Morgunblaðið - 17.10.1978, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 17.10.1978, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1978. 21 ^ Einkunnagjöf tekin upp $ í körfuknattleiknum SÍSLANDSMÓTIÐ í körfuknatt- _ leik hófst nú um helgina er mótið með nýju sniði, eins og áður hefur komið fram. Morgun- hlaðið hefur ákveðið að frá og með þessu móti verði þeir körfuknattleiksmenn verðlaun- aðir. sem fram úr skara í mótinu. Verðlaunin verða með sama sniði og tíðkast hefur í knatt- spyrnu og handknattleik undan- farin ár. Fréttamenn Morgun- biaðsins munu gefa leikmönnum einkunnir og verður sá leikmaður Jóhannes meðKA hefur verið að Atlason þjálfi fyrstu deildarlið KA í knatt- spyrnunni næsta sumar. Jóhannes þjálfaði liðið í sumar og tókst honum að gera það sem margir ætluðu að yrði liðinu um megn, þ.e.a.s. hann hélt liðinu í fyrstu deild. naumlega þó. - GG. | AKVEÐIÐ Jóhannes ! i Cryuff kveður I ! EINHVER mesti knattspyrnu- maður allra tíma, Hollendingur- inn Jóhann Cruyff, mun á næstunni leika sinn síðasta opinbera knattspyrnuleik og mun hann þá klæðast peysu Ajax á nýjan leik, n með því félagi gerði hann garðinn fræg- an í byrjun 7. áratugarins. Síðan gerðist hann leikmaður með spænska liðinu Barcelona. Þessi síðasti leikur Cruyff, er ágóða- leikur milli Ajax og Bayern Miinchen. Cruyff er aðeins 31 árs gamall og er mikil eftirsjá í honum, margur hefur haldið áfram knattspyrnuiðkun mun lengur en hann án þess að fara aftur, Leikur risanna fer fram 7. nóvember næstkomandi. heiðraður sérstaklega, sem flest stig hefur hlotið í mótslok og hann mun jafnframt hljóta nafn- bótina „leikmaður íslandsmóts- ins“. Ennfremur fær fær sá leikmaður verðlaun, sem flest stig skorar í mótinu. Blaðinu var nokkur vandi á höndum þegar kom til álita að taka upp þessi verðlaun í körfu- knattleiknum. Körfuknattleikur nýtur sívaxandi hylli hér á landi og framfarir hafa orðið miklar í íþróttinni og af þeim sökum eru verðlaunin sjálfsögð. Hins vegar leika mjög margir erlendir körfu- knattleiksmenn með íslenzkum liðum og þótti blaðinu rétt eftir nokkra íhugun að gefa þeim ekki einkunnir, þar sem meginmark- mið verðlaunaveitingarinnar er að hvetja íslenzka íþróttamenn til dáða. I vetur munu fjórir menn aðallega skrifa um körfuknatt- leik hér í blaðið, Arni Guðmunds- son, Gísli Gíslason, Gunnar Ingimundarson og Sigurbjörn Gunnarsson. Ljósm. Kristinn. Ný varnaraðferð reynd $ Ný varnaraðferð var reynd í þegar þeir höfðu skorað fjiigur og hafði hún þá staðið í fimm fyrsta og líklega sfðasta sinn landsleik íslendinga og Færey- inga á laugardaginn. Hún var í því fólgin að einn íslenzku leikmannanna. Viggó Sigurðs- son. heið frammi á miðjum vellinum á meðan félagar hans viirðust. einum færri en Fa*rey- ingarnir. Atti síðan að senda boltann fram til Viggós um leið og Færeyingarnir misstu holt- ann og hann átti að skora auðvoldlega. En Færeyingarnir misstu hara ekki boltann og miirk gegn þremur miirkum íslcndinga var tilrauninni hætt mínútur. Nánar um leikinn á hls. 27. íslendingum gengur vel í v-þýzka handknattleiknum Slask á Melavöllinn! IBV M.ETIR pólska liðinu Slask Wroclaw á laugardag- inn og hefur komið fram. að liðið fær ekki til afnota gras- viillinn í Kópavogi. Leikið verður á gamla góða Melavell- inum og hefst leikurinn að iillum likindum klukkan 11.00. Síðari leikur liðanna fer síðan fram í Wroclaw fimmtudaginn 2. nóvemher. Þetta er í annað skiptið sem grípa verður til Melavallarins til heimaleikja- halds í 2. umferð Evrópu- keppnanna. Fyrir fáum árum máttu hinir frægu leikmenn Dynamó Kiev láta sig hafa það að leika á harðri mölinni. En aðstæðurn- ar virtust koma Skagamönnum til góða í það skiptið, því að Kænugarðsliðiö mátti hafa sig allt við til þess að vinna nauman sigur. Fróðlegt verður að sjá hvernig IBV vegnar gegn Slask, sem er öllu lakara lið en Kiev. Slask er aðeins í miðri deild í Póllandi eins og er. - OKKIJIÍ mjög vel að sigruðum í leikjunum. hefur gengið undanförnu og í öllum þremur sem við lékum siðustu viku. sagði Ólafur II. Jónsson. er Mbl. spjallaði við hann í gaæ. Við í Dankersen stefnum ákveðið þetta árið að sigri í 1. deildinni. við erum með sama kjarna og vcrið hefur undanfarin ár. og lið er gott um þessar mundir. Við Axel höfum átt ága'ta leiki og skorað frá 3 upp í 5 mörk í leik. Við sigruðum nýliðana í 1. deild. Leverkusen. um helg- ina. 18 — 1-1. í góðum leik. Það sem kom mest á óvart var. að Gummersbach tapaði fyrir Nettelstedt 11 —12. Nettel- stedt hafði yfir 5—2 í hálfleik. — Liði þeirra Gunnars Einarssonar og Þorbergs Aðal- steinssonar gengur ekki vel, þeir hafa aðeins hlotið þrjú stig í síðustu fimm leikjum, og ég held að þeir verði í fallbar- áttu í vetur eins og í fyrra. Þorbergur hefur lítið fengið að leika með liðinu, en Gunnari gengur nokkuð vel að vanda. — Björgvin Björgvinsson hefur átt góða leiki með liði sínu, Grambka, hann var inn á svo til allan síðasta leik er þeir sigruðu Gensungen 25—20, skoraði Björgvin 5 mörk í leiknum. Nú verður mikil landsleikjaumferð hér á næst- unni og gaman að sjá hvernig heimsmeistarar V-Þýzkalands spjara sig í henni, sagði Ólafur að lokum. Þr. Teitur fyrsti útlendingurinn sem vinnur sænska meistaratign | ! EINS og fram hefur komið, hefur Öster frá Vexjö tryggt sér sænska meistaratitilinn í knattspyrnu. Þegar 2 umferðir eru eftir hefur liðið 7 stiga forskot, yfirburðir liðsins hafa verið umtalsverðir. Það hcfur einnig komið margsinnis fram, að íslenski landsliðsmiðherjinn Teitur Þórðarson er leikmaður með Öster og er hann fyrsti íslendingurinn sem er sænskur meistari í knattspyrnu. Ekki nóg með það. heldur er hann einnig eini útiendingurinn sem unnið hefur sænskan meistaratitil í fótbolta. Þetta er í annað skiptið í sögu Öster, sem félagið vinnur titilinn. síðast 1968. Þá var afrck þeirra enn glæsilegra, þar sem liðið var þá nýkomið upp úr annarri deild. • Gunnar Einarsson. verð- launamaður Mbl. í handbolta. leikur nú með Aarhus KFUM í Danmiirku og þrátt fyrir ítrek- aðar tilraunir náðist ekki samhand við hann. Viðtal við Gunnar verður því að bíða betri tíma. Viðtiil við aðra verðlaunamenn Mbl. eru að finna í opnu blaðsins. Hver leikmaður, sem leikið hefur flesta eða alla leiki Öster í sumar og haust, verður ekki fátækari fyrir vikið. Félagið greiðir leikmönnum sínum fjár- upphæðir fyrir hvern unninn leik auk álitlegrar upphæðar fyrir að landa titlinum. Er talið að hver leikmaður í liði Öster hafi fengið sem svarar 40—50.000 sænskum krónum fyrir afrekið á keppnis- tímabilinu. Og ekki nóg með það, borgarráðið í Vexjö ásamt félag- inu sjálfu hefur boðið leikmönn- um liðsins í umfangsmikið ferða- lag, þar sem m.a. verður farið til Bandaríkjanna og Jamaica. Næsta keppnistímabil bíður síð- an Evrópukeppnin, en eins og suma rekur e.t.v. minni til, kom liðið mjög á óvart eitt árið þegar það tók þátt í UEFA-keppninni. Lék þá Öster fyrst á útivelli gegn Hibernian frá Skotlandi og virt- ist eiga litla möguleika eftir að hafa tapað 0—2 i Edinborg. Á heimavelli héldu liðinu hins vegar engin bönd og það burstaði Skotanna 4—1 og komst áfram. Teitur Þórðarson er fyrsti og eini erlendi leikmaðurinn sem tryggt hefur sér sænskan meist- aratitil í knattspyrnu. Mbl. spjallaði við Teit Þórðarson í gær og óskaði honum til hamingju með titilinn. — Eg er mjög ánægður með að hafa náð þessu takmarki, og það er mikil ánægja hjá íbúum Vexjö með sigur okkar í deildarkeppn- inni. Við leikmennirnir höfum fengið ríflegan bónus fyrir og er mikill munur á þessu hér og heima, hreint ótrúlegur. Við eigum tvo leiki eftir og tökum það rólega í þeim. Okkur hefur verið boðið í gott frí meö eiginkonum okkar til Jamaica og á leiðinni þangað munum við að öllum líkindum leika við New York Cosmos í New York. Mér hefur gengið vel hér og varð markahæstur leikmanna liðsins með 11 mörk það sem af er tímabilinu. Næsti maður er með sjö mörk, þar af fimm úr vítaspyrnum. Ég er í betri æfingu en nokkru sinni fyrr. Mér finnst ég leika 25% betri knattsp.vrnu en ég hef gert áður á mínum ferli. — Það sem mér er efst í huga frá leikjum sumarsins er leikur okkar á móti Malmö FF. Þeir voru tveimur stigum fyrir ofan okkur er við lékum saman, en okkur tókst að sigra þá með einu marki 1—0. Ég skoraði sigur- markið og það er mér eftirminni- legt. Þetta var heimaleikur og gífurleg stemmning hér á vellin- um hjá þeim 18.000 áhorfendum sem sóttu leikinn. — Ég hef keypt mér hús hér, og á ekki von á því að fara héðan í bráð. Það má vera gott tilboð sem ég fæ til þess að ég hugsi um breytingu. Þó er ég opinn fyrir ^ tilboðum sem koma frá góðum liðum. Ég mun koma heim í frí um miðjan desember og dveljast heima um jólin og hlakka til þess, sagði Teitur. þr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.