Morgunblaðið - 29.08.1978, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 29.08.1978, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. AGUST 1978 35 Kristján Hannesson lœknir — Minning Fæddur 2. september 1904. Dáinn 17. ágúst 1978. Nú þegar vinur minn og starfs- bróðir Kristján Hannesson er horfinn af sviðinu og samveru okkar hér á jörð er lokið, er margs að minnast. Ég kynntist honum fyrst fyrir nær 47 árum þegar ég hóf nám í læknadeild, en hann var um það bil að ljúka námi þar. Við höfðum kynnst lítillega áður en hann lauk prófi frá deildinni. Ég hændist fljótt að Kristjáni, því hann var jafnan glaður í bragði, ræðinn og skemmtilegur. Þegar hann var orðinn kandidat hitt- umst við eitt sinn og bauð hann mér þá ýmsar námsbóka sinna við vægu verði, og eignaðist ég þá margar þeirra bóka, sem ég þurfti að nota, svo við höfum lært á sömu bókina, ef svo má segja. Eftir að ég kom frá sérnámi erlendis 1945 hittumst við öðru hvoru, er hann starfaði að gigtar- lækningum í nágrenni við mig í Þingholtunum alllengi, og var orðinn enn fjörugri og skemmti- legri með árunum. Dag nokkurn árið 1954 hitti ég hann á götu og kallaði hann þá til mín og spurði, hvort ég vissi ekki um hentugt húsnæði fyrir lækn- ingastofu. Ég kvað svo vera en of stórt nema við gætum sameinast um það báðir. Málalok urðu þau að við keyptum hæð að Miklubraut 50 og skiptum henni milli okkar. Þannig atvikaðist það að við hófum „sambúð", sem reynst hefur mjög farsæl um aldarfjórðungs- skeið, svo góð að aldrei hefur borið þar skugga á. Betri og ánægjulegri félaga en Kristján er vart hægt að óska sér. Hann var hvers manns hugljúfi, góður og samviskusamur læknir, sem öllum vildi hjálpa, enda leitaði fádæma fjöldi sjúklinga til hans. Hann var sístarfandi og hlífði sér lítt. Kristján var ljóðelskur mjög og hagyrtur vel, kunni feikn af vísum og ljóðum. Oft mátti heyra hann kveða vísur og syngja meðan hann var að meðhöndla sjúklinga sína. Margir þeirra hafa tjáð mér, hve gaman þeir hefðu haft af kveðskap hans, og lært af honum skemmtilegar vísur. Margar smellnar vísur hefi ég einnig numið af honum. I vinahópi og samkvæmum var hann jafnan hrókur alls fagnaðar, hélt ágætar ræður og flutti oft frumsamin ljóð, ort við hin ýmsu tækifæri. Kristján var vinmargur og verða þeir margir, sem sakna hans. Hann var virkur félagi í reglu Oddfellowa um langt árabil og munu félagar hans þar minnast hans með hlýhug og söknuði. Aldrei hefi ég heyrt hans getið nema að öllu góðu og óvini hefur hann ekki átt svo mér sé kunnugt. Um ætti hans, uppruna og önnur ævisöguatriði fjölyrði ég ekki, það munu sjálfsagt aðrir gera. Þessi fáu fátæklegu orð mín eiga aðeins að vera innileg hinsta vinarkveðja til eins þeirra bestu og ljúfustu drengja, sem ég hefi kynnst á lífsleiðinni og ávallt hefur reynst mér hinn traustasti og tryggasti félagi. Ég kveð hann með miklum trega, og hér á við hið fornkveðna: „Þá minnist ég hans, er ég heyri góðs manns getið." Þórdís kona mín og fjölskylda okkar á margar góðar og ánægju- legar minningar frá samveru- stundum með honum og Önnu konu hans, sem reynst hefur honum frábær förunautur og okkur indæl vinkona. Við vottum henni, börnum þeirra og fjölskyldu innilega samúð okkar við fráfall hans. Að lokum óska ég honum alls góðs og Guðsblessunar á þeirri vegferð, sem hann nú á fyrir höndum. Erlingur Þorsteinsson. Með Kristján Hannessyni lækni er genginn góður drengur, sem stundaði lækningar hér í bæ með miklum dugnaði og samviskusemi um árabil. Kristján fæddist í Grunna- sundsnesi við Stykkishólm hinn 2. september 1904. Faðir hans var Hannes Guðmundur Kristjánsson, smiður og bóndi, Jónssonar hrepp- stjóra í Snóksdal og fyrri konu hans Valgerðar Jónsdóttur, hrepp- stjóra Ögmundssonar í Stóra-Langadal á Skógarströnd. En móðir hans var Einbjörg Þorsteinsdóttir bónda að Hrafna- björgum í Hörðudal og konu hans Guðbjargar. Kristján átti fimm systkin og einn fósturbróður: Ingibjörg fyrr- um húsfreyja að Hörðubóli í Dalasýslu, nú í Reykjavík; Kristjana fyrrverandi skólastjóri, búsett í Stykkishólmi; Matthildur' fyrrverandi ljósmóðir í Reykholti, nú í Hveragerði; Guðbjörg hús- freyja og ljósmóðir að Jörfa í Kolbeinsstaðahreppi og Þorsteinn málari og kaupmaður í Reykjavík. Fóstbróðir Kristjáns var Guðlaug- ur Bjarnason, látinn. Kristján var næst yngstur systkina sinna. Kristján heitinn lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1927 og cand. med. varð hann 1935. Síðan heldur hann til frekara náms í Danmörku 1936 og dvelur þar einnig við lækningar þar til hann kemur heim um vorið 1940. Síðan stundaði hann heimil- is- og nuddlækningar þar til hann féll frá. Kristján kvæntist fyrri konu sinni Guðrúnu Sigurðardóttur 29. júní 1935. Hún var dóttir Sigurðar Helga kaupmanns á Blönduósi Sigurðssonar og eignuðust þau eina dóttur, Guðrúnu Hönnu, sem gift er Magnúsi Guðjónssyni rafvirkjameistara. Guðrúnu konu sína missti Kristján 1938. Seinni kona hans er Anna Sigurðardóttir (alsystir Guðrúnar) sem lifir mann sinn og eignuðust þau tvö börn: Margréti sem gift er Jóni Friðjónssyni verkfræðingi og Sig- urð Örn tæknifræðing. Kristján læknir var einkar laginn og farsæll í sínum læknis- störfum. Séð hef ég margan manninn koma lotinn til hans með uppgjafar svip, en fara frá honum kátan og upplitsdjarfan. Ég nefni þetta sem dæmi. En mörg eru bréfin, vísurnar og kveðjurnar, sem hann fékk frá sjúklingum sínum, sem sýndu honum þakklæti sitt á ýmsan hátt, ekki bara Reykvíkingar heldur einnig fólk utan af landi. Enda gaf hann sér oft góðan tíma til að tala við fólk, ekki bara um líkamlega heilsu, heldur einnig um andlega heilsu og andleg mál almennt. Hann átti gott með að tjá sig stundum í bundnu máli, því hann var ljóðelskur og átti gott með að setja saman vísur og gat verið skemmtinn í vinahópi, enda vin- margur og trygglyndur. Hann kunni fjöldann allan af vísum og heila kvæðaflokka enda minni gott, sem kom vel fram, jafnt á alvöru- sem og gleðistundum. Kristján var félagslyndur og starfaði í mörgum félögum, þar á meðal í Oddfelloreglunni. Kenn- ingar hennar áttu hug hans allan. Enda starfaði hann að málefnum hennar af ötulleik, eins og öðru er hann tók sér fyrir hendur. Er hans sárt saknað af reglubræðrum. Ég kynntist drengskaparmann- inum Kristjáni Hannessyni fyrir tuttugu og fimm árum og sakna vinar í stað. Naut ég gestrisni á því fallega heimili, sem Anna bjó manni sínum. Og af sömu alúð og natni hlúði hún að Kristjáni í veikindum hans, þar til yfir lauk. Við hjónin minnumst að leiðar- lokum margra ánægjustunda, með Kristjáni og konu hans Önnu, um leið og við vottum henni, börnum og barnabörnum okkar innilegustu samúð. Lifi minningin um góðan dreng. Garðar Sigurðsson. Kristján Hannesson var fæddur 2. september 1904 í Grunnasunds- nesi við Stykkishólm. Foreldrar hans voru Hannes póstur Kristjánsson járnsmiður og bóndi þar og kona hans Einbjörg Þorsteinsdóttir bónda að Fremri Hrafnabjörgum Kristjánssonar. Þorsteinn fluttist 1878 til Nýja íslands í Vesturheimi og bjó þar í Mikley. Stóðu að Kristjáni góðir stofnar í Dölum vestur, hraust fólk og dugmikið. Kristján lauk stúdentsprófi 24. júní 1927, hóf þá nám í læknis- fræði við háskólann og lauk læknaprófi 21. júní 1935. Gerðist því næst staðgöngumaður héraðs- læknanna í Seyðisfjarðar- og Dalahéraði til vors 1936, er hann sigldi til framhaldsnáms í Dan- mörku. Var hann námskandídat við Vejle Amts og Bys Sygehus á Jótlandi apríl 1936 — marz 1937, en hóf þá nám í sérgrein sinni við Dánsk Röde Kors'Folkekuranstalt ved Hald hjá Vilborg á Jótlandi og stundaði það tvö næstu ár, til 1. nóv. 1939. Starfaði við Ortopædisk Hospital í Árósum nóv. 1939 — jan. 1940 og loks febrúarmánuð 1940 við fæðingardeild ríkisspítal- ans danska í Kaupmannahöfn. Að svo búnu snéri Kristján heim. Heimstyrjöldin síðari var þá skollin á og mun það með öðru hafa ýtt undir hann til heimferð- ar, kom hann heim með síðasta íslenzka skipinu, sem hingað kom frá Danmörku fyrir hernám. Kristján hóf lækningar í Reykja- vík í aprílmánuði 1940. Hlaut hann almennt lækningaleyfi 12. þess mánaðar og var sama dag viður- kenndur sérfræðingur í gigtar- og liðsjúkdómum. Kristján stundaði hér lækningar til æviloka. Hann rak fyrst lækningastofu sína í Miðstræti 3A, en frá 1955 að Miklubraut 50. Hann fylgdist alla tíð vel með í starfsgrein sinni, sigldi margsinnis og sat m.a. fjölmörg þing gigtarlækna, bæði norræn þing og alþjóðleg. Hann stundaði ávallt almennar lækning- ar jafnhliða lækningum í sérgrein sinni, og var og jafnframt um skeið læknir hegningarhússins í Reykjavík og félagssamtakanna Verndar. Kristján andaðist 17. ágúst síðastliðinn, átti hann við vanheilsu að stríða síðustu æviár- in, en gekk þó að störfum og lét engan bilbug á sér finna. Kristján Hannesson var skyn- samur og röskur læknir og einkar laginn í umgengni við sjúklinga sína. Hann var karlmenni, glaður og reifur og hafði jafnan spaugs- yrði á vörum, næmur á skáldskap og bar gott skyn á, kunni ógrynni lausavísna og raulaði oft fyrir munni sér. Sjálfur var hann hagmæltur, en flíkaði því lítt. Kristján var drengur góður, hreinn og hollur í skiptum, traust- ur og tryggur vinum sínum, raungóður og greiðvikinn. Kristján var tvíkvæntur og voru konur hans systur, Guðrún og Anna, dætur Sigurðar Helga kaupmanns á Blöndósi og konu hans Margrétar Pétursdóttur kaupmanns og bónda á Gunn- steinsstöðum í Langadal Péturs- sonar, systur Magnúsar alþingis- manns og héraðslæknis í Reykja- vík. Guðrúnu fyrri konu sinni missti Kristján eftir tæpra þriggja ára sambúð, er hann dvaldist við nám á Jótlandi, hún lézt 8. febrúar 1938. Var það honum mikið áfall. Þau Guðrún eignuðust eina dóttur, Guðrúnu Hönnu, sem gift er Magnúsi Guðjónssyni rafvirkja- meistara hér í bæ. Anna og Kristján giftust 11. okt. 1940. Reyndist hún Kristjáni hin ágæt- asta eiginkona og bjó honum fagurt og friðsælt heimili. Börn hennar og Kristjáns eru tvö, Margrét gift Jóni S. Friðjónssyni verkfræðingi og Sigurður Örn tæknifræðingur, ókvæntur. Við bekkjarbræður Kristjáns og konur okkar sendum frú Önnu, syst- kinunum og þeirra fólki einlægar samúðarkveðjur. Lárus Blöndal. I dag er til moldar borinn Kristján Hannesson læknir. Hann starfrækti í mörg ár endurhæf- ingarstofu, fyrst í Miðstræti 3 og síðar að Miklubraut 50. Það má segja, að með honum lé lokið sérstökum þætti innan sögu þess- arar borgar, svo sérstæður per- sónuleiki var hann. Enginn, sem komst í kynni við hann, mun nokkurn tímann gleyma honum. Sannarlega var hann ólíkur þeim settlegu mönnum, sem vinna samkvæmt vissum uppskriftum. Andrúmsloftið á læknastofunni var alltaf létt. Ósjaldan heyrðist hann kveða rímur við raust og gamanyrði fuku. Hann hafði gam- an af góðum frásögnum og gaf sig gjarnan á tal við þá, sem höfðu frá einhverju að segja. Ekki voru þeir allir höfðingjar eða úr mennta- stétt. Þeir komu alltént vinnu- klæddir beint úr vinnu. Skyldi þeim ekki hafa hlýnað um hjarta- rætur, þegar hann heilsaði þeim og sagði: „Komdu sigursæll og síblessaður, hvort sem er á nótt eða degi.“? Hjá Kristjáni vann um mörg ár sama fólkið og segir það sína sögu um góðan húsbónda. Ég hefi verið þar stytzt og hefi ég þó unnið hjá honum í 30 ár og aldrei hefur hvarflað að mér að skipta um vinnustað. Síðustu 6 árin átti Kristján við mikið heilsuleysi að stríða. Oft dvaldi hann löngum á sjúkrahúsi. En jafnharðan og kleift var, sneri hann aftur til vinnu og kunni ekki að hlífa sér. Hann var sannkölluð hetja, segja má, að hann hafi staðið meðan stætt var og — miklu lengur. Ég veit, að ég tala fyrir munn allra hans sjúklinga, þegar ég segí, að þeir muni aldrei fá annan eins lækni, sem verður eins natinn við þá, eins glöggur, athugull og persónulegur. Missir þeirra verður óbætandi. Og við, sem starfað höfum með honum öll árin, söknum hans sárt og innilega. Ég vil votta konu hans og ástvinum öllum dýpstu samúð okkar hjóna með þökk fyrir vináttu um liðin ár. Vivan Svavarsson. Vinarkveðja: Sigurður Jónsson Fæddur 12. marz 1939. Dáinn 17. ágúst 1978. Nokkrar minningar sem komu upp í hugann, þegar mér barst sú harmafregn, að Siggi væri dáinn. Við Siggi vorum sex ára gamlir þegar viö hittumst fyrst. Foreldr- ar okkar bjuggu þá í Laugarásn- um, þannig að leikvangur okkar varð að mestu leyti fjaran inn við Sundin; veiðar bátsferðir og aðrir þeir leikir, sem fylgja fjörunni og sjónum. Það kom sér oft vel fyrir okkur leikfélagana, að Siggi hafði alla tíð mikinn áhuga á dýralífi og náttúrunni og var flestum fróðari um þá hluti, ef úr einhverju þurfti að ráða. Þessi áhugi hélzt fram á fullorðinsárin. Þennan áhuga og uppfræðslu hafði Siggi fengið frá föður sínum Jóni Pálssyni sund- kennara, sem hefur alla tíð verið athugull náttúruskoðari. Áhugi Sigga hneigðist snemma að skákíþróttinni og reyndist hann hafa óvenju góða hæfileika á því sviði, sem hann sannaði á fjöl- mörgum skákmótum. En því miður, hvorki nýtti né vann, hann með þessa hæfileika, sem skyldi. Undanfarin ár vann Siggi mest til sjós, en ég hef verið húsettur erlendis, þannig að leiðir okkar hafa ekki legið saman um tíma. En ég geymi minninguna um greindan, góðan og skemmtilegan dreng. Fjölskyldu hans votta ég samúð mína. Afmœlis- og minningargreinar AF GEFNU tilefni skal það enn ítrekað, að minningargreinar, sem birtast skulu í Mbl., og greinarhöfundar óska að birtist í blaðinu útfarardag, verða að berast með nægum fyrirvara og eigi síðar en árdegis tveim dögum fyrir birtingardag. Kári Eiríksson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.