Morgunblaðið - 29.08.1978, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.08.1978, Blaðsíða 44
\i<;i.ysin<;asimi\n er: 22480 Jflorjsunblfltiiö ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 1978 A hjóli yfir Austurstræti Fjöldi fólks kom um miðjan dag á sunnudag saman í miðbæ Reykjavíkur en þar var þá efnt til Sólkveðjuhá- tíðar. Hófst hátíðin með skrúðgöngu frá Skólavörðu- holti að Lækjartorgi en á torginu og í Austurstræti skemmtu ýmsir með hljóð- færaleik, söng og öðru, sem verða mátti til skemmtunar. Óhætt mun að fullyrða að hápunktur Sólkveðjuhátíð- arinnar hafi verið hið hjartanístandi og tauga- hristandi loftfimleikaatriði „EINARRÓ“-bræðra. Hinir fífldjörfu félagar léku eftir atriði hinna útlensku sirkus- manna Cimarro, á örmjórri línu sem strengd var á milli húsa í Austurstræti. SIB tók þessa mynd skömmu eftir að félagarnir renndu sér af öryggi og festu út á línuna, en nánar verður sagt frá þessum atburði í Mbl. síðar. Launþegasamtökin í vinstri viðræðum: Engar mótaðar til- lögur bornar fram NEFNDIR frá Alþýðusambandi íslands og Bandalagi starfs- manna ríkis og ba'ja áttu u' gær fundi með Ólafi Jóhannessyni, formanni Framsóknarflokksins og formönnum hinna flokkanna tveggja er nú taka þátt í stjórnar- myndun. Benedikt Gröndal og Lúðvík Jósepssyni. og voru þar lagðar fram formlega ýmsar þa‘r hugmyndir er reifaðar höfðu verið fyrr í þessum vinstri viðræðum við fulltrúa vinstri flokkanna er gegna trúnaðarstöðum innan vcrkalýðshreyfingarinnar. Eink- um voru á dagskrá fyrirkomulag samninganna í gildi út næsta ár og einhverskonar þak á vísitöl- una. Snorri Jónsson, framkvæmda- stjóri Alþýðusambands Islands sagði í samtali við Mbl. í gær að nefndarmenn, sem kjörnir voru af miðstjórn ASÍ t.il að taka þátt í þessum viðræðum, myndu gera miðstjórninni grein fyrir viðræð- unum í dag og vildi því ekki fjölyrða nánar um þetta atriði að svo stöddu. Haraldur Steinþórsson framkvæmdastjóri BSRB sagði að á fundinum hefðu verið kynntar ýmsar hugmyndir, sem reyndar hefðu sumar komið fram áður, en þarna verið settar fram formiega og yrðu þær teknar til frekari umræðu á stjórnarfundi hjá BSRB í dag án þess þó að tekin yrði til þeirra formleg afstaða, að því er Haraldur sagði. Haraldur sagði, að einkum væri á dagskrá spurningin um vísitölu- þak á laun og hvernig þakið kæmi gagnvart samningum BSRB en þar væru viss vandamál sem þyrfti að leysa. Hins vegar sagði Haraldur að ekki hefðu legið fyrir á fundinum neinar mótaðar tillögur í heild né heldur tillögur um hvernig standa skyldi að þessum málum í framkvæmd, og Haraldur minnti á að samningar BSRB hefðu á sínum tíma verið bornir upp og samþykktir með allsherjar- atkvæðagreiðslu félaganna. Stefnir í vinstri t stjórn Dregur til úrslita á næstu sólarhringum „ÉG HELD að menn sjái ekkert eitt atriði sem nú stendur upp úr til að valda slitum á þessum stjórnar myndunarviðræðum og að til úr- slita hljóti að draga á næsta sólarhring“, sagði Benedikt Grön- dal formaður Alþýðuflokks er Mbl. ræddi við hann í gærkvöldi eftir fund þingflokks Alþýðuflokksins en i' röðum Alþýðubandalags- og framsóknarmanna var þessi fundur Vill kaupa minkafóður frá íslandi EINN stærsti loðdýra- framleiðandi Danmerkur var staddur á íslandi í s.l. viku í því skyni að athuga með kaup á minkafóðri frá íslandi. Ræddi Daninn bæði við útgerðarmenn og fiskvinnslumenn í því skyni. Til að fóðra dýrin á búum sínum þarf Daninn allt að 1500 lestir af fóðri á ári og er uppistaðan fiskúrgangur. Fram til þessa hefur Daninn keypt megnið af fiskúrganginum frá Færeyjum, en hefur nú hug á að kaupa frá íslandi, samkvæmt því sem Morg- unblaðinu hefur verið tjáð. talinn úrslitafundur varðandi „lokatóninn“ í stjórnarmyndunar- viðræðum flokkanna þriggja. Efnahagsmálanefnd flokkanna, sem starfaði alla helgina, vann áfram í gær og sagði Steingrímur Hermannsson ritari Framsóknar- flokksins að nú væri búið að breyta uppsetningu efnahagsdæmisins nokkuð, meðal annars taka út áhrif niðurfellingar á þremur söluskatts- stigum 1. desember, en þessi áhrif hefðu numið 9,7 milljörðum króna á næsta ári. Einrng sagði Steingrímur að kostnaðar- og tekjuhliðar efna- hagsdæmis næsta árs hefðu verið endurskoðaðar þannig að segja mætti að „endar hefðu færzt mjög saman“.-Sú undirnefnd sem starfaði um helgina að öðrum málum en efnahagsmálunum skilaði af sér síðdegis í gær og sagði Einar Agústsson formaður nefndarinnar er Mbl. spurði hann um árangurinn: „Þetta er samkomulag að verulegu leyti, en þó er einstaka orðalag, sem skiptar skoðanir eru um og mismun- andi áherzla á einstaka málum. Þó held ég að hjá okkur sé ekkert það, sem stjórnarmyndun ætti að stranda á“. Ólafur Jóhannesson formaður Framsóknarflokksins kvaðst í gær ekkert geta sagt um málið. „En við verðum nokkuð á fundum á morgun". Miðstjórnarfundur Alþýðubanda- lagsins, sem stóð frá kl. 18 á sunnudag til kl. 2 um nóttina, samþykkti tillögu Lúðvíks Jóseps- sonar um að fela þingflokknum að ganga frá stjórnarmyndunarsátt- mála á þeim grundvelli, sem fram væri kominn, og flokksráðsfundur, sem hefði síðasta orðið varðandi stjórnaraðild, er boðaður klukkan 17 á miðvikudag. Þeir Lúðvík Jósepsson formaður Alþýðubandalagsins og Ragnar Arn- alds formaður þingflokksins sögðu í gær að af hálfu Alþýðubandalagsins væri „ekkert stórmál" í veginum fyrir stjórnarmyndun lengur, og Ragnar sagði spurninguna vera þá hvort „einhver alvarleg ásteytingar- efni“ væru enn hjá Alþýðuflokknum. Of seint að breyta launaút- reikningum ÞÆR HUGMYNDIR hafa komið fram í vinstri stjórnarviðra'ðun- um að grunnkaups- og vísitölu- hækkanir á kaupi komi ekki til framkvæmda samkvæmt gerðum samningum. Hafa ákveðnir aðil- ar í þessum viðræðum sagt að launþegasamtök væru því fylgj- andi, en hins vegar hafa tals- menn hinna ýmsu verkalýðsfé- laga sagt að þeir Vissu ekki hvað væri í raun að gerast í þessum efnum. Morgunblaðið hafði samband við nokkra aðila í gær til þess að kanna hvenær hægt væri að gera breytingar á launaútreikningum um þessi mánaðamót. Hjá’ ríkisféhirði voru okkur gefnar þær upplýsingar að laun hefðu verið reiknuð út í gær samkvæmt gildandi samningum og hjá Flugleiðum var okkur sagt að héðan af væri of seint að gera nokkrar breytingar á launaút- reikningum fyrir þessi mánaða- mót. Þá fengum við þær upplýs- ingar hjá IBM, sem sér um útreikninga á launum fyrir um 20 aðila, að síðustu launaútreikning- ar hjá fyrirtækinu færu fram í dag. Tillaga sjávarútvegsráðherra: Verðjöfinmarsjóðiir tryggi nýtt viðmiðunarverð í september MATTHÍAS Bjarnason sjávarút- vegsráðherra lagði í gærmorgun. fram tillögu á fundi ríkisstjórnar- innar þess efnis, að freðfiskdeild Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðarins verði gert kleift að ábyrgjast nýtt viðmiðunarverð, sem gildi fyrir septembermánuð. Samkvæmt upp- lýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, munu aðrir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa verið sam- mála tillögu sjávarútvegsráðherra, en ráðherrar Framsóknarflokksins munu hafa tekið sér frest til þess að hafa samráð við þá flokka, sem þeir eiga nú í viðræðum við. Morgunblaðinu tókst ekki í gær kvöldi að ná sambandi við Matthías Bjarnsson vegna þessa máls. Tillaga sjávarútvegsráðherra mun efnislega hafa verið sem að ofan greinir og auk þess gert ráð fyrir, að stjórn Verðjöfnunarsjóðs yrði falið að gera tillögu um slíkt viðmiðunar- verð. Þessi tillögugerð sjávarútvegs- ráðherra mun byggja á þeirrj forsendu, að ekki komi til greiðslu úr ríkissjóði vegna þessarar ábyrgðar, enda liggi fyrir skoðun allra stjórn- málaflokka þess efnis, að ekki verði komizt hjá því, að lækka skráð gengi krónunnar og mundi því með ráð- stöfun gengismunarsjóðs unnt að standa undir greiðslum, sem ákvörð- un um þetta mundi hafa í för með sér. Viðmiðunarverðið var hækkað í 11% eftir fiskverðshækkun 1. júní. Þá var talið, að það mundi duga til júlíloka, en í ljós kom, að freðfisk- deildin mundi ekki standa undir þeirri ábyrgð nema hluta júlímán- aðar. Þegar ljóst varð, að stjórnar- myndun drægist tók ríkisstjórnin ákvörðun um að ábyrgjast þetta viðmiðunarverð til ágústloka og var það gert í samráði við forystumenn Alþýðuflokks og Alþýðubandalags. Það hefur komið fram hjá samtökum frystiiðnaðarins, að þau tel.’a, að viðmiðunarverð þurfi að ha ! a í 16% í ágúst og 20% í septem «r og er þá gert ráð fyrir að laun hækki skv. gildandi lögum auk annarra hækkana á rekstrarkostnaði fi ikiðn- aðarins. Hinn 1. sept. n.k. iggur fyrir að þessi 11% hækkun v ðmið- unarverðs frá 1. júní fellur niður og er því knýjandi nauðsyn á að nýtt viðmiðunarverð verði ákveðið til að koma í veg fyrir stöðvun frystihús- apna og atvinnuleysi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.