Morgunblaðið - 29.08.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.08.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 1978 17 FLUGDAGURINN: Ein a( Þotum Loftleiöa í lágflugi yfir Reykjavíkurflugvelli. búsundir Reykvíkinga íylg- ust með dagskrá flugdagsins í Reykjavík s.l. sunnudag, enda var veður hið ákjúsanlegasta. hlýr blær og bjartviðri. Dag- skráin hófst með því að floti lítilla flugvéla flaug yfir borg- ina og lenti á Reykjavíkurflug- velli. Síðan rak hvert atriði annað. en alls tóku milli 50 og 60 flugvélar þátt í flugdegin- um. Það voru íslenzka flug- sögufélagið og Vélflugfélag íslands sem stóðu fyrir degin- um. en auk innlendra véla komu til leiks vélar frá Noregi, Danmörku. Vestur-Þýzkalandi og varnarliðsvélar af Keflavík- urflugvelli. bar sem dagskrá flugdagsins var frestað um einn dag vegna veðurs varð ekki af því að brezki listflug- maðurinn Tony Bianchi sýndi listir sínar. því hann varð að fara af landi brott á sunnu- dagsmorgun til að sýna í Bretlandi. Elíeser Jónsson flug- stjóri hjá Flugstöðinni hljóp hins vegar í skarðið og sýndi þá fjölmörgu möguleika sem listflugvélin Cap 10 býður upp á. Var það eftirtektarverðasta atriði flugdagsins. Mikill f jöldi fólks var saman- kominn innan flugvallargirð- ingar hjá Loftleiðahótelinu og þar kynnti Ragnar Ragnarsson dagskrána, en sú kynning kom ekki fyllilega til skiia því hátalarakerfið náði ekki yfir allt svæðið og kyrrstæðar vélar sem voru í gangi á ílugbraut- inni trufluðu einnig kynningu. Það þótti mörgum heimilis- legt þegar Dakotavélarnar tvær flugu yíir völlinn í hring- flugi, önnur íslenzk frá Land- græðslunni, hin dönsk frá danska flughernum. Þá komu, m.a. tvær Lockheed P-3 Orion kafbátaeftirlitsvélar, önnur frá norska flughernum, hin frá Varnarliðinu. Björgunarsveit- in á Keflavíkurflugvelli sýndi hvernig þyrla tekur eldsneyti á flugi og einnig sýndi sveitin björgun með þyrlu. Þá sýndu þotur varnarliðsins fylkingar- flug, fallhlífarstökk var, Fokk- erar Flugfélags íslands sýndu á milli áætlunarferða og sér- staka athygli vakti sýningar- atriði Ingimars flugstjóra á Fokkervél. Þá sýndu Piper-Cup vélar hópflug, Orion sýndi stutt flugtak og vesturþýzkur Transall C160 tók eina lotu yfir svæðinu, en inn á milli fastra dagskráratriða tóku þotur Loftleiða, Flugfélags Islands og Arnarflugs þátt f Flugdeginum með hringflugi yfir borginni. bá gafst fólki kostur á að skoða flugvélarnar á flugvell- inum og sýndi fólk mikinn áhuga í þeim efnum. Hvarvetna kring um Reykjavíkurflugvöll mátti sjá fólk fylgjast með Flugdeginum og sérstaklega margt fólk var í Öskjuhlíðinni. - á.j. Fólk flykktist að til aö skoða vélarnar. Þyrla varnarliðsins sýnir hvernig hún tekur eldsneyti úr birgöavél.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.