Morgunblaðið - 26.10.1978, Síða 25

Morgunblaðið - 26.10.1978, Síða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1978 MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1978 25 JMfYgtmfrlfiftife Útgefandi Framkvœmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fróttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiósla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guómundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aóalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2200.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakió. Að „sanna” tilverurétt sinn í Alþýðubandalagi Einn af þingmönnum Alþýðu- bandalagsins, Ólafur Ragn- ar Grímsson, hefur síðustu tvo daga haldið uppi umræðum á Alþingi um frétt Morgunblaðs- ins af svonefndum samráðsfundi ríkisstjórnar og aðila vinnu- markaðar sí. föstudag. Hefur þingmaðurinn haldið því fram, að frétt blaðsins af þessum samráðsfundi hafi verið „vill- andi“ og vildi hann fá fjármála- ráðherra til að staðfesta þá fullyrðingu sína. Fréttir Morgunblaðsins um samráðs- fund þennan eru réttar og er fullyrðingum Ólafs Ragnars Grímssonar um annað hér með vísað á bug. áróðurssmiðju kommúnista hér og notuð eftir þörfum. Fyrst er sagt: Þú ert lygari. Ef fram koma sannanir fyrir því, að sá, sem þannig er ávarpaður, hafi nú í raun sagt satt er bætt við: þakka þér fyrir að staðfesta lygarnar! Það er svo önnur saga hvort ástæða er til að taka þessi ómerkilegheit Ólafs Ragnars óstinnt upp. Hann þarf bersýni- lega á því að halda að ganga jafnvel enn lengra en flestir flokksbræður hans, væntanlega til þess að sanna tilverurétt sinn í Alþýðubandalaginu. Er ekki miklu fremur ástæða til að hafa samúð með manninum? Við nánari athugun á þessum furðulegu umræðum í þinginu kemur hins vegar í ljós, að til þeirra er stofnað öðrum þræði til þess að efna til átaka við Tómas Arriason, fjármálaráðherra, vegna afstöðu hans til þessa samráðsfundar, sem hefur vald- ið deilum og ágreiningi í stjórnarherbúðunum. Um leið og Ólafur Ragnar ræðst að Morgun- blaðinu með brigzlyrðum um fréttaflutning þess, veitist hann að fjármálaráðherra í ríkis- stjórn, sem hann styður. Alþýðubandalagið hafði kraf- izt þess, að fjárlagafrumvarpið yrði tekið til umræðu á samráðs- fundi þessum og Þjóðviljinn hafði birt frétt um það um miðja síðustu viku, að svo yrði gert. Á samráðsfundinum kom hins veg- ar í ljós, að Tómas Árnason, fjármálaráðherra, var ekki til- búinn til þess að ræða fjárlaga- frumvarpið og efni þess á samráðsfundinum og taldi það ekki við hæfi. Þessu reiddust ýmsir fulltrúar launþega mjög, sem töldu sig hafa loforð fyrir því, að „samráð" yrði haft við þá um stefnu fjárlagafrumvarpsins. Þeir Alþýðubandalagsmenn sem vafalaust hafa gefið loforðin áttu bágt með að sætta sig við að ráða ekki ferðinni í þessum efnum sem öðrum. Þess vegna stóð þessi umræddi þingmaður Alþýðubandalagsins upp í þing- inu til þess í senn að ráðast að Morgunblaðinu og fjármálaráð- herra. Tómasi Árnasyni var þetta vel ljóst, enda staðfesti hann með ræðu sinni frásögn Morgun- blaðsins. Þá brá svo kynlega við, að Ólafur Ragnar Grímsson stendur upp og þakkar ráðherr- anum fyrir að staðfesta það að frétt Morgunblaðsins væri röng! Vinnubrögð af því tagi, sem Ólafur Ragnar Grímsson við- hafði í þessum umræðum, eru alþekkt og hafa lengi verið stunduð. Þau voru hafin í æðra veldi í Þýzkalandi fyrir heims- styrjöldina síðari og meðan á stríðinu stóð af manni sem hét Joseph Göbbels. Þessi vinnu- brögð eru nú iðkuð í komm- únistaríkjum sérstaklega og af kommúnistaflokkum um víða veröld og áróðursmeisturum þeirra. Þau hafa lengi verið til í Morgnnblaðið og leiðrétting Alberts Einn af þingmönnum Sjálf- stæðisflokksins, Albert Guðmundsson, tók þátt í þessum umræðum til þess að koma því á framfæri, að frétt í Morgunblað- inu um að hann hefði hafnað tilboði frá þingbróður sínum í Sjálfstæðisflokknum um setu í fjárveitinganefnd væri „röng, ósönn og ódrengileg". Mikið liggur við, ekki verður annað sagt, þegar þingmenn telja'ekki duga að leiðrétta það, sem þeir telja ranglega hermt í sama blaði heldur gera sjálft Alþingi að vettvangi fyrir slíkar leiðrétt- ingar. Af þessu tilefni þykir Morgun- blaðinu rétt að taka fram, að sá kjarni fréttarinnar, að Albert hefði hafnað tilboði Ellerts B. Schram, stendur óhaggaður. Hins vegar telur Albert Guð- mundsson sig hafa fært fram aðrar ástæður fyrir þeirri neitun en tilgreint var í frétt Morgun- blaðsins: Morgunblaðið taldi sig hafa Qruggar heimildir fyrir þessari frétt en Morgunblaðið hefur jafnan leiðrétt það, sem ranglega hefur verið farið með í fréttum blaðsins. Til þess að koma slíkum leiðréttingum á framfæri við Morgunblaðið og lesendur þess, þarf hvorki ræður í þingsölum eða stóryrði um ódrengskap. Hitt er svo annað mál, að býsna margir kjósendur Sjálfstæðisflokksins þ.á m. í Reykjavík bíða þess með óþreyju að þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins taki til höndum í stjórnar- andstöðunni, sem þeir hafa haft lítinn tíma til að undanförnu sökum annarra anna. Þjóðin situr uppi með óvinsæla henti- stefnustjórn. Hún bíður eftir því að allir þingmenn stjórnarand- stöðu Sjálfstæðisflokksins taki höndum saman og snúi sér að stóru málunum; snúi saman bökum og stingi á þjóðarmein- semdinni: trúðleikum ríkis- stjórnar sem hefur sett alræðis- stefnu á oddinn, en gert atlögu að einstaklingnum. „Síöasta prímadonnan? Þetta hljómar nú eins og maður sé einhver risaeöla aftan úr forn- eskju. Annars hef ég heyrt þetta fyrr og býst við aö þaö sé vel meint, svo aö ég tek þaö ekkert nærri mér. En þaö má vel vera aö þaö sé engin eftir af þessum dæmigerðu prímadonnum nema ég. Tímarnir breytast svo ört. Lengi vel hélt ég að þetta prímadonnustúss liði undir lok þegar María Callas hyrfi af sjónarsviðinu, en þaö er sennilega enn viö lýði,“ sagði Anna Moffo, óperusöngkonan fræga, þegar við hittum hana aö máli í gær. — Og veiztu, sagöi hún og hallaöi sér fram, — þaö er ennþá til fólk, sem er meö leiguflugvél í takinu og fylgir manni eftir á tónleikaferö- um, rétt eins og þegar príma- donnur fyrri tíma voru meö aðdáendahópinn á eftir sér hvert sem farið var. Þá var þaö kannski skiljanlegt því aö tækifæri til aö hlusta á tónlist voru þá yfirleitt ekki annarsstaöar en í tónleika- sölum og óperuhúsum, en nú eiga allir útvarp, sjónvarp og hljóm- plötur. Anna Moffo er stjarna, ekki bara þegar hún stendur á óperu- sviði eöa tónleikapalli, heldur líka þegar hún gengur á milli sætarað- Þá fyrst færi nú að kárna gamanið anna í Háskólabíói til aö kanna á meöan undirleikarinn situr viö flygilinn og athugar tóngæöi hljóöfærisins. Allir eru á þönum í kringum hana og varpa öndinni léttar þegar hún gefur til kynna aö sér lítist „pretty good“ á húsa- kynnin, þótt útilokað sé aö gera sér grein fyrir hljómburöi í auðu húsi. Hún er glæsileg kona — sumir mundu segja fjallmyndarleg — og ennþá fallegri í eigin persónu en á myndum, ber sig eins og drottning, — í minkapels meö perulaga demant á stærð við íslenzkan perubrjóstsykurmola á vinstri hendi. — Nei, útlitiö hefur áreiöanlega ekki orðið mér til framdráttar á óperusviðinu, þvert á móti. Það hefur meira aö segja stundum beinlínis háö mér, — sumir eiga nefnilega bágt meö aö sætta sig viö að sama manneskjan fái í sinn skerf góða söngrödd og þokka- legt útlit, — vilja helzt aö óperusöngkonur séu upp undir fjögur hundruð pund að þyngd. En í fullri alvöru þá er óhætt aö segja að á sviöinu verö ég þess iðulega vör aö fólk gerir meira af því aö horfa á mig en hlusta. Þaö á ég bágt meö aö þola. Þannig fer söngurinn fyrir ofan garð og neðan, og þetta finn ég mætavel þegar önnur óperupersóna kemur inn á sviðiö og áheyrendur veröa skyndilega aö einu eyra þegar hún hefur upp raust sína. Sem sagt, útlitiö vekur ekki sérstaka athygli, þannig aö áheyrendur einbeita sér alveg að söngnum. Taliö berst að frægö, stjörnu- Ijóma og einkalífi, og Anna Moffo segist hvergi una sér betur en í New York þar sem hún er nú búsett. — Þaö skiptir mig miklu aö fá friö til aö vera ég sjálf — aö fá friö fyrir aðgangshörðu fólki. Ég held að New York sé eina borgin, sem ég þekki, þar sem hægt er aö fara allra sinna feröa án þess aö veröa fyrir ónæði. Þar fer ég hvert sem mér sýnist án þess aö gera sérstakar ráðstafanir og án þess aö nokkur kippi sér upp viö aö sjá mig tilsýndar, til dæmis í verzlun- um eöa úti á götu. Ég man eftir því að eitt sinn vorum viö báöar aö verzla í sömu stórverzluninni í New York, Barbara Streisand og ég. Áreiðanlega hafa flestir kann- ast viö bæöi hana og mig, en engum datt í hug aö líta viö, hvaö þá annaö. Þetta er allt ööru vísi í Evrópu og allra verst á ítalíu. Þar er eiginlega ekki viölit aö hætta sér út á götu því að alls staöar hópast aö manni fólk, sem vill fá aö tala viö þessa frægu mann- eskju, fá eiginhandaráritun, meö öörum oröum, komast í snertingu viö einhvern frægöarljóma, sem þaö dreymir um og heldur að sé hámark sælunnar. Þar fyrir utan er svo fólk, sem virðist hafa þaö fyrir eftirlætisiöju aö hundelta frægt fólk, Ijósmyndarar til aö mynda. Þeir eru alls staöar, líka í New York, og þeir geta verið erfiðir viöfangs. Nei, ég hef aldrei tekiö þaö til bragös að rjúka upp og segja þeim aö fara norður og niöur. Þá fyrst færi nú aö kárna gamanið. Sjáöu bara hvaö Jackie Kennedy, sem er góö vinkona mín, haföi upp úr því þegar hún lét eftir sér aö stugga viö Ijósmyndara, sem var búinn aö elta hana á röndum mánuðum saman. Síöan hefur hún bókstaf- lega ekki haft stundlegan friö fyrir ofsóknum þessa manns, sem virðist hafa þá köllun í lífinu aö reyna aö ná af henni vondum myndum og koma þeim í blööin. En þaö má ekki gleyma því aö þessar skuggahliöar skipta ekki neinu verulegu máli, því aö upp til hópa er fólk alúölegt, kurteist og velviljaö. Ég hef líka meiri ánægju af því aö syngja þegar fólk er í kringum mig, þaö er allt önnur tilfinning en aö koma fram í sjónvarpi eöa útvarpi. Samt þykir mér nú vænst um þaö hrós, sem ég fæ frá þeim sem hafa veriö aö hlusta á mig syngja í útvarpi eða á hljómplötu. Þá veit ég nefnilega aö það er veriö aö tala um sönginn sjálfan, ekki hvernig ég hef tekið mig út á sviðinu, hvort ég hef verið vel greidd eða hvort kjóllinn hafi farið mér vel eöa illa. — Ég veit ekki hvort þaö er rétt að tala um eftirlætishlutverk, það er nú yfirleitt það hlutverk, sem ég er aö syngja hverju sinni. Samt get ég ekki neitað því aö mér þykir sérstaklega vænt um Madame Butterfly. Madame Butt- erfly var mitt fyrsta aðalhlutverk þegar ég fór að koma fram í Scala-óperunni í Mílanó. En ég hef yndi af allri tónlist og hef lagt sérstaka rækt viö Ijóöasöng, auk óperunnar. Þaö er mikið vanda- verk aö velja saman tónlist á einsöngshljómleika eins og þá, sem hér verða í kvöld, sagði Anna Moffo aö endingu. — Þetta er ný efnisskrá, sem ég frumflyt í Carnegie Hall í New York í janúar, og á henni eru meöal annars lög eftir Richard Strauss og óperuarí- ur eftir Verdi, ítölsk átjándu aldar lög og þjóðlög frá Baskalandi í nýjum búningi. — Á.R. Sverrir Hermannsson, alþingismaður: „Komixin tími til að vinstri stjóm borgi á sig í orkumálum Austfirðinga Morgunblaðið sneri sér til Sverris Hermannssonar. alþingis- manns fyrir Austurlandskjör- dæmi og leitaði álits hans á fyrirhugaðri virkjun í Fljótsdal í Ijósi ummæla orkuráðherra í Mhl. fyrir skömmu um að hann vildi láta draga úr framkvæmdum við Hrauneyjaíossvirkjun og ráðast í Bessastaðaárvirkjun. Sverrir upplýsti að fyrrv. ríkis- stjórn hefði í vor tekið ákvörðun um fullhönnun og gerð útboðs- gagna virkjunar við Hól í Fljóts- dal, sem áformað er að virkja í tveim áföngum, samt 64 MW. Sagðist hann treysta því, að núverandi orkuráðherra héldi fram stefnunni þannig að hefja mætti framkvæmdir næsta vor. Hins vegar kvaðst Sverrir hafa spurt, að orkuráðherra hafi lýst yfir á aðalfundi Sambands sveita- stjórna á Austurlandi í sept. sl. að það væri háð því að takast mætti að fresta framkvæmdum við Hrauneyjarfoss hvort fram- kvæmdir yrðu hafnar við Hóls- virkjun. „Ef þetta er rétt hermt, þá eru það mikil vonbrigði vegna þess, að vafalaust er það beint þjóðhagslegt tap að fresta fram- kvæmdum við Hrauneyjarfoss. Ég er niðurskurðarmaður á öllum öðrum sviðum en samgöngumála og orkumála," sagði Sverrir. „Það er enda tími til kominn að vinstri stjórn á Islandi borgi á sig í orkumálum Austfirðinga. Við- reisnarstjórnin hafði hafið rann- sóknir á Fljótsdalshéraði, en vinstri stjórnin 1971—1974 stöðv- aði þær með öllu.“ Til upplýsingar fyrir Mbl. sagð- ist Sverrir að lokum vilja geta þess að upphaflegu hugmyndirnar um virkjun Bessastaðaár væru löngu úr sögunni, þótt ráðamenn hefðu hingað til ekki haft þrek til að játa það nema í einkasamtölum. „Á hinn bóginn fylgdi ég ein- dregið heimildarlögunum um „Bessastaðaárvirkjun" vegna þess, að með því móti náðu rannsóknir á heiðinni fram að ganga. Hinsvegar nennti ég ekki að þegja lengi yfir skoðunum mínum á því máli og mótaðar voru eftir áliti sérfræð- inga sem ég tek mark á,“ sagði Sverrir að lokum. Sverrir Hermannsson. Búið að tryggja sölu á 165 þús. tunnum af síld „ÞAÐ er búið að tryggja sölu á 165 þúsund tunnum af saltsíld," sagði Gunnar Flóvenz, framkvæmda- stjóri síldarútvegsnefndar, í sam- tali við Mbl. í gær. „Það er búið að semja um sölur á 150 þúsund tunnum til Sovétríkjanna, Sví- þjóðar, Póllands, Vestur-Þýzka- lands og Finnlands, og 15 þúsund tunnur fara til frekari vinnslu innanlands hjá niðurlagningar- verksmiðjunum og síldarútvegs- nefnd.“ Gunnar sagði að Pólverjar hefðu viljað kaupa 40.000 tunnur en þar sem þeir gerðu kröfur um afgreisðslu svo snemma, var ekki samið um sölu á nema 20.000 tunnum til Póllands. Heildarsöltunin í fyrra varð 152.000 tunnur, en þá voru veidd 28.000 tonn af síld, þótt kvótinn væri 25.000 tonn. Síldveiðikvótinn í ár er 35.000 tonn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.