Morgunblaðið - 29.08.1978, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 1978
41
5*|iTiÍjií
I * 1 \ !' ! ’)
ir&rr- mm*?
VELVAKANDt
SVARAR í SÍMA
0100 KL 10 — 11
FRÁ MANUDEGI
^ M (UATnFK-LUJ'l) II
Keyptum við tvo miða og
hugðumst sitja undir 6 ára göml-
um tvíburum okkar. Það var rifið
af miðunum eins og venja er og
settumst við inn. Þá kom einhver
maður, sennilega dyravörður eða
eitthvað í þá áttina, og sagði að við
yrðum að kaupa tvo miða til
viðbótar fyrir börnin því ekki væri
leyfilegt að sitja undir þeim. Við
buðumst til að kaupa eir.n miða
fyrir bæði börnin, hver miði
kostaði 500 krónur, en það kom
ekki til mála og sagði hann okkur
að þau, sem miða hefðu, mættu
vera inni, hin miðalausu (börnin)
yrðu að fara út. Við kváðumst öll
ætla út og fá miðana tvo endur-
greidda, en það kom ekki til mála
þar sem reglur hússins leyfðu það
ekki.
Þetta var á sjösýningu og gestir
hússins svo fáir að telja mátti á
fingrum sér, en við urðum heim að
snúa miðunum fátækari. Við
höfðum hins vegr farið í öll‘
kvikmyndahús borgarinnar áður
nema í Nýja Bíó og allst staðar
fengið að sitja undir börnum
okkar, hvort sem húsin hafa verið
full eða tóm. Einhver liðlegur
maður hefði leyft þetta eða hins
vegar endurgreitt okkur utan-
bæjarfólkinu miðana, svo maður
tali ekki um að hægt hefði verið
að láta sér nægja einn miða á 500
krónur fyrir börnin, nei 1000
krónur fyrir 6 ára börn eða út. Svo
mörg voru þau orð, en það voru
ekki fyrst og fremst peningarnir
sem skiptu máli, heldur liðlegheit-
in. Þess má líka geta að á
barnasýningu kostar miðinn 250
krónur fyrir börn.
Guðrún Benediktsdóttir,
Hjallavegi 3K,
Ytri-Njarðvík.
• Gömul þjóðar-
íþrótt
Velvakanda hefur borist
fjöldinn allur af lausavísum en
gallinn við þær flestar er að ekki
fylgir þeim nafn höfundar, og þá
er ekki hægt að birta þær. Nafnið
þarf þó ekki að birtast í blaðinu,
þótt það sé að öllu leyti æskilegra.
Að setja saman stöku er gömul
þjóðaríþrótt íslendinga og þætti
því Velvakanda gaman að fá
sendar vel ortar stökur, en vin-
samlegast gleymið ekki að láta
nafn og símanúmer fylgja, en ekki
þarf að birta það í blaðinu, sé þess
óskað.
Eftirfarandi ferskeytla barst frá
„sjálfstæðum útvarpshlustanda":
Útvarpið stefnir í andleica mola
ok aldrei í rauninn skilið ég íæ
það virðinKarieysi að verða að þola
vælið ok ruKlið í Ása í Bæ.
ÞeSvSÍr hringdu . . .
skömmtun
Ferðamaður, sem hyggst
bregða sér til útlanda, hringdi til
Velvakanda og vildi fá að koma
eftirfarandi á framfæri:
„í janúar síðastliðnum þurfti ég
að bregða mér til útlanda og fékk
þá fullan gjaldeyrisskammt í
bankanum, eins og lög gera ráð
fyrir. Nú hef ég í hyggju að bregða
mér aftur út fyrir landsteinana og
lagði ég því inn gjaldeyrisumsókn
í bankann og hélt að þetta gengi s
fyrir sig á sama hátt og það gerði *
í janúar. En viti menn, þegar ég
kom til að sækja gjaldeyrinn, var
mér sagt að ég fengi aðeins hálfan
skammt, þar sem ég hefði farið
áður út á árinu.
Eg varð vissulega alveg
undrandi, því ég get ekki séð að
það sé neitt ódýrara fyrir mig að
halda mér uppi erlendis, þó ég sé
að fara út í annað sinn á árinu,
matur og annað sem kaupa þarf
hlýtur að kosta það sama í janúar,
ef ekki meira.
Frá mínu sjónarmiði er þetta
fyrirkomulag aðeins til að örva
gjaldeyrissölu á svörtum markaði,
því það gefur auga leið að enginn
getur undir venjulegum kringum-
stæðum komist af með hálfan
gjaldeyrisskammt í þrjár vikur
eða jafnvel lengur. Fólk reynir
bara að afla sér þess sem upp á
vantar hjá gjaldeyrisbröskurum
og það hljóta allir að sjá. Það er
því undarlegt að hið opinbera
reyni með lögum og reglum að ýta
undir ólöglega starfsemi í
landinu.“ Ferðamaður.
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
Á skákmóti í Belgíu í fyrra kom
þessi staða upp í skák þeirra
Defosse og Francks, sem hafði
svart og átti leik.
12.... Dh4!! 13. Rf3 (Eða 13. gxh4
— Hg6+ 14. Khl — Rxf2 mát) Rg5!
14. gxh4 og hvítur gafst upp um
ieið. Eftir 14. ... Rxf3+ 15. Kg2 -
Rel++ 16. Kg3 - Hg6+ 17. Kf4 -
Hg4+ 18. Ke5 — Rf3 er hann mát.
HÖGNI HREKKVÍSI
Aðalsteinn Sigurðsson að störfum hjá Ilafrannsóknarstofnun.
„Einstakt tækifæri
að fylgjast
með þróun dýralífs”
Rætt við Aðalstein Sigurðsson
fiskifræðing
hvaða röð þau koma og hver
afstaða þeirra er innbyrðis. Svif
var alltaf til staðar þarna
þannig að fyrstu dýrin sem
komu voru svifætur. Síðan fóru
að koma fast sitjandi þörungar
og þar næst dýr sem annaðhvort
lifðu á þeim eða höfðu þá til
ásetu. Þar á eftir koma svo dýr
sem lifa á öðrum dýrum. Þetta
er þróunin sem búast mátti við
og sýndi sig einnig að kom
fram.“
— Hvernig hafa rnnsóknirnar
gengið fyrir sig?
„Eg hef haft froskmenn til
þess að taka fyrir mig myndir
neðansjávar og til þess að taka
sýni. Það er að mínu mati bezta
aðferðin til þess að fá sýni af svo
hörðum botni sem þar er.
Það er búið að vinna mikið við
þetta en það er enn eftir að
vinna úr þeim gögnum sem ég
tók í sumar. Það er ástæðan til
þess að ég sótti um styrkinn og
ég ætla að fá menn til þess að
frumvinna þau sýni sem enn eru
óunnin. Vegna vinnu minnar hér
á Hafrannsóknarstofnuninni
hef ég haft lítinn tíma til þess
að vínna að þessu sjálfur.
Fyrstu fjögur árin vann ég
um soðinn fisk og annað því um
líkt í þessu sambandi. En vegna
mikillar blöndunar sjávarins
mældist ekki nein veruleg hita-
breyting nema fast upp við
eyna.
Eftir að gosinu lauk hefur
þróunin við Surtsey verið hæg.
Að vísu hef ég ekki unnið úr
síðustu gögnunum. Fyrst í stað
tók ég sýni einu sinni á ári og
þá sáust breytingar í hvert
skipti. Síðan hefur þróunin
hægt á sér og nú tek ég ekki sýni
nema þriðja hvert ár. Það er
ósköp eðlilegt að þróunin hægi
á sér. Fyrst í stað var nóg rými
fyrir þær tegundir sem komu en
síðan minnkaði rýmið og sam-
keppnin kom til sögunnar.
Manni getur líka sézt yfir eina
og eina tegund — það er ekkert
alveg öruggt.“
— Er eitthvað í þessum
rannsóknum sem hefur komið
þér á óvart?
„Það er nú ekki mikið sem
hefur vakið undrun mína. Það er
þá helzt að við Surtsey hef ég
fundið tegundir sem ekki hafa
fundizt við Island áður, bæði
marflær og mosadýr."
R.M.N.
Aðalsteinn Sigurðsson íiski-
fræðingur hefur um árabil
stundað rannsóknir á dýrah'fi í
sjónum við Surtsey. Nýlega var
honum veittur styrkur til Vís-
indasjóðs til þessara rann-
sókna. Við komum að máli við
Aðalstein og inntum hann fyrst
eftir því í hverju rannsóknir
hans væru fólgnar.
„Þessi hluti rannsóknanna,
sem nú er unnið að, hófst árið
1967 og er fyrst og fremst
fólginn í því að fylgjast með því
hvaða dýr setjast að í neðan-
sjávarhlíðum Surtseyjar. Þar
var ekkert dýralíf eftir gosið svo
að þetta er einstakt tækifæri til
þess að fylgjast með þróun
dýralífsins þarna. Ég tók þann
kostinn að hugsa einungis um
grynnri hlutann þ.e.a.s. frá
fjöruborði og niður á 40 metra
dýpi.
Tilgangurinn með þessum
rannsóknum er að sjá hvernig
dýralíf byggist upp á áður dauðu
svæði, hvaða dýr koma fyrst, í
mikið við rannsóknirnar og þá
að mestu leyti hjá Surtseyjarfé-
laginu en síðan hafa þær gengið
fremur seint vegna tímaskorts-
ins.
Þetta er mikið starf. Það
koma fram margar tegundir og
sumar þeirra er erfitt að greina.
Þess vegna hef ég haft samband
við starfsbræður mína erlendis
og hafa þeir greint fyrir mig
ýmsa flokka.
I kringum gosið, u.þ.b. ‘h
mánuði eftir að það byrjaði, hóf
ég rannsóknir við Surtsey en
þær rannsóknir voru allt annars
eðlis og beindust í aðra átt.
Gögnin voru þá tekin með það
fyrir augum að sjá hvaða áhrif
gosið hefði á dýralífið í sjónum
í kringum eyna. Það hafði nú
ekki mikil áhrif í byrjun, ekki
fyrr en gosefnin lögðust yfir
botninn — það hafði að sjálf-
sögðu sín áhrif á dýralífið því þá
breyttist botninn úr leirbotni í
sandbotn. Menn óttuðust mest
að sjórinn myndi hitna af
völdum gossins og töluðu jafnvel
Kræklingabreiða
í neðansjávar-
hlíðum
Surtseyjar.