Morgunblaðið - 21.11.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.11.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1978 Greinargerð Friðjóns Þórðarson með tillögu um verndun og könnun Breiðafjarðar Myndirnar tók Árni Helgason ur oiyKKisnoimi ut yfir Breiðafjarðareyjar Breiðafjarðarbyggðir hafa löngum verið rómaðar fyrir fegurð og landkosti. í eyjunum var víða fjölbýlt áður fyrr. Um Bjarneyjar er þess getið t.d., að þar hafi verið 8 búendur árið 1703, þegar fyrsta manntal var tekið á íslandi. Þar er elsta veiðistöð landsins að því er sögur herma. Auðug fiskimið og gagnsöm eyjalönd Breiðafjarðar urðu matarforðabúr fjölda fólks, þegar harðæri og hungur svarf að víða um land. „Hvergi á íslandi er gagnsamara", er haft eftir hinum sögufróða sýslumanni Jóni Espólín. Gömul vísa um hlunnindi Reykhóla er svona: Söl, hrognkelsi, kræklingur, hvönn, egg, reyr, dúnn, melur, . kál, ber, lundi, kolviður, kofa, rjúpa, selur. Breiðafjarðareyjar eru ótelj- andi. Þær skiptast í tvo megin-, flokka: Vestureyjar á norðan- verðum firðinum og Suðureyjar í mynni Hvammsfjarðar. Nú eru flestar eyjanna í auðn nema Flatey og nokkrar aðrar eyjar í Flateyjarhreppi. Af Suðureyjum er Brokey í byggð og Purkey. Akureyjar í Gilsfirði eru að byggjast aftur. Víst má telja, að byggð í eyjunum nái aldrei því marki, sem áður var. En mikilvægt er að reyna að búa í haginn fyrir það fólk, sem enn býr í eyjunum. Sannleikurinn er sá, að búsetan er besta verndin gegn hvers konar ágangi og rányrkju aðvífandi manna og dýra. Eyjabúar lærðu snemma að lifa í sátt við umhverfi sitt og nytja hlunnindi lands og sjávar í hófi. Þó að náttúran veiti oft vel úr nægtabúri sínu, verður hún að hafa nægan tíma og frið til eðlilegrar endurnýjunar. Hvers konar rányrkja og heimtufrekja á þessu sviði hefnir sín, þegar til lengdar lætur. Að undanförnu hefur athygli áhugamanna um náttúruvernd beinst að Breiðafjarðarsvæðinu. Komið hefur fram, að æskilegt væri, að sett yrðu sérstök lög um friðun Breiðafjarðar, þar sem hliðsjón væri höfð af lögum um friðun Mývatnssveitar frá 1974. Laugardaginn 14 þ.m. var haldinn fundur í Búðardal á vegum Náttúruverndarsamtaka Vest- fjarða og Vesturlands, þar sem málefni þetta var rætt og nefnd sett á laggirnar til að vinna að framgangi þess. Ekki er þó talið, að bráður háski vofi yfir Breiða- firði að þessu leyti, á hinn bóginn sé eðlilegt og sjálfsagt að athuga þessi mál í tæka tíð og gera viðeigandi ráðstafanir, ef þurfa þykir. Bent er á, að lífríki fjarðarins sé mjög fjölskrúðugt og svæðið allt sérlega áhugavert. Innan vébanda þess megi telja fjórðung af strandlengju landsins. Þar séu fjöruflákar og leirur miklar, sem skipta miklu máli fyrir ýmsa fuglastofna, enda sé þar heimkynni fjölmargra fugla- og dýrategunda af ýmsu tagi: Um 90% af toppskarfi og um 80% af dílaskarfi þeim, sem hér er, og verulegur hluti af lundastofni landsins. Þar sé að finna um % af hinum fáliðaða arnarstofni hins íslenska dýraríkis. Lífríki fjarðar- ins sé merkilega fjölþætt og þróttmikið. Ekki verði talin ástæða til að gera svæðið að þjóðgarði að lögum. Á hinn bóginn sé full ástæða til að vera á varðbergi, fylgjast vel með þróun mála, en nýta jafnframt gæði láðs og lagar að hóflegu og skynsam- legu marki. Reynslan kenndi mönnum að gera vissar ráðstafanir, sem þeir töldu að til gagns mættu verða. Sem dæmi má nefna, að selaskot á Breiðafirði voru bönnuð með lögum nr. 30 frá 27. júní 1925. Uppidráp og írekstrarveiði lögðust niður. Hitt er svo annað mál, að nú telja sumir, að selunum hafi fjölgað nokkuð mikið. Sjaldan eða aldrei þraut fisk í Breiðafirði áður fyrr. En þegar hin stórvirku fiskiskip komu til sögunnar (togarar), brá til hins verraa. Fiskigöngurnar voru beinlínis eltar og veiddar áður en þær náðu að ganga inn á fjörðinn. Og oft og iðulega var svo að segja þvergirt með netum fyrir fjarðarmynnið á vertíð, svo að fiskur átti vægast sagt mjög ógreiða leið inn á Breiðafjörð. Með lögum um veiðar í botnvörpu, flotvörpu og dragnót í fiskveiðilandhelginni frá 1973, sem undirbúin voru af fiskveiðilaga- nefnd, og seinni endurskoðun þeirra laga, var friðun aukin á Breiðafjarðarsvæðinu. Erfitt er að ná heildarsamkomulagi um slíka lausn. Flestir heimamanna lögðu áherslu á algera friðun Breiða- fjarðar fyrir togveiðum, og sér- staklega vöruðu menn við því að leyfa stórum og afkastamiklum fiskiskipum að veiða nálægt grunnlínu við utanvert Snæfells- nes. „Aðalfiskigöngurnar koma inn Kolluál og skiptast um Jökul- tunguna (Jökulgrunn). Hluti göngunnar heldur áfram inn Kolluál inn á Breiðafjörð, hinn hlutinn gengur um Jökuldjúpið." Á þetta var rækilega bent og áhersla lögð á, að gera yrði fiskinum mögulegt að ganga inn á fjörðinn. Heimamönnum er fullljóst, að hæfileg friðun er nauðsynleg. En þeir, sem fiskveiðar stunda, verða líka að lifa. Þess vegna verður að hagnýta auðæfi hafsins bæði með kappi . og forsjá. Þar kemur þekkingin og reynslan að góðu haldi. Langt er síðan sú regla var upp tekin að frumkvæði útvegs- manna og sjómanna við Breiða- fjörð að hlífa firðinum við neta- veiðum. Samkvæmt reglugerð frá 1977 (áður reglugerð frá 19. febr. 1969) eru nú þorskfiskveiðar í net bannaðar allt árið á Breiðafirði innan línu, sem dregin er úr Skorarvita, um suðvesturhorn Selskers, í Eyrarfjall við Grundar- fjörð. Reglugerðarákvæði þessi eru sett skv. heimild í lögum frá 1948 um vísindalega verndun fiskimiða landgrunnsins. Árið 1956 fluttu alþingis- mennirnir Sigurður Ágústsson og Friðjón Þórðarson tillögu til þingsályktunar um fiskirann- sóknir á Breiðafirði og innfjörðum hans. Tillaga sú var samþykkt á Alþingi 31. maí 1957. í greinargerð var vikið að því, að telja mætti öruggt að í Breiðafirði og inn- fjörðum hans væru miklar upp- eldisstöðvar margs konar góðfisks. Bent var m.a. á aflasæl kolamið og rækjumið, sem orðið hafi vart við í innfjörðunum við norðanverðan Breiðafjörð. í umsögn fiskideildar atvinnudeildar Háskólans um til- lögu þessa, dags. 8. nóv. 1956, segir svo m.a.: „Litlar fiskirannsóknir hafa verið gerðar á Breiðafirði, miðað við aðra landshluta, einna helst á þekktum fiskislóðum á utanverðu Snæfellsnesi, en ekkert á innfjörðum Breiðafjarðar. Senni- lega er Breiðafjörður mikil uppeldisstöð ungfisks, og er æskilegt, að á því væru gerðar kerfisbundnar rannsóknir á líkan hátt og í Faxaflóa. Æskilegt væri í Flatey á Breiðafirði eru falleg gömul hús. * 4 • II 4 1 i 1 i I lilli* I II liii.1 A b.-k. Li I J. i • *** • ***** JMI J» ••••i»tÍiTf>.iyi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.