Morgunblaðið - 26.10.1978, Page 2

Morgunblaðið - 26.10.1978, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1978 Háhymingam- ir í hrakning- um í Winnipeg Kerin láku og rafkerfi Boeing-þotunnar sló út FLUTNINGUR á háhyrningunum sex vestur til San Diego í Bandaríkjunum gekk ekki alveg klakklaust fyrir sig. Boeing-þota Flugfélagsins, sem háhyrningana flutti, hafði nývcrið tekið sig á loft frá Winnipeg, þar sem hún millilenti. þegar rafmagn fór skyndilega af vélinni, svo að Bragi Nordahl flugstjóri ákvað að lenda þegar í stað aftur í Winnipeg. Við athugun þar kom í ljós að leki var í kerjum þeim sem háhyrningarnir voru í og hafði raki komizt í rafkerfi vélarinnar. Morgunblaðið náði í gær tali af Jóni G. Steindórssyni flugstjóra sem flaug vélinni fyrsta áfangann frá íslandi til Winnipeg, en hann fylgdist með viðgerðinni í Winni- peg. Jón sagði, að svo virtist sem öll kerin hefðu lekið meira og minna, því að bæði hefði verið töluvert mikið í sumum kerunum og þau ekki nægilega góð. „Það var skömmu eftir flugtak. Fiskur fcest án miUitiða -og fisksalar mótmæla í BíEJARRÁÐI Ilafnarfjarðar hcfur verið lagt fram bréf Fisk- salafélags Reykjavíkur og Ilafnarfjarðar. þar sem því er mótmælt að yfirviild skuli leyfa að sjómenn og jafnvel aðrir selji fisk þarna á götum úti. Kom fram í bhéfinu að fisksalar telja að þessi verzlun hafi dregið frá þeim viðskipti. Bæjarráð vísaði þessu erindi til umsagnar heilbrigðisráðs. Tölu- vert hefur veriö um það að Hafnfirðingar og íbúar úr nágrannabyggðunum geri sér ferð í suðurhöfnina í Hafnarfirði, þar sem smábátarnir eru og kaupi þar fisk við bátshlið. Þarna hefur þannig verið að myndast vísir að fiskmarkaði. Morgunblaðið spurði Árna Grétar Finnsson, bæjarráðs- mann í Hafnarfirði, hvort hann teldi að banna ætti þessa verzlun, en hann svaraði því til að honum þætti fiskverzlunin í suðurhöfn- inni lífga upp á bæjarbraginn, hann hefði gaman af þessu og saéi ekki ástæðu til að amast við því. að rafmagnið sló út,“ sagði Jón. „Það var þá orðið bjart, svo að það skapaðist aldrei nein hætta af þessu og Bragi lenti strax aftur í Winnipeg. Við byrjuðum þá strax að reyna að finna út úr þessu og þá kom lekinn í ljós.“ Jón kvað vera búið að þurrka öll tæki vélarinnar, þar sem slegið hafði saman, og búið væri að tæma öll kerin, og þar sem þeir treystu ekki kerunum lengur hefði verið afráðið að setja ís í stað vatnsins. Jón sagði, að fulltrúar sædýra- safnsins bandaríska vikju ekki frá skepnunum, sem ekki hefði orðið neitt meint af þessum hrakning- um. Jón sagði, að hann vonaðist til að flugvélin gæti lagt af stað á nýjan leik innan 2—4 tíma (klukk- an var um áttaleytið þegar Mbl. náði tali af honum í gærkvöldi) en að sjálfsögðu myndi vélin ekki verða hreyfð nema það sýndi sig að öll tæki og búnaður virkaði eins og vera bæri. Flugið frá Winnipeg til San Diego tekur innan við 4 klukkustundir. Öldruð kona fyr- ir bíl á Akranesi UMFERÐARSLYS varð á Akranesi í gær um kl. 18.45 og slasaðist þar kona um sjötugt töluvert alvarlega. Slysið varð með þeim hætti að verið var að hleypa fólki úr fólks- flutningabíl og gekk konan út á götuna en um leið kom bifreið aðvífandi og varð konan fyrir henni. Ær og lömb úr Rangárvalla- sýslu fundust við eftirleit í Mývatnssveit BJORK, Mývatnssveit, 25. okt. — I gær var gerð eftirleit í Grafarlönd og Herðubreiðar- lindir. Alls fundust 8 kindur, 4 voru úr Mývatnssveit, eitt lamb úr Bárðardal og ær með tvö lömb frá Þjórsártúni í Rangár- vallasýslu. Lömbin voru vel væn og virtist svo sem þau hefðu gengið á sæmilegu landi í sumar. Til fróðleiks geta menn svo dundað við að gizka á hvað þessi ær og lömb hafa gengið marga kílómetra á liðnu sumri. Haft var samband við eiganda ærinnar. Ölvi Karlsson oddvita í Þjórsártúni og að hans beiðni var ánni og lömbunum slátrað á Húsavík í dag. — Kristján. Verið að koma kerjunum fyrir um borð í þotuna, en þau reyndust ekki nægilega traust þegar til kom. Miög góð loðnuueiði MJÖG góð loðnuveiði var síðasta sólarhring á miðunum útaf Horni cnda veður gott. 10 skip höfðu tilkynnt loðnuncfnd afla um hádegið í ga'r, samtals 7000 lestir. og í gærkvöldi höfðu nokkrir bátar tilkynnt að þeir væru að fylla sig og myndu halda til hafnar, en ekki var vitað nákvæmlega um afla þeirra. Bátarnir, sem tilkynntu afla í gær, voru Örn 550 lestir, Gísli Árni 630, Fífill 580, Árni Sigurður 800, Börkur 1100, Hákon 750, Víkingur 1350, Ársæll 430, Helga Guðmundsdóttir 300 og Rauðsey 510. Þessir bátar voru í þann veginn að fylla sig af loðnu í gærkvöldi og halda til hafnar: Huginn, Harpa, Bergur II, Pétur Jónsson, Kap II og Sigurður. Hæstu bátarnir á sumar- og haustloðnuvertíðinni eru nú þess- ir, miðað við hádegi í gær: |,,slir Siguróur RE 13.850 Btirkur NK 11.920 Pútur Jónsson RE 10.125 C.ísli Árni RE 10.225 Loftur Haldvinsson EA Víkingur AK Skarrtsvík SIl Súlan EA Hákon l»ll Bjarni Ólafsson AK 10.010 9.880 9.175 9.350 9.320 9.100 HilmirSU Eldhorg Í«K Örn KE (ii'gja RE (•rindvíkingur (ÍK Huginn VE 8.830 8.800 8.580 8.550 8.550 8,170 Samningsréttar- nef ndin skipuð SKIPUÐ hefur verið nefnd full- trúa opinberra starfsmanna og rikisvalds til þess að fjalla um endurskoðun samningsréttar opinberra starfsmanna, og er nefndarskipun þessi í samræmi við ákvæði í samstarfsyfirlýs- ingu. Af hálfu ríkisstjórnarinnar er lögð áherzla á að starfi ncfndarinnar verði hraðað þann- ig að unnt verði að ganga frá gcrð nýrra kjarasamninga við opinbera starfsmenn fyrir 1. Úraþjófur í gæzluvarðhald desember nk„ að því er kemur fram í fréttatiikynningu frá fjármálaráðuneytinu. Leitað var eftir tilnefningum um fulltrúa í nefndina og á grundvelli þeirra hafa eftirtaldir menn verið skipaðir í nefndina. Af hálfu ríkisstjórnarinnar Arn- mundur Backmann, Eiður Guðna- son og Benedikt Sigurjónsson tilnefndir og er Benedikt jafn- framt formaður nefndarinnar. Frá BSRB eru þeir Kristján Thorlac- ius, Albert Kristinsson, og Einar Ólafsson, frá BHM Hrafn Braga- son og frá Sambandi ísl. banka- manna Sveinbjörn Hafliðason. RANNSÓKNARLÖGREGLA ríkisins upplýsti í fyrrinótt úra- og skartgripaþjófnaðinn f Hafnarfirði. Reyndist 26 ára gamall Hafn- firðingur hafa verið þarna að verki. Hann viðurkenndi afbrot sitt og vísaði á þýfið og komst það mest allt til skila, en verðmæti þess var um tvær milljónir, eins og fram kom í Mbl. í gær. Rannsókn málsins er ekki lokið og var þjófurinn úrskurðaður í allt að 7 daga gæzluvarðhald í sakadómi Hafnarfjarðar í gærkvöldi. Stjómmálaflokkar ósammála um fjárlagafrumvarpið EKKERT samkomulag er milli stjórnarflokkanna um fjárlaga- frumvarpið, sem fyrirhugað er að leggja fyrir Alþingi á mánudag. Mun vera ákveðið að flokkarnir fjalli ekki frekar um gerð þess áður en það verður lagt fram, heldur verði rætt um gerð þess í þinginu sjálfu. Slíkt sem þetta hefur aidrei fyrr gerzt og mun frumvarp þetta nánast vera frumvarp eins flokks, flokks fjármálaráðherra. Framsóknarflokksins. í gær hafði Morgunblaðið spurnir af því að þingflokkur Alþýðubandalagsins hefði ætlað að samþykkja formleg mótmæli við vinnubrögðum við gerð frumvarpsins og hvernig að henni hafði verið staðið. Al- þýðuflokkurinn hefur hins vegar mikilvægar athugasemdir að gera við frumvarpið og telur sig alls ekki geta samþykkt ýmsa liði þess, svo sem eins og þann útgjaldalið, sem renna á til landbúnaðar og þann tekjulið, sem er skattlagning. Sá liður er að vísu talsvert opinn, en þingmenn Alþýðuflokksins telja tekjuskattsálögur fraumvarps- ins allt of háar. Ýmsir þingmenn stjórnarliðs- ins hafa þungar áhyggjur af þeirri málsmeðferð, sem fjár- lagafrumvarpið á að fá — þ.e.a.s. að flokkarnir gangi ekki frá ágreiningsmálum sínum, fyrr en opinber umræða um frumvarpið er hafin og það hefur verið birt. Telja þeir að ágreiningur um efni þess sé svo djúpstæður, að þingið lendi í ógöngum við afgreiðslu fjárlaga. I frumvarpinu er m.a. gert ráð fyrir míkilli skuld ríkissjóðs við Seðlabankann. Alþýðuflokks- mönnum hrýs hugur við því atriði, en Alþýðubandalags- menn telja það ekki verulegan ásteytingarstein, unnt sé að brúa bilið með aukinni seðlaút- gáfu — eins og einn viðmælenda Morgunblaðsins orðaði það. Einkenni frumvarpsins mun vera, að á flestum liðum er ekki um neinn niðurskurð útgjalda að ræða. Hvorki Alþýðuflokks- menn né Alþýðubandalágsmenn munu líta á frumvarpið sem sitt frumvarp, það sé aðeins frum- varp fjármálaráðherrans, Tómasar Árnasonar. Nýir forsvars- menn BÚH ráðnir Ráðinn hefur verið nýr forstjóri og einnig aðstoðarforstjóri að Bæjarút- gerð Hafnarfjarðar. Nýi forstjórinn er Björn Olafsson, verkfræðingur, sem hefur sérmenntun á sviði fiskiðnaðar. Hann er Hafnfirðingur að uppruna, sonur Ólafs heitins Elíassonar, sem lengi veitti Lýsi & Mjöli í Hafnarfirði forstöðu. Að- stoðarforstjóri og skrifstofustjóri BÚH hefur verið ráðinn Björgvin Hermannsson, sem einnig er Hafn- firðingur og sonur Hermanns Guð- mundssonar, fyrrum formanns Verkalýðsfélagsins Hlífar og fram- kvæmdastjóra ISI. Mál Vísis og Dagblaðsins til ríkissaksóknara RANNSÓKN verðlagsdóms á kæru verðlagsskrifstofunnar vegna meintrar ólöglegrar hækkunar Vísis og Dagblaðsins er lokið og hefur málið verið sent ríkissaksóknara að sögn Sverris Einarssonar sakadóm- ara. Mun embætti hans taka afstöðu til þess hvort blöðin verða ákærð fyrir brot á verðlagslögunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.