Morgunblaðið - 21.11.1978, Síða 18

Morgunblaðið - 21.11.1978, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1978 MARGT manna var saman komið á Reykjavíkurflugvelli þegar Boeing 727 þota Flugleiða lenti þar á sunnudagskvöldið með lík sjö íslendinga sem fórust f flugslysinu á Sri Lanka í fyrri viku. Meðal viðstaddra voru nánustu vinir og ættingjar hinna látnu. stjórnarmenn Flugleiða, samgönguráðherra, ýmsir embættismenn og fjöldi einkennisklæddra flugfreyja og flugliða Flugleiða sem stóðu heiðursvörð. Lúðrasveit lék sorgarlög þegar líkkistunum hafði verið raðað upp fyrir utan flugvélina. Ekki var -komið með lík Þórarins Jónssonar, en það verður flutt til landsins siðar. Móttökuathöfnin á Reykjavíkur- flugvelli var virðuleg og vel skipulögð af hálfu Flugleiða. Flugvöllurinn var girtur af og inn um annað hliðið fyrir aftan Loftleiðahótelið var eingöngu hleypt vinum og ættingjum hinna látnu. Aðstandendurnir röðuðu sér upp við hiið líkbifreiðanna sjö sem fluttu líkkisturnar til sérstakrar minningarathafnar í Fossvogskap- ellu. Svæðið þar sem móttöku- athöfnin fór fram var sérstaklega flóðlýst. Kisturnar, sem sveipaðar voru íslenzka fánanum, voru færðar úr vélinni tvær og tvær í senn. Kisturnar voru greinilega merktar nöfnum hinna látnu. Þegar kistun- um hafði verið komið fyrir á börum fyrir utan flugvélina var slökkt á hreyflum þotunnar og Lúðras.veit Reykjavíkur lék sorgarlög. Við svo búið gengu flugliðar fram og báru líkkisturn- ar að líkbifreiðunum. Frá Reykjavíkurflugvelli hélt líkfylgdin að Fossvogskapellu, þar sem um 100 nánustu ættingjar og vinir þeirra sem fórust voru saman komnir. Líkmenn úr röðum starfsfólks Flugleiða báru kisturn- ar sjö inn í kór kapellunnar. Séra Ólafur Skúlason dómprófastur flutti hugleiðingu og bæn við athöfnina. Frá móttökuathöfninni á Reykjavíkurflugvelli á sunnudagskvöld þegar þota FÍugleiða kom heim með lík sjö tslendinganna sem fórust í flugsiysinu á Sri Lanka í fyrri viku. Ljósm. MbL. Kristján. Flugliðar mynda heiðursvörð við þotu Flugleiða meðan kisturnar eru Einkennisklæddar flugfreyjur voru viðstaddar móttökuathöfnina. teknar út úr flugvélinni og komið fyrir á börum fyrir utan vélina.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.