Morgunblaðið - 26.10.1978, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 26.10.1978, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1978 17 Fyrstu mál þings um hafréttarmál: Rannsókn á land- grunni íslands IIÉR fara á eftir þrjár stuttar framsögur Eyjólfs Konráðs Jóns- sonar (S) fyrir tillögum um hafréttarmál, sem hann flytur ásamt fleiri þingmönnum Sjálf- stæðisflokks. Þetta eru þrjú fyrstu mál þingsins (merkt 1, 2 og 3) og fer vel á því að þau f jalli um framtiðarhagsmuni þjóðar- innar á þessu þýðingarmikla réttindasviði. Auk framsögu- manns tóku þátt f umræðunni Benedikt Gröndal. utanríkisráð- herra. Matthías Bjarnason, fv. sjávarútvegsráðherra og Einar Ágústsson, fv. utanríkisráðherra. Máli þeirra eru gerð skil á öðrum stað í Mbl. í dag. Rannsókn land- grunns Islands Þrjú fyrstu mál þessa þings fjalla um hafréttarmálefni. Stjórnarandstaðan flytur þessi mál og væntir fulls samráðs og býður fullt samstarf við ríkis- stjórnina og stjórnarflokkana, því að mikilvægt er að um mál sem þessi náist full samstaða innan- lands. Án þess er hætt við að árangur gæti orðið minni en ella. Tillagan, sem nú er til umræðu, gerir ráð fyrir því, að Alþingi álykti að fela ríkisstjórninni að ráða strax íslenzka og erlenda sérfræðinga til að afla sem gleggstra og ítarlegastra upplýs- ákvæði um samvinnu. Búast sér- fróðir menn við, að víða geti komið til deilumála á þessu sviði og geti reynt á samningalipurð ríkja ella verði málum vísað til sáttanefnda. Ég hef nefnt nokkur atriði til þess að gera þingheimi ljóst, hversu flókið mál eru réttindi og hagsmunir okkar íslendinga á Jan Maycn svæðinu. Jafnframt hafa loðnuveiðarnar minnt Norðmenn á, hverjir hags- munir þeirra eru, og sjómanna- samtök þeirra leggja hart að stjórnvöldum um útfærslu í 200 milur við eyna. Að þessu máli hefur verið og er unnið óformlega á vettvangi utanrfkisþjónustunnar og haf- réttarráðstefnunnar. Það verður gert áfram af festu og gætni. Rockall Bretar tóku Rockall eignarnámi 1955, en þeim láðist að innlima klettinn í stjórnkerfi sitt þar til 1972. Hafa þeir gert tilraunir til að reisa mannvirki á Rockall, en þær hafa að mestu leyti misheppnast og benda til þess, að kletturinn sé óbyggilegur með öllu. Enda þótt Færeyingar og írar hafi sýnt Rockall áhuga — vegna hafsins en ekki klettsins sjálfs — hafa mótmæli þessara þjóða ekki fyrst og fremst beinst að því.að véfengja rétt Breta til eignarhalds á honum. Ef íslendingar vilja taka upp mótmæli gegn eignarhaldi Breta á Rockall, verður að gera það á einhverjum gildum forsendum. Þær forsendur koma ekki fram í tillögunni. Meginatriði þessa máls er ekki eignarréttur yfir Rockall, heldur hitt, að ekki kemur tij mála að kletturinn fái fiskveiðilögsögu og landgrunn. Með tilliti til þess ákvæðis í drögum að hafréttar- sáttmála, sem ég nefndi í sam- bandi við Jan Mayen, virðist með öllu útilokað að Rockall fái slíkan rétt. Síðustu tilraunir Breta og Japana til að fá þessu ákvæði breytt á hafréttarráðstefnunni mistókust, og var íslenska sendi- inga um landgrunn íslands og afstöðu til landgrunns annarra ríkja. Á síðustu tveim fundum haf- réttarráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna hefur mjög mikið verið rætt um réttindi strandríkja til hafs- botnsins utan 200 sjómílna efna- hagslögsögunnar. Á fundi í Genf á síðastliðnum vetri var lagt fram kort af heimshöfunum, þar sem meðal annars eru sýnd setlaga- svæði og hugsanleg landgrunns- mörk. Þegar kort þetta birtist, leituðust fulltrúar íslands á ráð- stefnunni við að afla sér sem gleggstra upplýsinga. Fljótt kom þó í ljós, að ýmislegt orkar tvímælis og búast má því við, að talsverður ágreiningur geti orðið bæði um réttarreglurnar, sem í mótun eru á þessu sviði og ekki síður um túlkun þeirra, því að margt hlýtur að orka tvímælis, þegar jarðfræðileg sjónarmið m.a. koma til álita. nefndin meðal þeirra, sem lögðu sig fram um að hrinda þeirri gagnárás. Heimilað er í breskum lögum um fiskveiðilögsögu frá 22. desem- ber 1976 að nota Rockall sem grunnlínupunkt. Er þó í lögunum gert ráð fyrir undantekningum frá þessu ákvæði. Þess skal þó getið, að þegar Bretar afmörkuðu landgrunnið í grennd við Rockall árið 1974, var farið, að því er virðist, að miðlínu milli Bretlands, íslands, írlands og Færeyja og miðað við Skotland en ekki Rockall. Rockall er í 376 sjómílna Tjar- lægð frá íslandi. Notist Rockall sem byrjunarpunktur miðlínu, mundi skerast af 200 sjómílna lögsögu íslands um 4.000 fer- kílómetra svæði. Sé litið til möguleika á réttindum á land- grunni utan 200 mílnanna, mundi þetta hafa enn alvarlegri áhrif. Þegar fiskveiðilandhelgi ís- lands var færð út í 200 mflur í júlí 1975, var ekkert tillit tekið til Rockall og dregin óskert 200 mflna lína. Það var og er stefna íslands í þessu máli. Bretar mótmæltu þessu atriði, en þeim mótmælum var ekki sinnt. í þessusambandi kemur til álita, hvernig túlka megi Oslóarsamn- inginn við Breta 1. júní 1976. Þar segir á tveim stöðum, að íslenska svæðið sé það, sem greint er í íslensku reglugerðinni frá 1975. Þjóðréttarfræðingar telja að þessi viðurkenning gildi áfram, þótt samningurinn sjálfur sé fallinn úr gildi. Þessi mál og ákvæði varð- andi landgrunnið sjálft eru enn í deiglunni á hafréttarráðstefnunni. íslendingar hafa fylgst og munu fylgjast vandlega með þróun mála varðandi Rockall svæðið, bæði vegna fiskveiða og þess, hvernig farið verður með svæði á land- grunni utan 200 mílna marka. Þar komum við svo sannarlega við sögu, enda ekki hægt að útiloka, að olía finnist á hafsbotni undir þessum suðlæga hluta af land- grunni íslands. Játa verður, að við íslendingar höfum ekki búið okkur nægilega vel undir baráttuna um skiptingu auðæfa landsgrunnsins utan 200 mílnanna. Eins og eðlilegt er höfum við fyrst og fremst verið með hugann við fiskveiðarnar og réttindin innan efnahagslög- sögunnar. Ætla verður að hags- munum okkar í þessu efni sé nú borgið, þótt auðvitað verði, héðan í frá eins og hingað til, að fylgjast með því, að ákvæði þau í uppkasti hafréttarsáttmálans, sem okkur varða mestu, standi óbreytt, En megináherzlu ber nú að leggja á að afla allra þeirra upplýsinga sem að haldi gætu komið, þegar tekizt verður á um yfirráðin yfir hafs- botninum, hugsanlegar auðlegðir í jarðlögum hans og eignarrétt að þeim lífverum, sem á botninum kunna að vera. Víða mun vera að finna marg- háttaðar upplýsingar um hafs- botninn á nálægum höfum. Þessara upplýsinga þarf strax að leita og vinna skipulega að því að samræma þær og draga upp þá heildarmynd sem að liði gæti orðið í þeirri baráttu, sem framundan er. Mikið af þessum upplýsingum ætti að liggja á lausu, en sumt kynni að flokkast sem hernaðar- leyndarmá! og þyrftum við þá að nota afstöðu okkar innan Atlants- hafsbandalagsins til að afla þeirra upplýsinga, sem okkur kynnu að verða að notum. Ekkert af þessu ætti að þurfa að verða ýkja kostnaðarsamt. Hins vegar kann svo að fara að nauðsynlegt reynist að afla frekari upplýsinga með beinum vísinda- rannsóknum á höfum úti. Þar gæti orðið um verulegan kostnað að ræða, en jafnvel þótt svo reyndist, megum við ekki hlífast við að leggja í þau útgjöld. Herra forseti, ég hygg að bezt fari á því, að einangra umræður um hafréttarmál nú við ákveðin meginatriði. Ég legg til, að tillögu þessari verði vísað til háttvirtrar utanríkismálanefndar að lokinni umræðu hér í dag. Þar verða málin skoðuð gaumgæfilega og án efa haft samráð við hæfustu vísinda- menn. Þar yrðu sjónarmið sam- ræmd, ef menn kynni að greina á um einhver atriði, sem ég ekki á þó von á. Ég treysti því raunar, að þetta mál fái skjóta afgreiðslu í nefnd, því að engan tíma má nú missa. Ég endurtek svo t.ilboð og ósk Sj álfstæðisflokksins, stj órnarand- stöðunnar, um fulla samvinnu við ríkisstjórn og þá flokka sem að henni standa, í hafréttarmálunum. Samningur íslands og Noregs Tillagan, sem nú er til umræðu, gerir ráð fyrir því, að þegar í stað verði teknar upp samninga- viðræður við Norðmenn um réttindi landanna á íslandshafi, þar sem bæði kæmi til umræðu fiskveiðiréttindi og hagnýting auðæfa landsgrunnsins utan 200 mílna efnahagslögsögu íslands í norðurhöfum, umhverfis Jan Mayen. Þótt mikið hafi áunnist á hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, þar sem alþjóðaréttar- reglur eru í mótun, er enn margt óljóst um réttarstöðu smáeyja á borð við Jan Mayen, sem raunar verður að teljast vera á íslenska landgrunninu, en ekki hinu norska. Nokkur hætta er á, að ágreiningur gæti orðið milli Is- lendinga og Norðmanna á næsta fundi hafréttarráðstefnunnar, ef ekki verður leitazt við að sam- ræma sjónarmiðin, áður en til umræðna dregur. Ljóst er, að bæði Norðmenn og íslendingar hafa mikilla hagsmuna að gæta, bæði að því er varðar fiskveiðiréttindi og hugsanlega hagnýtingu auðæfa hafsbotnsins í norðurhöfum. Hitt er jafnljóst, að bæði Norðmenn og íslendingar vildu mikið til vinna að komist yrði hjá ágreiningi. Þess vegna hlítur það að vera sameigin- legt áhugamál beggja þjóðanna að ræða málin og skýra sjónarmiðin, áður en hætta skapast á því að í kekki kastist. Raunar er fyllsta ástæða til að ætla, að slíkar samningaviðræður mundu leiða til happasællar lausnar. En, ef slík lausn lægi fyrir, þegar hafréttar- ráðstefnan kemur næst saman, mundi það geta haft veruleg áhrif á þróun hafréttarmála annars staðar og vera í anda þess samkomulags með sanngirnis- sjónarmið fyrir augum, sem að er keppt við heildarlausn hafréttar- mála. Ég held, að á þessu stigi sé óhyggilegt að nefna einstök atriði, sem hugsanlega gætu valdið ágreiningi. Ég held, að fulltrúar þessara frænd- og vinaþjóða ættu að hittast með opnum huga, án þess að hafa bundið sig í kenni- setningar eða lagareglur, sem ekki eru heldur fullmótaðar. Ég mun því ekki hefja hér ítarlegar efnisleegar umræður, nema sér- stakt tilefni gefist til, og leyfi mér raunar að bera fram þá ósk að aðrir geri það ekki heldur, því að happadrýgst er áreiðanlega, að málið gangi nú til háttvirtrar utanríkismálanefndar, en það er mín tillaga. Þar yrði það rætt fyrir Eyjólfur Konráð Jónsson. luktum dyrum og engri leið til samkomulags við Norðmenn lokað fyrr en í fulla hnefana. Landgrunnsmörk tið suðurs Þetta þriðja mál þingsins er einfalt í sniðum. Það fjallar um landgrunnsmörk Islands til suðurs en Alþingi lýsir þar yfir, að ákvörðun ytri landgrunnsmarka íslands til suður miðist við, að engri þjóð beri tilkall til Rokksins. Jafnframt er ríkistjórninni falið að mótmæla öllum tilraunum Breta til að slá eignarhaldi á þann klett. í greinargerð fylgja þær skýringar, sem þörf er á. Aðeins er rétt að bæta því við, að vart getur farið á milli mála að ágreiningur verði milli Breta, Ira, Færeyinga og Islendinga um ákvörðun ytri landgrunnsmarka langt suður af íslandi og þær réttarreglur, sem ákvörðun slíkra marka mun hlíta, þegar tímar líða og málin skýrast frekar á hafréttarráðstefnunni. Rétt er, að Islendingar taki af öll tvímæli um, að þeir viðurkenni ekkert tilkall Stóra-Bretlands til Rokksins, því að bein eða óbein viðurkenning á tilkalli Breta til þessarar nibbu gæti firrt okkur rétti, þegar við gætum hagsmuna okkar á umræddu hafsvæði. Legg ég svo til, herra forseti, að tillögu þessari verði vísað til háttvirtrar utanríkisnefndar. Svipmynd frá Alþingi Myndin sýnir Odd Ólafsson. 4. þm. Reyknesinga. aldursforseti Alþingis. Réttindi íslendinga og Norðmanna — Bretar og Rokkurinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.