Morgunblaðið - 26.10.1978, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1978
Hanna Guttormsdóttir húsmæðrakcnnari og Björn ólafsson
matsveinn við víkingaskipið á ostakynningunni í Blómasal Hótels
Loftleiða.
Ostaneyzla 7 kg á
hvert mannsbarn
Kynning á ostum hefsl í dag á Hólel Loftleiðum
KYNNING á íslenzkum ostum á
vegum Osta- og smjörsölunnar og
Ilótels Loftleiða, verður haldinn í
Blómasal Hótels Loftleiða dagana
26. október til 2. nóvember.
Tilgangur sýingar þessarar er
að kynna landsmönnum ost í
daglegu fæði og þær fjölbreyttu
tegundir osta, sem framleiddar
eru hérlendis. Ostagerð hér á landi
hefur tekið slíkum framförum og
breytingum á fáum árum að
undrun sætir, en Osta- og smjör-
salan er nú 20 ára. Ostáneyzla
almennings hefur aukizt verulega
hin síðari ár, en að meðaltali eru 7
kíló á hvern landsmann.
Kynningin hefst klukkan 19.00
og þar verða framreiddar margar
tegundir af ostum á víkingaskipi
og samhliða því verður borið fram
rauðvín. Matsveinn mun skera
niður osta við víkingaskipið en
eftir það standa ostarnir kvöld-
verðargestum til boða.
Einnig verður settur upp sér-
stakur salatbar og leikin hljómlist,
en Sigurður Guðmundsson mun
leika á bio-orgel hótelsins hvert
kvöld meðan kynningin stendur
yfir.
Umsjón um undirbúning osta-
kynningarinnar önnuðust Hanna
Guttormsdóttir húsmæðrakennari
og Þórarinn Guðlaugsson yfirmat-
sveinn.
Sýnir í Bolungarvík
Magnús Jóhannsson opnar mál-
verkasýningu í Ráðhússalnum á
Bolungarvík föstudaginn 27. okt. Á
sýningunni eru 50 myndir, lands-
lagsmyndir og myndir frá sjávarsíð-
unni.
Þetta er 3. einkasýning
Magnúsar, en hann hefur einnig
tekið þátt í samsýningum. Sýningin
verður opin dagana 27.-29. okt. og
eru myndirnar til sölu.
Magnús átti heima á Bolungarvík
öll sín uppvaxtarár, fluttist þaðan
tvítugur, og sýnir nú í fyrsta sinn í
sinni gömlu heimabyggð. Jafnframt
er þetta í fyrsta sinn, sem efnt er til
málverkasýningar í Ráðhússalnum á
Bolungarvík.
37 Ijós-
myndarar
sýna verk sín
ÞRJÁTÍU og sjö áhugaljós-
myndarar sýna nú verk sín á
ljósmyndasýningu í Bogasal
Þjóðminjasafns. Það er Félag
áhugaljósmyndara sem stendur
fyrir sýningunni sem lýkur á
n.k. sunnudag.
I frétt frá félaginu segir m.a.
að félagið hafi verið stofnað
1953 og hafi stofnfélagar verið
36 að tölu. Á sýningunni megi
sjá brot af því sem félagar séu
að föndra við um þessar mundir.
Þá , er.M . nojtktac.. m.vndir frá .
nýstofnuðu félagi áhugaljós-
myndara á ísafirði. — Síðast
var haldin sýning af þessu tagi
1970..........................
Getfallistá að þetta
hafi verið loftsteinn
segir Adolf Thorarensen á Gjögri
„ÉG SÁ þetta mjög skært og
skýrt. Þetta var eins og ljós-
blossi og fór með örskotshraði
um loftið. Það var til suðurs frá
mér og ég sá það falla til vesturs
yfir fjallgarðinn", sagði Aldolf
Thorarensen á Gjögri er Mbl.
bað hann í gær að lýsa ljósfyrir-
brigði því sem sást víða á
landinu í fyrrakvöld. „Ljósið var
eins og bál,“ sagði Adolf, „það
var eðlilegur ljóslitur í því og
svo rauðleitur blær eins og á
báli. Þetta var líkast stórri
rakettu en þó var sjálfur loginn
of stór til þess að um slíkt gæti
verið að ræða.“ Ekki sagðist
Adolf hafa heyrt nein hljóð.
„Eftir því sem ég hef heyrt og
lesið þá er líklegast, að þetta
hafi verið loftsteinn og því get
ég alveg fallizt á þá skýringu,"
sagði Adolf. „Eftir þeim
upplýsingum sem ég hef fengið
þá var þetta dæmigerður loft-
steinn, vígahnöttur, sem hefur
komið inn í gufuhvolfið og
brunnið upp,“ sagði Þorsteinn
Sæmundssón stjörnufræðingur í
samtali við Mbl. í gær.
Þorsteinn sagðist hafa fengið
fréttir af ljósinu víða að. Auk
þeirra staða sem nefndir voru í
frétt Mbl. í gær hafði Þorsteinn
fengið lýsingar úr Norðurárdal
og af Mýrum. „Sumir hafa sagzt
hafa heyrt eins og sprengingu
og það er algengt, þegar víga-
hnöttur kemur inn í gufuhvolfið
og springur, að þá heyrast
töluverðir dynkir," sagði
Þorsteinn. Hann kvaðst hafa
spurnir af því að ljósið hefði
sést á Norðurlandi líka en ekki
feftgið staðfestingu á því. „Ég
hef ekki nægar upplýsingar til
að rekja feril vígahnattarins til
fulls en það er ljóst, að hann
hefur verið í mikilli hæð, þegar
hann fór yfir landið frá suð-
austri til norðvesturs."
Ljósagangur á
Mývatnsfjöflum
Skl
hve
Björk MýTatnsKveit 24. okt.
SNEMMA í mo
OK sátt Ijós sem
Nýja
SMOKIE
platan er komin
Lögin Mexican Girl, Oh Carol og For a Few Dollars More af þessari
skemmtilegu plötu hafa öll slegiö í gegn svo um munar enda eru þau eins og
flest hin lögin af þessari plötu þaö BESTA sem Smokie hafa gert.
HEILDSÖLUBIRGÐIR FYRIRLIGGJANDI
FÁLKIN N
Suðurlandsbraut 8. Laugavegur 24. Vesturverí.
Sími 84670 Sími 18670. Sími 12110.