Morgunblaðið - 26.10.1978, Side 28

Morgunblaðið - 26.10.1978, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1978 Geir Viðar Vilhjálmsson: Tíbet fyrr og nú Vegna þess hversu val fræðslumynda sjónvarpsins er venjulega vandað, get ég ekki orða bundizt út af myndinni um Tíbet á sunnu- dagsk.völdið. Einmitt vegna þess að myndin var forvitni- leg og sýndi myndir af þjóðfélagsástandi í Tíbet eftir valdatöku Kínverja, eru rangfærslur og ósannindi sem lætt var með um Búddhatrú Tíbetinga fyrrum svo augljósar öllum sem kynnt hafa sér heimildir að sá þáttur myndarinnar getur eigi flokkast undir annað en áróður, mjög lævísan meira að segja. Þeim sem ekki til þekkja getur virzt að táknmyndir dauðaguðsins úr tíbezkum sið beri vott um djöflatrú, svo sem haldið var fram í myndinni, en jafnvel byrj- endabækur um tíbezka Búddhatrú benda á að mynd- ir af þessu tagi séu skil- greindar sem kennslutæki, táknræn ábending til nemandans um þá frum- stæðari eðlisþætti sem í dulvitund mannsins búa og sem læra þarf að stjórna til Tarthang Turku. einn af tíhetskum flóttamönnum til vesturlanda. þessa löngu menningarhefð sem arðrán aðals og klerka á óbreyttri alþýðu er að sjálf- sögðu í anda hinna nýju valdhafa í Tíbet, höfundur myndarinnar, Green, hefur vitandi eða óafvitandi tekið að sér að túlka þeirra sjónarmið. Að sýna mynd þessa at- hugasemdalaust er sjón- varpi íslendinga til minnk- unar. Nokkur heimildarit: 1. Crystal Mirror, 1972, meðfylgjandi mynd. 2. Reflections of Mind, hvor- tveggja ritstýrt af tíbezkum fræðimanni, Tarthang Tulku, ásamt fleiri ritum útg. af Dharma Publishing, 5856 Doyle Street, Emery- ville, California 94608. 3. Foundations of Tibetan Mysticism, eftir þýzkan fræðimann sem tók sér heitið Anagarika Govinda, Rider and Co. 4. Way of the White Clouds, ferðasaga með heimspeki- legu ívafi eftir sama höfund. 5. Born in Tibet, frásögn tíbezks heimspekings um uppvöxt sinn, þjálfun og flótta til Indlands. Lýsing Tíbetings á þjóðfélagsað- stæðum í Tíbet við valdatöku Kínverja. Höf. Chögyam Trungpa, Allen-Unwin (einnig vasabrot). 6. The Opening of the Wis- dom-Eye, myndskreytt yfir- lit eftir 14. Dalai Lama, Social Science Association Press of Thailand, Bangkok. þess að komast áleiðis á þroskaferli mannsins. Það er ekki ætlunin með þessum línum að verja hina augljósu efnahagslegu van- kanta hinnar fornu tíbezku menningar né heldur að kasta rýrð á efnalegar fram- farir, tækni og menningar- strauma sem fylgdu í kjölfar valdatöku Kínverja. Hvort- tveggja eru sögulegar stað- reyndir og tæknimenning 20. aldarinnar hefði sjálfsagt fyrr eða síðar haldið innreið sína í Tíbet og umbylt hinum fornu þjóðháttum, ef marka má orð Padmasambhava, eins af aðalforvígismönnum útbreiðslu Búddhismans í Tíbet, sem að því er heimild- ir herma lét svo um mælt á 9. öld, að „þegar járnfuglinn flýgur breiðist Búddhasiður frá Tíbet til vestursins." Að „járnfugl" geti merkt flugvél er víst ekki mjög langsótt, og í kjölfar valdatöku Kínverja flúðu þúsundir Tíbetbúa til Indlands og hafa þaðan dreift sér víða. Það sem áður var lokað land menningar- lega séð og á fárra færi að kynnast, sáði skyndilega frækornum fornrar þekking- ar til annarra landa. Fyrir utan öll hin hefðbundnu fornu heimspekirit Búddha- siðar færðu flóttamennirnir með sér helztu heimspekirit meir en þúsund ára gamallar tíbezkrar hefðar. Að túlka Imelda Blöchliger. Tónleikar og fgrirlestur um orgelsmíði SVISSNESKI orgelleikarinn Im- elda Blöchliger heldur tónleika í Dómkirkjunni í Landakoti föstu- daginn 27. október. Mun hún leika verk eftir 5 tónskáld. Mendelssohn, Brahms. César Franck, Jéhan Alain og Léon Boellmann. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30. Imelda Blöchliger mun einnig flytja erindi í Norræna húsinu á laugardag, 28. október, og fjallar það um gerð svissneskra orgela. Mun hún lýsa svissneskri orgel- smíði með tón- og mynddæmum, svo og sögufrægum hljóðfærum og nútíma orgelsmíði. Erindið hefst klukkan 16.00. . atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Skrifstofa nor- rænu ráðherra- nefndarinnar Norræna byggingarákvæðanefndin, NKB. er sam- starfsvettvangur miöstjórnar byggingarmála á Norðurlöndum og hlutverk hennar er aö samræma félagslegar byggingarreglur ásamt tilheyrandi kerfi af samþykktum og eftirliti. NKB óskar eftir ritara /Eskilegt er aö hann geti hafið störf ekki seinna en 1. janúar 1979. Verkefni: Aö sjá um framkvæmdastjórn á áætlana- gerö nefndarinnar og taka þátt í vissri áætlanagerö, þá helst á tæknisviöi. Semja greinargeröir og skýrslur í sambandi viö áætlanir og samhæfa birtingu gagna. Kanna og leggja fram gögn um hvernig framkvæmd á Stefnu NKB er háttaö í hverju landi um sig, sjá um þau störf er til falla hverju sinni hjá nefndinni og bera ábyrgð á afgreiðslu. Hæfniskröfur: Reynsla af opinberri stjórnsýslu og nákvæm þekking á áætlanagerö og skýrslugerð. Góöir hæfileikar til aö tjá sig í ræöu og riti. Margra ára ábyrgðarstarf vel viö hæfi í byggingariðnaöi. Aösetursstaöur: Einhver af höfuöborgum Noröur- landa (í tengslum viö heppilega stofnun) samkvæmt nánara samkomulagi. Hugsanlegar óskir í þessu efni komi fram í umsókninni. Ráðning: Samningur til 2—4 ára. Laun: Samkvæmt hæfni eftir nánara samkomulagi. Launaflokkun tengist reglum um launakerfi í því landi sem ritarinn hefur aösetur í. Upplýsingar um ráöningarkjör má fá meö því aö snúa sér til administrasjonssjef Per M. Lien, Nordisk Minister- ráds sekretariat, Oslo, sími (02) 11-10-52. Upplýsingar gefa kontorchef Johs Blöcher, Boligministeriet, Köbenhavn, sími (01) 11-02-01, Överingeniör Esko Mononen, Ministeriet för inrikesárenaena, Helsingfors, sími (9.0) 160-29-40-, sjefarkitekt Odvar Hedlund, Kommunal- og Arbeids- departementet, Oslo, sími (02) 20-22-70 og överingeniör Gunnar Essunger, Statens planverk, Stockholm (sími: 08-54-09-40). .-Umsókn: Sendist NKB, c/o Statens planverk, Fack, S-10422 Stockholm ekki seinna en 15. nóvember 1978. Atvinnurekendur Rafvirki óskar eftir atvinnu. Margt kemur til greina. Reynsla í sölustörf- um. Nokkur enskukunnátta er fyrir hendi. Tilboö sendist Mbl. merkt: „Rafvirki — 4151“. Tölvuritari (götun) Óskum eftir aö ráöa tölvuritara, helzt vanan, sem fyrst. Um fullt starf er aö ræöa. rekstrartækni sf. SíSumúla 37 - Sfmi 85311 Verslunarstjóri — lagermaður Kaupfélag Saurbæinga óskar aö ráöa verslunarstjóra — lagermann. Starfiö er fólgið í daglegri umsjón meö lager og verslun félagsins. Aöeins reglusamur fjölskyldumaöur kemur til greina. Einbýlishús fylgir starfinu. Upplýsingar gefur kaupfélagsstjóri, Hafþór Helgason sími um Neðri-Brunná. Iðnverkafólk — atvinna Óskum eftir aö ráöa nú þegar eöa eftir samkomulagi, laghent iönverkafólk til verksmiöjustarfa. Góö vinnuaöstaöa. Mötu- neyti á staönum. Upplýsingar hjá verk- stjóra. H.F. Raftækjaverksmiöjan Lækjargötu 22, Hafnarfiröi. Laus staða Dósentsstaöa í jaröeðlisfræði viö eölis- fræðisskor í verkfræöi- og raunvísindadeild Háskóla íslands er laus til umsóknar. Dósentinum er einkum ætlaö aö kenna eðlisfræöi fastrar jaröar. Umsóknarfrestur er til 20. nóvember n.k. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um vísindastörf þau, er þeir hafa unniö, ritsmíöar og rannsóknir, svo og námsferil og störf. Umsóknir skulu sendar Menntamálaráöu- neytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík. Menn tamálaráöuneytiö, 23. október 1978. VANTAR ÞIG VINNU (nj VANTAR ÞIG FÓLK í Z5> lA' Al'GLYSIR l M ALLT LAND ÞF.GAR ÞL' AL'G- LÝSIR í MORGLNBLAÐINl

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.