Morgunblaðið - 26.10.1978, Síða 30
3 0 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1978
FRÁ BORGARSTJÓRN • FRÁ BORGARSTJÓRN • FRÁ BORGARSTJÓRN • FRÁ BORGARSl
r
Birgir Isleiftir Gunnarsson:
Hjal meírihlutans um
sparnað er marklaust
þegar koma skal
flokksmanni á stall
Staða forstöðumanns Þróunar-
stofnunar Reykjavíkurborgar varð
borgarfulltrúum deiluefni á fundi
borgarstjórnar 19. okt. Upphaf
málsins er, að á borgarráðsfundi
10. október samþykkti borgarráðs-
meirihlutinn að auglýsa stöðu
forstöðumanns Þróunarstofnunar
lausa til umsóknar. Birgir Isleifur
Gunnarsson (S) kvaddi sér hljóðs'
vegna þessa á borgarstjórnarfund-
inum. Hann sagði lengi hafa verið
ljóst, að ekki væri gott ef hvert
sveitarfélag um sig á höfuðborgar-
svæðinu ynni sér við sitt aðal-
skipulag þar sem allt svæðið væri
svo samtengt. Því hefði komið upp
hugmynd um samtök sveitarfélaga
á höfuðborgarsvæðinu og síðan
skipulagsstofnun höfuðborgar-
svæðisins. Nú ætti aðeins eftir að
staðfesta samningsdrögin og
undirrita. flert væri ráð fyrir, að
Þróunarstofnunin yrði hluti af
hinni nýju skipulagsstofnun.
Þróunarstofnunin hefði unnið að
aðalskipulagi borgarinnar, sem
samþykkt var í apríl 1977. Þann 1.
sept. s.l. hafi Hilmar Ólafsson
forstöðumaður Þróunarstofnunar
látið af störfum. Þá hafi borgar-
verkfræðingur fallist á að taka við
stjórn Þróunarstofnunar um sinn.
I drögum að samningi um skipu-
lagsstofnun höfuðborgarsvæðisins
segir m.a.: „... Þróunarstofnun
skal verða kjarni þessarar stofn-
unar og að fullu sameinuð henni
fyrir árslok 1978.“ Síðan sagði
Birgir Isleifur: „Við sem sitjum í
borgarráði höfum margsinnis orð-
ið varir við, að Alþýðubandalagið
hefur lagt áherzlu á að auglýsa
þessa stöðu lausa enda þótt þeir
viti, að Þróunarstofnun Reykja-
víkurborgar verður ekki til eftir
nokkra mánuði. Nú sem oft áður
létu samstarfsflokkar Alþýðu-
bandalagsins undan þrýstingn-
um.“ Birgir ísleifur sagði það
hneyksli að ráða forstöðumann í
stöðu hjá stofnun sem senn verður
lögð niður. Þessi þróun benti ekki
nema til eins. Þess, að Alþýðu-
bandalagið vildi koma á stall
flokksmanni sínum til að taka við
skipulagsmálunum. Ef þessi til-
gáta væri röng myndi hann
viðurkenna það. En grunnt væri á
sparnaðartali hjá borgarstjórnar-
meirihlutanum þegar halda ætti
til streitu að auglýsa stöðuna.
Birgir Isleifur sagði, að málsmeð-
ferð þessi væri hneykslanleg og
vegna þessa flytti hann eftirfar-
andi tillögu frá borgarfulltrúum
Sjálfstæðisflokksins: „Borgar-
stjórn samþykkir að fresta því að
auglýsa stöðu forstöðumanns
Þróunarstofnunar Reykjavíkur,
enda er algjör óvissa um framtíð
stofnunarinnar, þar sem ráðgert
er að Þróunarstofnunin verði hluti
af sameiginlegri skipulagsstofnun
sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð-
inu. Þá er og eðlilegt, að borgar-
stjórn ákveði fyrst hvernig hún
hyggst hafa meðferð eigin skipu-
lagsmála áður en jafn mikilvæg
ákvörðun verður tekin og felst í
ráðningu forstöðumanns Þróunar-
stofnunar." Markús Örn Antons-
son (S) sem sæti á í stjórn
samtaka sveitarfélaga á höfuð-
borgarsvæðinu tók næst til máls
og sagði að nýkjörin stjórn
samtakanna hefði komið saman til
síns fyrsta fundar s.l. þriðjudag.
Þar hefðu menn verið sammála
um að knýja á um undirritun
samkomulagsins og setja
mánaðarfrest til þess. Staðfestur
samningur verði með öðrum orð-
um í höndum sveitarfélaganna
eftir um það bil fjórar vikur.
Markús Örn sagði illskiljanlegt
hvers vegna þessi ofsalegi hraði
þyrfti að vera á að auglýsa
umrædda stöðu, þegar staðreyndir
málsins væru kannaðar. Hann
kvaðst óttast/ að þessi ákvörðun
meirihlutans gæti tafið fyrir
framgangi á stofnun Skipulags-
stofnunar. Hann kvaðst mælast
eindregið til þess, að öllum ákvörð-
unum um málið yrði frestað og
gera þurfi nágrannasveitarfélög-
(unum grein fyrir hvað verið er að
ráðast í áður en staða forstöðu-
mannsins verður auglýst. Adda
Bára Sigfúsdóttir (Abl) sagði
óþarft fyrir Markús Örn að óttast,
að seinkun yrði á stofnun skipu-
lagsstofnunar höfuðborgarsvæðis-
ins þó ráðið yrði í umrædda stöðu.
Ljóst sé, að ekki væri gott að vera
án manns sem borið hefur skipu-
lagshlutverkið uppi. Hægt verði að
glíma við deiliskipulagið áfram.
Markús Örn Antonsson minnti
á, að ef ætlunin væri að skipulags-
stofnunin glímdi við deiliskipulag
hverfa þá væri v«rt að minnast
þess, að hjá borginni væri til
sérstök skipulagsdeild og tíma-
bært væri að hefja nú umræður
um innri skipulagsmál.
Sigurjón Pétursson (Abl) sagð-
ist ekki telja það koma neinum á
óvart þó hér væri ágreiningur því
ágreiningur hefði orðið mikill við
afgreiðslu á aðalskipulaginu 1977.
Þó það hefði þá verið samþykkt
væri ljóst að töluverð vinna væri
eftir við aðalskipulagið. Sigurjón
sagði, að hér væri ekki um
óeðlilegan hraða á málum að ræða.
Albert Guðmundsson (S) ræddi
nokkuð um samtök sveitarfélag-
anna almennt en sagði síðan, að
hér væri ein silkihúfan á ferðinni
enn. Þess vegna fagnaði hann
öllum drætti sem yrði á málinu.
Kristján Benediktsson tók einnig
til máls. Borgarstjórnarmeirihlut-
inn felldi tillögu Sjálfstæðis-
flokksins, en samþykkti síðan sína
tillögu um að auglýsa stöðu
forstöðumanns lausa.
Einróma samþykkt borg-
arstjórnar um úrbæt-
ur í málum fatlaðra
Borgarstjórn Reykjavík-
ur hefur nú samþykkt
fyrstu tillögur um úrbætur í
málefnum fatlaðra. Tillög-
urnar koma, frá nefnd sem
borgarráð skipaði nýlega til
að athuga þessi mál. Niður-
staðan varð þessi: A. 1.
Reykjavíkurborg tekur að
sér að tryggja rekstur
Kiwanisbílsins, fyrst um
sinn í samvinnu við Vinnu-
og dvalarheimili Sjálfs-
bjargar. 2. Leitað verði
verðtilboða í tvo sérhann-
aða bíla fyrir hjólastóls-
bundið fólk. 3. Athugaðir
verði möguleikar á að koma
fyrir lyftu- og öðrum búnaði
í einum af strætisvögnum
S.V.R. Mætti nota þann
vagn fyrir sérþarfir þessa
fólks t.d. flutninga í leikhús,
myndlistasýningar,
skemmtiferðir og fleira.
B. Borgarverkfræðingi
verði falið að gera tillögur
um ákveðnar hindrunar-
lausar gönguleiðir fyrir
hreyfihamlaða og leggja
fyrir borgarráð í hvaða röð
rétt sé að framkvæma
nauðsynlegar aðgerðir.
„Jafnframt fylgi kostnaðar-
áætlun um einstakar fram-
kvæmdir.
Það var Egill Skúli Ingi-
bergsson borgarstjóri, sem
hafði framsögu fyrir tillög-
unum. Birgir ísleifur
Gunnarsson sagði m.a. að
þó ávallt hefði verið stutt
við fatlaða þá væri engin
launung á því, að gangan
mikla að Kjarvalsstöðum
um daginn hefði haft sterk
áhrif á þá sem hana sáu.
Gangan ýtti á eftir lausn í
málum fatlaðra og væri
slíkt vissulega ánægjuefni.
Fleiri borgarfulltrúar tóku
einnig til máls og lýstu þeir
allir ánægju sinni með
þessar tillögur.
Rætt um heilsugæzlu-
stöðina í Mjóddinni
A síðasta fundi borgarstjórnar
bar Birgir Isleifur Gunnarsson (S)
fram eftirfarandi fyrirspurn.
„Borgarstjórn hefur markað þá
stefnu að byggð skuli sem fyrst
heilsugæzlustöð í Mjóddinni fyrir
Breiðholtshverfi. A grundvelli
þess hefur verið unnið að því að
fullhanna mannvirki, þannig að
þau verði tilbúin til útboðs strax
og fjárveiting fæst. Nú hefur
fulltrúi Framsóknarflokksins í
heilbrigðismálaráði kveðið upp úr
með það, að þessi ákvörðun hafi
verið röng og fresta eigi fram-
kvæmdum. Því er spurt: Er að
vænta stefnubreytingar í þessu
máli í borgarstjórn? Adda Bára
Sigfúsdóttir (Abl) svaraði og
sagði, að stefnubreytingar væri
ekki að vænta í málinu og
heilsugæzlustöð myndi rísa þarna.
Hönnunarkostnaður og fleira í
sambandi við bygginguna væri
kominn yfir 20 milljónir. Hægt
hefði gengið að fá fjármagn frá
ríkinu, en það á að greiða hluta af
byggingunni. Hins vegar hefði á
síðustu fjárlögum fengist örlítið,
þ.e. 3 millj. króna. Adda Bára
sagðist vita til þess, að heilbrigðis-
málaráðuneytið vildi ýta þessu
máli áfram, en hins Vegar hefði
vantað fé úr ríkiskerfinu. Brýn-
asta verkefnið væri ekki lengur að
láta hanna og hanna heldur að
byrja á verkinu. Hún kvaðst telja,
að fulltrúi Framsóknarflokksins í
heilbrigðismálaráði myndi verða
sammála því að verkinu bæri að
þoka áfram sem mögulegt væri.
Birgir ísleifur Gunnarsson (S)
kvaðst fagna því, að ekki væri að
vænta stefnubreytingar í málinu
þrátt fyrir yfirlýsingar fulltrúa
Framsóknarflokksins í heilbrigð-
ismálaráði. Birgir ísleifur kvaðst
þeirrar skoðunar, að rétt hefði
verið staðið að málum í upphafi.
Mjög fær arkitekt hefði hannað
húsið og yrði það vandað. Ríka
áherzlu bæri að leggja á, að allir
borgarfulltrúar sameinuðust um
að knýja á um fjárveitingu í
byggingu þessarar heilsugæzlu-
stöðvar. Birgir Isleifur kvaðst vita
að heilbrigðisráðuneytið vildi ýta
þessum málum áfram.
Kristján Benediktsson (F) sagði,
að stefnubreytingar væri að vænta
í borgarstjórn varðandi málið.
Núverandi borgarstjórnarmeiri-
hluti ætlaði nefnilega að hefja
byggingu stöðvarinnar og væri það
meira en fyrri meirihluti hefði
gert. Þýðingarlaust væri að láta
mál þetta veltast sífellt áfram og
gera ekkert. Magnús L. Sveinsson
(S) tók næst til máls og kvaðst
óttast af tali meirihlutamanna, að
um stefnubreytingu kynni að vera
að ræða. Það er, að ekki verði lögð
eins rík áherzla á framkvæmdirn-
ar. Magnús sagði, að líta yrði á
vandamál læknisþjónustunnar í
Breiðholti í ljósi tveggja stað-
reynda. Breiðholtshverfin væru
næststærsta byggðarlag á landinu
með 22 þús. íbúa. Hverfin væru
nokkuð slitin úr tengslum við aðra
hluta borgárinnar. Af augljósum
skipulagsástæðum var gert ráð
fyrir, að grundvallarþjónustu-
greinar svo sem skólar og heil-
brigðisþjónusfca væri til staðar í
nægjanlegum mæli fyrir íbúa
hverfisins. Auðséð væri, að íbúar
hverfisins yrðu mest fyrir barðinu
á þessu ástandi sem þarna ríkti og
brýna nauðsyn bæri til að aflétta
því öngþveitisástandi sem þarna
ríkti. Þegar litið væri á hlut
ríkisins í byggingu heilbrigðis-
stofnana á landinu kæmu athygl-
isverðir hlutir í ljós. Á Reykjanes-
svæði búa nú um 60% lands-
manna. Síðan farið var að byggja
heilsugæzlustöðvar hefði Reykja-
nessvæðið fengið um 524 milljónir
króna frá ríkinu, en aðrir lands-
hlutar þar sem 40%. þjóðarinnar
byggju hefðu fengið tæpar 2.040
milljónir króna. Þetta þýddi á íbúa
kr. 4000 á Reykjanessvæði en
22.600 annars staðar.
Við framkvæmdir hjá borginni
væri framkvæmdakostnaður nú
orðinn 892 milljónir (1970—1977)
og af því hefði ríkissjóður greitt
277.8 milljónir. Hlutur ríkisins
hefði með réttu átt að vera 732.4
milljónir og væru því hreinar
umframgreiðslur frá borgarsjóði
454.6 milljónir, sem farið hefðu til
að fjármagna sjúkrastofnanir sem
íbúar annarra sveitarfélaga nýttu
til jafns viö ríkisspítalana. Magn-
ús L. Sveinsson sagðist vilja leggja
ríka áherzlu á að reynt yrði að ýta
á eftir fjárveitingu til byggingar
heilsugæzlustöðvar í Mjóddinni. Á
síðustu fjárlögum hefðu verið
veittar 3 milljónir til þessa og þó
slíkt væri ekki mikið þá væri það
alla vega viðurkenning á verkinu.
Davíð Oddsson (S) sagði, að Öddu
Báru væri ljóst sem öðrum, að allt
frá því að undirbúningur hönnun-
ar ’ ’lsugæzlustöðvarinnar hófst
og á öllum hönnunarstigum hefði
verið haft náið samstarf við
heilbrigðisráðuneytið og þeir sem
um fjárhagsþáttinn hefðu séð
fyrir hönd ríkisins hefðu haft
tækifæri til að hafa áhrif á þróun
hönnunar á öllum stigum. Öddu
væri fullljóst, að Reykjavíkurborg
hefði svo mjög átt undir högg að
sækja um fjárveitingar til heil-
brigðisþáttarins. Hefði þar hallað
á Reykvíkinga meðan landsbyggð-
inni væri hyglað. í tölum sem
borgarlæknir hefði tekið saman
kæmi fram, að hlutur Reykja-
víkursvæðisins hefði verið 1 á móti
5 hlutum landsbyggðarinnar þótt
á fyrrnefnda svæðinu byggi meir
en helmingur íbúa landsins.
Þá væri athyglisvert, að Adda
Bára gerði lítið úr því þótt fulltrúi
Framsóknarflokksins hefði aðra
skoðun á málinu en hún og væri á
móti því að heilsugæzlustöð í
núverandi mynd yrði reist, reynd-
ar á móti því að slík bygging yrði
reist í Breiðholti yfirleitt. Öddu
Báru fyndist ekki ástæða til að
eyða orðum að því, þótt samstarfs-
flokkarnir væru með múður. Hún
teldi, að Alþýðubandalagið gæti í
þessu máli sem öðrum ráðið
ferðinni og farið sínu fram.
Björgvin Guðmundsson tók einnig
til máls og sagði, að deila mætti
um stærð þessarar heilsugæzlu-
stöðvar. Ennfremur um fyrir-
komulag og hvort ekki mætti reisa
heilsugæzlustöðvar í tengs’ -r;, við
skólabyggingar.