyrsta mark leiksins kom á 24. mínútunni, Sigþór Ómarsson pot- aði knettinum inn af stuttu færi eftir fyrirgjöf Óskars Gunnarsson- ar. Sex mínútum síðar skoraði Sigurður Indriðason fyrir KR með föstu skoti af um 30 metra færi, knötturinn fór yfir markvörð Þórs, sem var kominn of framarlega. Á 10. mínútu seinni hálfleiks skoraði Sigþór enn, hann fylgdi vel eftir þrumuskoti Óskars og renndi knettinum í netið af stuttu færi. KR-ingar jöfnuðu á 77. mínútu, Vilhelm Fredriksen skallaði inn fyrirgjöf frá Sigurði. Sigurður Lárusson skoraði síðan gott mark fyrir Þór á 84. mínútu leiksins. Eftir aukaspyrnu Sigtryggs Guð- laugssonar frá miðju náði Sigurð- ur knettinum í vítateig KR og gerði fallegasta mark leiksins. Á síðustu mínútunni skoraði Sigurð- ur Indriðason af stuttu færi eftir fyrirgjöf Vilhelms. 3:3 urðu því úrslitin í þessum skemmtilega markaleik. Voru það eftir atvikum sanngjörn úrslit. KR-ingar voru betri í fyrri hálfleik en Þór í þeim síðari. Þór náði þarna sínum bezta leik í sumar og hefur liðið náð þeim árangri að taka 3 stig af KR á sumrinu. Sigurður Lárusson átti góðan leik að vanda og Sigþór Ómarsson skilaði sínu hlutverki mjög vel. Sigurður Indriðason var drjúgur fyrir KR-inga í leiknum og átti þátt í öllum mörkunum. — GG/ — áij. Armann á möguleika ÁRMANN á enn mögulcika á að bjarga sér frá falli í þriðju deild, eftir góðan sigur yfir Völsungi frá Húsavík hér fyrir sunnan um helgina. Ármenningar hafa nú hlotið 12 stig og sauma nú að Fylki, sem hefur aðcins hlotið 13 stig. Sigur verðskuldaður Ármanns og síst of miðað við gang leiksins, Völsung- ur er þegar fallinn í 3. deild. Staðan í leikhléi var 2—2 og voru öll mörkin skoruð með stuttu millibili. Um miðjan hálfleikinn skoraði Egill Steinþórsson fyrir Ármann, eii Völsungar jöfnuðu fljótlega með marki Sigurðar Gunnarssonar. Ekki liðu margar mínútur, er Smári Jósafatsson hafði náð forystunni fyrir Ármann á ný, með gullfallegu marki, langskoti í markvinkilinn. Enn liðu aðeins fáar mínútur þar til Völsungar höfðu jafnað á nýjan leik og var það Sigmundur Hreiðarsson sem skoraði eftir aukaspyrnu. í síðari hálfleik, var sem eitt lið væri á leikvanginum, Ármann og þeir Egill og Smári bættu sinn hvoru markinu við. STAÐAN Staðan í 2. deild eftlr leiki helgarinnar er þessii KR IG 14 O I IGi 7 27 ÍBÍ 17 7 5 5 29,22 19 Reynir 17 7 4 6 22.20 18 Þór 16 6 5 5 16.16 17 Haukar 16 6 5 5 19.18 17 Austri 16 6 1 6 15.19 16 Þróttur 15 6 4 5 20.25 16 Fylkir 16 6 1 9 19.20 13 Ármann 16 5 2 9 18.24 12 Völsungur 16 2 3 11 13.39 7 • Islandsmeistarar llauka í handknattleit utanhúss, sterkt lið sem ætti að geta gert góða hluti í Islandsmótinu innanhúss í vetur. Þjálfari liðsins Þorgeir Haraldsson er lengst til vinstri í aftari röð. Markhæstu leikmenn eru> Stefán örn Sigrurðss. KR 10 Sverrir Ilerbertsa. KR 9 Sigurður Indriðas. KR 7 Birgir Guðjónss. KR 6 Bjarni Kristjánss. Austra 6 Hilmar Sixhvatss. Fylki 6 Jón Láruss. Þór 6 Jón Oddss. ÍBÍ 6 Þráinn Ásmundss. Ármanni 6 Jón Guðmann Péturss. Reyni 6 Haraldur Leifss. ÍBÍ 6 Vilhelm Fredrikss. KR 6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.