Morgunblaðið - 26.10.1978, Side 7

Morgunblaðið - 26.10.1978, Side 7
 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1978 7 „Alþýðubanda- lag karla“ AlÞýöubandalagið er mikill línuflokkur í peim skilningi, að Þar eru menn önnum kafnir viö aö draga „stefnumót- andi“ linur um allt milli himins og jarðar, bæði inn á við og út á við, pótt reynslan hafi á hinn bóginn sýnt, að í verki hafi Því miður tekizt að halda sitt strik. Þannig hefur verið hamrað á Því undanfarin ár, að í Al- Þýöubandalaginu eigi konur jafnauövelda leið til frama og karlmenn, — en verkin sýna merkin: „Öll skilyrði voru fyrir hendi til aö auka opinber áhrif kvenna í samræmi við stefnu flokksins. Þau tækifæri hefur AlÞýðu- bandalagið látið ónotuö,“ eins og segir í yfirskrift greinar í Þjóðviljanum í gær, sem ber fyrirsögn- ina „AlÞýðubandalag karla“ og er rituð af tveim einstaklingum, sem nota tækifæriö til Þess að harma Það sérstaklega, að ekki sé „búið að koma á sósíalisma á Íslandi". Með hliðsjón af Því verður skiljanlegt Það ofstæki, sem felst í um- mælum eins og Þeim, að „aukin opinber áhrif kvenna innan hægri flokks séu einatt gagns- iítil, Þar sem Þær setji ekki jafnréttisbaráttu kvenna í víðara Þjóð- félagslegt samhengi" o.s.frv. Þvílíkt viðhorf opinberar einungis, aö fyrir marxistum er jafn- réttisbarátta kvenna al- gjört aukaatriöi hjá hinu, aö nota jafnréttisbarátt- una sem slíka sér til pólitísks framdráttar undir fölsku yfirskini. Þetta er viðlíka merkingarfölsun eins og Þegar marxistar og Al- Þýðubandalagsmenn nota orðið Þjóðfrelsi til að lýsa ástandinu í Sovet- ríkjunum eða Kambódíu. Og svo byrjar raunatalan Einstaklingarnir í Þjóð- viljanum rökstyðja grein sína um kvenfyrirlitningu AlÞýðubandalagsins mörgum dæmum, og skulu nokkur tilfærð hér: „Með tillítí til Þess, að konur áttu tvímælalaust drjúgan Þátt í glæsileg- um kosníngasigri Al- Þýðubandalagsins í Reykjavík, virtist liggja nokkuð beint við að kona yrði kjörin forseti borgar- stjórnar. Það tækifæri lét AlÞýöubandalagiö ónot- að.“ „Snúum okkur Þá aö alÞingiskosningunum. Á framboðslistum AlÞýöu- bandalagsins skipuðu konur fimmta hvert sæti Þar sem fæst var, en Þriðja hvert sæti Þar sem i hlutfallið var hæst. í Þessu efni var Þó um enn meiri sýndarmennsku aö ræða en í sveitarstjórnar- kosningunum, Því að af Þeim 29 konum sem skipuðu framboðslista flokksins var aðeins ein sem hafði raunhæfa möguleika á Því að ná kjöri.“ „Ekki heföi mátt minna vera en að eitt ráðherra- sæti í níu manna vinstri stjórn væri skipað konu. Það tækifæri lét AlÞýöu- bandalagið ónotað." „í höfuðvígi AlÞýöu- bandalagsins, Neskaup- stað, virðist karlaveldi vera mest; Þar var aöeins ein kona í sex efstu sætum listans." „Eða Þjóðviljinn sjálfur. Lengi hafa konur starfað viö Það blað og e.t.v. aldrei fleiri en núna. En í hvert skipti sem Þurft hefur að ráða nýja rit- stjóra eða fréttastjóra — og Þess hefur Þurft æði oft síðustu árin — hafa karlar verið ráðnir í störf- in, Þó að völ væri á færum konum. Einnig Þar hefur AlÞýðubandalagið látið tækifærið ónotaö." Þessi ummæli lýsa öll vonbrigðum einstaklinga, sem hafa tekið yfirlýsing- ar og áróður AlÞýðu- bandalagsins og Þjóðvilj- ans alvarlega, — trúað Þeim eins og nýju neti og munu ugglaust halda áfram að gera Það. Út af fyrir sig er tilbreytíng að Þesa greinar eftir fólk, sem Þannig er hugsandi. Lúxusskatt- arnir og ungu mennirnir Enn er orð á Því haft, hvað ungu Þingmennirnir í AlÞýðuflokknum tóku sig vel út fyrir framan kosningaspegilinn í vor, eins og Þar væri pólitísk- ur Clark Gable í hverju kjördæmi. Og vitaskuld höfðu peir mikið aðdráttarafl, ekki sízt Þar sem kjósendum sýndust Þeir í fljótu bragöi hafa öðru vísi bros en gömlu Þingmennirnir, sem Þeir voru svo vanir. En tíminn er stundum fljótur að líða, — og í pólitískum næðingum máist glansinn stundum furöu fljótt af. Nú er svo komið fyrir hinum ungu Þingmönn- um AlÞýöuflokksins. Þannig má taka Það til dæmis, hver viðbrögð Þeirra hafa orðið við hinni ósvífnu hækkun beinu skattanna. í staðinn fyrir að standa við gefin fyrirheit í Þeim efnum, eru Þeir nú orðnir sérstakir talsmenn Þess, að „lúxus“-skattar veröi á ný teknir upp hér á landi til viöbótar skattavið- aukunum og Þannig tekin upp haftastefnan frá Því fyrir viðreisn. Inni i Þess- um „lúxus“-varningi eru vörur eins og hljómplötur eöa salernispappír, svo að nokkuð sé nefnt úr aldeilis furðulegri upp- talningu. Er ekki ástæöa til að vekja athygli á pví í Þessu sambandi, aö ein- mitt undir slíkum kringumstæðum hefur neðanjarðarhagkerfið hans Vilmundar dafnað bezt? Það er í slíkum jarðvegi sem smygl og svartur markaður festir rætur, svo aö um munar. Hentug fyrir skóla og heimaverkefni Vatnsþéttur krossviður nýkominn Stæröir: 122x244 cm. Þykktir: 4 — 9 — 12 — 15 og 18 mm. Á mjög hagstSeöu verði. áTá Timburverzlunin Volundur hf. KLAPPARSTÍG 1, SÍMI 18430 — SKEIFAN 19, SIMI 85244 Geldinganes Veröur smalaö laugardaginn 28. október og veröa hestar í rétt kl. 9—10. Hestaeigendur sem eru meö hesta sína þar, eru beönir aö flytja þá í annað hagbeitarland á Kjalarnesi. Bílar veröa á staönum til flutninga. Hestamannafélagiö Fákur. Sími 83211 Stjórnunarfélag Islands Hvað er stjórnun Stjórnunarfélag íslands gengst fyrir námskeiði í STJÓRNUN I, dagana 30., 31. okt. og 1. nóv. að Hótel Esju. Námskeiðið stendur dag hvern frá kl. 15—18.45. Fjallað verður um: — Stjórnskipulag fyrirtækja — Stjórnunaraðferðir — Setningu starfsmarkmiða. Námskeiðiö er ætlaö þeim sem vilja kynnast nútíma stjórnunarháttum og stjórnskipulagningu fyrirtækja. Leiöbeinendur verða rekstrarhag- fræöingarnir Hans Kr. Árnason og Stefán Friðfinnsson. Allar nánari upplýsingar og skráning þátttakenda fer fram á skrifstofu Stjórnunarfélags íslands aö Skip- holti 37, sími 82930. Hringiö og biðjið um aö fá sendan ókeypis kynningarbækling um Stjórnunarfræöslu SFl. BOSCH raf geymar Verið tílbúin í vetrar- kuldum og frostum. Öruggari gangsetning með BOSCH rafgeymi. BOSCH BRÆÐURNIR ORMSSON % LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.