Morgunblaðið - 29.08.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.08.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 1978 Ragnarssynir sigr- uðu í helgarrallinu BRÆÐURNIR Ómar og Jón Ragn- arssynir báru sigur úr býtum í rallinu, sam haldið var nú um helgina. Rall þetta, sem dagblaðið Vísir og Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur héldu, þótti takast mjög vel, en akstursleiöin mun hafa verið tæpir 1050 kílómetrar. Er þetta lengsta rallkeppni sem haldin hefur verið hérlendis. í öðru sæti í rallkeppninni urðu þeir Hafsteinn Aðalsteinsson og Magn- ús Pálsson, en þeir höfðu foryst- una allt fram til loka keppninnar, er þeir Ragnarssynir náðu henni. Keppnin nú um helgina var háð laugar- og sunnudag, en bifreið- arnar voru ræstar klukkan 10.00 að morgni laugardags frá Austur- bæjarskólanum í Reykjavík. Þaðan var ekið, sem leiö lá upp í Gufunes og þaðan fram hjá Korpúlfsstöðum til Þingvalla. Á Þingvöllum var höfð stutt viðkoma, en síðan haldiö af stað aftur og ferðinni nú heitið til Borgarness, þar sem áð var í eina klukkustund. Frá Borgarnesi var haldið norður til Kaldármela, en þaöan til Akraness. Var ráðgert að keppendurnir kæmu þangað um hálf níu leytið, en þeir fyrstu komu þó ekki fyrr en liðlega níu. Bifreiðirnar voru síöan að tínast þetta ein af annarri og allir voru keppendurnir komnir til Akraness um klukkan 22. Frá Akranesi var haldiö meö Akraborginni til Hrafnkell Guömundsson og Þor- valdur Guðmundsson hrepptu 3. sætið, en farkostur peirra var Saab 96. um við óhöpp þessi. Hinir keppendurnir sjö uröu aö hætta keppni vegna ýmiss konar bilana í bifreiðum þeirra. Það voru því ekki nema 15 bifreiðir er hófu keppni síðari daginn, en að sögn Árna Árnason- ar, formanns Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur, eru afföll sem þessi mun meiri en gengur og gerist „í siðmenntaðri rallkeppni í Bretlandi og Skandinavíu". Ekki leið á löngu, áður en tveir keppendur í viðbót uröu aö sætta sig viö þau örlög aö hætta keppni, en hinir 13 er eftir voru luku allir keppni. Reykjavíkur og ekið upp í Iðn- skólaportiö, en er þangaö var komiö, fengu keppendurnir eina og hálfa klukkustund til aö yfirfara bifreiöir sínar og lagfæra þaö, sem úrskeiöis haföi fariö. Þá var aðeins eftir aö aka bifreiðunum í port Austurbæjarskólans, þar sem þær voru geymdar yfir nóttina. Af þeim 27 keppendum, sem lögöu af staö í rallkeppnina, höföu 12 helzt úr lestinni, er fyrri keppnisdegi lauk. Tvær bifreiðir lentu í árekstri viö afleggjarann aö Augastööum og uröu keppendur báðir að hætta keppni. Þá ultu tvær bifreiöir og ein ók út ,af veginum. Engin slys urðu á mönn- Ómar og Jón á fullri ferð á Simcunni. En síðari daginn voru kepp- endurnir ræstir klukkan sjö aö morgni og fyrsti áfangastaðurinn var Hafravatn. Þaöan var haldið í gegnum Heiðmörk til Hafnarfjarð- ar, en síðan eftir Keflavíkurvegin- um suður á bóginn. Brátt var þó ekiö út af steypta veginum og gamli Keflavíkurvegurinn ekinn yfir Stapann. Haldið var austur í Ölfus og þaðan aö Hellu, en þangað var áætlaö aö fyrstu bifreiöirnar kæmu um klukkan 13.00. Hafsteinn Aöalsteinsson og Magnús Pálsson voru þá enn í forystu, en hana höfðu þeir þegar að fyrri degi loknum. Er aöeins þrjár „sérleiöir“ voru eftir munaði þó ekki nema 18 sekúndum á þeim Hafsteini og Ómari og Jóni Ragnarssonum og þeir síðarnefndu héldu áfram að saxa á forskot Hafsteins og Magnúsar næstu tvær „sérleiðir“. Var svo komið að fyrir síöustu „sérleiðina" munaði aöeins tveim- ur sekúndum á köppunum. Þá varð bilun í bifreið Hafsteins og Magnúsar, með þeim afleiðingum aö þeir uröu aö aka síöustu „sérleiðina" í öðrum gír. Varð Ómari og Jóni ekki skotaskuld úr því aö ná forskotinu og því héldu þeir til ioka keppninnar. Ómar og Jón hlutu alls 6.01 mínútu í refsistig, sem að sögn Árna Árnasonar er mjög góöur árangur. Árangur Hafsteins og Magnúsar er einnig góöur, en þeir hlutu 6.51 mínútu í refsistig. Til glöggvunar skal þess getiö aö refsistig eru þannig út reiknuð aö keppendum er áætlaður tími, sem þeir eiga að fara hvern áfanga á. Áfangarnir í þessari keppni voru alls 41 og þar af 20 sérleiðir. Er tíminn yfirleitt miðaður við það aö keppendurnir haldi tæplega 70 kílómetra meðalhraða. Komi keppandi á réttum tíma í mark, fær hann 0 í refsistig, en komi hann of seint, fær hann mismuninn á tímanum í refsistig. Komi keppandi hins vegar of fljótt í mark, fær hann tvöfaldan mismuninn í refsi- stig. Arni Árnason kvað keppnina hafa heppnazt mjög vel og sér- staklega kvaöst hann vilja þakka áhorfendum fyrir frammistöðu þeirra, en þeir héldu sig í hæfilegri fjarlægð frá vegunum, svo aldrei varð hætta af nærveru þeirra. Þá kvað Árni starfsmenn eiga þakkir skyldar fyrir frammistöðu sína, en öll vinnan var unnin í sjálfboöa- vinnu, og yfirvöldum þakkaði Árni einnig fyrir hjálpsemi og velvild í garö skipuleggjenda rallsins. Eiður Guðnason um árásir Dufgusar: Nenni ekki að svara nafnlausu níði og lygum í GREIN í Tímanum sl. sunnudag Kerir dálkahöfundur, sem þar skrifar að staðaldri o>? nefnir si« Duíkus. að umtalseíni störf Eiðs Guðnasonar hjá sjónvarpinu og þátt hans í kjaraharáttu sjón- varpsmanna. Segir þar. að Eiður Guðnason sé meðal hörðustu kriifuKerðarmanna þessa lands (»? nefnd ýms dæmi þess m.a. að undan rifjum hans „mun runnin sú ósvífnasta ok siðspilltasta kröfugerð sem fram hefur komið hér á landi or er þá mikið sagt. Það er krafan um að fréttamenn sjónvarps fensju laun allan sólar- hrin>?inn ef þeir væru sendir út fyrir Reykjavík.“ Morgunblaðið sneri sér til Eiðs Guðnasonar og spurði hann hvað hann vildi segja um ádeiluatriði þau er fram kæmu í greininni. Eiður svaraði því til að nafnlausu níði og álygum undir dulnefni nennti hann ekki að svara né yfirhöfuð eiga ■rðastað við þá menn er ekki væru .jarkmeiri en svo, að þeir þyrftu að fela sig á bak við dulnefni. Hins vegar kvaðst Eiður gera ráð fyrir því að sjónvarpið sjálft hefði sitthvað að athuga við fullyrðingar í þessari grein. Mbl. bárust í gær leiðréttingar og athugasemdir frá framkvæmda- stjóra sjónvarpsins Pétri Guðfinns- syni við þremur atriðum í grein þeirri sem áður getur, en þar segir m.a.: „1) Sagt er að, að á fréttamanns- dögum Eiðs Guðnasonar hafi þrír fréttamenn setið á næturvinnukaupi við lestur frétta, en nú séu þeir aðeins tveir. Hið rétta er, að Sjónvarpið hefur aldrei greitt nema einum fréttalesara sérstaka þóknun í hverjum fréttatíma. Þeir aðrir fréttamenn, sem þar kunna að koma fram, eru að störfum á sinni vinnuvöku, án nokkurrar auka- greiðslu. Þetta fyrirkomulag hefur ekki breyst neitt á síðustu árum, og er jafnmikið um það og í frétta- mannstíð Eiðs, að fréttamenn komi fram og flytji í eigin persónu ýmsar veigameiri fréttir og fréttaskýring- ar. Þetta er sem sagt án viðbótar- kostnaðar fyrir Sjónvarpið, en gerir fréttaflutninginn líflegri og fjöl- breytilegri að margra áliti. 2) Undirritaður hefur aldrei heyrt um þá kröfugerð, að fréttamenn Sjónvarps fái greidd laun allan sólarhringinn, þegar þeir eru sendir út fyrir Reykjavík. Ekki kannast neinn annar hér í Sjónvarpinu við þess háttar kröfugerð. Vinna í fréttaleiðöngrum, innan lands sem utan, er einungis greidd í samræmi við unnar stundir, og þá sem yfirvinna, sé farið fram úr eðlilegum dagvinnustundafjölda. 3) Úlpur fréttamanna og kvik- myndatökumanna sjónvarps hefur nokkuð borið á góma í blaðaskrifum undanfarið, og eru kaup þeirra_talin til spillingar í grein Dufgusar. Rétt þykir mér að taka fram í þessu sambandi, að þær eru allar vandlega merktar Sjónvarpinu, og aldrei notaðir af viðkomandi starfsmönn- um nema þegar þeir eru að störfum fyrir Sjónvarpið. Fjölmargir aðrir ríkisstarfsmenn hafa fengið fatnað vegna starfa sinna, án þess að talað hafi verið um spillingu í sambandi við það.“ 59 lestir á 13 milljónir VÖRÐUR ÞH seldi 59 lestir af fiski í Þýzkalandi í gær fyrir 13 jnillj. kr. og var meðalverð á kíló kr. 220, sem er það bezta sem þar hefur fengizt frá því að sölur hófust þar fyrir stuttu. Hvalvik losar í Port Harcourt FLUTNINGASKIPIÐ Hvalvík lagðist að bryggju í Port Harcourt í Nígeríu s.l. föstudag og átti losun á skipinu að hefjast um helgina. í Port Harcourt á Hvalvík að losa 22 þús. pakka af skreið og þegar því er lokið heldur skipið til Islands á ný, þar sem það tekur fullfermi af skreið, sem fara á til Nígeríu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.