Morgunblaðið - 29.08.1978, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 29.08.1978, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 1978 Minnisvarði Gottwalds sprengdur VínarborK. 28. ágúst. AP. MINNISVARÐI um Klement Gottwald fyrsta forseta Tékkó- slóvakíu eftir að kommúnistar komust þar til valda, var sprengdur í loft upp í námabæn- um Pribram tveimur dögum eftir tíu ára afmæli innrásar Sovét- ríkjanna í landið, að því er fregnir frá Prag herma. Spreng- ingin varð að næturþeli og vakti fjölda borgarbua af værum svefni. Fagnaður endaði með skelfingu Zurich. 28. ágúst. Reuter. BRUÐKAUPSFÖGNUÐUR svissncskra hjúnakorna endaði með skelfingu á sunnudag. Þegar haldið var til fjallahótels að lokinni vígslu vildi það óhapp til að rútuhifreið með sjö gesti innanborðs rann útaf veginum og endasentist 200 metra niður fjallshlíðina með þeim aflciðing- um að fimm manns fórust. Rúmlega 20 gestir og hjónakorn- in stigu frá borði stuttu áður cn rútan fór af stað. Ferðamönnum til Kína fjölgar Ilong Kong. 28. ágúst. AP. UM það bil 300.000 ferðamenn komu til Kína á fyrri helmingi ársins 1978 og er það mikil fjölgun frá því sem verið hefur, að því er tvö helztu blöð kommúnista í Hong Kong skýra frá í dag. Um 50.000 þeirra eru af öðru þjóðerni en kinversku, flestir hinna er fólk af kínversku þjóðerni búsett i Hong Kong og Macao. Talið er að þetta sé fyrst og fremst afleiðing þess að æ verður auðveldara að fá leyfi til að heimsækja Kína og fá menn að skoða sig um á æ fleiri stöðum þar í landi. Hyggjast Kínverjar „opna“ land sitt enn meir í framtíðinni. Nixon væntir langlífis San Clemente. 28. ágúst. AP. RICHARD Nixon fyrrum Banda- ríkjaforseti hefur látið í ljós þá von að hann verði f lifenda tölu á næstu öld. „Eg verð aðeins 87 ára um aldamótin. f móðurætt minni var fólk sem náði tíræðis- aldri,“ sagði forsetinn fyrrver andi í' viðtali við blað um helgina. Hann sagðist og hyggj- ast skrifa bók sem kenndi mönnum að fgrunda málin til langframa. „Meðan kommúnist- ar hugsa um það bil öld fram á við. þá hugsa Bandarfkjamenn og aðrir vestrænir menn ekki nema um fimm ár fram í tímann,“ sagði Nixon. Kirkjur fullar í Kenýa Nairobi. 28. ágúst. AP. ALLAR kirkjur Kenýa voru fullar út úr dyrum á sunnudag þegar fram fóru minningarguðs- þjónustur um hinn nýlátna for- seta landsins, Jomo Kenyatta. Útför Kenyatta verður á fimmtu- dag. Daniel Arap Moi sem nú fer með völd forseta og talinn er verða arftaki Kenyatta hét því við eina guðsþjónustuna að fylgja í fótspor fyrirrennara síns. Heimsmets- tilraun mistókst Manchester. 28. á»rú“t. AP. PAUL Anthony, 22. ára Breti, sem ætlaði sér að slá heimsmetið í samfelldri spilamennsku á rafmagnspíanó, varð að hætta tilraun sinni árla mánudags eftir rúmlega 36 klukkustunda leik. Það var vegna þess að hann raskaði næturró fólks sem bjó í sömu byggingu og hann spilaði í. Þetta gerðist Verkfallið í Nicaragua: Staða doll- ars óbreytt London, 28. ágúst. AP. LITLAR breytingar urðu á stöðu dollars í dag á gjaldeyrismörkuð- um. Hann lækkaði lítið eitt gagnvart japanska jeninu, en hækkaði hins vegar lítillega gagn- vart gjaldmiðlum í Evrópu, mest þó gagnvart svissneska frankanum úr 1.6795 í 1.6825. Á þessum sama tíma hækkaði verð á gullúnsunni lítillega um allan heim, eða að meðaltali um 50 cent hver únsa. Víðtækari áhrif með þátt- töku verzlunarstéttarinnar Hér sjást þingmenn Nicaragua og starfsmenn hússins liggjandi á gólfi þjóðarhallannnar i Manuga eftir að ska*ruliðar höfðu náð henni á sitt vald á þriðjudag. Símamynd AP. Uemura flaug síðasta spölinn einnig fyrstur manna þangað einn á báti. Uemura sagði í dag að ferðin yfir Grænlandsjökul hefði verið tiltölulega tilbreytingar- snauð, að undanskildu þvi að ísbjörn hefði veitzt að sér í byrjun ferðar. Atlögu þeirri lauk með því að bangsi féll í valinn. Á morgun heldur Uemura áleiðis til Japans og er reiknað með að þar verði honum tekið sem þjóöhetju. Hann hefur nú bundið endahnútinn á röð rannsóknar- leiðangra sem japanskir fjölmiðlar og iðnfyrirtæki hafa styrkt hann til undanfarin ár. Auk Grænlands- ferðarinnar og ferðarinnar til Norðurpólsins voru meðal þessara leiðangra ferð niður Amazon fljótið á staurafleka og klifur á hæstu tinda Himalajafjalla. 1975 — Eamon de Valera fyrrverandi forseti írlands fell- ur frá, 91 árs að aldri. 1972 — Forystumenn deilda Rauða krossins í Norður- og Suður-Kóreu hittast opinber- lega í fyrsta sinn til að ræða með hvaða hætti megi sameina fjölskyldur bem sundruðust í Kóreustríðinu. Richard Nixon Bandaríkjafor- seti tilkynnir 12,000 manna fækkun í her Bandaríkjanna í Víetnam. 1967 — Kínverskir diplómatar vopnaðir öxum og bareflum fljúgast á við brezka lögreglu- þjóna fyrir utan sendiráð Kína í London. 1965 — Bandarísku geimfar- arnir L. Gordon Cooper og Charles Conrad lenda heilu og Narssarssuaq, Grænlandi. 28. ágúst. Reutcr. JAPANSKI ævintýramaðurinn Naomi Uemura, sem í gær var fluttur flugleiðis síðasta spölinn til Narssarssuaq eftir ferðalag á hundasleða um endilangan Græn- landsjökul. hvílir í dag lúin bein. Ilann cr við hestaheilsu og virðist strembið ferðalagið ekki hafa haft minnstu áhrif á likamlegt eða andlegt atgervi hans. Uemura ætlaði sér að ná til Narssarssuaq en um 80 kílómetra frá áfangastað urðu á vegi hans stórar íssprungur sem ógjörningur var að komast yfir. Eftir nokkra daga dvöl við sprungurnar sóttu þyrlur Uemura og hundana hans 16. Síðustu daga ferðarinnar nærðist Uemura á hundafæði þar sem vistfr hans voru búnar, en hann neitaði að yfirgefa hunda sína þar til að hægt yrði að bjarga þeim líka. Það var í byrjun maí að Uemura hóf 3000 km ferðalag sitt eftir endilöngum Grænlandsjökli, en það þrekvirki hefur enginn maður unnið áður. Hann hóf ferðina þegar hann kom til baka úr ferð til Norðurpólsins, en hann varð Felldu milli 600 og 750 skæruliða .lúhannesarborg, 28. áKÚst. AP. BLÖÐ í Jóhannesarhorg skýra frá því í dag að hermenn Suður-Afríkuhers hafi fellt 600 — 750 namibíska skæruliða í Zambi'u í skotbardögum í kjölfar árása skæruliðanna á Katima Mulilo á Capriviland- ræmunni við landamæri land- anna. Tíu hermenn Suður-Afríku féllu og níu særðust í átökunum sem stóðu yfir í tvær klukku- stundir. Það er mesta mannfall hersins í 13 ára stríði hans við skæruliða í Namibíu. I aðgerðinni náði herinn miklum vopnabirgðum á sitt vald og verða þær brátt sýndar almenningi. samstillt og þau séu nokkurn veginn jöfn blanda stuðnings- manna Somoza og andstæðinga hans, og líklegast verði það í valdi sérhvers verzlunareiganda að ákveða hvort verzlanir verða opnar eða lokaðar. Verzlunarmenn tóku þátt í svipuðum aðgerðum gegn stjórn Somoza í janúar fyrr á þessu ári en hafa haft hægt um sig upp á síðkastið. Andstæðingar stjórnar Somoza telja, að ef nægilega víðtæk samstaða náist í verkfallinu muni svo alvarlegur efnahagsvandi blasa við stjórninni innan skamms, að hún muni ekki geta ráðizt gegn honum. Þrátt fyrir nokkuð víðtæka samstöðu í þessu verkfalli er það talið veikja mjög stjórnarandstæðinga hversu sundurleitir þeir eru, en þar eru jafnt íhaldsmenn sem marxistar. Tiltölulega kyrrt hefur verið í höfuðborginni Managua frá því að skæruliðar gerðu að atlögu að Þjóðarhöllinni á þriðjudag, en einn hefur látizt í átökum and- stæðinga stjórnarinnar og þjóð- varðliða í suðurhluta borgarinnar. Gimsteinum og listaverkum stolið i Nizza Nizza, 28. ágúst. Reuter. VOPNAÐIR bófar rændu í dag gimsteinum og listaverkum að verð- mæti milljóna Bandaríkjadala af heimili bandaríska milljónamær- ingsins Florence Gould á frönsku Rívíerunni. Frú Gould var í sólbaði í öðrum enda hússins og varð einskis vör þegar ránið átti sér stað. Listaverkum að verðmæti 300.000 dala var rænt frá henni í maí. Frú Gould er ekkja Frank Jay Gould járnbrautajöfurs. Tíu ár frá upphafi átaka á N-Irlandi Belfast, 28. ágúst. Reuter. UM 6.000 kaþólikkar minntust þess í ga“r að tíu ár voru liðin frá því að 3.000 trúarbræður þeirra fóru í mótmælagiingu til að mótmæla misjöfnum rétti mót- mælenda og kaþólskra á Norð- yr-írlandi. en ganga sú varð kveikjan að illúðlegum átökum sem enn geisa í héraðinu. Sama leið var gengin nú og fyrir tíu árum. Grýttu sumir mótmæl- endanna lögreglu og hermenn á leiðarenda. Frá 1968 hafa um 2.000 manns fallið á átökum mótmæl- enda og kaþólskra á Norður-ír- landi. höldnu á Atlantshafi eftir að hafa verið átta daga á braut umhverfis jörðu. Það var þá lengst dvöl manna á braut um jörðu. 1960 — Hazza El-Majaii forseti Jordan ráðinn af dögum. 1915 — Bandaríski herforing- inn Douglas MacArthur heldur frá Manila til Japan til að taka við uppgjafarbeiðni Japana. 1812 — Styrjöld Englendinga og Kínverja lýkur með undirrit- un Nanking-sáttmálans. Innlenti Akureyri fær kaup- staðarréttindi 1862. — D. Stefán Ólafsson í Vallanesi 1688. — Bardagi á Helgastöðum 1220. — Konungur fellst á tillögu Al- þingis um læknaskóla 1862. — Skipulagsnefnd atvinnuvega skipuð 1934. — Öryggisráðið mælir með upptöku Islands í SÞ 1946. — Kirkjan að Breiðabóls- stað á Skógaströnd brennur 1971. — Fyrsta banasiysið í þorskastríðinu 1973. — F. Leifur Kaldal 1898. — Sveinn Þórarins- son listmálari 1899. Orð dagsinsi Þegar hlutirnir eru þar sem þú vilt hafa þá er ráð að hrófla ekki við þeim — Winston Churchill, breskur stjórnvitringur, (1874—1965). ManaKua. 28. áKÚst. Reuter, Al*. MEÐ samþykkt verzlunarráðsins í Nicaragua á sunnudag um að taka þátt í þjóðarverkfallinu. sem stjórnarandsta“ðingar beita sér fyrir. hefur verkfallssinnum bætzt góður liðsauki. Telja þeir, að ef iðnaðarmenn í landinu gangi einnig til liðs við þá muni þeim takast ætlunarverk sitt, að fella stjórn Somoza og koma á þjóðstjórn. Þrátt fyrir þessa samþykkt fulltrúaráðs verzlunareigenda munu áhöld um hversu almenn þátttaka verzlunarstéttarinnar verður í verkfallinu. Bent er á, að samtök þeirra séu ekki ýkja ERLENT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.