Morgunblaðið - 26.10.1978, Síða 39

Morgunblaðið - 26.10.1978, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1978 39 kögííullinn af fingri biskups. El- sassbúinn lætur það gott heita og hirðir hvorttveggja og lætur í hylki sem var ofan á staf hans. Leggur hann síðan af stað heim til Elsass. Kvöld eitt, þegar hann var kominn heim undir Vogesafjöll, leggst hann til svefns undir berum himni og stingur staf sínum niður við hlið sér. Þegar hann vaknar sér hann engla þrjá hjá stafnum og undrast hann ekki lítið þegar hann sér að stafurinn hefur skotið rótum og greinar eru teknar að vaxa á honum. Þykist hann nú vita að hinn sæli Teóbaldus biskup sé með þessu að benda honum á að byggja helgidóm á staðnum og hrindir hann því verki í fram- kvæmd hið fyrsta. Hringinn og köggulinn af fingri biskups gaf hann til kapellu þeirrar, sem þarna var reist, en stafurinn varð að myndarlegu tré þar sem honum hafði verið stungið niður. Síðar var byggt við kapellu þessa hvað eftir annað þangað til hún varð að þeirri veglegu og fögru kirkju sem hún er nú, með turni sem lítið gefur eftir turni dómkirkjunnar í Freiburg. Og síðar, þegar gröf Teóbaldusar biskups var könnuð, kom í ljós að fremsta köggulinn vantaði á annan þumalfingur hans. Uppi á hæð skammt fyrir ofan Thann er ljóskross til minningar um að þar féllu 30.000 manns í fyrri heimsstyrjöldinni og ótalinn fjöldi í hinni síðari. Að lokinni síðari heimsstyrjöldinni voru þess- ar hæðir, sem nú eru skógi og blómum vaxnar, sviðnar niður í rót og ekkert tré var þar þá lengur uppistandandi. Faðir Jacques er vélaverkfræð- ingur og eiga þau hjón sex börn sem nú eru öll vel á legg komin. Húsmóðirin starfar í kvenfélagi kirkjunnar í borginni og hefur verið falið það hlutverk að leysa vandræði manna. Er ýkjulaust að mestallur dagurinn fari í það hjá henni að tala við fólk, svara í sima og svara bréfum. Menn á öllum aldri leita til hennar, allt frá sjö ára upp í sjötugt, og vandamál þeirra eru jafnmörg og þeir eru. Suma vantar vinnu, aðra ráðlegg- ingar varðandi fjölskylduvanda- mál. Nemandi, sem ekki komst í þann skóla sem næstur honum var, leitaði til hennar og hún linnti ekki látum fyrr en hún hafði fengið kennarann til þess að bæta stól í bekkinn fyrir hann. Borgar- stjórinn varð ósáttur við annan starfsmann borgarinnar, konan var til kvödd að bera friðarorð á milli þeirra, og henni tókst það. í stuttu máli sagt fæst hún við að leysa öll þessi mál, sem leysa má með góðum vilja og samkomulagi, mál sem annars valda illindum og hatri, mál sem allskonar öfgafólki eru kærkomin til að kynda undir gremju og notfæra til að sýna fram á hversu vont og úrelt allt þetta samfélag sé. Það hvarflar að manni hvort ekki væri þörf á fáeinum sáttasemjurum hjá okk- ur, þegar menn fara saman út af einhverjum ágreiningsmálum og breiða sig jafnvel út yfir síður dagblaðanna með reiðilestra sína. Og allt þetta starf vinnur konan án endurgjalds. Frú Rolland hefur vanið börn sín á að hjálpa sér við heimilis- störfin, jafnt pilta sem stúlkur, enda gæti hún ekki annað þessu starfi ef öll heimilisumsjsla hvíldi á hennar herðum. Eg spurði Jacques, hvort faðir hans væri ánægður með þetta tímafreka starf konu sinnar, og hann svaraði því til að hann hvetti hana til þess. Á slíku heimili er þessi framtíð- arprestur okkar upp alinn, þar sem samhjálp allra heimilismanna er sjálfsagður hlutur, þar sem hverskonar kærleiksþjónusta við meðbræðurna er heilög skylda og þar sem einlæg trúrækni situr ávallt í fyrirrúmi. Þegar ég kvaddi þetta ágæta fólk var mér sú ósk efst í huga að Jacques bæri með sér sem mest af þessu fórnfúsa og kærleiksríka hugarfari þegar hann kemur til þess að þjóna í kirkjunni hérna heima. JLokaorð um tónlistarsöfn á íslandi: Svomá illu venjast aðgott þyki Sá sem einu sinni... snýr þaðan aldrei samur maður. Er raunveruleg þörf fyrir tónlistarsafn á Is- landi, spurði mætur mað- ur á förnum vegi með skírskotun til skrifa í Morgunblaðinu um þetta efni. Og er þörfin svo brýn í dag að rétt sé að hlaupa upp til handa og fóta til að fullnægja henni, spurði maðurinn að auki. Þessar spurningar verða teknar til umræðu hér á eftir, þó hinu sé ekki að leyna, að undirrituðum finnist hann hafa svarað þeim áður. Skyndilegur al- mennur áhugi réttlætir að helstu atriði þessa máls séu ítrekuð. Veggfóður Einhvers staðar stendur að svo megi illu venjast að gott þyki. Og Cicero ku hafa sagt, að menn skyldu forðast að ætla það óframkvæmanlegt sem þeir gætu ekki sjálfir. Svör tónhvísl- ara Morgunblaðsins við spurn- ingum vegfarandans taka mið af þessum gullkornum tveimur. Við íslendingar, a.m.k. tón- listarmenn, erum svo vanir því að hafa í engan stað að venda til öflunar tónlistargagna, nema ef vera skyldi eigin launaumslög, að slíkt þykir orðið eðlilegt ástand. Ef tónlistarkennari þarf að leita uppi tónverk við hæfi kórs síns, strengja- eða lúðra- sveitar — já, eða tónmennta- bekkjar í grunnskóla — lætur hann það ósjaldan gott heita að seilast í eigin vasa, ellegar alls ekki. í blaðagrein frá því í vor var þessum innkaupum tónlist- armanna líkt við veggfóðrun, enda heimkynni þeirra flestra skrýdd kjörgripum í hólf og gólf, bæði hljómplötum, uppsláttar- ritum í mörgum bindum og nótum. Halda mætti að tónlistar- menn væru tekjuhæsta stétt þjóðfélagsins, slík eru öfugmæl- in. Þessu fyrirkomulagi hafa tónlistarmenn vanist frá blautu barnsbeini. Það hvarflar t.d. ekki að tónlistarkennurum að gera þá kröfu, að þeim séu rétt sjálfsögð kennslugögn upp í hendurnar af opinberum aðil- um, jafnvel þótt þeir framfylgi lögboðinni námsskrá. Svo má illu venjast að gott þyki. Skortur á áreiti En sagan er ekki þar með sögð. Það er ekki aðeins að þetta bitni á pyngjum tónlistar- manna, heldur kemur þessi „tilhögun" niður á tónlistar- nemum. Kennarar þeirra eru að sjálfsögðu ekki nægilega fjáðir til að kaupa nema brot af öllum þeim aragrúa tónlistargagna, kennslubóka, nótna, hljóm- platna og tímarita, sem erlendir útgefendur koma á framfæri. Ríkisstyrktu tónlistarsafni væri það hins vegar hægur vandi. Af þessu ieiðir, að kennarinn, leiðbeinandinn sjálfur, fer á mis við framfarir á sínu sviði, ný viðhorf og kennslutækni. I stað þess heilbrigða, sífellda og nauðsynlega áreitis sem tónlist- arsafn veitir þeim sem um- gengst það að staðaldri, verða íslenskir tónlistarkennarar að láta sér nægja annað tveggja, gömlu skræðurnar uppi í hillu frá gleymdum námsárum, elleg- ar að verja ótöldum mánaðar- hýrum í veggfóðrun eins og gárunginn kallaði það. Og í stað þess að standa jafnfætis erlendum jafnöldum dragast íslenskir tónlistarnem- ar aftur úr, hæfileikar þeirra nýtast hvorki nógu fljótt né vel, og fullnægja í námi minnkar. Sumum finnst þetta svo augljós sannindi að ástæðulaust sé að eyða orðum um. Svo er kannski ekki. Er þá komið að seinni hluta spurningar vegfarandans. Palli einn í heiminum Hann spyr: Er þörfin fyrir tóniistarsafn svo brýn í dag að rétt sé að hlaupa upp til handa og fóta til að fullnægja henni? Svarið er já og aftur já — þótt fyrr hefði verið. Að baki spurn- ingu vegfarandans felast for- sendur sem hann hefur ómeðvit- að gefið sér. Hann ályktar t.d., að þar eð honum tókst sjálfum að ljúka tónlistarmenntun sinni á Islandi (vegfarandinn er augljóslega tónlistarmaður!) án fulltingis tónlistarsafns í neinni mynd, hljóti nemendur hans að geta það líka. Eða, að þeir séu ekki of góðir til þess, úr því hann gerði það. I spurningunni felst einnig vantrú á að tónlistarmenn myndu nýta slíkt safn þótt það ræki á fjörur þeirra! Hann ' óttast að það stæði autt, að fjármunum væri þannig kastað á glæ. Þetta viðhorf er mjög alvarlegs eðlis og kannski al- gengara en flesta grunar. Hér kemur speki Cicero að notum: Menn eiga að forðast að dæma tilveruna út frá eigin áhuga eða áhugaleysi, mennt eða mennta- leysi; Palli er ekki einn í heiminum. Þótt vegfarandinn kunni ekki að nota tónlistar- safn, og viti varla hvernig slíkt furðuverk líti út, er ekki þar með sagt að ný kynslóð tón- listarmanna myndi ekki læra það ofur skjótt, og hann sjálfur líka. Um spena Frómt frá sagt er það hægur vandi að koma tónlistarunnend- um á þann ótæmandi spena sem tónlistarsafn er. Sá sem einu sinni hefur reynt þá unaðastil- finningu að geta teygt sig í eintak af Ilarmonice Musiccs Odehecaton Petrucci með vinstri hendi og raddskrá af Hljómsveitartilbrigðum Schonebergs op. 31 með þeirri hægri, samtímis því að hlusta á Tónhvísl eftir GUÐMUND EMILSSON fágæta hljóðritun Toscaninis á Fimmtu sinfóníu Beethovens í heyrnartólum — ánetjast tón- listarsafni fyrir lífstíð. Sá sem einu sinni hefur reynt það, að hlusta á fimm heimsþekkta hljóðfæraleikara eða söngvara glíma við sama verkefni og hann sjálfur, öðlast nýjan skilning á tilverunni og sjálfum sér. Sá sem einu sinni stígur fæti inn í slíkt dýrðarríki snýr þaðan aldrei samur maður. Já, þörfin fyrir tónlistarsafn er fyrir hendi. Brýn. Nú vandast málið Vegfarandinn spurði að lok- um hvernig menn hugsuðu sér tónlistarsafn á Islandi almennt. Svarið við þessari spurningu er flóknara — nú vandast málið. Á Islandi væri sennilega hagkvæmast að reka eitt vand- að safn fremur en mörg smá. Tónlistargögn eru dýr í inn- kaupum. Safn þetta gæfi út ítarlega spjaldskrá í bókaformi í upphafi, með viðaukum þegar þurfa þætti. Spjaldskráin hefði einnig að geyma samskrá, þ.e. skrá yfir eignir annarra tón- listarsafna í landinu. Komið væri á einföldu og hraðvirku lánakerfi, sem gerði mögulegt að lána gögn milli safna. Safnið væri staðsett í Reykjavík, en landsbyggðarmenn ættu með endurgjaldslausum símtölum að geta pantað gögn póstleiðis. Miðað við samgöngur í dag þyrfti biðtmi vart að vera lengri en 24 stundir. Mikla áherslu þyrfti að leggja á að lánakerfið milli safna væri hraðvirkt og öruggt, sem og þjónusta við landsb.vggðina. Að sjálfsögðu þyrftu stærri þéttbýliskjarnar landsins að koma sér upp vísi að tónlistarsöfnum; komast yfir helstu heimildarrit og radd- skrár og þá í samvinnu við bókasöfn og skóla. Sama gildir um aðrar tónlistarstofnanir. Safn opiö öllum Aðalsafnið þyrfti að hýsa hljómplötusafn, segulbanda- safn, bókasafn, ritlingasafn, myndasafn, blaðaúrklippusafn, tímaritasafn og nótnasafn. Þar þyrfti að vera sérstök deild fyrir heimildar- og uppsláttarrit hvers konar. Þar þyrfti að vera sérstakt safn gamalla vandmeð- farinna hljóðritana, og sérstakt safn íslenskra tónverka í hand- riti. Og ekki má gleyma eld- trausta skjalaskápnum. Margt hluta sem nú liggja á glámbekk eiga þar heima. I safninu ætti að vera vísir að hljóðfærasafni, bæði gömlum hljóðfærum ís- lenskum sem og öðrum. í safninu þyrfti að vera sýningar- aðstaða, þar sem tilteknar eignir safnsins, bæði nýjar og hinar sem fágætari eru, væru til sýnis. I safninu þyrfti að vera aðstaða til tónleika- og fyrir- lestrahalds. Safnið ætti að vera öllum opið jafnt að degi sem kveldi. Það ætti að þjóna jafnt tónlistarfræðingnum sem hin- um almenna tónlistarunnanda er heimsæktu safnið að vinnu- degi loknum. Allir hefðu aðgang að bókum og nótum jafnt til nota á safninu sem heimabrúks. Um hljóðritanir gegnir öðru máli. Hljómplötum er hætt við skemmdum. Þarf því að athuga útlánsmöguleika þeirra sérstak- lega. Kannski væri ekki ósann- gjarnt að landsb.vggöarfólk fengi hljómplötur lánaðar póst- leiðis, en sú krafa yrði gerð til ábúenda Reykjavíkursvæðisins að þeir hlýddu á hljómplötur á safninu. Þannig mætti lengja lífdaga hljómplatna til muna. Að lokum er rétt að benda á, að það er ekki bara tónlist sem „klassískt" kallast. Því ætti öllum kvíslum tónlistarinnar að vera gert til hæfis á safni eins og hér um ræðir. Aðrar tillögur um starfshætti væntanlegs’ tónlistarsafns koma sannarlega til greina. Um drauminn Tónlistarmenn á íslandi eiga sér marga drauma í dag. Þar á meðal drauma um tónlistar- háskóla, tónleikasal og tón- listarsafn. Enginn þeirra er orðinn að veruleika. Þess vegna vaknar sú spurning hvort ekki væri ráð að sameina þá nú, áður en lengra er haldið. Að stefna að því, að tónlistarsafn samboðið menningu okkar og komandi kynslóðum rísi samhliða væntanlegum tónlistarháskóla og tónleikahöll. Þangað munu tónlistarmenn, tónlistarnemar og tónlistarunnendur sækja. Því ekki að gera þennan stað aö tónlistarmiðstöð íslands? Því ekki að hætta músaraustri og sameinast?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.