Morgunblaðið - 29.08.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.08.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 1978 SKYNDIMYNDIR Vandaöar litmyndir í öll skírteini. barna&fjölsk/ldu- Ijósmyndir AUSÍURSTR€TI 6 9MI12644 Frá Flensborgarskóla Flensborgarskóli veröur settur mánudaginn 4. september kl. 10 árdegis. Töfluafhending til nemenda í áfangakerfi fer fram þegar aö lokinni skólasetningu. Nemendur athugi aö viö töfluafhendingu þurfa þeir aö greiöa pappírs- og nemendafélagsgjöld til skólans, alls kr. 7.000.-. Nemendur í 9. bekk komi í skólann þriöjudaginn 5. september kl. 14. Kennarafundur verður í skólanum föstudaginn 1. september kl. 10 árdegis. Skólameistari Hafnarfjörður Til sölu Raöhús 140 ferm í Norðurbæ. Tilbúið undir tréverk. Bílskúr. Skipti á góðri ibúö kemur til greina 3ja herb. íbúö viö Álfaskeiö. Laus nú þegar. GUÐJOH STEIHGRÍMSSON hPl. Linnetstig 3, simi 53033. Sölumaður Ólafur Jóhannesson. heimasimi 50229. 43466 - 43805 OPtÐ VIRKA DAGA TIL KL. 19 OQ LAUGARDAGA KL. 10—16. Úrval eigna á söluskrá. Fasteignasaian EI6NABORG sf. 4ra herb. við Espigerði Glæsileg 4ra herb. endaíbúð á efstu hæö í 3ja hæöa fjölbýlishúsi ca. 110 ferm. Stofa, boröstofa f og 3 svefnherb. Mjög vandaöar innréttingar. Suöursvalir fyrir allri íbúöinni. Eign í sérflokki. Högun, fasteignamiölun, Templarasundi 3, sími 15522 og 12920. Til sölu í Vesturbænum — 3ja herb. meö bílskúr á 1. hæö í nýju fjórbýlishúsi. Mjög skemmtileg og þægileg íbúö. Sér geymsla á jaröhæö og sameiginlegt þvottahús meö góöum vélum. Öll sameign er fullfrágengin. íbúðin veröur laus um áramót. Uppl. í síma 21473 milli kl. 1 og 3 e.h. í dag og næstu daga. í* 5*5» 5*5*5*5*5*5«5*5*5<5<Í*5*5+S*5*5*5*}*54í*5*5tt*5*5íí*5í S*5>5*5*j*i 26933 Vorum að fá í sölu 4ra herbergja íbúö á 2. hæö (efstu) í blokk viö Espigerði. íbúöin er endaíbúö um 110 fm og skiptist í stofu, hol, 3 svefnherbergi, baö, eldhús og þvottahús og búr innaf eldhúsi. Endaíbúö. Sérlega glæsileg og vönduö eign. Nánari upplýsingar gefnar á skrifstofu okkar. EignE mark aðurinn Austurstrætí 6 s. 26933 | Knútur Bruun hrl. > Eyjólfur Sigurðsson form. framkvstj. Alþýðuflokksins: Slysi afstýrt Stjórnarforystu kommúnista hafnað Þaö eru liðnar um 4 vikur frá því að ég skrifaði tvær greinar um stjórnarmyndunarviðræður þær er þá stóðu yfir, fyrri umferð um „vinstristjórn". Greinar þessar ollu nokkru uppþotl í Alþýðubandalaginu og hjá nokkrum, „göngu-krötum“. Ástæðan var sú, að ég varaöi eindregið við því, að alþýöuflokksmenn þeir, er tækju þátt í viöræðunum, létu blekkjast í afstööunni til kommúnista. Ég taldi þá eins og nú hefur komiö á daginn aö kommúnistar gengju ekki til þeirra viöræöna á heiðarlegan hátt. Þeir gætu ekki kyngt því að Alþýöuflokkurinn skyldi ná þeirri stööu í síöustu kosningum að verða jafn stór og þeir. Þeim haföi nefnilega mistekist sú áætlu'n frá flokksþingi þeirra 1974 aö ganga af Alþýðu- flokknum dauöum. Ég fullyrti þá, aö þeir myndu hafa það fyrst og fremst í huga að eyöileggja allar stjórnarmyndunartil- raunir Benedikts Gröndals. Þeir höföu þá þegar neitaö viðræðum um „nýsköpunarstjórn“ og þegar Bene- dikt fékk umboð flokksstjórnar Alþýöuflokksins til aö gera tilraun tll myndunar meirihlutastjórnar — Al- þýöuflokks — Alþýöubandalags — Framsóknarflokks, lét Lúðvík hafa það eftir sér í fjölmiölum, að það væri hreinn skrípaleikur aö láta Benedikt hafa forustu þar um. Þegar þessi afstaða kommanna var Ijós taldi ég rétt aö skrifa áöurnefndar greinar. Mér fannst liggja Ijóst fyrir meö þessarl afstööu til stjórnarmyndunartilrauna Bene- dikts, aó ekki væri nokkur leiö til þess aö þær tækjust, þar sem fyrirfram væri Ijóst, að kommarnir myndu aöeins bíöa færis á aö slíta viðræöunum, þeir myndu aldrei sætta sig við ríkisstjórn undir forustu Alþýðuflokksins, svo illa leið þeim undir kosningasigri hans. Fyrri tilraun til myndunar „vinstristjórnar“ Strax og þessar viöræöur hófust komust menn að raun um, aö heiiindi kommanna voru engin. Benedikt Gröndal formaður Alþýðuflokksins var ákveöinn í því að fylgja eftir þeirri stefnumörkun Alþýðuflokksins aö ríkisstjórn með aðild Alþýðuflokksins yrði ekki mynduð, nema í samvinnu við verkalýðshreyfinguna, og þess vegna óskaöi hann eftir viðræöum viö fulltrúa frá ASÍ. Snorri Jónsson forseti ASÍ hafnaði þessum viöræð- um eftir nokkra íhugun, þar sem hann taldi hana ekki tímabæra. Nú vita allir, sem fylgdust náið með þessa daga, aö Snorri ræddi ekki viö alla miðstjórnarmenn ASÍ áður en hann svaraöi Benedikt, aðeins þá, sem voru hans flokksmenn innan ASÍ og auövitaö viö Lúövík Jósepsson, þó svo aö enginn sjái hvaö honum kemur það við, við hvern stjórn ASÍ ræðir um mál verkalýöshreyfingar- innar. Og eftir þessar viðræður Snorra viö sína flokksmenn hafnaði hann viðræðum í nafni ASÍ. Þessi þáttur forseta ASÍ í undir- búningi viðræðna um „vinstristjórn", er dæmigerður um vinnubrögð kommúnista, og staðfesti enn betur, aö þeir ætluöu sér aldrei í stjórn undir forustu Aiþýðuflokksins. Þegar svo kommarnir töldu sig hafa möguleika til slita, þá var tækifæriö notaö. Og hver var nú ástæöan, jú, „kratarnir ætluöu aö nota gömlu íhaldsúrræðin að fella gengið um 15%“ og þar með rýra kjör hinna lægstlaunuöu. Auk þess Eyjólfur Sigurðsson vildu kratarnir ekki láta launahækkun þá, sem stöövuð var meö lögum, ganga í gegnum allt launakerfiö, heldur hafa sín takmörk. Þetta töldu kommarnir vera svo ’mikla svíviröu, aö ekki yrði gengiö til stjórnarsam- vinnu með þetta að markmiði. Og þeir hlupu. Þá fyrst virtust okkar „göngu-krat- ar“ átta sig á því, að þeir höfðu verið blekktir allan tímann. Það skal tekiö fram, að sumir þeirra, sem treystu kommunum allan tímann, eru ungir menn, sem vilja starfa heiðarlega og ætlast til þess aö aðrir geri þaö, en því miður er það svo, að þegar um samninga er að ræða við kommún- ista, þá verður aö gera sér þaö Ijóst að við svikum af þeirra hálfu má búast við hvert fótmál. Nú sáu menn í gegn- um grímu kommúnista Þegar kommarnir voru búnir að slíta, þá stóð upp úr hverjum manni að þeir höfðu aldrei ætlað í stjórn TONY KERPEL er formaður samtaka lýðræðissinnaðrar æsku í flestum lýðræðisríkjum Evrópu, DEMYC, sem stendur fyrir Democratic Youth Community. Kerpel hefur dvalizt hér í Reykjavík undanfarna daga, ásamt framkvæmdastjóra samtak- anna, sem er Jón Ormar Halldórsson, en samtökin hafa bækistöðvar í Lundúnum. Samband ungra sjálfstæðismanna á aðild að DEMYG, en þeir Tony Kerpel og Jón Ormar eru nú á ferð og flugi um álfuna þeirra erinda að ræða við forvígismenn allra aðildarsamtaka DEMYC. Tony Kerpei hefur mikið látið að sér kveða innan samtaka ungra íhaldsmanna í Bretlandi og var náinn samstarfsmaður Edward Heaths í forsætisráðherratíð hans. Morgunblaðið hitti hann að máli fyrir helgina og innti hann eftir ástandinu innan brezka íhaldsflokksins, einkum með tilliti til fyrirsjáanlegra þingkosninga. Enn er óákveðið hvenær efnt verður til kosninga, en ýmist er rætt um október næstkomandi ellegar þá næsta vor í því sambandi. Spurningunni um stöðu Margaret Thatchers leiðtoga brezkra íhaldsmanna innan flokksins svaraði Tony Kerpel á þessa lundi — Innan flokksins stendur hún mjög sterklega að vígi, og meðal forystumanna hans má segja að hún sé óumdeild. Staða hennar meðal almennings er hins vegar ekki jafnsterk, en í þessu sambandi er nauðsynlegt að hafa í huga að samstaða um leiðtoga og tryggð við þá er einn mesti styrkur brezka íhalds- flokksins. Þegar leiðtogi og flokksformaður hefur verið kjörinn sameinast flokksmenn um hann, en um leið og hann bregzt, til dæmis þegar flokkur- inn tapar kosningum, þar sem rekja má illa útreið til forystu- glapa, þá er hann líka látinn fjúka og það strax. — En nú eru margir sem hafa ýmislegt við Thatcher að athuga, eins og til dæmis að hún standi sig ekki nægilega vel í umræðum á þingi og að hún sé einsýn um of og Tony Kerpel ósveigjanleg í afstöðu sinni til mála? — í deilum í Neðri máls- stofunni hagar Thatcher sér nokkuð á aðra lund en þar er algengast, og hún geldur þess áreiðanlega að í Neðri málsstof- unni gilda lögmál karlmanna- samfélagsins. Þetta andrúms- loft á sér auðvitað langa sögu og baráttuaðferðirnar verða oft býsna harkalegar. Thatcher er málefnalegri en hinn dæmigerði þingskörungur og hún grípur sjaldan til þess bragðs að ráðast á persónu andstæðingsins, en slíkar aðgerðir má segja að séu viðteknar á þessum vettvangi. Brezkir þingfréttaritarar sinna störfum sínum á svipaðan hátt og leikhúsgagnrýnendur og þeir nota sömu mælistiku á alla þingmenn í umræðum. Þótt leikdómurinn sé ekki ævinlega Thatcher í vil þýðir það ekki að hún sé ekki dugmikil mála- fylgjumanneskja og þarfur þingmaður. Varðancdi ósveigjanlega af- stöðu Thatchers er þess að gæta, að síðan hún tók við forystu íhaldsflokksins hefur hún alltaf verið í stjórnarandstöðu, alltaf í sókn. Það hefur aldrei reynt á raunverulega stjórnarhæfileika hennar, en ég er ekki í vafa um að í forsætisráðherraembætti mundi hún sveigjast til miðju og verða ekki síðri málamiðlari en aðrir forsætisráðherrar. Það er ekki hægt að vera forsætisráð- herra án þess að fara í flestum tilvikum málamiðlunarleiðina. — Nú hefur Verkamanna- flokkurinn verið við stjórn í Bretlandi í fjögur ár samfleytt,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.