Morgunblaðið - 29.08.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.08.1978, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 1978 Ingvi Þorsteinsson: Rannsóknir gagnslausar, ef ekki má birta þann hluta niðurstaðna þeirra, sem einhverjir telja óhagstæðar EINS OG MorKunblaAiA greindi írá sl. föstudan. samþykkti Til- raunaráö landhúnaöarins nýver iö ályktun, þar scm m.a. segir aö fram hafi komiÖ rökstuddur efasemdir um aö forsendur þeirra heitarþolsútreikninga, scm unnir hafa verið á veuum Rannsóknastofnunar landbúnað- arins, séu nægileKa traustar. Einnit; er f álvktuninni óskaö eftir því við stjórn Rannsókna- stofnunarinnar að hún láti hraöa uppiíjöri niöurstaöna þeirra beit- artilrauna. sem Iíkkí fyrir ok þá seKÍr í ályktuninni aö ráöið telji óæskileKt að settar séu fram opinherleKa fullyröinKar um bcit- arþoliö á landinu eöa einstökum svæöum þess meðan forsendurn- ar séu ekki næKÍleKa traustar. InKvi Þorsteinsson sviðum hér heima, austan hafs og vestan. Þessar rannsóknir okkar á beitarþoli hafa leitt til þess, að viö eigum nú nákvæmara gróðurkort af miklum hluta landsins en nágrannaþjóðir okkar geta státað af og þótt víðar væri leitað. Og á sviði fóðurfræði hafa verið unnar hér ýmsar grundvallarrannsóknir, sem m.a höfðu ekki verið gerðar á Norðurlöndum. En þetta dugir ekki á Islandi. . Rannsóknaraðferðirnar hafa þótt nógu áreiðanlegar til þess, að Grænlandsmálaráðuneytið gerði samning við Rannsóknastofnun landbúnaðarins um framkvæmt slíkra rannsókna á- Grænlandi næstu fimm ár, en þetta er óvanaleg viðurkenning á íslenskri Ólafur Dýrmundsson skepnurnar bíta þetta ekki. Með öðrum orðum er metið hvað þær eiga að þurfa mikið og síðan er deilt í þetta allt saman. Nú er verið að vinna að þessum geysi- legu beitarrannsóknum og við teljum að nú sé að verða grund- völlur til að endurskoða þennan eldri grundvöll með því að tengja það við niðurstöðurnar úr þessum tilraunum, sem eru núna á fjórða ári. Og þess vegna kemur það einmitt fram í þessari ályktun Tilraunaráðsins að það er óskað eftir því að úrvinnslu beitarrann- sóknanna sé hraðað til að styrkja grundvöllinn. Forsendur beitarrannsóknanna verða ekki raktar hér í stuttu máli en það má nefna að við teljum að það verði meðal annars að huga að mati á næringargildi úthagagróð- Ölafur Dýrmundsson: Spumingín, hvort draga megi svona afdráttarlausar ályktanir út frá þessu t Morgunblaðinu sl. laugardag hirtist athugasemd frá forstjóra Rannsóknastofnunar landbúnaö- arins, dr. Birni Sigurbjörnssyni, vegna fyrrnefndar fréttar og í gær leitaði blaðið állts tveggja manna. sem vinna aö þessum málum. á þessari ályktun Til- raunaráðsins, en þaö eru þeir Ingvi Þorsteinsson magister, sem unnið hefur að beitarrannsókn- um og gróöurkortagerð á vegum Rannsóknastofnunar landhún- aðarins, og Óiafur Dýrmundsson landnýtingarráöunautur Búnað- arfélags íslands. Ingvi Þorsteinsson sagði: „Daginn, sem þessi grein birtist kom ég ásamt samstarfsmönnum mínum til Reykjavíkur eftir tveggja mánaða nærri samfellda dvöl á hálendi Grænlands og íslands. Okkur þótti þetta heldur nöturlegar kveðjur, því að við þóttumst hafa verið að vinna þarft verk. Eg er í sjálfu sér sammála því, sem forstjóri Rannsóknarstofnun- ar landbúnaðarins, dr. Björn Sigurbjörnsson, segir í Morgun- blaðinu 26. ágúst s.l., að fræðilegt missætti eigi að ræða innan þeirra stofnana, sem eiga í hlut. Dagblöð og aðrir fjölmiðlar eru ekki réttur vettvangur til að leysa þau mái, og þau verða ekki leyst þar. Hins vegar er þessi samþykkt tilrauna- ráðs stofnunarinnar svo einstök, að það er kannski ekki verra, að hún skuli hafa verið birt almenn- ingi. Með þessari ásökun ráðsins er vegið að mér og Gunnari Ölafssyni fóðurfræðingi, sem fyrst og fremst erum ábyrgir fyrir þeim rannsóknum, sem beitarþolsút- reikningar eru byggðir á. Auk þess er þetta gagnrýni á störf þeirra fjölmörgu annarra sem hafa verið með í ráðum og unnið að hinum ýmsu þáttum rannsóknanna s.l. 20 ár, þar á meðal eins virtasta grasafræðings íslands, sem verið hefur gróðurfræðilegur ráðunaut- ur rannsóknanna frá upphafi. I samþykktinni er því kastað fram til almennings að „fram hafi komið rökstuddar efasemdir um að forsendur beitarþolsútreikn- inga séu byggðar á nægilega traustum grunni ...“. Þess er ekki getið, hverjar þessar „rökstuddu grunsemdir" séu, og á meðan þær liggja ekki fyrir, beinist gagnrýnin að öllum þáttum þessara rannsókna, og þeim, sem að þeim hafa unnið. Stjórn stofnunarinnar verður að sjálfsögðu gerð grein fyrir þessu máli, þegar hinar „rökstuddu efasemdir" liggja fyrir og vegna birtingar þessarar ályktunar mun þess verða óskað, að blaðið birti einnig greinargerð um þetta mál frá Gunnari Ólafssyni og mér, og þá verða allar forsendur beitar- þolsútreikninga raktar. Hins vegar vil ég taka það fram strax, að allir þættir beitarþolsút- reikninga þ.á.m. gróðurkortagerð, flokkun gróðurs, fóðurfræðilegar rannsóknir og fleira hafa frá upphafi verið unnir í samráði við færustu sérfræðinga á þessum rannsóknarstarfsemi. En þetta dugir ekki heldur! Það skal fúslega viðurkennt, að engar rannsóknaaðferðir eru fullkomnar frekar en önnur mannanna verk, en stöðugt er unnið aö því, m.a. með hinum víðtæku beitartilraunum og rann- sóknum á gróðri landsins, víðáttu hans og næringargildi, að styrkja grunninn undir ákvörðunum á beitarþoli landsins. Flestum meðlimum tilrauna- ráðsins hafa verið kunnar þær aðferðir, sem beitt hefur verið hér við ákvörðun á beitarþoli, því að um þær hefur ve*rið fjallað í ritgerðum og á fjölda umræðu- funda s.l. 15 til 20 ár. Það er ekki fyrr en niðurstöðurnar fara að birtast, að gagnrýnin upphefst, og það vefst fyrir mér hver tilgangur þeirrar gagnrýni er. Er hann ef til vill fólginn í eftirfarandi setningu í ályktun tilraunaráðsins: „... telur tilraunaráð óæskilegt að settar séu fram opinberar fullyrð- ingar um beitarþol ákveðinna landssvæða eða landsins í heild.“ Þessu er eflaust beint til mín. En þá er rannsóknastarfsemi gagns- laus og á rangri braut ef ekki má einnig birta þann hluta af niður- stöðum þeirra, sem einhverjir telja óhagstæðar," sagði Ingvi Þorsteinsson að lokum. Svar Ólafs Dýrmundssonar fer hér á eftiri „Meginástæða þess að nú er farið að fara ofan í þessi mál er sú að Rannsóknastofnun landbún- aðarins eða réttara sagt Ingvi Þorsteinsson, starfsmaður stofn- unarinnar, hefur látið hafa eftir sér í blöðum, hann hefur haldið erindi á fundum og komið fram í sjónvarpi, nú síðast í vor og hefur þar talið að það væri nokkur hundruð þúsund ærgildum of margt í landinu miðað við gróður þess. Þessu til viðbótar hafa ýmsir túlkað ummæli Ingva á þann veg að ofbeitin sé ennþá meiri. « Ef það er rétt að ofbeit í landinu sé slík, sem þarna hefur verið talið, og þarna hefur verið vitnað til rannsókna Rannsóknastofnun- ar Landbúnaðarins, er það óskap- lega mikið mál. Því ef þetta er rétt þá er fjórðungi til þriðjungi of margt fé í landinu og því til viðbótar koma hrossin, sem beitt er á úthaga. Og fyrir bændastétt- ina er það stórmál, ef þeir eru með þetta mikinn bústofn umfram það sem landið ber. Nú þegar orðið hafa erfiðleikar með sölu landbún- aðarafurða eru það margir, sem tengja þetta tvennt saman og setja jafnaðarmerki á milli. Þessir menn segja einfaldlega að offram- leiðslan sé framleidd með ofbeit. Vandamálið, sem þarna er til umræðu, er að fram til þessa hafa verið gerðar athugasemdir við ýmsar forsendur þessara beitar- rannsókna. Þær rannsóknir, sem þessir beitarþolsútreikningar hafa verið byggðir á, eru óbeinar rannsóknir. Þetta er gróðurkorta- gerð og uppskeran er metin en úrs en það er bara einn þátturinn, því auk þess höfum við þætti eins og mat á uppskeru og inn í þetta kemur nákvæmni gróðurkorta. Það er enginn sem hefur haldið því fram að gróðurkortin væru alveg nákvæm en þau eru það besta, sem við höfum og þau eru mjög gagnleg. Spurningin er bara þessi hvort það megi draga svona afdráttarlausar ályktanir út frá þessu. Tilraunaráðið bendir aðeins á að það séu komnar fram efasemdir um forsendur beitar- þolsútreikninganna en við fullyrð- um ekkert um hvort ofbeit sé til staðar eða ekki. Það viljum við ekki en við teljum að þessi mál hafi verið einfölduð allt of mikið þó við vitum að það eru til ákveðin svæði þar sem um uppblástur er að ræða og ástæða sé til að vera vel á verði, eins og bændur hafa reyndar líka gert víða. Það er hins vegar alltof mikil einföldun að segja að heilir landshlutar séu ofbeitarsvæði. Menn gleyma því oft að nú er vetrarbeit alveg úr sögunni og í sumum tilvikum hefur beitartími á afréttum verið styttur. Þetta hefur dregið úr beitarálaginu og þetta nefna þeir hjá Rannsóknasjofnuninni ekki. Ég held að það verði að renna styrkari stoðum undir þessar rannsóknir áður en menn fara að gefa frá sér tölur, og þess vegna mundi ég ekki af fræðilegum ástæðum treysta mér til að gefa frá mér svona beinharðar tölur um þessi mál,“ sagði Ólafur að lokum. Nýr sjúkrabíll til Ólafsvíkur Nýr sjúkrabíll hefur verið keyptur til Ólafsvíkur og hafa ýmsir aðilar þar í bæ lagt fram fjármagn til kaupa á honum, svo og sýslusjóður. Bíllinn sem er af Chevrolet-Surban gerð er eign heilsugæslustöövarinnar í Ólafs- vík sem Ólafsvíkurhreppur, Nes- hreppur, Fróðahreppur, Staðar- sveit og Breiðuvíkurhreppur standa að. Nýstofnuð Rauða kross deild í Ólafsvík hefur séð um tækjakaup í bílinn en öll tæki í hann eru keypt í gegnum Hjálpar- tækjabankann í Scan Rescue í Noregi. Bíllinn «r fullkominn að gerð, með fjórhjóladrifi og inn- réttaður á verkstæði Ragnars Ólafssonar í Kópavogi. Mikil þörf var fyrir þennan bíl á utanverðu Snæfellsnesi og eykur koma hans öryggi í sjúkraþjónustu á svæðinu. Rauða kross deild Ólafsvíkur áformar að styrkja rekstur bílsins. Ferskvatn flutt til Benidorm Bcnidorm. Spáni, 28. ágúst. SKIP spánska hersins hófu í dag að dæla á land í haðstrandar- bænum Benidorm um 350.000 lítrum af ferskvatni þar sem öll vatnsból eru nú að mestu til þurrðar gengin. Vatninu er dælt á tankhíla sem drcifa því til hótela og fyrirtækja. Vegna ástandsins var vatn orðið svarta- markaðsvara í Benidorm, en vatnið er nú skammtað í tvo tíma f senn á sólarhring.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.