Morgunblaðið - 26.10.1978, Side 27

Morgunblaðið - 26.10.1978, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1978 27 Eyjólfur Konráð Jónsson: Innlend lántaka til að ljúka Norður- og Austurvegi — 2000 m.kr. árlegt happ- drættislán næstu 4 árin Eyjólfur Konráð Jónsson (S) mælti í gær fyrir frumvarpi til laga um happdrættislán ríkissjóðs, f.h. Vegasjóðs, vegna framkvæmda við Norðurveg og Austurveg. Gert er ráð fyrir 2000 m. kr. árlegri lántöku innanlands, í happdrættisformi, til ljúka þessu vegaverkefni á næstu fjórum árum. EKJ sagði m.a.: Þegar lögin um happdrættislán vegna Norðurvegar og Austurveg- ar voru samþykkt vorið 1975, markaði Alþingi mikilvæga stefnu í samgöngumálum þjóðarinnar, enda náðist víðtæk samstaða um þá stefnumörkun. Með þessari löggjöf ákvað Alþingi að hraða gerð aðalvega landsins, stefna að góðvegakerfi. Megináherzlan yrði lögð á að fullgera veginn milli Akureyrar og Reykjavíkur, en samhliða yrði stórátak gert til að bæta Austurveg, allt til Egils- staða. Lögin gerðu ráð fyrir því, að 2000 milljónir króna yrðu boðnar út í happdrættisskuldabréfum í þessum tilgangi næstu fjögur árin og kæmi það fé til viðbótar því fjármagni, sem til þessara vega væri veitt á vegaáætlun. Ef sæmilega stöðugt verðlag hefði verið og lögunum framfylgt út í æsar, væri þessu verkefni nú um það bil að ljúka. Hinsvegar fór svo, I illu heilli, að lögin um Norðurveg og Austurveg hafa fram til þessa ekki náð nema takmörkuðum árangri. Ber þar margt til. í fyrsta lagi hefur hin geigvæn- lega verðbólga skert þetta fjár- magn eins og annað. I öðru lagi voru framlög til verklegra fram- kvæmda skorin niður í sambandi við viðnám gegn verðbólgu og þá klipið af framlögum til þessara megin vega. í þriðja lagi var kapp lagt á gerð Borgarfjarðarbrúar nokkrum árum of snemma og í fjórða og versta lagi lét Alþingi sig hafa það að brjóta landsins lög með því að samþykkja vega- áætlanir, sem gengu í blóra við lögin um Norðurveg og Austurveg, þótt þingmenn allir ættu að vita, að lögum er ekki unnt að breyta með þingsályktunum. Samgöngumálaráðherra í fyrr- verandi ríkisstjórn og síðan ríkis- stjórnin í heild gáfu yfirlýsingar um það, að þrátt fyrir þessi tiltæki yrði tilgangi laganna náð, en nokkru síðar en áætlað hefði verið. Þeirri ríkisstjórn entist þó ekki Eyjólfur K. Jónsson. aldur til að uppfylla það fyrirheit, og er málið því enn í höndum Alþingis. Auðvitað er mér fullljóst að menn getur greint á um leiðir til fjármögnunar, þótt þeir séu sam- mála um nauðsyn framkvæmda. Skattheimtubrjálæðið í þessu landi er nú orðið með þeim hætti að meira þola menn ekki, hvorki beina né óbeina skatta og raunar er ég þess fullviss, að senn muni fólk segja: hingað og ekki lengra og síðan: Spörkum þessu kerfi öllu út í hafsauga. Auknir skattar, hvort heldur er á umferð eða annað eru því ekki í myndinni að mínum dómi til að framkvæma það verkefni, sem þó verður að ná fram að ganga. Þá er nefnd sú auðvelda leið að taka stórfelld lán erlendis, allt þar til lánstraust er þorrið og óðaverð- bólgan situr hér ein við völd, eins og mér sýnist raunar að sé á næsta leiti. Nú hef ég síður en svo neina fordóma gagnvart hóflegum er- lendum lántökum til arðvænlegra framkvæmda — og það er gerð góðveganna sannarlega, kannski arðvænlegri en flest annað. Eg mundi t.d. vera því meðmæltur, að erlent lán yrði tekið til $ð ljúka gerð Borgarfjarðarbrúar. Úr því að ráðist var í hana of snemma er ekki um annað að ræða en að ljúka henni sem fyrst og koma í veg fyrir að sú framkvæmd taki meira og minna fjármagn frá allri annarri vegagerð. Síðan ræddi EKJ möguleika erlendrar fjáröflunar til vega- framkvæmda, sem hann sagði vel athugandi t.d. til Borgarfj.-brúar, svo hún dragi ekki fjármagn frá almennum vegaframkvæmdum, og fleiri þætti og hliðar þessa máls. I lok ræðu sinnar sagði hann: Verkefni það, sem hér er miðað við að leysa á 4 árum er auðvitað miklu stærra en svo, að happ- drættislánið eitt nægi. Norðurveg- ur fullgerður mun líklega kosta nálægt 20 milljörðum, að Borgar- fjarðarbrú undanskilinni, enda hér gert ráð fyrir að fjármagna hana með erlendu lánsfé. Hlutur Norðurvegar í happdrættisfénu yrði 5.333 milljónir eða nálægt fjórðungi heildarkostnaðar. Við eðlilegar aðstæður ætti fé á vegaáætlun að nægja til að markinu yrði náð, ef ekki á 4 árum þá væntanlega 5 árum. En nánari grein verður fyrir þessu gerð í umræðum um þingsályktun þá, sem áður er getið um, að nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins flytji. Um það má lengi deila, hvaða fjárveitingar til vegamála eigi að sitja í fyrirrúmi. Um hitt verður ekki deilt, að gerð‘ aðalvega landsins er eitt brýnasta byggða- málið, bæði vegna lækkaðs flutn- ingskostnaðar og margháttaðs annars hagræðis. Þetta er stórmál, og það verður fram að ganga. Að lokinni framsögu EKJ tóku til máls Alexander Stefánsson (F), Helgi F. Seljan (Abl) og Jón Helgason (F) og tóku jákvætt í meginefni frumvarpsins. EKJ þakkaði síðan góðar undirtektir og kvaðst reiðubúinn að ræða hugs- anlegar breytingar á frv., t.d. varðandi hækkun fjármagnsöflun- ar. Alþingi ein málstofa: Kostir og gallar Finnur Torfi Stefánsson (A) mælti nýverið fyrir frumvarpi til laga um breytingu á stjórn- arskrá, þ.e. um niðurfcllingu deildaskiptingar og eina mál- stofu Aiþingis. í máii si'nu rakti hann sögu og starfshætti þingsins frá því að það var fyrst endurreist sem ráðgjafar- þing og síðan scm löggjafar- þing. Sagði hann Alþingi nú í raun þrjár málstofur. Störf Alþingis myndu ódýrari og einfaldari f einni málstofu. Breytt nefndaskipan myndi hafa mikla þýðingu og stuðla að betra starfi. Veigamikil röksemd fyrir afnámi deilda- skiptingar væri áhrif hennar á meirihlutavaid og ríkisstjórn. Til þess að rikisstjórn hefði meirihluta í báðum deildum þyrfti hún að styðjast við 32 þingm. eða 53,3%. Gallar og kostir einnar málstoíu Lúðvík Jósepsson (Abl) sagði að breytt skipan Alþingis, nið- urlagning deildaskipunar og ein málstofa Alþingis kæmi fylli- lega til greina, en menn verði þá að gera sér fyrirfram fulla grein fyrir afleiðingum breytingar- innar, göllum sem kostum. Það er rökvilla að mínum dómi að núv. skipan tefji þingstörf, sagði hann. — Ef öll mál yrðu flutt inn í eina málstofu, þá myndi Alþingi afkasta miklum mun minna en það gerir í dag, það myndi sitja verulega lengur, ef það ætti að komast yfir hliðstæð verkefni, og það myndi kosta miklu meira. Þetta sýnir reynsl- an okkur af vaxandi störfum Sameinaðs þings. Ef öll þingmál væru í einni málstofu, þyrftum við að axla það sam slíkri breytingu hefur fylgt annars staðar, þ.e. að leggja niður tiltölulega frjáls- legar umræður sem nú tíðkast í allra áheyrn. Ræðutími hvers og eins þingmanns yrði verulega takmarkaður, jafnvei bundinn við fáar mínútur, eins og víða er gert. Þessi breyting kallar og á tiltölulega stórar þingnefndir. Jafnvel 15—17 manna nefndir. Þá fer nú að hendast á munum með skipan efri deildar, þar sem nú eru 20 þm. Höfuðgallar núv. skipulags eru þeir að ekki er hægt að mynda meirihlutastjórn með minna en 32 þm., og hægt er að stöðva, jafnvel fella mál í efri deilda með 1/6 þingmanna. En það er hægt að leiðrétta þessa galla án þess að leggja niður þingdeildir. Alþingi gæti t.d. unnið í tveimur jafnfjölmennum deildum — og viðhaldið því lýðræði, sem felst í tiltölulega frjálsum umræðum í þinginu. Þeir, sem vilja taka upp eina málstofu, verða jafnframt að gera grein fyrir því, hvernig þingstörfum verði breytt að öðru leyti, sem óhjákvæmilegt verður. Eðlilegt er að þessi mál verði öll skoðuð vel í hinni nýju stjórnarskrárnefnd, í samræmi við samkomulag þingflokka og samþykkt Alþingis þar um. Ræðutími misnotaður Benedikt Gröndai (A) sagði það rétt hjá L.Jó., að ekki væri hyggilegt að rjúka til og sam- þykkja þetta frv. Það væri fyrst og fremst lagt fram til að leggja áherzlu á mikilvægt atriði, sem kæmi til kasta nefndar um endurskoðun stjórnarskrár á tilteknum tíma. Benedikt Grön- dal sagði núverandi nefndaskip- an Alþingis óvirka. Kerfið í heild væri óvirkt. Hann sagði og rétt að horfast í augu við þá staðreynd að ræðufrelsi á Al- þingi hefði verið herfilega mis- notað. Hér ætti að vera hægt að breyta til á þann veg að full lýðræðisleg sæmd væri viðhöfð. B.Gr. sagði deildarskipting- una fjötur um fót heilbrigðum stjórnarháttum og eðlilegum stjórnarmyndunum. Hann lagði og áherzlu á að Alþingi ætti að vera ein málstofa, ei^is og það hafi verið á dögum Jóns Sig- urðssonar, og eins og þing starfaði í flestum nágranna- löndum okkar. - Ný þingmál - Ný þingmál - Utanríkismálanemd rannsaki mengun- arhættu umhverfis yallarsvæðið Verndun og könnun Breiðafjarðar Friðjón Þórðarson (S) flytur tillögu til þingsályktunar um könnun og verndun á lífríki Breiðafjarðar. Samkvæmt tillögunni skal ríkis- stjórnin beita sér fyrir könnun á fjölþættu lífríki Breiðafjarðar og verndun þess, eftir því sem þurfa þyki, í samráði við heimamenn og náttúruverndarsamtök. Tillögunni fylgir löng og ítarleg greinargerð, sem lýsir náttúru og nytjum þessa svæðis, láðs og lagar, nauðsyn náttúruverndar og jafnvel friðunar (sbr. lög um friðun Mývatnssveitar). Þar er og rakin forsaga þessa máls, allt frá því Friðjón og Sigurður Ágústsson fluttu tillögu á Alþingi 1956 um fiskirannsóknir í Breiðafirði og innfjörðum hans. Slitlag á vegi Vilhjálmur Iljálmarsson (F) og fjórir aðrir þingmenn Framsóknarfl. flytja tillögu til þingsályktunar um 10 ára áætlun um að leggja bundið slitlag á hringveginn umhverfis landið til Vestfjarða og um Snæfells- nes og um fjáröflun til þeirra framkvæmda. Áætlun þessa skal fella að hinni almennu vegaáætlun. Suðurnesjaáætlun Gils Guðmundsson (Abl) og Geir Gunnarsson (Abl) endurflytja til- lögu sína um Suðurnesjaáætlun. Samkvæmt tillögunni skal Fram- kvæmdastofnun ríkisins undirbúa framkvæmda- og fjármögunaráætl- un um alhliða atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum, sem flýtt verði eftir föngum og áfangaskýrslur gefnar út strax og við verður komið. I tillögugreininni er m.a. lögð áherzla á samvinnu og skipulag um öflun hráefnis (fisk) og vinnslu, þar sem litið verði á Suðurnesin sem heild; hæfilegan og nógu fjölbreytt- an skipastól; nauðsynlega endurnýj- un og uppbyggingu frystiiðnaðar; sem og hugsanlegar nýjungar í tilurð -atvinnutækifæra. Áætlunin skal unnin í samráði við Samstarfsnefnd sveitarfélaga á Suðurnesjum og einstakar sveitarstjórnir og hags- munafélög. Varnir gegn olíumengun í nágrenni Kefla- víkurflugvallar Gunnlaugur Stefánsson (A) hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að utanrikismálanefnd Alþingis verði falið að rannsaka hversu mikil mengun hefur nú þegar hlotist af olíu í jarðvegi umhverfis Keflavíkur- flugvöll. Athugað verði sérstaklega, hversu mikil hætta stafar af olíu- mengun gagnvart vatnsbólum byggðarlaga á Suðurnesjum. Nefnd- in kanni einnig réttarstöðu byggðar- laga á Suðurnesjum gagnvart afleið- ingum olíumengunar af einu eða öðru tagi. Lögð verði áherzla á í athugun þessari að hafa náin samráð við stjórnir sveitarfélaga í nágrenni við Keflavíkurflugvöll. Störfum nefndarinnar verði hraðað.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.