Morgunblaðið - 29.08.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.08.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 1978 29 Hvað er að gerast í Baguio? „EF ÞIÐ færið ekki Þennan mann lengra frá sviðinu innan tíu mínútna, Þá skal ég sjá um Það sjálfur með eigin hnefum." Þanníg ávarpaði Viktor Korchnoi stjöm- endur heimsmeistaraeinvígisins sem um pessar mundir fer fram í Baguio á Filippseyjum. „Maðurinn", sem Korchnoi átti við var að sjálfsögðu sovézki dularsálfræð- ingurinn dr. Vladimir Zuckar, sem situr ávallt í fremstu röð áhorfenda og starir hvíldarlaust á keppendur í Þær fimm stundir sem skákin stendur yfír. Lengi stóö í stappi er dómarar einvígisins reyndu að framfylgja kröfu Korchnois. Eftir nokkurt póf varð samkomulag um að allir áhorfendur færöu sig aftur um tvær sætaraðir, pannig að dr. Zuckar varð að færa sig úr fimmtu röð í Þá sjöundu. Á meðan Þessu fór fram gekk klukka Korchnois og tapaði hann Þar dýrmætum mínútum. Áskorandinn fékk engu að síður góöa stööu í sautjándu skákinni og Karpov neyddist til að berjast hatrammri baráttu fyrir jafnteflinu. Korchnoi lenti í miklu tímahraki, en staöa hans var engu aö síður vænleg. En í 39. leik lék hann hins vegar svo gróflega af sér að þess eru engin dæmi í einvígi um heims- meistaratitilinn í skák. Svarleikur Karpovs kom aö bragöi og þá var ekkert annað að gera fyrir áskorand- ann en að gefast upp, hann haföi hjálparmátaö sjálfan sig í þrem leikjum. Svo viröist helst sem aö Skák Margeir Pétursson skrifar sautjándu einvígisskákina Korchnoi sé ekki sjálfrátt þá er hann lendir í tímahraki. Hvaö eftir annað hefur hann leikið af sér vænlegum stöðum og sú spurning vaknar hvort áburöur aöstoöarmanna Korchnois- um aö Zuckar sé aö dáleiða áskorandann sé með öllu úr lausu lofti gripinn. A.m.k. er erfitt að finna eðlilegar skýringar á hinum grófu afleikjum Korchnois. Hvítt: Viktor Korchnoi Svart: Anatoly Karpov Nimzoindversk vörn 1. c4 — Rf6, 2. Rc3 — e6, 3. d4 — (Þetta er í fjóröa skiptið í einvíginu sem Korchnoi gefur kost á Nimzoind- verskri vörn) BÞ4, 4. e3 — 0-0, 5. Bd3 — c5, 6. d5l? — (Athyglisverð tilraun til þess aö hleypa nýju blóði í Nimzoindversku vörnina.) b5, (Skákin fær nú nokkurn svip af Blumenfeld bragði, en fyrstu leikirnir í því eru 1. d4 — Rf6, 2. c4 — e6, 3. Rf3 — c5, 4. d5 — b5!? Blumenfeld bragðið þótti mjög snjallt þar til leikurinn 5. Bg5! uppgötvaöist. Munurinn hér er að svartreitabiskup svarts á ekki afturkvæmt inn á svörtu herbúðirnar og virðist þar fremur galli en kostur) 7. dxe6 — fxe6, 8. cxb5 — a6, (í sjöundu skákinni lék Karpov hér 8... Bb7, en tókst ekki að sýna fram á nægjanlegt mótspil fyrir peðið eftir 9. Rf3 — d5, 10. 0-0 — Rbd7, 11. Re2 — De8, 12. Rg3 — e5, 13. Bf5!) 9. Rge2 — d5, 10. 0-0 — e5, 11. a3 — axb5, 12. Bxb5 — Bxc3, 13. bxc3 — (Miðborðspeð svarts líta glæsilega út, en þó hefur hann ekki nægileg færi fyrir peðið einfaldlega vegna lakari liðsskipunar. Hann reynir því að leysa úr þessu með uppskiptum:) Ba6, 14. Hb1! — Dd6, 15. c4 — d4, 16. Rg3 — Rc6, 17. a4 — Ra5, 18. Dd3 — De6, 19. exc4 — cxd4, 20. c5 — Hfc8, 21. f4! — (Hvítur ákveður að láta peðið af hendi, en fær í staðinn mun betra endatafl) Hxc5, 22. Bxa6 — Dxa6, (Hvítur stendur einnig betur eftir 22... Hxa6, 23. Hb8+ — Kf7, 24. fxe5 — Hxe5, 25. Dxd4) 23. Dxa6 — Hxa6, 24. Ba3?l — (Þessi leikur kostaði Korchnoi mikinn tíma og hann var nú þegar kominn í tíma- þröng. Heimsmeistarinn átti hins vegar úr nægum tíma að spila að venju) Hd5, 25. Rf5 — (Svörtu frípeðin veröa of sterk eftir 25. Hb8+ — Kf7, 26. Hf8+ — Ke6, 27. f5+ — Kd7, 28. Hf7+ — Kc8, 29. Hxg7 — d3) Kf7, 26. fxe5 — Hxe5, 27. Hb5 — Rc4, 28. Hb7+ — Ke6, 29. Rxd4+ — Kd5, 30. Rf3 — (Mjög eðlileg ákvörðun, Korchnoi gat ekki grunað það sem í hönd fór. Hann nær greinilega öllum peðum svarts og það ætti aö tryggja hvíti a.m.k. jafntefli) Rxa3, 31. Rxe5 — Kxe5, 32. He7+ — Kd4, 33. Hxg7 — Re4, 34. Hf4+ — Re4, 35. Hd7+?! — (Nákvæmara var 35. Hxh7) Ke3, 36. Hf3+ — (Enn freistar Korchnoi þess að tefla til vinnings. Eftir 36. Hxe4!? getur hvítur að sjálfsögðu ekki tapaö skákinni) Ke2, 37. Hxh7 — Rcd2l, (Karpov hefur þegar verið búinn að koma auga á mátstefin í kringum hvrta kónginn. Hann hyggst notfæra sér tímahrak Korchnois sem áður og ekkert lá því á að hiröa peöiö á a4) 38. Ha3 — Hc6, (Nú er komin upp dramatískasta staöa einvígisins hingaö til. Eftir 39. g3 ætti hvítur ekki aö vera í taphættu, ef honum tekst aö komast fram úr tímahrakinu. En Korchnoi hefur líklega aöeins litið á 39. h4 — Hc1+, 40. Kh2 — Rf1+, 41. Kh3 — Rf2 mát og því ekki talið sig geta veikt kóngsstöðu sína. í tímahraki veröa honum því á enn ein ótrúleg mistök:) 39. Ha1?? — Rf3+ og hvítur gafst upp því að hann er mát í tveim leikjum. Mikil fagnaðarlæti glumdu við í skákhöllinni, en þar voru á ferð í gær sovézkir ferðamenn, flestir skák- áhugamenn. Aðstoöarmenn Korchnois voru hins vegar daprir í bragði því aö nú verður sífellt erfiðara fyrir áskorandann að leggja á brattann. taflmennsku hans á mótúm síðustu ár. Hann hefur aldrei í þessu einvígi þorað að taka minnstu áhættu, sem kannski er vel skiljanlegt, þegar hafður er í huga sá þrýstingur sem hann teflir undir. Korchnoi hefur á hinn bóginn verið sjálfum sér líkur og teflt af þrótti og ákveðið, þótt hann hafi ekki hingað til í einvíginu haft árangur af slíkri taflmennsku. Þrisvar sinnum í þessu einvígi hefur hann misst af öruggri vinningsleið og hefði örlítill vottur af heppni fylgt honum væri staðan nú öðru vísi. Reynd- ar vaknar sú spurning, þegar maður íhugar taflmennskuna á þessu heimsmeistaraeinvígi og fyrirkomulag þess, hvort slíkt einvígi sé einhvers virði og hvort skáklistinni yfirleitt sé Nú þarf tæp- ast að spyrja að leikslokum EFTIR úrslitin í 17. einvígis- skákinni á laugardag þarf tæp- lega að spyrja að leikslokum í þessu heimsmeistaraeinvígi. Mér finnst afar líklegt að Korchnoi biðji um frest á 18. skákinni til fimmtudags til að sleikja sárin og safna þreki á ný. Og í ljósi þeirrar staðreyndar að það er erfiðara að tapa en að vinna mun slík frestun ekki síður koma sér vel fyrir Karpov, sem enn virðist búa yfir nægu þreki. Hann mun örugglega fara í þennan lokaáfanga einvígisins með sömu taktik og hann hefur beitt hingað til með góðum árangri; að bíða færis og láta Korchnoi taka áhættuna og sækja. Taflmennska Karpovs í ein- víginu hefur valdið okkur, sem fylgst höfum með því, miklum vonbrigðum • samanbotið við einhver akkur í svona fyrir- komulagi. Smá forleikur var hafður frammi áður en 17. skákin hófst á laugardag. Korchnoi fór fram á að dulsálfræðingurinn Zoukar, sem nú sat á 5. bekk, færði sig aftur fyrir 7. bekk, annars hæfi hann ekki taflið og klukkan var búin að ganga í tíu mínútur á Korchnoi áður en hann lék. Hann byrjaði þó skákina vel, þótt reyndar værl það endur- tekning á fyrstu leikjunum úr 7. skákinni. Hann kom sér upp vænlegri stöðu, en tímahrak í seinni hluta skákarinnar varð þess valdandi að hann missti niður stöðuna. í 33. leik átti hann aðeins eftir 5 mínútur. í 39. gafst Korchnoi upp og yfirsást þá leikur, sem e.t.v. hefði dugað honum til jafnteflis, g4. Allt til skólans Þú þarft ekki að leita víðar EYMUNDSSON Austurstræti 18 Sími 13135 Ritföngin Námsbækumar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.