Morgunblaðið - 29.08.1978, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 29.08.1978, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 1978 37 félk f fréttum Kiúklingaveizla + íslandsmeistarar Vals í knattspyrnu voru nokkurs kon- ar tilraunadýr í matsölustaðn- um Bautanum á Akureyri í síðustu viku er kjúklingar voru matreiddir þar á nýstárlegan hátt í fyrsta skipti hérlendis. Steikingaraðferð þessi nefnist í Bandaríkjunum „Kentucy fried chicken", en í Evrópu eru slíkir kjúklingar kallaðir-Loch Ness chicken" og hefur lslendingur búsettur í Luxemborg, Valgeir Tómas Sigurðsson, einkaumboð á þessari steikingaraðferð í Evrópu. Kjúklingar, sem matreiddir eru á þennan hátt, þurfa að vera um 1.2 kfló að þyngd og eru þeir teknir f 9 parta eftir kúnstarinnar reglum. Sfðan eru þeir settir f vissan lög með tilheyrandi kryddi og djúp- steiktir undir þrýstingi í 7—8 mfnútur. Maturinn er sfðan borinn fram f tágakörfum með hrásalati og frönskum kartöfl- um. Viðskiptavinurinn getur sjálfur valið hve marga bita hann vill af skepnunni, en minnsti skammtur kostar um eitt þúsund krónur. Sala á þessari tegund kjúklinga hefst f Bautanum f byrjun septem- ber, en eins og áður sagði var gerð tilraun á knattspyrnu- mönnum Vals f sfðustu viku og kunnu hinir harðskeyttu knatt- spyrnumenn vel að meta matinn að loknum erfiðum leik við KA. + Danski myndhöggvarinn Isenstein varð áttræður um miðjan þennan mánuð. Þrátt fyrir háan aldur er hann enn á fullu f listgrein sinni. — Er nú að höggva brjóstmynd af forsætisráðherra Dana, Anker Jörgensen, í stein. — Ég verð að gera mynd af honum meðan hann er á hátindi frægðar sinnar, sagði hinn bratti myndhöggvari, er blaðaljósmyndarar tóku mynd af honum við höggmyndina. bá er hann að gera lágmynd af fyrirrennara Ankers í ráðherrastóli, Jens Otto Krag, sem lézt á sl. vetri. — (Hér til vinstri). Isenstein segist sjaldan hafa átt eins annríkt og nú. — En það sé allt f lagi, þvf að hann hafi notið þeirrar guðsgjafar að vera alltaf f andlegu jafnvægi. ffVlWTWlU PUTTfl’, ÍW7Z? KZSES8J3 EFTia? Skáksveit Álftamýrar- skóla sigraði á Norður- landamóti grunnskóla SKÁKSVEIT Álftamýrarskóla varð sigurvagari á Norðurlandamóti grunnskóla í skák, sem haldin var í Finnlandi 25. til 17. ágúst sl. Sex sveitir tóku Þátt í keppninni og sigraói íslenzka sveitin með yfir- burðum, hlaut 22’A vinning af 30 mögulegum en næst komu danir með 19 vinninga. Keppendur í hverri sveit voru sex talsins og á aldrinum 12 til 15 ára en sveit Álftamýrarskóla skipuðu: 1. borö Jóhann Hjartarson meö 5 vinn. af 5 mögulegum, 2. borö Árni Árnason meö 3Vi vinn., 3. borö Páll Þórhallsson meö 4V4 vinn., 4. borö Lárus Jóhannesson með 3 vinn., 5. borö Gunnar F. Rúnarsson með 3V4 vinn., 6. borö Matthías Þorvaldsson með 3 vinn. Bns og fyrr sagöi varö danska sveitin í öðru sæti með 19 vinn., en að ööru leyti varö röðin, sem hér segir: 3. sæti sveit frá Finnlandi meö 17Vi vinn., 4. sæti sveit frá Noregi meö 13 vinn., 5. sæti sveit frá Svíþjóð með 12V4 vinn., 6. sæti b-sveit frá Finnlandi með 5'A vinn. Skáksveitin var send út á vegum Skáksambands íslands og Taflfélags Reykjavíkur, en fararstjóri er Ólafur H. Ólafsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.