Morgunblaðið - 26.10.1978, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1978
Anna Bjarnadóttir skrifar frá Sviþjóð:
STJÓRNARMYNDUN Frjáls-
lynda flokksins nú er í beinni
mótsöjín vió þróun vinsadda
flokksins undanfarin ár. Kftir
heimsstyrjöldina síðari var
flokkurinn stærstur borKara-
flokkanna með fjórðunt? atkva-ða
á bak við six. f'ylsi flokksins í
kosninKunum 1973 og 1976 var
minna en nokkru sinni áður. í
kosninKunum 1976 fékk hann
aðeins 11% atkva-ða. I>rír þins-
flokkar eru nú stærri en Frjáls-
lyndi flokkurinn. Urátt fyrir
þetta hefur flokkurinn ekki haft
siimu lykiaðstöðu ok hann fékk í
síðustu kosnintfum síðan árið
1932.
Samstarf Frjálslynda flokksins
við Ihaldsflokkinn og Miðflokkinn
veitti borfíarafloikunum meiri-
hluta á þin(íi í kosningunum 1976.
Thorbjörn Fálldin myndaði þá
samsteypustjórn borgaraflokk-
anna þrigfíja sem sprakk hinn 5.
október s.l. Sjónarmiö Frjálslynda
flokksins ei({a meiri samleið með
stefnu Jafnaðarmannaflokksins en
sjónarmið hinna borgaraflokk-
anna oj; því voru jafnaðarmenn
tilbúnir að sitja hjá við atkvæða-
greiðslu í þinsinu um stjórnar-
myndun Ola Ullsten, formanns
Frjálsl.vnda flokksins. Hlutleysi
Jafnaðarmannaflokksins nægði
minnsta borgarafjokknum til að
mynda einn nýja ríkisstjórn.
Ola Ullsten, forsætisráðherra,
lagði stefnuskrá stjórnarinnar
fyrir þingið síðastliðinn miðviku-
dag. I stefnuskránni sem er mjög
almenns eðlis eru allir helztu
málg.flokkarnir nefndir en sérstök
áherzla lögð á efnahags- og
orkumál. Engin loforð eru gefin í
stefnuskránni og lítil vísbending
gefin um hvaða leiðir stjórnin
ætlar að fara til að betrumbæta
sænskt þjóðfélag.
Konungshöllin í Stokkhólmi.
Frjálslyndi flokk-
urinn einn í stjóm
Málefni Frjálslynda
flokksins
I kosningabaráttunni 1976 lagði
Frjálslyndi flokkurinn sérstaka
áherzlu á valddreifingu og félags-
og heilbrigðismál. Flokkurinn er
hlynntur smárekstri og vill að
tillit sé tekið til skoðana smærri
samtaka og félaga við ákvarðana-
tökur. Hann kom því til leiðar í
stjórn borgaraflokkanna að ein-
okun ríkisins á útvarpi og sjón-
varpi var aflétt. Nú mega áhuga-
menn og héruð setja upp og reka
Fordœmi
í íslenzkri sögu
Á töflunni hér á eftir sést að staðan í sænskum stjórnmálum
nú er ekki ósvipuð stöðunni í íslenzkum stjórnmálum fyrir 20
árum.
ÍSLAND 1958-59
1. Samsteypustjórn
„vinstri“ flokkanna (Fram-
sóknarflokksins, Alþýðu-
flokksins og Sósfalista-
flokksins) allra þriggja and-
stæðinga stærsta flokksins
(Sjálfstæðisflokksins) mynd-
uð í fyrsta skipti 1956.
2. Stjórnin springur vegna
ósamkomulags í efnahags-
málum 1958.
3. Minnsti flokkurinn í frá-
farandi stjórn (Alþ.fl.)
myndar minnihlutastjórn
með hlutleysi Sjálfstæðis-
flokksins 2) 1958.
4. Þetta reynist upphafið að
löngu stjórnarsamstarfi
Sjáifst. fl. og Alþ.fl. eftir
kosningar 1959.
SVÍkJÓÐ 1978-79
1. Samsteypustjórn
„horgaralegu“ flokkanna
(Frjálslynda flokksins, Mið-
flokksins og íhaldsflokks-
ins) allra þriggja and-
>taðinga stærsta flokksins
(Jafnaðarmannaflokksins)
mynduð í fyrsta skipti
1976.
2. Stjórnin springur vcgna
ósamkomulags í kjarnorku-
málum 1978.
3. Minnsti flokkurinn í
fráfarandi stjórn ((Frjáls-
lyndi fl.) myndar minni-
hlutastjórn með hlutleysi
Jafnaðarmannaflokksins
1978 3).
4. Reynist þetta upphafið að
(löngu) stjórnarsamstarfi
Jafnaðarmannafl. og Frjáls-
lynda fl. eftir kosningar
19797
1) Flokkur vinstrimanna og kommúnista, sem er örlftill (15 sæti
af 349), er undanskilinn.
2) Og Framsóknarflokksins í efnahagsmálum og Séisíalista-
flokksins í stjórnarskrármálum.
3) Og Miðflokksins en hlutleysi Jafnaðarmannafl. nægði til
meirihluta.
Margir telja að eini raunhæfi möguletkinn á meirihiutastjórn eftir
kosningarnar 1979 ef Jafnaðarmannaftokkurinn baatir ekki við sig 23
bingsaatum (úr 152 í 175) og vinnur bannig meírihluta sé
samsteypustjórn Jafnaöarmannaflokksins og Frjólstynda Hokksins.
Jafnaðarmenn hafa tapað fylgi i prem siöustu kosningum, 1970,73 og
76, og pví pykir trúlegt aö myndun samsteypustjórnar reynist
nauðsynleg 1979. Fordasmi að samsteypustjórnum jafnaðarmanna
og annarra flokka fmnast nú t.d. í Danmörku par sem peir vinna meö
danska Vinstri flokknum og f Vestur-Þýzkalandi en Jafnaðarmanna-
flokkurinn par hefur unnið með flokki frjólslyndra í stjórn síðan 1969.
eigin útsendara en engin reynsla
er af þessu fyrirkomulagi enn.
Frjálslyndi flokkurinn er á móti
skrifstofubákni og kynmisrétti.
Hann vill að foreldrar smábarna
vinni skemmri vinnudag en aðrir
og hefur nefnt 6 tíma vinnudag í
því sambandi. Og hann vill að
gamalt fólk fái að ráða því sjálft
hvenær það sezt í helgan stein. í
heilbrigðismálum leggur flokkur-
inn áherzlu á mannlegri umhugs-
un sjúkra og vill sjá endur-
vakningu heimilislækninga.
Athuganir hafa sýnt að stefnu-
mál Frjálslynda flokksins eiga
helzt upp á pallborðið hjá fólki á
aldrinum 23—40 ára og því sem
komið er yfir sjötugt. Flokkurinn
er samansettur úr tveim ólíkum
kjörnum. Annars vegar kjósa
gjarnan bindindismenn og
fríkirkjufólk hann en hins vegar
mennta- og þéttbýlisfólk. Fylgi
flokksins er mest í Gautaborg og
Stokkhólmi. Samkvæmt upplýs-
ingum frá sænsku hagstofunni
telja 70—80% kjósenda Frjáls-
lynda flokksins Miðflokkinn og
íhaldsflokkinn vera „næst bezta
flokkinn" en aðeins 20% telja
Jafnaðarmannaflokkinn vera næst
beztan.
Flokkurinn hefur
áöur myndaö stjórn
Núverandi ríkisstjórn Svía er
sjötta stjórnin sem Frjálslyndi
flokkurinn hefur forsæti fyrir.
Flokkurinn hefur fjórum sinnum
áður setið einn við völd en á
árunum 1917—1920 myndaði hann
samsteypustjórn með Jafnaðar-
mannaflokknum.
Karl Straff myndaði fyrstu
stjórn Frjálslynda flokksins árið
1905 og sat hún fram á árið 1906.
Með Straff sátu í stjórninni auk
stjórnmálamanna margir ópóli-
tískir embættismenn. Frá
1911—1914 var Straff forsætisráð-
herra á ný en þá voru ráðherra-
embættin aðeins skipuð stjórn-
málamönnum úr Frjálslynda
flokknum.
Stjórn Nils Edén sem var
samsteypustjórn Frjálslynda
flokksns og Jafnaðarmannaflokks-
ins var fyrsta ríkisstjórn landsins
sem gat reitt sig á meirihluta
þingsins. Árið 1920 tók Hjalmar
Branting við af Edén en stjórnin
sat aðeins 3 ár, frá 19Í7 til 1920.
Frjálslyndi flokkurinn myndaði
minnihlutastjórn með öðrum
litlum frjálslyndum flokki árið
1926. C.G. Ekman var þá í forsæti
en stuðningur meirihluta þingsins
Ola Ullsten
var óáreiðanlegur og stjórnin sat
aðeins í tvö ár.
Ekman myndaði stjórn á ný árið
1930. Tveim árum síðar sagði hann
af sér vegna peningagjafar sem
vitað var að hann hafði tekið við
fyrir hönd flokksins en hann
neitaði að hafa gert. Felex Hamrin
tók við forsætisráðherraembætt-
inu og stjórnin sat fram að
kosningunum 1932.
Eftir kosningarnar myndaði Per
Albin Hansson meirihlutastjórn
Jafnaðarmannaflokksins og var
það byrjun 44 ára stjórnarsetu
flokksins.
Ola Ullsten
Ola Ullsten, hinn nýi forsætis-
ráðherra Svía, er fæddur í einu
úthverfi Stokkhólms árið 1931.
Hann starfaði sem félagsráðgjafi
áður en hann tók til starfa fyrir
Frjálslynda flokkinn árið 1957.
Ullsten vann á ritstjórn Dagens
Nyheter í tvö ár áður en hann var
fyrst kosinn á þing árið 1964.
Ullsten hefur sérhæft sig í starfi
á sviði félagsmála og aðstoðar við
þróunarlöndin. I stjórn Fálldins
hafði hann með þróunarhjálp og
málefni innflytjenda að gera.
Ullsten varð formaður Frjálslynda
flokksins í marz á þessu ári þegar
Per Ahlmark sagði af sér.
Evi, kona Ullstens, starfar sem
efnaverkfræðingur. Þau eiga tvær
dætur. í frístundum teflir Ullsten,
spilar tennis eða smíðar.
Forsœtisráð-
herrar Svíþjóðar
Ilér á eítir er listi yfir þá menn sem gegnt hafa embætti
forsa'tisráðherra Svíþjéiðar. Embættið var stofnað 1876 en áður
íór forseti ríkisráðsins með sömu störf. Enginn einstaklingur í
Svíþjé»ð eða iiðrum lýðra'ðisríkjum hefur verið forsætisráðherra
jafnlengi og Tage Erlandcr. Ilann var forsa*tisráðherra f stjórn
Jafnaðarmannaflokksins í 23 ár samfleytt.
Louis De Goer ----1876—80
Arvid Posse ----- 1880—83
C.J. Thyaetius--- 1883—84
O.R. Themptander .. 1884—88
Gillis Bildt ---- 1888—89
Gustaf Ákerhielm ... 1889—91
E. G. Boström — 1891—1900
F. W. von Otter-- 1900—02
E. G. Boström---- 1902—05
J.O. Ramsted-------- 1905
Christian Lundeberg .— 1905
Karl Staaft------ 1905—06
Arvid Lindman ... 1906—11
Karl Staaft...... 1911—14
Hj. Hammarskjöld ... 1914—17
Carl Swartz--------- 1917
Nila Edén________ 1917—20
Hjalmar Brantíng ... 1920
Louis De Geer --- 1920—21
Oscar von Sydow .... 1921
Hjalmar Branting .... 1921—23
Emst Trygger----- 1923—24
Hjalmar Branting .... 1924—25
Rickard Sandler .— 1925—26
C.G. Ekman........ 1926—28
Arvid Lindman —... 1928—30
C.G. Ekman________ 1930—32
Felix Hamrin......... 1932
PA. Hansson ------ 1932—36
Axel Pehrsson-
Bramstorp-------- 1936
P.A. Hansson----- 1936—46
Tage Erlander .... 1946-69
Olof Palme ....... 1969—76
Thorbjörn Félldin .„. 1976—76