Morgunblaðið - 29.08.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGUST 1978
27
Pula, Júgóslavíu, 28. ágúst
AP — Reuter
HUA KUO-fpnK formaður kín-
vorska kommúnistaflokksins og
MORGUNBLAÐIÐ hafði í gær
samband við Árna Árnason hjá
Verzlunarráði íslands og bað hann
að skýra frá því hvaða stjórnvöld
það væru sem hcfði verið kunnugt
um að innkaupsverð vissra vöruteg-
unda hefði verið hækkað erlendis
vegna álagningarreglna hér innan-
lands.
„Verzlunarráðið hefur margoft
haldið því fram, bæði opinberlega og
í verðlagsnefnd, að ákvörðun óeðli-
legra lágrar álagningar leiddi til
hækkandi umboðslauna erlendis.
Tító Júgóslavíuforseti luku við-
ra'ðum sínum í dag og lýstu því
yfir í lok heimsóknar Hua til
Júgóslavíu að hún markaði alger
Bæði verðlagsstjóra og formanni
verðlagsnefndar, sem jafnframt er
skrifstofustjóri í viðskiptaráðuneyt-
inu, hefur verið þetta kunnugt í
umræðum í verðlagsnefnd, nú síðast
s.l. miðvikudag.í sagði Árni.
„Einnig kunna þeir að hafa fylgzt
með opinberum málflutningi
Verzlunarráðsins, en samkvæmt
úrklippubók okkar, sé ég, að síðasta
yfirlýsing svipaðs efnis, er á baksíðu
Vísis 13. apríl 1977. Það liggur því
beinast við, að benda á verðlagsyfir-
völd, sem umrædd stjórnvöld."
tímamót í samskiptum ríkjanna.
Jafnframt lýsti Tító því yfir að
heimsókn Hua væri heimssögu-
lega mikilvæg og myndi hafa
ófyrirsjáanlegar afleiðingar til
batnaðar í náinni framtíð fyrir
samskipti „frjálsra" ríkja. Þá
sagði Tító Ilua í lok heimsóknar-
innar að með henni hefði Hua
eignazt sanna vini í Júgóslavíu og
hann vonaðist sjálfur til að
standa í sömu sporum að lokinni
ferð sinni til Kína á næsta ári.
Tító talaði um verulega erfið-
leika sem Júgóslavaar hefðu geng-
ið í gegnum á síðari árum og er
hann þar talinn af fréttaskýrend-
um vera að sneiða að Sovétmönn-
um fyrir tilraunir þeirra til að efla
ítök sín í Júgóslavíu. — Telja
reyndar margir fréttaskýrendur
að heimsókn kínverska leiðtogans
boði hreint uppgjör á samskiptum
Júgóslava og Sovétmanna sem
hafa verið stirð undanfarin ár
vegna frjálsræðisstefnu Títós.
I
4
Sjálístæðiskvennafélagið Ilvöt
fór vcl heppnaða og glaðværa
sumarferð sl. laugardag. Um 160
manns tóku þátt í ferðinni og var
farið í þremur rútubílum um
Borgarfjörð ofanverðan og um
Kaldadal. Þoka var og útsýni
lítið, en veður milt og gott.
Lagt var upp kl. 8 að morgni og
stanzað fyrst í Hvalfjarðarbotni
og síðan við nýju Borgarfjarðar-
brúna. Þótti nýlunda að skoða
hana. Hádegisverður var snæddur
í Reykholti og staðurinn skoðaður.
En ferðinni síðan haldið áfram í
Húsafell með viðkomu við Barna-
fossa. í Húsafelli hafði Kristleifur
bóndi kveikt bál á flöt í skóginum
J,
og var unað þar góða stund við
söng. Einar Þ. Guðjohnsen, sem
var fararstjóri, lék undir á gítar og
var vel tekið undir. Og raunar
sungið mikið i bílunum alla
leiðina. Fararstjórar í bílnum auk
Einars voru Björg Einarsdóttir og
Elín Páimadóttir. En Sigríður
Hannesdóttir leikkona fór á milli
bíla og hélt uppi gleðskap og
gamanmálum.
Þá var ekin Kaldadalsleið á
Þingvöll, þar sem höfð var viðdvöl.
Var gengið út að minnisvarðanum
um Bjarna heitinn Benediktsson,
formann Sjálfstæðisflokksins, og
frú Sigríði Björnsdóttur og barna-
barn þeirra, þar sem formaður
Hvatar, Jónína Þorfinnsdóttir,
minntist þeirra með fáum orðum.
Var komið til Reykjavíkur um
kl. 8.30 eftir mjög ánægjulegt
ferðalag.
Grunur um
íkveikju
á Selfossi
UM MIÐNÆTTI á laugardags-
kvöld kviknaði í verzlun Helga
Björgvinssonar við Austurveg á
Selfossi en í húsinu eru tvær
aðrar verzlanir. Eldsins varð
fljótt vart og tókst slökkviliðinu
á Selfossi að ráða niðurlögum
hans áður en hann olii umtals-
verðum skemmdum eða breiddist
út um húsið. Urðu einkum
skemmdir aí völdum reyks. Grun-
ur lcikur á að um íkveikju hafi
verið að ræða og að eldurinn hafi
verið kveiktur inn um opnanlega
glugga á norðurhlið hússins.
Fannst vottur af bensíni í teppi
í versluninni.
Bruninn á laugardagskvöld er
þriðji bruninn, sem verður á
jafnmörgum helgum að undan-
förnu og þykir víst að í tveimur
tilvikunum hafi verið um íkveikju
að ræða eða í brunanum í verslun
Helga og í hlöðu í Hveragerði en
ekki er vitað um orsök þess að
eldur varð laus í Ofnasmiðju
Suðurlands í Hveragerði.
Lögreglan á Selfossi biður þá,
sem urðu varir við mannaferöir í
nágrenni Verzlunar Helga Björg-
vinssonar á laugardagskvöldið, að
láta lögregluna vita.
„Kortsnoj tækni-
lega úr leik
eftir 14. skákina”
„TAFLMENNSKA Kortsnojs
virðist hafa hrunið nú undan-
farið. Hann fór flatt í 13.
skákinni, þar sem hann átti
góða möguleika og tapaði síðan
strax á eftir 14. skákinni. Eftir
þau úrslit finnst mér Kortsnoj
hafa verið tæknilega úr leik,“
sagði Friðrik Ólafsson stór
meistari þegar Morgunblaðið
spurði hann álits á þeirri stöðu,
sem nú er komin upp í einvígi
þeirra Karpovs og Kórtsnojs
um heimsmeistaratitilinn í
skák.
„Eg bjóst aldrei við þeim
stórtíðindum, sem hafa komið
frá einvíginu síðustu dagana,
heldur átti ég von á einhverjum
tíðindum á svona 10 skáka
fresti. Úrslitin virðast ætla að
verða fyrr á ferðinni en ég átti
von á, og það virðist vera
eitthvað sálarlegt sem hrjáir
Kortsnoj.
Kortsnoj er hins vegar þekkt-
ur fyrir að gefast ekki upp og ég
held að hann eigi eftir að reyna
að jafna sig og taka á aftur,“
sagði Friðrik ennfremur.
„Það er tæplega hægt að
segja, að Karpov sé að vinna
einvígið. Að segja, að Kortsnoj
sé að tapa því, lýsir ástandinu
öllu betur. Hvað eftir annað
hefur hann leikið af sér í unnum
og jafnteflisstöðum og ef allt
hefði gengið sinn eðlilega gang
væri staðan 2:2, eða jafnvel
Kortsnoj í vil,“ sagði Margeir
Pétursson.
Ingi R. Jóhannsson hafði
þetta að segja: „Ég hef lítið
fylgzt með einvíginu upp á
síðkastið. Það er lítið spennandi
sem hefur gerzt og því miður hef
ég ekki séð hvað gerðist í síðustu
skákinni."
„Það er augljóst, að útlitið hjá
Kortsnoj er orðið dökkt,“ sagði
Guðmundur Sigurjónsson stór-
meistari. „Gangur einvígisins
gjörbreyttist til hins verra fyrir
Kortsnoj þegar hann tapaði
tveimur skákum sama daginn,
og nú virðist Karpov stefna
hraðbyri aö sigri í einvíginu.
Hins vegar er það svo, að
Kortsnoj hefur oft sýnt að hann
gefst ekki upp þótt á móti blási.“
Friðrik
Margeir
Ingi R.
Rússa og Júgóslava
Veður var milt og notalegt að setjast í rjóður og taka fram
kaffibrúsana.
Glaðvær sum-
arferð Hvatar
„V erðlagsyfirvöld
eru stjórnvöldin”