Morgunblaðið - 29.08.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.08.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 1978 BóKmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON Kristmann Guómundsson< SKÁLDVERK I-VIII. Almenna bókafclagið. Rvík. 1978. ÞEGAR Kristmann Guðmunds- son sneri heim frá Noregi skömmu fyrir stríð fylgdi nafni hans töfra- ljómi. Kristmann hafði sigrað heiminn. Skáldsögur hans höfðu fengið lofsamlega dóma í Skandinavíu og verið þýddar á fleiri tungumál en bækur nokkurs annars íslensks höfundar til þess tíma. Þetta voru ástarsögur, léttar og skemmtilegar. Efni þeirra kom vel heim við hugmyndir fólks um lífið og ástina í þá daga. Þetta var huglægur og rómantískur skáld- skapur en þó svo að holdsins lystisemdir voru hvergi forsmáð- ar. Og ekki spillti það fýrir að höfundurinn var sjálfur talinn landsins mesti sjarmör og hjerteknuser — hann hlaut því að hafa prófað þetta allt sjálfur! Kristmann varð þjóðsagnaper- sóna. Af honum voru sagðar sögur. Þó þær væru ekki allar fallegar á horgaralega vísu voru þær jafnan sagðar honum til frægðarauka. Sannleiksgildi þeirra var víst ekki á marga fiska. Eigi að síður sýndu þær hvernig lesendur vildu hafa Kristmann. Þeir vildu hafa hann stórbrotinn og ómótstæðilegan eins og minnis- stæðustu söguhetjur hans af karl- kyninu. Þjóðin gerði sér skýra mynd af þessum ævintýramanni, hafði mætur á honum og fyrirgaf honum fleira en öðrum. Fyrir bragðið vöktu bækur hans ehn meiri forvitni en ella. Kristmann naut þess að hann hafði aldrei þurft að biðja landa sína um frægð og viðurkenning, hann hafði það í farangrinum frá útlöndum. Var þá naumast til svo fátækt lestrarfélag í afdölum og útskögum þessa lands að það reyndi ekki að útvega sér bækur Kristmanns um leið og þær komu út. Skiljanlega mun Kristmann hafa átt sinn tryggasta lesendahóp meðal kvenþjóðarinnar. En þar að auki bar nafn höfundarins svo hátt að enginn, sem fylgjast vildi með, gat látið bækur hans framhjá sér fara. Ennfremur naut Krist- mann þess hér fyrst í stað að vera eins konar gestur; hann hafði samið verk sín í öðru landi og á öðru tungumáli án minnstu að- stoðar eða hvatningar landa sinna þannig að menningarpólitíkin hér átti enga hönk upp í bakið á honum og lét hann í friði. Það var nú þá. En smám saman ófimlega að verja sig, stuðnings frá öðrum enda hvergi að vænta. Andstæðingunum tókst það sem þeir höfðu ætlað sér: að slá hann út af laginu, höfundinum tók að fipast. Var þá stutt í að ungt fólk tæki að velta fyrir sér hvort frægð hinna fyrri verka skáldsins væri ekki einhvers konar blekking, hvort þessi höfundur hefði nokkru sinni skrifað verk sem verðskuld- uðu raunverulega og varanlega viðurkenningu. Ég rek ekki þessa sögu hér vegna þess áð hún sé í sjálfu sér ^merkileg, heldur sakir hins að mér virðist þetta nánast óhjákvæmileg forsaga fyrir því sem hér verður sagt um nýútkomið ritsafn Krist- manns. Með útgáfu þess er Krist- manni ekki aðeins sýndur sá sómi sem honum ber. Staða verka hans Kristmann Guðmundsson. gleyma Ströndinni blá þar sem höfundur fegrar sjálfsreynslu sína frá unglingsárunum heima á Snæfellsnesi. Til þess tíma munu ekki margir höfundar hafa skrifað sögur af unglingum öðru vísi en þær væru yfirfullar af siðaboðum. Ströndin blá er þokkafull skáld- saga sem lengi verður lesin þrátt fyrir breytta tíma. Flestir skáldsagnahöfundar af kynslóð Kristmanns sömdu líka smásögur. Smásögur Kristmanns fylla hér hálft annað bindi. Er það verðugt því fyrsta bók Kristmanns á norsku var einmitt smásagna- safn — íslenskar ástir. Ég hygg að Nordal hafi valið rétt er hann tók smásögu eftir Kristmann upp í íslenska lestrarbók, Svona er lífið. Kristmann er yfirhöfuð alvörumaður, ekki grínisti, en í Ritsafn Kristmanns skipuðust veður í lofti. Heims- styrjöldin skall á og dró lokur milli íslands og Norðurlanda. Fyrir Kristmann jafngilti þetta útlegð þar eð hann slitnaði úr tengslum við ævistarf sitt — ef svo má að orði kveða. Hann tók þann kostinn að gerast rithöfundur á íslensku og gerðist þar með byrjandi í annað sinn og reyndist sú frumraunin sýnu erfiðari hinni fyrri er hann tæpum tveim ára- tugum áður hóf að skrifa á norsku. Menningarpólitíkin var hér hörð og óvægin og rithöfundar ýmis hafnir yfir gagnrýni eða sallaðir niður. Kristmann skipaði sér þeim megin sem minna brautargengis var að vænta. Á sjötta áratugnum var tekið að grafa undan nafni hans svo um munaði. Kristmann brást til varnar en tókst fremur er einnig vegin og metin hleypi- dómalaust og hlutur þeirra réttur. Á ég þá fyrst og fremst við þau ágætu skáldverk sem Kristmann skrifaði og sendi frá sér á yngri árum úti í Noregi. Flest voru þau ‘þýdd hér og gefin út fyrir áratugum en hafa nú lengi verið svo upp urin að þau hafa ekki einu sinni verið fáanleg á bókasöfnum, sum hver að minnsta kosti. Þau eru að meirihluta tekin upp í þetta ritsafn. Hins vegar hafa ekki verið teknar upp í safnið nema tvær þeirra skáldsagna sem Kristmann sendi frá sér eftir að heim kom: Nátttröllið glottir og Þokan rauða. Sögurnar frá Noregsárun- um eru endurþýddar af höfundi og hefur hann víða breytt texta. Og þrjú skáldverk birtast hér undir nýjum titilum: Helgafell heitir nú Fjallið helga. Gyðjan og uxinn heitir Gyðjan og nautið og Brúðarkjóllinn heitir Brúðarkyrtillinn. Að sjálfsögðu eru svo þarna úrvalsverk Kritmanns: Ármann og Vildís. Morgunn lífsins og Góugróður þar sem ýmsir telja að Kristmann hafi náð listrænustum tökum á stíl og efni. Meðal eldri verka sem ekki hafa verið tekin upp í safnið eru svo Bjartar nætur. Börn jarðar og Lampinn. Brúðarkyrtillinn skipar auðvitað sinn sess sem fyrsta bóksaga Kristmanns. Sumir telja hann besta verk Kristmanns. Slíkt er alltaf álitamál. Alltént er Brúðar- kyrtillinn í röð þess sem Krist- mann hefur snjallast ritað og minnir á hve skjótt hann náði tökum á að setja saman skáldverk á erlendu máli. Má þá ekki heldur sumum smásögunum gerist hann þó talsvert spaugsamur, t.d. í nefndri sögu þar sem hann lætur Jón gamla sveitarlim losna á grátbroslegan hátt við áhyggjur sínar. En Svona er lífið er meira en gamanmál, sagan býr líka yfir ærnum lífssannindum. Ég minni líka á Samvisku hafsins. Þar er lýst með dæmisögu þeirri djúpstæðu þjóðtrú íslend- inga að hið blíða skuli stríðu blandað, annars sé vá fyrir dyrum; stórum höppúm fylgi jafnan áföll — fylgi þau ekki strax dynji þau yfir með því meiri þunga síðar. Litlakaffi má annað tveggja telja smásögu eða stutta skáldsögu; að mínum dómi er hún þarna rétti- lega flokkuð með smásögunum. Höfundur kallar hana skáldsögu í fíætt vid Guðmund Marse/líusson hjá skipasmíðastöð Marseiiíusar w Bernharðssonar h.f. á isafirði „Framtíðar- draumurinn að f á hér slippfyrir skuttogarana Guðmundur Marsellíusson ff „VIÐ höfum engin verkefni haft hér frá því í janúar s.l. þegar við lukum smíði á 300 tonna skuttogara fyrir Bolvíkinga, nema að hér er unnið að smíði 30 tonna rækjubáts. Annars er þetta aðeins smádútl frá degi til dags sem unnið er að,“ sagði Guðmundur Marsellíusson framkvæmdastjóri Skipasmíðastöðvar Marsellíusar Bernharðssonar h.f. á ísafirði í viðtali við Mbl. í vikunni. Skipasmíðastöð Marsellíusar Bernharðssonar var stofnuð árið 1938 af athafnamanninum Marsellíusi Bernharðssyni og var stuttu síðar gerð að hlutafélagi. Fjórir synir Marsellíusar starfa nú við skipasmíðastöðina. „Það er eftirspurn eftir nýjum skipum, en það má segja að allt strandi þar á kerfinu. Að mínu mati eru lánakjörin það erfið og vaxtabyrðin ofboðsleg á smíðatímanum að menn leggja hreinlega ekki út í slík stórræði.“ „Já, skuttogarakaupin frá Portúgal. Ég er þeirrar skoðunar og er ekki einn um hana, að allt það sem við getum sjálfir gert hér heima eigum við að fá að gera og á að auðvelda okkur það eins og mögulegt er.“ „Óvissan um verkefni er okkur mjög erfið. Ef vel ætti að vera þyrftum við að vera með haldgóðan samning um næsta verkefni áður en yfirstandandi verki er lokið. Við getum ekki tryggt okkur mannskap til vinnu án frekari verkefna, enda erum við að missa iðnaðarmennina á sjóinnn. Það er öllum ljóst að togaraflotinn er farinn að yfirborga mannskapinn það mikið, að þeir sem einu sinni fara á sjóinn sætta sig aldrei við þau laun sem borguð eru fyrir vinnu í landi. Þetta er raunar að verða stórvandamál í dag fyrir fyrirtæki í landi. í aflahrotunni hér um daginn komu menn með 1800 þúsund krónur upp á vasann eftir vikuna en slíkur launamismunur kemur niður á landvinnunni." „Framtíðarverkefnin hér hjáokkur? Um þau er algjör óvissa, en ég vona aðeins að ég hafi ekki ástæðu til mikillar svartsýni. Nú er það draumurinn að koma slippnum í lag, en núna er unnið við dráttarbrautina, sem hefur verið í lamasessi undanfarin tvö ár. En framtíðardraumurinn er sá, að fá hér slipp fyrir skuttogarana og geta þjónað þeim hér í heimabyggð, sem mundi muna þá mjög miklu. Smíðin á rækjubátnum er of lítið verkefni fyrir okkur og ekki sízt þegar við miðum við síðasta verkefnið sem við höfðum hér. Það var skipið Heiðrún ÍS 4 frá Bolungarvík, sem er alhliða skip sem þeir kalla, teikningin var sú sama og notuð var við smíði Guðmundar Jónssonar á Akureyri, en það skip ber nú nafnið Breki.“ „Jú, það skip hefur reynzt mjög vel á öllum sviðum, en það er gert fyrir veiðar á línu, net, flottroll, botntroll, hringnótaveiðar, eiginlega til alls nema kannski sjóstangaveiði." Skipasmíðastöðin er til húsa niðri á tanga á Isafirði og er reisulegt fyrirtæki og vel tækjum búið, en þar er fyrir stærsta stálskurðarvélin á landinu. Að síðustu spurði blm. Guðmund hvort þeir hefðu fengið tilboð að utan um smíði skipa og því svaraði hann til að svo væri ekki, enda væru þau kjör sem aðilum byðust erlendis varðandi lán og fleira öllu hagkvæmari en hér á landi. ÁJR. Sta/drad vid á bryggjunni á Bo/ungarvík „Hér er nóga atvinnu aðfá"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.