Morgunblaðið - 17.10.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.10.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1978. 3 RÉTT eftir hádeni á sunnudag komu sovézku herflugvélarnar 5 af Antonov-gerð, AN-26, til ReykjavíkurfluKvallar, en hinjr að komu vélarnar frá Prestvík og fara væntanlega árdegis í dag til Gander. Verið er að selflytja vélarnar til Kúbu, en Sovétstjórnin mun hafa selt Kúbumönnum þessar herflutn- ingavélar, sem eru skrúfuþotur og svipar til Fokker Friendship. FÍugvélarnar cru merktar Aero- flotflugfélaginu sovézka. Með hverri flugvél er 5 manna áhöfn. Eins og skýrt hefur verið frá í Morgunblaðinu, var sótt um lendingarleyfi fyrir vélarnar fyrst í Reykjavík með eðlilegum Antonov, AN-26 er háþekja og ekki ósvipuð Fokker Friendship. fyrirvara, en síðan breyttu Rúss- arnir til og óskuðu eftir lending- arleyfi á Keflavíkurflugvelli. Þeirri beiðni var hafnað af íslenzkum yfirvöldum, enda talið heppilegra fyrir Rússana sjálfa að koma áhöfnunum á hótel frá Reykjavíkurflugvelli. Flugvélarn- ar hafa fremur lítið flugþol og er talið nauðsynlegt að hvíla áhöfn- ina hér í tvo sólarhringa. Sovétstjórnin hefur selt tals- vert af þessum flugvélum til Kúbu og Suður-Ameríku, m.a. til Perú. Hafa áður komið vélar af þessari tegund hingað og hefur þeim þá verið flogið af Perú- mönnum. Sovézkar áhafnir eru á vélunum nú. Bíll frá sendiráði Sovétríkj- anna kom til að taka á móti vélunum á sunnudag — og voru Rússarnir önnum kafnir við að ganga frá flugvélunum á meðan þær stóðu á ílugvell- inum og biðu þess að lagt yrði í næsta áfanga. flugið til Gand- er. Flugvélarnar eru tollafgreidd- ar sem herflutningavélar, í þeim er ekki leitað og þær eru ekki innsiglaðar á meðan þær hafa hér viðdvöl. Hins vegar hafði íslenzka lögreglan auga með flugvélunum á meðan þær stóðu norðanvert við skrifstofubygg- ingu Flugleiða á Reykjavíkur- flugvelli í gær og fyrradag. Japanskur verölaunabíll — Japanskur verölaunabíll — Japanskur verölaunabíll — Japanskur Fyrsta sending uppseld. Næsta sending í októberlok SÝNINGARBÍLL Á STAÐNUM. Kynniö ykkur japanska verölaunabflínn frá Daihatsuverksmiöjunum, Daihatsu Charade 1000, sem kjörinn var bíll ársins er hann kom á markaðinn í Japan seint á síðasta ári. Daihatsu Charade er rökrétturl valkostur fyrir þá, sem vilja eignast góðan, traustan og aflmikinn bíl, sem eyðir innan við 6. lítra á 100 km. Frábæran bíl til aksturs í borgum og bfl,| sem fjölskyldan getur feröast í. Daihatsu Charade 1000 er fimm manna, fimm dyra, framhjóladrifínn fjölskyldubíll knúinn þriggja strokka fjórgengisvél. Daihatsu Charade er nýjasta dæmið um hugvitssemi japanskra bifreiöasmiða í heimi orkukreppu og hækkandi eldsneyt- isverös. Einfaldur, sterkur, fallegur og vinnur verkin með sóma. DAIHATSUUMBOÐIÐ BRIMBORG H/F. Ármúia23. s.mi 81733. Charade nýr og rökréttur vatkostur Daihatsu Síðustu fréttir ... Sl. sunnudag sigraöi Daihatsu Charade f Sparaksturskeppni Bifreiöa íþróttaklúbbs Reykjavíkur, en hann ók 99.4 km. á 5 lítrum af bensíni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.