Morgunblaðið - 29.08.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.08.1978, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 1978 Davíð Sch. Thorsteinsson: Svar til Jóns Ingimarsson- ar, formanns Iðju, félags verk- smiðjufólks á Akureyri Gamli vinur og samherji. Haföu miklar þakkir fyrir þitt ágæta bréf, sem birtist í Morgunblaðinu á laugardaginn var. Ég sé aö á þig leita margar áleitnar spurningar um fram- tíð iönaöarins, og þar meö þjóöar- innar allrar, og finnst mér bréf þitt velþegið tilefni til nokkurra hugleið- inga, því vissulega leita sömu spurn- ingar og efasemdir á mig. Þú segist hafa þaö á tilfinningunni aö iönrekendur séu ekki hrifnir af hugmyndum ykkar frá 14. júlí s.l., og satt er þaö, aö ég álít persónulega, aö höft og boö og bönn bjóöi yfirleitt spillingunni heim. Ég tel að frjáls samkeppni sé vænlegasta leiöln til batnandi lífs- kjara, en þá veröa keppendur að sjálfsögðu aö standa sem jafnast aö vígi. Þiö bendiö réttilega á þaö í ályktun ykkar, og þú í bréfi þínu, að því fer víös fjarri að svo sé hér á landi, enda þótt í ýmsu hafi miöaö í áttina á undanförnum árum. Sannleikurinn er nefnilega sá, að aðbúnaður iðnaöarins er ekki enn kominn í það horf, sem hann hefði þurft að vera árið 1970, þegar svoköiluö aölögun iönaöarins aö fríverslun hófst og er hörmulegt til þess að vita hversu illa sá tími hefur verið nýttur. Eini atvinnuvegurinn á íslandi, sem býr við sambærileg starfskjör og erlendir keppinautar gera, er erlend stóriöja á íslandi, enda veröur alltaf aö semja heilan lagabálk um sérhvert erlent stóriöjufyrirtæki til aö firra þá öllum þeim óheilbrigöu starfsskilyrð- um, sem íslenskum atvinnuvegum eru búin. Ég fullyrði enn einu sinni aö ekkert erlent stórfyrirtæki myndi nokkurn tíma Ijá máls á því aö hefja iönrekstur á íslandi, ef því væri gert aö búa viö sömu starfsskilyröi og iönaöinum, já og líka fiskiönaðinum, eru búin. Þegar svona er í pottinn búiö, þarf víst engan aö undra þótt allt sé í kalda koli hjá framleiösluatvinnuveg- um. Þú segir aö ég hafi mikiö talaö um að gengið þurfi að vera rétt skráö og þaö er alveg rétt, gengið er súrefni framleiösluatvinnuveganna og þegar það er skekkt meö ýmsum kúnstum, eins og t.d. nú, þegar ríkissjóöur ábyrgist greiöslur úr tómum verð- jöfnunarsjóði fiskiðnaðarins, þá er beinlínis verið aö gera tilraun til aö murka lífiö, hægt og bítandi, úr iönaöinum. Þetta eru stór orö og ég skal reyna að skýra hvaö ég á viö. Finnst þér einhver glóra í því, að þegar fólkið þitt vinnur til dæmis við að framleiöa flíkur úr íslenskum landbúnaöarafuröum, eins og uil, þá fá verksmiöjurnar 260 kr. fyrir hvern dollar, sem þannig skapast, en vinni þetta sama fólk viö aö frysta fisk þá fást 290 kr fyrir hvern dollar, og krafan er aö þaö fáist 312 kr. fyrir hvern dollar, sem framleiddur er í fiskiðnaöi en iönaöurinn á að sitja áfram meö 260 kr. fyrir dollarann? Þetta er það, sem ég á viö, þegar ég tala um að gengið sé skekkt með tilfærslum, þetta er óþolandi ástand, og eins og ég sagöi áöan, þá er verið aö kyrkja og murka líftóruna úr undirstööuatvinnuveginum íslenskum iðnaöi meö þessu háttalagi stjórn- valda. Davíð Sch. Thorsteinsson Hvað viðvíkur formlegum gengis- fellingum, þá skulum viö vera þess minnugir, Jón minn, aö þaö er ekki ríkisstjórnin eöa stjórnvöldin ein, sem fella gengiö. Það vorum við, Jón minn, sem felldum gengið í samning- unum í fyrra, og þaö höfum viö gert um langt árabil, þaö eina, sem stjórnvöldin gera, er aö setja stimpil sinn á orðinn hlut, enda þótt þau þverskallist oftast, eins og nú, í lengstu lög viö aö viöurkenna staðreyndir. Hvað snertir aðildina aö EFTA og samninginn viö EBE, þá skulum við vera þess minnugir aö þaö var iðnaðurinn, sem greiddi aðgangseyr- inn bæöi aö EFTA og EBE fyrir sjávarútveginn, landbúnaöinn, stór- iöjuna og ýmsa innflytjendur. Þessir aðilar allir fleyttu rjómann ofan af þeim samningum, iðnaðurinn fékk aö vísu kærkomið tækifæri til aö efna sinn útflutning, en einu neikvæöu áhrifin, þ.e. tollfrjáls innflutningur, lentu á iðnaðinum. Og þá kemur stóra spurningin. Til hvaöa ráös eigum viö nú aö grípa, þegar þessir samstarfsaðilar okkar í EFTA og EBE þverbrjóta og svíkja fríverslunarsamnlngana með geysi- víðtækum styrkjum og stuöningsaö- gerðum til ýmissa greina síns iön- aðar? Hvað eigum við aö gera þegar þessar samstarfsþjóöir okkar flytja á þennan hátt út sitt eigið atvinnuleysi til annarra landa? Ég er sannfærður um aö þessir samstarfsaöilar okkar eru þarna á villigötum. Þeir eru meö þessum vanhugsuðu stuöningsaögeröum að fara þá leiö, sem heitir á íslandi millifærsluleiö, en sú leiö leiöir aö mínu viti til versnandi lífskjara hverrar þjóöar, sem til hennar grípur, þðtjar til larigs tíma er litiö. Eins og þú veist höfum viö reynt að gera okkar besta til aö fá þá til aö hætta þessum aögeröum sínum, á meðan þeir halda áfram uppteknum hætti sé ekki annað úrræði en þaö, aö færa klukkuna afturábak um tuttugu mánuöi, og nema einhliða úr gildi þó tollalækkun á innfluttum iönaðarvörum, sem tók gildi 1. janúar 1977 og 1. janúar 1978, og jafnframt að tilkynna bæði EBE og EFTA að viö munum ekki lækka tolla á neinum vörum frá þeim á meöan þeir halda áfram uppteknum hætti. ' Slík framlenging aölögunartímans er þó auövltaö gagnslaus nema aö jafnframt veröl tekin upp gjörbreytt efnahagsstefna hérlendis, þar sem markmiðið er aö auka framleiösluna meö ráöum og dáö, því aö sjálfsögöu er þaö eina raunhæfa leiðin til batnandl lífskjara. Viö í iönaðinum veröum líka aö taka okkur á, því eins og Gunnar Már Hauksson bendir svo réttilega á í ágætu bréfi sínu til þín í Morgunblað- inu. Þaö er ekki nóg framleiösla á hvern starfsmann í okkar iönaöi og enginn vafi er á því að margt af því má skrifa á reikning stjórnenda fyrirtækjanna, þótt ýmislegt annað komi hér líka viö sögu, svo sem rekstrarfjárskortur, ónóg tækni- og starfsþjálfun, o.s.frv., o.s.frv. Þú sem verkalýösleiötogi verður líka aö vera opinn fyrir því aö þaö er nauösynlegt aö auka framleiösluna á hvern starfsmann, og til aö vera okkur hjálplegur til aö svo megi verða, því viö getum aldrei vænst þess að búa viö sömu lífskjör hér á íslandi og í 'samkeppnislöndum okkar, nema aö framleiösian á hvern starfsmann hjá okkur sé sambærileg viö framleiöslu á hvern starfsmann hjá þeim. Viö hvorki viljum, né þurfum, nein höft, en viö krefjumst jafnréttis, jafnréttis viö erlenda keppinauta, jafnréttis viö aöra inn- lenda undirstööuatvinnuvegi og jafn- réttis viö útlendinga á íslandi. Verði séð um þessi grundvallaratr- iöi og ef viö (og samherjar okkar) berum gæfu til þess aö vinna saman aö því í einlægni aö ráöa niöurlögum verðbólgunnar, m.a. með því aö gera skynsamlegrl kjarasamninga en við gerðum í fyrra, þurfum við ekki að óttast atvinnuleysi, versnandi lífskjör og fólksflótta. Nei, þvert á móti, lífskjör munu þá fara batnandi og landið mun geta boðiö hverri vinnandi hönd starf aö vinna. Vona ég aö lokum aö okkur takist, meö sameiginlegu átaki, aö sjá um aö slík stefna, sem ég hef lýst í megindráttum hér að ofan, verði ofan á í hinu pólitíska ölduróti íslensks þjóðlífs. Þinn einlægur, Davíð Sch. Thorsteinsson. Stefán G. Steíánsson ásamt þeim Ara Bergmann og Ævari Guðmundssyni fyrir framan vclina sem þeir keyptu. Tíu þús. Chrysler hestöfl á 4 árum FYRIR skömmu seidi Seif- ur-Vélar og tæki h.f. sitt tíuþúsundasta hestafl f Chrysler utanborðsvélum, en alls hefur fyrirtækið selt á fimmta hundrað Chrysler utan- borðsvélar frá því að það tók við Chrysler Marine umboðinu í ársbyrjun 1974. Þeir, sem keyptu tíuþúsundasta hestafl- ið, voru þeir Ari Bergmann og Ævar Guðmundsson, en þeir keyptu 55 hestafla vél. f tilefni þessara timamóta fengu þeir Ari og Ævar 100 þús. kr. viðurkenningu frá fyrirtækinu, sem þeir geta ráðstafað að eigin vild. Fyrsta Chrysler utanborðs- vélin kom til landsins í maí 1974 og þá strax varð veruleg eftir- spurn eftir þessum vélum, að því er segir í fréttatilkynningu frá Seifur-Vélar og tæki, og það sem eftir var ársins seldust 100 vélar. Þegar Seifur-Vélar og tæki h.f. tók við Chrysler umboðinu voru verksmiðjurnar ekkert of áfjáðar í að selja utanborðsvélar til Islands, þar sem forráða- menn þeirra töldu, að íslenzki markaðurinn tæki ekki við meira en 100 vélum á ári og margar tegundir véla svipaðrar gerðar voru fyrir á markaðnum. Chrysler utanborðsvélar eru framleiddar í Bandaríkjunum og er afgreiðslufrestur skamm- ur. Þá á Seifur ávallt til vélar í tollvörugeymslu, af stærðun- um 4—105 hestöfl, en stærstu vélarnar eru 150 hestöfl. Nú er komin á boðstóla frá Chrysler ný gerð innanborðs- véla, eru þetta bensín- og dísilvélar, allt að 330 hestöfl og þegar hafa nokkrar verið seldar til íslands, en það færist sífellt í vöxt, að menn taki stærri vélar og fylgir vélarstærðin nokkuð stærð þeirra báta, sem fólk kaupir. Seifur-Vélar og tæki h.f. fékk sérstaka viðurkenningu Chrysler Marine verksmiðjanna árið 1976 fyrir góðan árangur í sölu, en umboðið kappkostar ávallt að eiga góðan varahluta: lager og veita góða þjónustu. í fréttatilkynningunni segir, að það sé nauðsynlegt á þessu sviði, þar sem utanborðsmótorar séu almennt aðeins notaðir í 3—4 mánuði á ári hverju. Starfsmenn Seifs-Véla og tækja h.f. eru 4, en fram- kvæmdastjórar eru Stefán G. Stefánsson og Magnús Péturs- son. EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU [ Al GLYSINGA 4» n 1 VI | ,\ LK! 22480 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar. Munið sérverzlunina meö ódýran fatnaö. Verölistinn, Laugarnesvegi 82. S. 31330. -yvv- tilkynningar* Hílmar Foss lögg. skjalaþýö. og dómt. Hafnarstræti 11, sími 14824. Freyjugötu 37, sími 12105. Húsgagnaáklæöi á vönduö húsgögn. Falleg níö- sterk og auövelt aö ná úr blettum. Mjög gott verö. Póstsendum. Opiö frá kl. 1—6. B.G. áklæöi, Mávahlíö 39, sími 10644 á kvöfdin. Brotamálmur Er fluttur aö Ármúla, sími 37033. Kaupi allan brotamálm langhæsta veröi. Staögreiösla. húsnæöi í Steinholt s.f. Sýnishorn úr söluskrá: Einbýlishús í Vogum: Um 20 ára steinsteypt einbýlis- hús á tveimur hæöum. Samtals um 150 mJ. Geymsluloft. Neöri hæö: Gott eldhús, þvottahús, baöherbergi, svefnherbergi og tvær samliggjandi stofur. Efri hæö: Þrjú svefnherbergi, mjög stórt sjónvarpsherbergi og geymsla. Lagt fyrir baöherbergi og eldhúsi. Stór lóö. Tréverki er ekki aö fullu lokiö. Mjög lítiö áhvílandi. Verö aöeins 10.500.000- Vantar 3 og 4 herbergja íbúöir « akrá. Steinholt s.f. Háaleiti 15, Keflavik sími 3523. Jón G. Briem hdl. S4MAR. 11798 og 19533. Miövikudagur 30. ágúst kl. 08.00 Þórsmörk (síöasta miðviku- dagsferöin á þessu sumri). Föstud. 1. sept. kl. 20.00 1. Landmannalaugar - Eldgjá (gist í húsi). 2. Hveravellir - Kerlingarfjöll (gist í húsi). 3. Jökutheimar. Gengið « Kerlingar í Vatnajökli o.fl. Fararstjóri: Ari T. Guömunds- son (gist í húsi). Laugardagur 2. sept. kl. 08.00 Þórsmörk (gist í húsi). 31. ágúst — 3. sept. Noröur fyrir Hofsjökul. Ekiö til Hvera- valla. Þaöan noröur fyrir Hofs- jökul til Laugáfells og Nýjadals. Gengiö í Vonarskarö. Ekiö suöur Sprengisand. Gist í hús- um. Fararstjóri: Haraldur Matthíasson. Farmiöasala og nánari upplýs- ingar á skrifstofunni. Feröafélag íslands. RÓSARKROSSREGLAN V ATLANTIS PRÖNAOS Pósthólf 7072, 107 Reykjavík. Fíladelfía Almennur biblíulestur í kvöld kl. 20.30. Ræöumaöur Elnar J. Gíslason. ÚTIVISTARFERÐIR Föstud. 1.9. Aðalbláberjaferð til Húsavíkur. Berjatínsla, landskoöun, Svefn- pokapláss. Fararstj. Sólveig Kristjánsdóttir. Farseölar á skrifst. Lækjarg. 6a sími 1460G. Útivist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.