Morgunblaðið - 29.08.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.08.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 1978 3 Gjaldeyrisskráning felld niður: Dollarinn fæst á 312 kr. vegna 20% tryggingargjalds ALLMARGT manna kom í gjaldeyrisdeildir bankanna í gær, enda þótt gengisskrán- ing hefði verið felld niður frá og með opnun bankanna í gærmorgun. Aðailega var þetta ferðafólk sem var að fara úr landi í dag. Ferða- menn fá yfirfærslu með dags fyrirvara en verða þá að greiða 20% álag á gjaldeyr- inn, þannig að dollarinn fæst á 312 kr. Hugsanlegur mis- munur er sfðan gerður upp strax og gengisskráning ligg- ur fyrir að nýju. Sama gildir um aðra sem nú fá gjaldeyris- yfirfærsiu, en á því eru strangar takmarkanir. í fréttatilkynningu frá Seðlabankanum í gær segir að vaxandi óvissuástand hafi verið í gengis- og gjaldeyris- málum undanfarnar vikur meðan rætt hafi verið um leiðir til lausnar aðsteðjandi vanda. Bankastjórn Seðla- bankans telji af þessum sök- um ekki lengur skilyrði til eðlilegra gjaldeyrisviðskipta og hafi því ákveðið að höfðu samráði við viðskiptaráðu- neytið að fella niður gengis- skráningu frá og með opnun bankanna í gærmorgun. Með- an gengið sé óskráð muni síðan gjaldeyrisviðskipta- bankarnir, þegar brýn nauð- syn krefur, gefa viðskiptavin- um kost á gjaldeyri á síðasta skráðu gengi að viðbættu tryggingarfé gegn bráða- birgðakvittun. Slík viðskipti verði síðan gerð upp á fyrsta opinbera gengi, sem skráð verður eftir að regluleg gjald- eyrisviðskipti hafi verið tekin upp á nýjan leik. Samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk í gjaldeyris- deildum bankanna var þar nokkur hópur fólks, sem sótti um yfirfærslu í gær, aðallega ferðamenn eins og áður grein- ir. Þó voru þar minni annir en á venjulegum degi. Erlendum ferðamönnum sem þurftu að skipta yfir í íslenzkan gjald- miðil, var gerð grein fyrir ástandinu og ráðið að bíða. I efnahagsmálatillögum þeim er til umræðu hafa verið í stjórnarmyndunarviðræðum vinstri flokkanna undanfarið hefur yfirleitt verið gengið út frá 15% gengisfellingu en sérfræðingar í efnahagsmál- um halda því fram að gengið sé þegar fallið um 20%. Aðalfundur Stéttarsam- bands bænda hefst í dag AÐALFUNDUR Stéttarsambands bænda hefst í dag að Hótel Eddu á Akureyri. Alls eru það 46 fulltrúar, sem sitja þingið en ásamt gestum sitja þingið nær 100 manns. Aðalmál þessa þings verða þau vandamái, sem nú eru uppi í markaðsmálum landbúnaðarins og verður m.a. á fundinum greint frá drögum og tillögum nefndar er landbúnaðarráðherra hefur skipað til að gera tillögur um leiðir, er rétt sé að fara til lausnar aðsteðj- andi vandamálum í framleiðslu og markaðsmálum landbúnaðarins. Mun nefndin í tillögum sínum leggja t.il að heimilt verði að setja á bæði fóðurbætisskatt og kvóta- kerfi á framleiðslu sauðfjárbænda og kúabænda. Maðurinn sem fórst MAÐURINN, sem fórst í bílslys- inu skammt fyrir innan Akranes aðfaranótt laugardags, hét Omar Bragi Ingason til heimilis að Skólabraut 18, Akranesi. Ómar var 25 ára gamall fæddur 17.10. 1952, kvæntur og lætur eftir sig þrjú börn. Ómar var á leið til vinnu að Grundartanga árdegis á laugardag og fór bíllinn fram af hárri brún afleggjarans til Akraness, nálægt Kjalardal og fór margar veltur. Ekki voru sjónarvottar að slysinu en ökumaðurinn var látinn, þegar að var komið. ". U;. \ ^ * Benidorm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.