Morgunblaðið - 29.08.1978, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 29.08.1978, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 1978 MOR^JK/-s-v ^ KAvfinu \\ 1 " l r- -/> "V ___ ' KOLOMIAL^ I GRC Langar þig ekki í nammi Lilli? Farðrn til hennar mömmu þinnar og biddu hana um þrjár- sneiðar með sultutaui! - - Þctta eru hillur íyrir þá sem haldnir eru stelsýki. — Umbúðir með sama innihaldi, hvort heldur það eru niður- suðudósir, pakkar eða pokan — Sag, aðeins sag! Hún ætti að kynna sig? Nauðsynlegt að útbúa sérstakan brúnkuskala 99 99 Sólarlandaferðir eru nú farnar að þykja svo til sjálfsagður hlutur í lífi íslendinga og þykir mörgum nauðsynlegt að bregða sér í sólina á hverju ári. Tilgangur fólks með sólarlandaferðum er ef til vill misjafn, en Velvakanda hefur borist eftirfarandi bréf, og þykir honum hugmynd bréfritara nokkuð athyglisverð. Kaeri Velvakandi! Eins og allir vita eru sólarlanda- ferðir fyrst og fremst farnar til að ná sér í brúnan lit á kroppinn. Þegar heim kemur er farið að bera saman brúnkuna, og þá byrjar vandinn, við eigum nefnilega engan mælikvarða yfir brúnku. Því vil ég skora á ferðaskrif- stofurnar okkar að láta útbúa sérstakan „brúnkuskala", sem hefði að viðmiðun langiegu- sjúkling í öðrum endanum, en Islandsmeistarann í brúnku í hinum. Skipta skal síðan „skalan- um“ niður í tíu stig og prenta hann á röndina á farseðlinum. Þá getur hver og einn fylgst með eigin framför, frá degi til dags, og gefið síðan nábúunum upp heildar- árangurinn í stigum, að ferðinni lokinni. Að sjálfsögðu yrði að taka fram hvort mælt væri á handar- baki, eða á innanverðu læri, en hagræðið við þennan „brúnku- skala" ættu allir að sjá. E.K.J. • Óliðlegheit Við fjölskyldan fórum til Reykjavíkur um daginn og eftir að hafa lokið erindi okkar, hugðumst við bregða okkur í bíó. Loks fannst mynd við hæfi barna í Nýja bíói. BRIDGE Umsjón: Páfí Bergsson Við lausn léttrar úrspilsæfing- ar er sjálfsagt að gleyma ekki heilræðinu, sem byrjendum er gjarnan gefið. Við byrjum á að telja tökuslagina og ákveðum siðan framhaldið. Suður gefur og allir eru á hættu. Norður S. 103 H. K6 T. 109876 L. ÁK43 Suður S. K42 H. DG10 T. ÁDG L. DG52 Lokasögnin er þrjú grönd, spiluð í suður, en austur og vestur hafa alltaf sagt pass. Útspil spaðasjö. Austur lætur drottningu og lesendur ættu ekki að lesa lengra fyrr en framhaldið er orðið ljóst. Spil þetta er nokkuð gott dæmi um nauðsyn vandvirkni og mikil- vægi smáspilanna. Við geturrT slegið því föstu strax, að tígul- kóngurinn þarf að vera á hendi austurs. Annars vinnst ekki spilið. Það þýðir að þrjár innkomur á borðið verða að vera fyrir hendi. Norður S. 103 H. K6 T. 109876 L. AK43 — Sæktu snöggvast afsalið fyrir húsinu okkar! i Vestur S. ÁG875 H. 9875 T. 32 L. 76 Austur S. D96 H. Á432 T. K54 L. 1098 Suður S. K42 H. DG10 T. ÁDG L. DG52 Við tökum því fyrsta slaginn á kóng og síðan tökum við á laufdrottningu. Þvínæst spilum við lauffimmi, alls ekki tvistinum, á kónginn í borði og svínum tígli. Laufgosa tökum við með ás, svínum aftur tígli, tökum á tígulás og nú eru lauftvistur og fjarki spilin mikilvægu til að komast inn í blindan á réttum tíma. Og úr því legan reynist okkur hagstæð fáum við tíu slagi. Kirsuber í nóvember Framhaldssaga eftir Mariu Lang Jóhanna Kristjónsdóttir íslenzkaði 51 Hann komst brátt að raun um að viðbrögðln við trúlofun dagsins var langtum jákva-ðari í bænum en þau sem frú Wijk hafði látið í Ijós. Harmleikur- inn var svo löngu um liðinn. að flestum var hann enginn virki- leiki lengur. Veðrið bauð ekki upp á skráf á götuhornum. en þá var Iika hægt að reika inn í verzlanir og hlýða á hvað sagt var þar. — Þetta var ánagjuleg frétt heyrði hann í tóhaksbúðinni. — Gott þau skyldu loksins láta verða af þessu. — Og mikið var þetta gaman fyrir Judith. heyrði hann í skóverzluninni. Hún hefur eiginlega alltaf verið svo fjarskalega einmana. — Nú ætti Rolle að vera kátur. var sagt í myndavöru- húðinni. — Hann hefur alltaf verið veikur fyrir dóttur Josefs Jernfeldts. — Þaö hlýtur að hafa verið óhemju tómíegt fyrir hann að búa einan í þcssu stærðarinnar húsi, sagði hóksalinn. — Þær voru nú ekkert smá- ræði veizlurnar þar í gamla daga. — Já, sagði húsgagnasalinn sem hafði selt teppi og hæg- indastóla í litlu íbúðina hennar Judith. — Hún fær óneitanlega meira svigrúm þegar hún flytur út til Noret. í stóru hýbýlabúðinni vissu menn að venju meira en aðrir. — Þetta hefur alltaf gengið svona upp og niður milli þeirra. Hún var varla búin að Ijúka skólanum þegar RoIIe Norell einsetti sér að krækja í hana. En svo kom misklíö upp á og hún féll flöt fyrir brún- eygða sjómanninum sem kom hingað eitt haustið og át svo eitrað konfekt og dó á dular- fullan hátt í fbúðinni hennar Lisu sálugu Billkvist. En hann dó sem sagt. Og allir spáðu því að nú myndu þau RoIIe sættast aftur — nennirðu að bíða andartak meðan ég afgreiði — Jæja. þá er ég komin aftur. já hún keypti kertastjaka og ætlar að gefa þá í jóiagjöf. Liklega harnabörnum. En það varð sem sagt ckkert úr því. Ekki þá. Judith fékk starf hjá Sameinuðu þjóðunum held ég og fór víst til ísrael eða guð veit hvað og Rolle Norell giftist einhverju vísindalegu súper- kvendi. en það var mislukkað og hann var skamman tíma I þeirri samhúð. Svo skaut hann upp kollinum hér í bænum og tók við verksmiðjunni. Og þá fór mann nú hráðlega að gruna ýmislegt.... Og nú ætla þau að gifta sig í París á jólunum og halda upp á áramótin í Afriku og það get ég satt bezt að segja Ijómandi vel unnt þeim. í eldhúsi Leo Berggrens drukku þeir saman morgun- kaffið og Wijk sagði þar skoðun sína eftir röltið um bæinn. — Það er enginn hér í bænum sem hefur hinn minnsta áhuga á afdrifum Matta Sand- or, sagði hann. Hefur fólk alvcg gleymt því að Judith kom þar við sögu og hinn nýbakaði unnusti hennar? — Tja. sagði Berggren vina- lega — þetta mál vakti ekki eins mikla athygli þá og ætla matti. — Ilvernig myndir þú skýra það? Tuss Berggren varð fljótari til cn eiginmaðurinn og kom með skýringu á því. — Það liggur kannski í okkur hér í þessu krumma- skuði. Við sökkvum okkur ekki nærri eins mikið niður í mál- efni annarra og okkar sjálfra. Matti Sandor var á allan hátt aðkomumaður — utansveitar- maður og þess vegna kom hann okkur eiginlega ekki við. En Judith Jernfeldt og Bo Rolan Norell eru fa'dd hér og alin upp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.