Morgunblaðið - 29.08.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.08.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 1978 21 • Wilkins heíur mikið álit á óskari Jakobssyni og segir að hann hefði gott af að koma til æfinga og keppni í Bandaríkjunum. (Ljósm. Mbl.i RAX) ólympíuleikunum í Montreal í Kanada? — Jú, reyndar, en það var mikið stapp að standa í því. Ég og kúluvarparinn A1 Feuerbach vild- um ekki fara til ólympíuþorpsins strax í upphafi leikanna, við vildum vera um kyrrt í æfingabúð- um liðsins sem voru skammt frá og koma svo til sjálfrar keppninn- ar. Við fengum ekki leyfi til þess, en tókum þá ákvörðun að láta ekki segjast og fórum okkar fram. Vakti þetta miklar deilur og skapaði viss leiðindi. Samt þakka ég sigur minn á síðustu ólympíu- leikum þessari ákvörðun minni. En þó svo að ég hafi sigrað, var ég óánægður með árangur minn. Ég setti nýtt ólympíumet í undanúr- slitunum, kastaði 68,32 metra, en í sjálfri aðalkeppninni mældist sigurkast mitt aðeins 67,50. Hef tvívegis fengið matar- eitrun í Moskvu — Stefnirðu á sigur í næstu leikum sem fram fara í Moskvu? — Já, það geri ég. Þar ætla ég mér að sigra, það má gjarnan koma fram. Samt er ég þeirrar skoðunar að ólympíuleikarnir í Moskvu geti mistekist algerlega. Það vantar svo margt upp á í svona þjóðskipulagi til að hægt sé að halda svona leika svo að vel takist. Fæðan hjá þeim er t.d. alveg voðaleg. Ég hef tvívegis fengið matareitrun er ég hef verið þar á keppnisferðalagi. Ég er hræddur um að ólympíuleikarnir séu að tapa gildi sínu, þeir eru orðnir of pólitískir og of mikil auglýsingabrella. Nú koma Sovét- • menn til með að reyna að sanna kerfi sitt með því að halda góða leika og sanna styrk sinn í íþróttum. — Hversu langt ætlar þú að kasta kringlu í framtíðinni? Framför um 20 m á 9 árum Árangur Mac Wilkins í kringlukasti 1970- 49.00 metrar 1971- 53.50 - 1972- 59.70 - 1973- 64.76 - 1974- 65.14 - 1975- 66.78 - 1976- 70.86 — Heimsmet. 1977- 69.30 - 1978- 70.02 - NáAi þessum árangri á Laugardalsveili. 1979- ? ? ? — Ég hef hugsað mér að keppa í tvö ár enn. Ég veit að ég á að geta kastað kringlunni 74—75 metra, og að því stefni ég. — En hversu langt er hægt að kasta kringlu í framtíðinni? — Það er möguleiki á að kasta 80 metra, en þá verður vindur að vera hagstæður, en engu að síður verður kastið að vera gott. Óskar er eitt mesta efni sem ég hef séð — Hvernig líst þér á þá Hrein Halldórsson og Óskar Jakobsson? Telurðu að þeir eigi eftir að ná enn lengra? — Hreinn er geysilega sterkur. Ef hann lagar kaststil sinn kastar hann 21.50 metra, en eftir það getur verið erfitt að bæta sig. Tæknin er mun mikilvægari en margir gera sér grein fyrir. Óskar er stórkostlegt efni, eitt það mesta sem ég hef komist í kynni við. Að vísu skortir hann tækni eins og Hrein en það kemur. Það myndi gera Óskari gott að koma til Bandaríkjanna um tíma til æfinga og keppni, en hann hefur fengið gott tilboð frá nokkrum háskólum þar. Óskar á hæglega að geta kastað 68—69 metra í framtíðinni með einbeitni við æfingar og samviskusemi. — Hvert er nú minnisstæðasta atvik sem hent hefur þig í íþróttakeppni? — Minnisstæðasta atvik sem hent hefur mig í keppni, látum okkur sjá. Árið 1973, í mikilli háskólakeppni. Til þess að skólinn minn sigraði varð ég að sigra í kúluvarpinu. Ég átti langt frá því bestan árangur keppenda, en með því að bæta mig um 1.15 metra í þessari einu keppni tókst mér að sigra, og jafnframt færa skóla mínum sigur í keppninni. Þetta verður mér ávallt minnisstætt. — Nú hefur þú látið svo um- mælt að þú munir koma hingað aftur til keppni næsta sumar, hvernig er að keppa hér á landi? — Það er stórkostlegt. Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri á að koma hingað. Landið ykkar er mjög fallegt og fólkið gott. Ég fékk tækifæri á að fara til Gullfoss og Geysis og um Suðurlandsundirlendið og verður það mér ávallt minnisstætt. Þá vil ég nota tækifærið og þakka Erni Eiðssyni og Erni Clausen fyrir alla þá hjálp sem þeir veittu mér meðan á dvöl minni hér á landi stóð. Ég vonast eindregið til þess að fá tækifæri á að koma hingað aftur næsta sumar. - þr. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ rJóhann ! Ingi i Gunnars- ! son Nú er ekki langt í að I handknattleiksvertíðin hefjist. ' Mörg verkefni bíða landsliðs- | manna í handknattleik, og fer I undirbúningur senn að hefjast. 1 Það er Jóhann Ingi Gunnars- I son sem fær það verkefni að | undirbúa landsliðið undir átök- in. Er þetta hans fyrsta. þol- I raun sem landsliðsþjálfari I karla. og verður fróðlegt að sjá , hvernig honum tekst upp. Jóhann Ingi Gunnarsson er | fæddur 21. maí 1954. Hann hóf I snemma afskipti af íþróttum því að fimm ára gamall byrjaði I hann í knattspyrnu hjá Val. Níu I ára gamall hóf hann æfingar í , handknattleik og hefur hann I verið viðloða hann alla tíð síðan. Jóhann Ingi var fyrirliði íslenska unglingalandsliðsins I árið 1973, en i því liði voru I leikmenn sem nú hafa gert . garðinn frægan, svo sem Gunn- ' ar Einarsson, Þorbjörn Guð- | mundsson, o.fl. Þá lék Jóhann ■ með mfl. Vals í fimm ár. Jóhann lék um tíma með svissneska liðinu HC Horgen sem er í 2. | deild. Með liði þessu lék Jóhann I meðal annars 11 manna hand- knattleik og var þá leikið á ] Gordon 1 McQueen ' ÞAÐ ERU ekki mörg ár siðan I Gordon McQueen kom fyrst | fram á sviðsljósið sem ungur, óreyndur, en efnilegur mið- I vörður hjá Leeds United, nú er | hann í röðum Mancchester • United og talinn af mörgum ' vera fremsti miðvörður Evr- | ópu. I McQueen fæddist í Kilbirnie í Skotlandi árið 1952 og þegar I hann varð 17 ára, hóf hann að I leika knattspyrnu með stráka- . liði í Largs, sem er skammt frá I Glasgow. Eins og flesta stráka | á þeim slóðum dreymdi hann I um að verða frægur knatt- 1 spyrnumaður hjá Celtic, Rang- | ers — eða jafnvel Manchester | United. í þá daga var Gordon McQueen vinstri útherju þótt I ótrúlegt sé, en þegar hann fór að I vaxa upp úr öllu valdi, ráðlögðu . honum margir að færa sig aftar ' á völlinn, í vörnina. Meðan | kappinn dvaldi hjá Largs var I honum boðið til Liverpool, þar sem Bill Shankly gerði mikið úr I því hversu efnilegur hann væri | og allt það. Framtíðin virtist . blasa við McQueen, en heimþrá- I in reið ekki við einteyming og | hann flýði heim. Því næst lá • leiðin til Ibrox Park, þar sem hann æfði hjá Rangers í tvær | vikur. En félagið virtist í vafa ‘knattspyrnuvelli, og mörkin af sömu stærð og knattspyrnu- mörk, kvað Jóhann þetta hafa verið skemmtileg reynsla. Regl- urnar eru að vísu frábrugðnar venjulegum handknattleiksregl- um og mega til dæmis aðeins 6 leikmenn vera í sókn í einu. Jóhann hóf þjálfarastörf sín hjá Val 15 ára gamall. Þjálfaði hann fyrst 5. flokk félagsins, en síðar tók hann virkan þátt i þjálfun kvennaflokka. Aðspurð- ur um þjálfaramenntun sagði Jóhann: — Ég notaði til að byrja með kunnáttu þá sem ég hafði fengið hjá hinum kunna þjálfara Þór- arni Eyþórssyni. Hann hef ég alltaf metið mikils sem þjálfara. Ég fór í þjálfaraskóla í Júgó- slavíu og dvaldist um tíma hjá félaginu Dynamo Pansivo, þá fylgdist ég með æfingum lands- um hvort hann væri þess verður að haldið væri í hann og gat í hvorugan fótinn stigið. Þess vegna var McQueen þeirri stund fegnastur er hann yfirgaf Ibrox. Hann var varla farinn að leika með Largs á ný, er útsendari frá St. Mirren kom auga á hann og bauð honum samning. McQueen var fljótur að slá til og fór til Mirren, enda taldi hann þá mikla möguleika á því að stóru félögin myndu frekar taka eftir sér. Það fór líka svo, að einn af mörgum njósnurum Leeds í Skotlandi sá til piltsins og leist vel á hann. Og McQueen hafði undirritað samning næstum áður en að hann var lagður á borðið. Salan gekk þó ekki upp í fyrstu tilraun, þar sem St. Mirren lagði í byrjun fram kröfu um fjárhæð sem Leeds hafði engan áhuga á að greiða. liðsins og var þetta mjög lær- dómsríkt fyrir mig. Ég hef ekki síður gaman af því að þjálfa en að leika handknattleik sjálfur. Jóhann Ingi hefur þjálfað ungl- ingalandslið íslands með góðum árangri og einnig náði hann athyglisyerðum árangri með landslið Islands 21 árs og yngri. — Jóhann, ertu bjartsýnn á góðan árangur í handknatt- leiknum í vetur? — Já, ekki get ég sagt annað. En það verður að halda rétt á málum, og þetta fer svolítið eftir því hvernig næstu stjórn HSÍ tekst upp. Það þarf að kalla menn til starfa, það eru alltof margir sem sitja út í horni og vilja vinna en eru ekki nýttir. — Hvenær hefjast landsliðs- æfingar? — Fyrstu æfingar landsliðs- ins hefjast snemma í september. Fyrstu landsleikir okkar verða um miðjan september úti í Færeyjum. Síðan sækja þeir okkur heim í október og þá er von á Pólverjum hingað til lands í lok sama mánaðar. — Ert þú sjálfur farinn að undirbúa þig? — Já ég er þegar byrjaður á undirbúningsvinnu, núna er ég að lesa mér til um atriði og svo fer ég hugsanlega á þjálfara- námskeið fljótlega til Aust- ur-Þýzkalands. — þr. Síðar urðu Skotarnir samnings- liprari og McQueen var seldur suður á bóginn fyrir smápen- inga. Til að byrja með var ekki | reiknað með að McQueen myndi komast í liðið, enda var Jack Charlton að því er virtist óhagganlegur í stöðu miðvarðar í liðinu og hafði verið um langt skeið. Það var í september 1972 sem McQueen fór til Leeds og aðeins 6 mánuðum síðar lék hann sinn fyrsta leik með aðalliðinu og þá í stöðu vinstri útherja. Hann lék 6 leiki það keppnistímabil og hefur síðan verið fastamaður, fyrst hjá Seeds, síðar í skoska landsliðinu og síðastliðið vor var hann síðan seldur fyrir ógrynni fjár til Manchester United. McQueen kunni vel við sig undir stjórn Don Revie hjá Leeds, en þegar hann tók við landsliðinu, Jimmy Armfield tók við Leeds og seldi Joe Jordan, besta vin McQueen, fannst honum mælirinn vera orðinn fullur. Dave Sexton, nýtekinn við stjórninni hjá Man.Utd., var fljótur að bjóða í miðvörðinn sterka sem var enn fljótari að skrifa undir, enda hafði hann dreymt um það sem unglingur að leika einhvern tíma með Manchester United. Selfoss sjötta liðiðí úrslit þriðju deildar SELFYSSINGAR urðu sjötta og síðasta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitakeppni þriðju deildar. sem hefst á fimmtudaginn. Sel- fyssingar sigruðu Víði úr Garði 3il í aukaleik í Kópavogi á föstudagskvöldið og höfðu Sel- fyssingar umtalsverða yfirburði í leiknum. Liðin sem leika til úrslita eru Sclfoss. Víkingur Ólafsvík, KS Siglufirði, Einherji Vopnaíirði, Njarðvík og Magni Grenivík. Leikirnir í úrslitunum verða sem hér segir: Sauðárkrókuri Magni — Einherji 31.8. Einherji — Njarðvík 2.9. Njarðvík — Magni 4.9. Varmárvöllur, Mosf.sveit.i Selfoss — Víkingur 31.8. Víkingur - KS 2.9. KS - Selfoss 4.9. Úrslitaleikurinn í þriðju dcild fer síðan fram 9. septcmber og er það breyting frá því sem var í fyrra. Þá voru Fylkismönnum afhent sigurlaunin eftir að Austra hafði fyrst verið tilkynnt að þeir væru sigurvegarar í deildinni. Liðin léku aldrei saman fyrr en í sumar, en þá vann Austri báða leiki liðanna í 2. deild. -áij. LYFTINGAMENN ÆFA FYRIR NM Nú fer í hönd keppnistímabil í kraftlyftingum, sem hefst með Noróurlandameistaramóti í Borgá í Finnlandi dagana 23. og 24. septem- ber n.k. Sex keppendur æfa nú fyrir mótið. Það eru Skúli Óskarsson UÍA, Helgi Jónsson KR, Friörik Jósepsson ÍBV, Sverrir Hjaltason KR, Óskar Sigurpálsson ÍBV og Arthur Bogason. ÍBA. Þessu næst verður Heimsmeist- aramót í kraftalyftingum haldiö í Finnlandi 1. til 5. nóvember n.k. Þeír sem stefna að pátttöku par eru: Skúli Óskarsson ÚIA, Friðrik Jósepsson ÍBV og Óskar Sigurpáls- son IBV. Á næsta ári er stefnt að pví, að Norðurlandameistaramótið í kraft- lyftingum verði haldið hér á landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.