Morgunblaðið - 29.08.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.08.1978, Blaðsíða 23
23 rnar smýgur á milli varnarmanna Vals og í nctmöskvana, markið sem yrsta skipti verður að veruleika. Pétur er lengst til vinstri, þá Jón Matthías Hallgrímssons og Alti Eðvaldsson. LJÓNIR KRÓIMA I í KAMPAVÍNI í að greiða útlagðan kostnað annarra félaga, sem komust í 16 liða úrslit. Skagamenn voru að vonum kátir að leiknum loknum og er gjaldkeri þeirra kom inn í búningsklefann með ávisunina upp á 2.3 milljónir var honum vel fagnað. Bikar- inn var réttur að honum, en ekki áttaði gjaldkerinn sig strax á því hvað hann átti að gera við bikarinn góða. í stað þess að dreypa á kampa- víninu, sem í bikarnum var, setti hann ávísunina upp á 2.3 milljónir ofan í bikarinn. Voru þá rekin upp óp mikil og aumingja gjaldkerinn mátti gjöra svo vel að fiska kampavínslegna ávísunina upp úr bikarnum og þar sem áður höfðu staðið fagrir stafir upp á háar tölur voru nú aðeins bláar klessur. Friðjón Friðjónsson, gjald- keri KSÍ, bjargaði máíum þó snarlega fyrir Skagamenn og skrifaði nýja ávísun, en eyðilagði þá votu. - áij „Erum loksins búnir aðlosa okkur við þenn- an bikardraug" l Valsmanna að bikarleiknum loknum, leikmenn » sjá en sumir þeirra þurrki tár aí hvörmum. ALSÆLU. Leik- menn ÍA taka Kirby þjálfara sinn og „tolIera“ í leikslo.< og svipur þjálfarans segir allt sem þarf að segja um gleðina. sem ríkti í herbúðum Akraness. - ÉG GERÐI mig örugglega óvinsælan í hópnum með því að gera tvær veigamiklar breytingar á liðsuppstillingu, sagði George Kirby, er blaðamaður Morgunblaðsins ræddu við hann í búningsklefa IA að bikarleiknum loknum. — En leikmenn tóku þessum breytingum og við sigruðum í úrslitunum. — Ég varð að taka erfiðar ákvarðanir í sambandi við liðsupp- stillingu, en ég varð að finna liðið, sem gæti unnið í úrslitum keppn- innar og Valsmenn sem andstæð- inga. Þetta tókst okkur og ég verð að viðurkenna að við misstum af sigri í 1. deildinni m.a. vegna þess að okkar stóra markmið i ár var sigur í bikarkeppninni. Alveg frá því í vor einblíndum við á bikarkeppnina, en auðvitað ætl- uðum við okkur að fara eins langt í 1. deild og mögulegt væri, en hversu mörg lið hafa ekki ætlað sér að vinna allt, en síðan ekki fengið neitt? — Árið 1974 töpuðum við bikar- keppninni, en það átti þó ekki að vera mögulegt. Núna hafði ég það á tilfinningunni að við myndum sigra, en ég vissi að Valur væri gott lið og erfiður andstæðingur svo okkur dygði ekki neinn meðal- leikur. I fyrri háldleiknum lékum við ákveðinn sóknarleik og og áttum að geta haft 2—3 mörk yfir en eigi að síður áttum við okkar hættulegu upphlaup, sagði ánægð- ur George Kirby. Við spurðum hann um framtíð- ina, hvort hann kæmi á ný til starfa hjá ÍA næsta sumar. Kirby sagði að um slíkt væri ekki farið að ræða, á Islandi væri ekki rætt um næsta ár á eftir fyrr en öllu væri lokið í sambandi við þau verkefni, sem verið væri að vinna að. Kirby hefur ekki skriflegan samning við Skagamenn, þar eru orð manna látin duga. — Það eru mennirnir, sem þú átt samskipti við, sem skipta máli. Ekki hvort einhver orð eru sett á pappír, sem er svo e.t.v. einskis virði, sagði George Kirby og hann bætti því við að honum líkaði einstaklega vel á Akranesi og vildi gjarnan koma þangað aftur. Kirby hefur þjálfað á Akranesi í fjögur keppnistímabil. Árangur hans með lið ÍA hefur verið einstakur. Þrisvar sinnum hefur liðið orðið íslandsmeistari undir hans stjórn og á sunnudaginn vannst sigur í bikarkeppninni. Kirby hefur því á hverju sumri annað hvort náð Islandsmeistara- titli eða bikarnum auk sigra í minni háttar mótum og að vera í úrslitum eða fremstu röð í stóru mótunum þegar þar hefur ekki unnizt sigur. Islenzkri knatt- spyrnu er fengur að mönnum eins og George Kirby. Ætlar að kynna sér tilboð Bevercn að íslandsmótinu loknu gamlir leikmenn ÍA, sem sjálfir höfðu reynt það að leika til úrslita í bikarkeppninni, táruðust nánast er draumurinn var orðinn að veruleika og þeir bergðu á kampa- víninu úr bikarnum góða. Enginn hafði ríkari ástæðu til að gleðjast en Pétur Pétursson, markakóngurinn, sem með glæsi- marki sínu tryggði sigurinn. — Við vorum ákveðnir í að vinna þennan leik, annað kom ekki til greina, sagði Pétur. — 3:0 í hálfleik hefði ekki verið ósann- gjarnt miðað við gang leiksins og sjálfur átti ég góð færi í fyrri hálfleiknum, sem mér tókst ekki að nýta. T.d. á fyrstu mínútunum var ég tvívegis aðeins of seinn. I seinni hálfleiknum drógum við okkur ósjálfrátt aftur, en það var ekki riema eðlilegt miðað við stöðuna í leiknum. — Núna erum við búnir að losa okkur við bikardrauginn, sem hefur fylgt okkur alla tíð. Við vorum ákveðnir í að berja á honum og þessi sigur er okkur dýrmætari en sigur í íslandsmóti, þetta var orðið sálfræðilegt vanda- mál að geta ekki unnið bikar- keppnina. — Nú að loknu keppnistímabil- inu hyggst ég kynna mér hvað belgíska félagið Beveren vill bjóða mér og því er möguleiki að ég gerist atvinnumaður í knattspyrnu í haust, en það er alls ekki víst að mér lítist á mig ytra eða þá félaginu á mig, sagði Pétur að lokum og við leyfum okkur að vona að hvorki Beveren né öðrum atvinnumannaliðum lítist á Pétur — en heldur finnst okkur það þó ótrúlegt. Er Skagamenn komu inn í búningsklefa sinn að verðlaunaaf- hendingu lokinni á sunnudaginn hófu þeir upp raust sína og sungu hátt og snjallt um kátu karlana sem réru frá Akraensi á kútter Haraldi. Tappar voru teknir úr kampavínsflöskum með miklum smellum og brandarar flugu. Fljótlega var orðið fullt í klefan- um, stuðningsmenn óskuðu strákunum sínum til hamingju og Ekki hægt að hugsa sér tryggari stuðningsmenn — Ætli þetta hafi ekki verið í 3. eða 4. skiptið sem ég leik til úrslita í bikarkeppninni, sagði Jóhannes Guðjónsson, sem stýrði liði Skagamanna til sigurs í bikarkeppninni. Jóhannes hefur aldrei áður gegnt fyrirliðastöðunni hjá IA og í ár hefur Jón Áskelsson verið fyrirliði liðsins. Jón var varamaður í leiknum á sunnudag- inn en kom inn á í síðari hálfleik. Er kom að verðlaunaafhending- unni bað Jóhannes Jón um að taka við bikarnum, sagðist aðeins hafa verið varafyrirliði og aðalfyrirlið- inn ætti að sinna því skemmtilega verkefni að taka á móti bikarnum. — Það var vissulega skemmti- legt að vera fvrirliði í þessum leik og ná því langþráða takmarki að sigra í keppninni. Við urðum að vinna þennan leik, við gátum ekki gert fólkinu á Akranesi það einu sinni enn að bregðast í úrslitaleik. Akurnesingar standa allir sem einn að baki okkur og ekki er hægt að hugsa sér tryggari stuðnings- menn. Þá höfðum við frábæran þjálfara og við gátum ekki brugð- izt honum í þessum leik, George hefði aldrei fyrirgefið okkur það. — Mér fannst vanta grimmd í Valsmennina, en við höfðum hins vegar aldrei verið grimmari. Við lékum mjög ákveðinn sóknarleik í fyrri hálfleiknum og stundum vo’rum við með þrjá varnarmenn. I seinni hálfleiknum bökkuðum við, en það var þó ómeðvitað og alls ekki fyrirskipað. Það kom mér á óvart að Valsmenn skyldu ekki berjast meira síðasta stundar- fjórðung leiksins, ég bjóst alltaf við einhverjum baráttuneista síð- ustu mínúturnar, en hann kom aldrei og leikurinn var í heildina auðveldari en ég bjóst við, sjálfur er ég t.d. ekkert þreyttur, sagði Jóhannes að lokum. Betra liðið vann • Pétur markakóngur Pétursson hampar bikarnum. Á leiðinni út úr búningsklefan- um hittum við Atla Eðvaldsson, einn af Islandsmeisturum Vals. Atli tók sigrinum eins og íþrótta- manni ber: — Betra liðið vann í þessum leik, sagði hann. — Við vorum aðeins að ná okkur á strik í lok fyrri hálfleiksins, en þá skoruðu þeir markið, sem gerði út um leikinn. Seinni hálfleikurinn var síðan slakur hjá báðum liðum og sigurinn var örugglega þeirra. Þetta gengur svona í knattsp.vrn- unni og að sjálfsögðu hlaut að koma að því að þeir ynnu sigur í bikarkeppninni. Nú er bara að vinna þá 9. september í síðasta leik Islandsmótsins og síðan að standa sig vel í leikjunum á móti Magdeburg í Evrópukeppninni, sagði Atlj að lokum. - áij.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.