Morgunblaðið - 29.08.1978, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 29.08.1978, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 1978 Matthías Á. Mathiesen, fjármálaráðherra: Samdráttur ríkísútg bætt skipulag - aukið Morgunbtaöiö hafði fyrir skömmu viðtal við Matthías Á. Mathiesen fjármálaráðherra og bað hann aö gera grein fyrir stöðu ríkisfjármálanna nú viö lok kjörtímabilsins og jafnframt aö gera grein fyrir helstu viöfangsefnum sem unnið hefur veriö aö á hans vegum í fjármálaráðuneytinu. — Hver var staða ríkissjóðs þegar þú tókst við starfi fjármálaráðherra á árinu 1974 og hver hefur þróunin verið síðan? — Á miðju ári 1974 var ljóst að staða ríkissjóðs var mjög erfið. Verðbólguþróunin svo og ráðstafanir í efnahagsmálum sem vinstri stjórnin samþykkti juku mjög útgjöld ríkissjóðs, éinkum vegna aukinna niðurgreiðslna um 2.2 milljarða, svo og samþykkt laga um heilbrigðisþjónustu á vorþinginu. Ekki voru þá gerðar ráðstafanir til að auka tekjur ríkissjóðs til að mæta þessum útgjöldum og varð þetta m.a. til þess að umtalsverður greiðsluhalli varð á ríkissjóði á því ári eða um 3,4 milljarðar. Verðbólguþróun og versnandi viðskiptakjör á árinu 1974 og 1975 gerðu það að verkum að erfitt var að snúa þróuninni við. Ennfremur höfðu menn ekki gert sér grein fyrir hvað þessar ákvarðanir raunverulega kostuðu og ýmsar vanáætlanir komu fram á árinu 1975 við framkvæmd fjárlaga. Allt þetta leiddi til þess að árið 1975 varð útkoma ríkissjóðs vægast sagt mjög slæm, en greiðsluhallinn á því ári nam 5,5 milljörðum króna. Það var því ekki fyrr en á árinu 1976 og 1977 sem tókst að vinna bug á þessum mikla halla hjá ríkissjóði. Af heildarskuldum ríkissjóðs við Seðlabanka um síðustu áramót sem nam tæpum 15 milljörðum króna með gengismuni, má rekja 75—80% til áranna 1974 og 1975. Á árinu 1976 og 1977 tókst ekki að greiða þessar skuldir niður eins og stefnt var að, hinsvegar er samkvæmt endurskoðaðri áætlun um ríkisfjármál nú í júlímánuði, gert ráð fyrir að hægt verði að greiða rúma 3 milljarða til Seðlabankans á þessu ári. Greiðsluhalli ríkissjóðs sem hlutfall af þjóðarframleiðslu á þessu árabili nam: 1974 2,5%, 1975 2,9%, 1976 0,2%, 1977 0,5%. Yfirdráttarheimild ekki nýtt aö fullu — Telur þú að sá aðgangur sem rikissjóður hefur haft til að mynda yfirdrátt hjá Seðlabankanum, eigi einhvern þátt í þessari miklu skuldasöfnun ríkissjóðs undanfarin ár? — Samkvæmt lögum er Seðlabankinn viðskiptabanki ríkissjóðs og ber honum að sjá ríkissjóði fyrir rekstrarfé innan ársins. Megin hluti tekna ríkissjóðs innheimtist á seinni hluta ársins og því er eðlilegt að nokkur yfirdráttarskuld myndist fyrri hluta árs, sem jafnast við árslok. Á árabilinu 1971—1978 hafa fjárlög hækkað úr 11 milljörðum króna í 140 milljarða króna sem er tæplega 13 földun, en þessi hækkun leiðir til þess að ríkissjóður þarfnast aukinnar fjármagns fyrir greiðslu innan ársins. Hins vegar tel ég að ríkissjóður eigi ekki að hafa ótakmarkaðan aðgang að rekstrarfé, því slíkt getur leitt til þess að menn taki ekki afstöðu til þess hvar eigi að afla fjár til umframútgjalda. Eg tel því að um þetta þurfi að gilda ákveðnar reglur hvað viðvíkur fjármagnsfyrirgreiðslu bankans og að Seðlabankinn sitji ekki uppi með skuldahala vegna viðskipta við ríkissjóð. Á síðasta ári beitti ég mér fyrir því að gerður var samningur milli ríkissjóðs annarsvegar og Seðlabanka hins vegar um árstíðabundna fyrirgreiðslu og vaxtakjör, svo og afgreiðslu skulda er myndast hefðu í árslok. Samningur þessi tryggir tvímælalaust þá skipan sem nauðsynleg er að sé í viðskiptum þessara tveggja aðila, og ríkissjóði er mörkuð ákveðin takmörkun á yfirdrætti iiinan ársins. — Hefur ríkissjóður staðið við þennan samning, að því er yfirdrátt á reikningi ríkissjóðs hjá Seðlahanka varðar frá því, að samningurinn var gerður? — Ríkissjóður hefur staðið við þennan samning það sem af er þessa árs. í annarri grein samningsins er ákvæði um að ríkissjóður hafi heimild til yfirdráttar umfram þá greiðsluáætlun sem gerð er í upphafi árs og byggð er á fjárlögum. Ríkissjóður hefur ekki þurft að nýta þessa heimild að fullu. Hamlað gegn umfram útgjöldum — Aukin útgjöld ríkissjóðs hafa sætt gagnrýni. Telur þú að gerð greiðsluáætlana sem þú beittir þér fyrir að gerðar voru, hafi komið að gagni? — Það er enginn vafi á því, að þau vinnubrögð sem voru tekin upp í gjaldadeild ráðuneytisins í upphafi árs 1976, hafi komið að miklu gagni til þess að hamla gegn umfram útgjöldum ríkissjóðs og ríkisstofnana. Mér er það reyndar óskiljanlegt að slík vinnubrögð skyldu ekki tekin upp fyrr. Vikulegar greiðslur til stofnana, ásamt samanburði við greiðsluáætlanir gerir allt eftirlit með heimiluðum greiðslum til muna virkara sem án efa hefur leitt til árangurs, sem m.a. kemur fram í fjármálum ríkissjóðs á árunum 1976 og 1977 og á vonandi eftir að leiða til enn betri árangurs á þessu ári. Slíkar áætlanir leiða til þess að hinir einstöku forstöðumenn ríkisstofn- ana verða ábyrgari í öllum ákvörðunum um fjármál, en það er m.a. grundvallarskilyrði fyrir því að halda útgjöldum ríkissjóðs innan ramma fjárlaga. — Hvað með fjölgun opinberra starfsmanna og þá löggjöf sem sett var að þínu frumkvæði haustið 1974? — Á haustþingi 1974 beitti ég mér fyrir setningu löggjafar um ráðningu opinberra starfsmanna. Fram að þeim tíma höfðu ekki verið nægjanlega skýrar reglur í þeim efnum^og gátu menn skapað kröfuréttindi á hendur ríkissjóði án þess að nokkur skriflegur samningur hefði verið gerður. Samkvæmt þessari löggjöf verður enginn ríkisstarfsmaður nema til komi skipun, setning eða samningur með uppsagnarákvæðum. Fjöldi stöðugilda hjá ríkinu voru um síðustu áramót 12.632 þar af æviráðnir 5.289 eða um 42%, ráðningar með a.m.k. 3ja mánaða uppsagnarfresti 2.790 eða 22% og lausráðnir sem svarar til 4.533 stöðugilda eða um 36%. Frá árinu 1975 hefur fjölgun ríkisstarfsmanna numið 915 stöðum. Árið 1975, 356, 1976 90, 1977 334 og 1978 135 stöðugildum. Starfsmannafjölgunin hjá ríkinu á þessu árabili, er hlutfallslega sú sama og heildaraukning mannaflans í landinu. Samanburð við fyrri tíma er ekki hægt að gera, þar sem upplýsingum um starfsmannahald ríkisins frá fyrri tíma er mjög ábótavant, en með gerð starfsmanna- skrárinnar frá 1975 er verulega bætt úr þessu. Gagnlegt yfirlit um lánastarfsemi — Nú hefur í þinni ráðherratíð verið gerð heildarlánsfjáráætlun sem tekur til allrar lánastarf- semi í landinu og ennfremur hafin gerð langti'mafjár- laga. Hvert telur þú notagildi slíkrar áætlunar? — Lánsfjáráætlun fyrir árið 1978 er þriðja árlega heildaráætlunin um lánastarfsemina í landinu sem gerð er. I áætlunum þessum hafa verið settar fram hugmyndir og markmið um þróun í lánamálum í samræmi við efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Þótt lánsfjáráætlanir fyrir árin 1976 og 1977 hafi ekki gengið fram eins og ætlað var, hafa þær verið mjög gagnlegt yfirlit yfir starfsemi lánastofnana og auðvelda mjög stjórn lánamála og peningamála í landinu. Nokkuð hefur skort á, að lánskjör og ýmis önnur atriði hafi verið með samræmdum hætti og jafnframt hafa möguleikar yfirvalda í peningamálum til að fylgja áætlunum eftir verið fremur takmarkaðir. Á þessu ári hefur hins vegar verið stigið stórt skref í samræmingu lánskjara og tekin upp sveigjanlegri vaxtastefna en fyrr. Er ekki að efa, að gerð þessara áætlana er nauðsynlegt tæki til að efla stjórn peninga- og lánamála í landinu, svo sem óhjákvæmilegt er til þess að unnt sé að koma fram brýnustu markmiðum efnahagsstefnunnar. Með gerð langtímafjárlaga er troðin ný braut í opinberri fjármálastjórn hér á landi en forveri minn Magnús Jónsson hafði vakið athygli á gerð slíkra áætlana. Langtímaáætlanir fyrir ríkissjóð þjóna í fyrsta lagi því markmiði að lýsa væntanlegri þróun ríkisútgjalda án þess að vera bindandi fyrirætlun ríkisins og um framgang mála. í öðru lagi er áætlunum þessum ætlað að auðvelda árlega fjárlagagerð og vera umgjörð hennar. Gerð langtímafjárlaga fyrir sem flesta málaflokka ríkisútgjaldanna er veigamikill liður í auknu eftirliti, aðhaldi og ábyrgri stefnu um framtíðarþróun ríkisfjármála í heild. Hlutdeild ríkisins lækkar um 3,5% — Hvað um það stefnumið sjálfstæðismanna að minnka ríkisumsvifin? — Rétt er að Sjálfstæðisflokkurinn er eini íslenski stjórnmálaflokkurinn sem hefur á stefnuskrá sinni að minnka ríkisumsvif og því eðlilegt að sú krafa sé gerð til forystumanna flokksins þegar hann er í stjórnarand- stöðu, að unnið sé að þessum málum. Ef litið er á þróun ríkisútgjalda sem hlutfall af þjóðarframleiðslu, var það árið 1975 31,4% en á síðasta ári um 27,9%; þannig hefur hlutdeild ríkisins lækkað um 3,5% en það svarar til fjárhæðar er nemur 13 milljörðum króna á verðlagi þessa árs. Á árinu 1976 skipaði ég nefnd undir forustu Árna Vilhjálmssonar, prófessors, sem gera skyldi tillögur um minnkun ríkisumsvifa. Nefndin hefur nú þegar skilað tveimur áfangaskýrslum um þrjú fyrirtæki og eru meginniðurstöður nefndarinnar að ríkið skuli að mestu eða öllu leyti hætta afskiptum af rekstri viðkomandi stofnana, og er með því lagður grundvöllur að ákvarðanatöku um beina niðurlagningu ríkisfyrirtækja. Þá tel ég mikilvægt í þessum málum starf fjárlaga- og hagsýslustofnunar, og tel mikilvægt að efla starf hagsýsludeildarinnar. Hlutverk ríkisendurskoðunar er jafnframt afar þýðingarmikið. Ljóst er, að sjálfstæðis- menn ráða ekki einir ferðinni, þannig að hér þarf að koma til vilji annarra pólitískra afla svo að mál sem þessi komist í höfn og verði að veruleika. Ég vil leggja áherslu á þann árangur sem náðst hefur í þessum málum á síðustu tveimur árum. — Er ekki ástæðan fyrir minnkandi hlutfalli ríkisútgjalda af þjóðarframleiðslu fremur sú, að þjóðarframleiðslan hafi vaxið svo mjög undanfarin ár en að sterk fjármálastjórn hafi dregið úr þessu hlutfalli? — Ein af ástæðunum fyrir hækkun ríkisútgjalda sem hlutfall af þjóðarframleiðslu árið 1975 var samdráttur þjóðarframleiðslu og -tekna á því ári án þess áð unnt væri að draga úr ríkisútgjöldum að sama skapi. Það mátti því búast við því, að hlutfallið a.m.k. stæði í stað og jafnvel lækkaði eitthvað, þegar þjóðarframleiðsla færi að aukast á ný. Þjóðarframleiðslarí jókst um rúmlega 7% árin 1976 og 1977 til samans og hefðu ríkisútgjöldin verið óbreytt að magni til frá 1975 átti hlutfallið aðeins að lækka úr 31,4% 1975 í 29,5% 1977. Hlutfallið lækkaði hins vegar í 27,9% árið 1977. Það að halda ríkisútgjöldum óbreyttum að magni til, þegar þjóðarframleiðslan vex, krefst mikillar aðhaldssemi í ríkisfjármálum, þar sem vaxandi þjóðartekjum fylgja einnig kröfur til hins opinbera um aukna þjónustu. Það þurfti því tvímæla- laust mikla aðhaldssemi í stjórn á fjármálum ríkisins til þess að lækka hlutfall ríkisútgjalda af þjóðarframleiðslu á hagvaxtarárunum 1976 og 1977. í ljósi þess sem ég .sagði áðan að hlutfallið Jækkaði í reynd enn meira en óbeint mætti skýra með auknum hagvexti, þá held ég að hlutur fjármálastjórnarinnar hafi verið veigamikill við það að draga úr umsvifum ríkisiris á þann mælikvarða, sem þú nefndir. Afskipti ríkisins af atvinnurekstri — Hvers vegna hafa ráðherrar Sjálfstæðisflokksins ekki beitt sér fyrir því, að ríkið hætti afskiptum af rekstri þeirra stofnana, sem vísað er til og má skilja orð ráðherrans á þann veg, að Framsóknarflokkur hafi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.