Morgunblaðið - 29.08.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.08.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 1978 15 greinargerð fyrir útgáfunni, segir hana fyrstu skáldsögu »sem birtist eftir mig á norsku ... og var prentuð sem framhaldssaga í Eidsvoll Blad sumarið 1925.« Þetta er gamansaga með talsverðum viðvaningsbrag en að öðru leyti ferskur skáldskapur og raunar skemmtileg aflestrar. Það er bæði gömul og ný árátta lesenda að hefja eitt verk höfund- ar yfir önnur verk hans. Þannig þykir Halla og Heiðarbýlið vera toppurinn í ritsafni Jóns Trausta, og Fjallkirkjuna bera hæst meðal verka Gunnars Gunnarssonar svo dæmi séu tekin. Tæpast er unnt að benda þannig á eitt verk Krist- manns sem skyggi á öll önnur skáldverk hans. Það er þá helst Morgunn lífsins sem kom út 1929 — þegar höfundurinn var tuttugu og átta ára. Víst er það stórbrotið skáldverk. Og ekki hafa aðrar skáldsögur Kristmanns farið víð- ar, enda verið kvikmynduð. Þar er sterkast leikið á strengi tilfinning- anna. Vafalaust hefur það líka aukið hróður Morguns lífsins að sagan er að ýmsu leyti karlmann- leg, af henni er saltur keimur, þetta er hetjusaga í orðsins altækasta skilningi. Svið Ármanns og Vildísar, sem kom út árið áður eða 1928, er bæði þrengra og bíður upp á tak- markaðri tilþrif. Eigi að síður verður sú saga talin til hins allra besta sem eftir Kristmann liggur. Þar er mannlegt samfélag sýnt í hnotskurn — á heilsuhæli. Mann- lífsmyndasafnið í sögunni er þjóðfélagið í breidd sinni; flestum mannlegum eiginleikum — ást og hatri, eigingirni og fórnfýsi og hverju einu þar á milli — er gerla lýst. Yfirborðið er mest slétt og fellt, en undir niðri ærslast mannlegar frumhvatir í allri sinni nekt. Höfundurinn styðst við eigin reynslu eins og víðar — hann var sjálfur um tíma sjúklingur á Vífilsstöðum. Bestu kostir sögunn- ar eru þó fólgnir í áreynslulausri, óþvingaðri frásögn sem er svo laus við tilgerð að minnir á látlausa munnlega frásögn eins og hún gerist best. Hygg ég erfitt sé að mótmæla því að Ármann og Vildís sé afar vel sögð saga. En þá má líka í framhaldi af því spyrja: Er hún nokkuð meira en vel sögð saga, er þetta ekki aðeins fínlega saman sett skemmtisaga — under- holdningslitteratur — sem löngum hefur verið vinsæl bókmennta- grein á Norðurlöndum? Þeir sem álíta að góðar bókmenntir hljóti að vera leiðinlegar eiga sjálfsagt auðvelt með að svara þessari spurningu. Að mínu mati kemur skilningur höfundar á mannlegu eðli næmar fram þarna en víðast hvar annars staðar. Þó frásögnin sé látlaus er ekki verið að einfalda hluti sem eru í sjálfu sér flóknir né leitast við að útskýra það sem naumast verður með orðum tjáð. Er því síst að furða þó Ármann og Vildís skapaði höfundinum gott álit í Noregi og víðar. Þarna var fram komin örlagasaga sem skip- aði ungum höfundi framarlega á bekk. Þegar svo Morgunn lífsins kom út ári seinna var bókmennta- fólk ekki í vafa um að Kritmann hefði útþrykkilega áunnið sér heitið — rithöfundur. Árið 1933 kom svo Góugróður sem höfundur segir áð þótt hafi »góð saga í Noregi og víðar. Sigrid Unset var t.d. mjög hrifin af henni. Er hún ein af mest lesnu bókum mínum á norsku og raunar ýmsum öðrum málum.« Krist- mann var nú þrjátíu og tveggja ára og búinn að skrifa sín bestu verk. I slíkum dæmum má minn- ast orðtaksins um sígandi lukku; því vissulega er ætlast til að rösklega þrítugur höfundur eigi sitt besta eftir. Og víst átti Kristmann eftir að skrifa góð skáldverk — en ekki betri. Árið áður en Góugróður kom út hafði Kristmann sent frá sér fyrstu sögulega skáldsögu sína, Fjallið helga, eins og hún heitir nú. Ég jafna henni tæpast við Morgun lífsins og Ármann og Vildísi en tel hana samt til úrvalsverka Kristmanns. Gyðjan og uxinn. nú Gyðjan og nautið. sem kom út nokkrum árum síðar heldur í við Helgafell. En Þokan rauða, sem kom. út 1950—52 og tekin er upp í þetta ritsafn, og er þar raunar mest að fyrirferð, stendur að mínum dómi að baki áðurnefndum sögulegum skáldsög- um Kristmanns. Kristmann er þá tekinn að stilla verk sín inn á nýja bylgjulengd, guðspeki og dul- hyggju er farið að gæta meir í verkum hans (það hefur haldist til þessa dags). Einnig er Kristmann þá tekinn að skrifa skrúðmeiri stíl. En á Þokunni rauðu endar sem sagt þetta ritsafn tímatalslega séð ef undan eru skildar nokkrar smásögur sem höfundurinn skrif- aði síðar og teknar eru upp í safnið. Aldarfjórðungur er liðinn frá því að Þokan rauða kom út og á þeim tíma hefur Kristmann skrifað framt að því eins mikið og hann hafði sent frá sér fram að þeim tíma, meðal annars ævisögu sína í fjórum bindum, en fyrstu tvö bindi hennar eru að mínum dómi það merkilegasta sem Krist- mann hefur látið frá sér fara eftir að hann sneri heim frá Noregi, ungur og frægur rithöfundur. Nú er vaxin upp ný kynslóð sem þekkir ekki þá mynd sem kynslóð Kristmanns gerði sér af honum fyrst eftir að hann sneri heim. Mikið vatn er runnið til sjávar, og þeir straumar, sem fallið hafa um nafn Kristmanns, hafa oft verið korgaðir og aurir blandnir. Von- andi hefur því nú öllu skolað út í hafsauga. Tími var kominn til að virða skáldverk Kristmanns hlut- lægt og skipa þeim þar í röð sem þau eiga heima, það er að segja við hliðina á öðrum bókmenntaverk- um sem þjóðin telur að erindi eigi til komandi kynslóða. Á þeim fjörutíu árum, sem liðin eru frá því að Kristmann kom aftur heim, hefur það gerst að íslenskar bókmenntir hafa aukist og margfaldast. Þá var engum ofætlun að lesa allar skáldsögur sem til þess tíma höfðu verið skrifaðar og gefnar út á íslensku, góðar og vondar! En sá sem tæki sér þvílíkt verk fyrir hendur nú gerði ekki annað um ævina. Islendingar framtíðarinnar verða því naumast svo bókhneigðir að þeir lesi nema brot af því sem skrifað hefur verið á þessari öld. Því er kominn tími til að vinsa úr. Þetta ritsafn brúar ágætlega bilið að vera mitt á milli úrvals og heildarútgáfu. Þarna er vissulega flest það sem Kristmann hefur best skrifað, og öll merkustu skáldverk hans. Hins vegar er miðlungsverkunum flestum sleppt, bæði frá Noregsárunum og eins hinu sem hann hefur skrifað eftir að heim kom og tæplega á erindi inn í framtíðina. Venja er að kynningarritgerð eða inngangur fari fyrir svona ritsafni. Hér hefur sá kostur verið valinn að birta gamalt erindi eftir Sigurð Einarsson. Er það gott svo langt sem það nær en ber þess nokkur merki að vera samið á þeim árum er Kristmann stóð höllum fæti og gustaði um verk hans. Raunveruleg úttekt á verk- um Kristmanns hefur aldrei verið gerð og er það verk sem bíður síns tíma. En míkill fengur er að þessu ritsafni. Sá, sem vill kynnast listilegustu og litríkustu verkum Kristmanns, getur gengið beint að þeim hér, það er búið að velja fyrir hann. Auk þess er þetta hugtækur skemmtilestur. Persóna höfundar- ins vekur ekki forvitni eins og fyrrum. Samt má vel minnast þess að í skáldverkum sínum miðlar Kristmann af sjálfsreynslu sinni sem er að ýmsu leyti sérstæð og í sumum dæmum ævintýraleg. Þess vegna trúi ég að bestu verk hans muni lengi lifa. Erlendur Jónsson. Svcinbjörn Agnarsson og Kristján Sævarsson. Hér er alveg skínandi gott að búa og byggðin fer ört vaxandi“ sagði Sveinbjörn Agnarsson sjómaður þegar blm. hitti hann og félaga hans Kristján Sævarsson niðri á bryggju á Bolungarvík þar sem þeir stóðu í blíðskaparveðri og skeggræddu. „Undanfarið hefur feiknalegur afli verið hjá Vestfjarðartogurun- um og ég held ekki að nokkur þurfi að kvarta yfir atvinnuleysi hér á staðnum. Hér er nóga atvinnu að fá,“ hélt Sveinbjörn áfram. „Það er enginn vafi á þvi að sjómenn hér hafa það betra en á flestum öðrum stöðum á landinu, enda er hér allt í fullum gangi, og er ekki búið að loka flestum frystihúsunum fyrir sunnan?" „Við erum fjórir saman sem eigum 17 tonna bát og höfum mest verið á línuveiðum, reyndar höfum við í smátíma verið á færi en erum núna að útbúa okkur aftur á línuna." „Bátinn höfum við átt í eitt ár og það má segja að núna fyrst sé hann farinn að skila einhverju af sér,“ sagði Svejnbjörn þegar ég spurðist fyrir um tekjur þeirra að undanförnu. „En hér geta menn að sjálfsögðu haft mjög góðar tekjur, enda koma þeir menn flestir aftur hingað sem hér eru fæddir en þreifa fyrir sér um tíma á öðrum stöðum." „Hér hefur höfnin verið ágæt upp á síðkastið eða síðan litla bryggjan kom. Þó þyrfti að bæta hana nokkuð en framkvæmdir í þá átt eru þegar hafnar.“ „Hér á staðnum er öll sú þjónusta sem þörf er á og eflaust hefur þessi bær allt að bjóða,“ sagði Sveinbjörn að lokum og hló við. 1. Westfalia RPS sogdælueining 1a V/4“' eftirgefanleg tenging á sogröri. 2. 1V4" soglögn aö rakasiu. 3. VACUREX sogjöfnunarloki meö sogmæli. 4. Sogmælir i fjösi. 5. 1" soglögn. 6. 1“ sogloki. 7. 40mm mjölkurlögn. 8. KM plastloki á mjölkurlögn meö ryöfrírri stálrenniloku. 9. Ryðfrltt stáltengi fyrir hvert mjaltatæki 10. Færanleg upphengd mjaltatæki meö VACUPULS CONSTANT sogskipti. 11. 40 mm hreinsilögn. 12. Þriátta mjólkurloki, 40mm NB. 13. 40mm NB rörvatnslás meö slöngu. 14. MFK eöa MFN endaeining. 15. Rakasia úr gleri meö hreinsi- búnaöi. 16. Þrýstisía meö aftöppunarloka 17. Plastslanga 28/38 mm. 18 U-endi 40mm. 19. ESP mjölkurkælitankur fyrir óbeina kælingu. 20. EB isvatnskælitæki. 21. Stjórnbúnaöur fyrir mjólkurkælingu. 22. Stjómrofi fyrir sogdælueiningu. 23. CIRCOMAT sjálfvirkt pvottatæki 24. Stillanlegur mjaltatækjastandur meö loki fyrir hringrásarhreinsun. 25. W kalda-og heitavatnskranar. 27. 32mm isvatnslögn aö mjólkur- kælitanki. WESTEALIA MJALTAKERFI vöktu verðskuldaða athygli á Landbúnaðarsýningunni að Selfossi 11.-20. ágúst. Okkur er það mikil ánægja að tilkynna, að WESTFALIA hefur ákveðið að halda óbreyttu verði sínu á mjaltatækjum, sem pantanirverðastaðfestarátilfebrúarloka 1979. Kynnið ykkur það nýjasta á markaðinum. Komið, hringið eða skrifið eftir nánari uppfýsingum. FALKINN SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.