Morgunblaðið - 21.11.1978, Page 27

Morgunblaðið - 21.11.1978, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1978 27 „Þarf nokkurn að undra þótt ég fyllist ættarstolti“ — Eins og ég sagöi hér að framan, bjó afi minn og Lóa á efri hæðinni á Suðurgötu 8. A þeirri neðri var Guðmundur móðurbróðir minn og fjölskylda hans. Guðmundur var annálað- ur laxveiðimaður „úr Elliðaán- um“. Man ég að oft kom hann með fallega laxa úr ánum. DANSK-fæddur íslendingur var eitt sinn notað hér yfir þá menn hérlenda ef annað for- eldrið var Dani. Einn slíkur, reyndar ekki fæddur hér á landi heldur í Kaupmannahöfn. var hér á ferð fyrir nokkru í óvenjuleg- um erindagjörðum. Faðir þessa manns var Dani, en móðir hans íslenzk prestsdóttir. Hingað kom hann til að verða við ósk móðursystur sinnar. er látizt hafði í aprflmán- uði síðastl., um það ieyti sem vorið var að haida innreið si'na í Danaveldi. Hún hafði óskað þess að jarðneskar leifar hennar að lokinni bálför yrðu jarðsettar í grafreit föður hennar í gamla kirkjugarðin- um við Suðurgötu. — Sjálf hafði hún allt frá æskuárum og framyfir miðjan aldur átt ótal spor um þcssa elztu eða næst- elztu götu Rcykjavíkur Þessi maður heitir Þorkell (upp á dönsku er þ ið skrifað Th að sjálfsögðu) Jörgen Klerk og er starfandi arkitekt í Kaupmannahöfn. Er hann son- ur Jörgens Klerk er var banka- stjóri við Privatbanken. — Móðir Þorkeis Jörgen Klerk var Guðríður Jóhannsdóttir Þorkelssonar dómkirkjuprests (1890—1924). En Jóhann var fæddur árið 1851 lézt árið 1944. Aður en Þorkell Jörgen hélt af landi brott átti Mbl. dálítið samtal við hann. — Eg er ekki alveg ókunnug- ur í Reykjavík, sagði hann, þó liðnir séu áratugir frá því ég kom hingað í fyrsta skipti. Þessi gömlu vináttubönd við Reykja- vík dagsins í dag eru einkum tengd Miðbænum gamla. Þannig er mál með vexti, að á uppvaxt- arárum mínum 1924—1938 kom ég hingað sumar hvert ásamt foreldrum mínum til sumar- dvalar hjá afa mínum, séra Jóhanni Þorkelssyni, og dóttur hans, Þuríði, sem reyndar var aldrei kölluð annað en Lóa. Hún hélt hús fyrir afa minn eins og það var kallað, en amma mín var þá látin fyrir um 20 árum. — Jóhann afi minn lét af prestskap við Dómkirkjuna að mig minnir fyrsta sumarið sem við vorum hér. Lof mér aðeins að skjóta því inn hér, sagði Þorkell Jörgen, að faðir minn hafði haft hér einhver afskipti af bankamálum, að mér virðist til heilla, því konungur Dan- merkur og íslands sá fulla ástæðu til að sæma föður minn Fálkaorðunni fyrir það. Þessa gömlu Fálkaorðu varðveiti ég heima hjá mér. Hér í Reykjavík bjuggum við hjá afa mínum í rauða báru- járnshúsinu í Suðurgötu 8. Bjó hann og Lóa dóttir hans á efri hæðinni. — Þegar ég hef nú gengið um göturnar hér í Miðbænum og framhjá þeim húsum, sem ég man eftir og enn standa, rifjast eðlilega upp fyrir manni ýmis andlit og nöfn vina og kunningja afa míns og heimilisins í Suður- götu 8. Minnisstæðar verða mér ætíð margar gönguferðir sem ég fór með afa mínum hér um götur Miðbæjarins, gjarnan þá síðdegis. Afi minn klæddist dagsdaglega prestshempu sinni og er hann fór út að ganga setti hann upp prestakraga sinn. Eg man hve mér þótti mikið til þess koma, að mér virtist sem hver einasti maður og kona sem við mættum heilsuðu afa mínum. Móðursystir mín, Lóa, sem annaðist um afa minn af ein- stakri prýði, sá um það, að þegar afi fór í þessar gönguferðir hefði hann eitthvert skotsilfur með- ferðis í hempuvasanum. Þetta var nefnilega í ákveðnum til- gangi gert. Það kom alloft fyrir, er afi sá einhverja konu fram- undan sér að hann sagði við mig lágum rómi: Eg ætla að tala lítillega við þessa konu, eða eitthvað á þá leið. Hann heilsaði henni og vék talinu að högum hennar. Oft lauk þessu spjalli þeirra þarna á götunni með því, að afi fór í hempuvasann með myntinni í og stakk peningi í lófa hennar um leið og hann kvaddi. — Við mig sagði hann svo á eftir lágum rómi: Þessi kona er fátæk. — Og tóbaksklút- urinn hans afa míns verður mér ætíð minnisstæður. Hann var auðvitað rauður en svo stór að líkara var borðdúki fannst mér í þá daga. Fyrir þennan klút var sérstakur vasi á hempunni. — Andrúmsloftið í Suðurgöt- unni var mjög notalegt. Ekki var afi að tala yfir mér í neinum prédikunartón. En jákvæð upp- eldisleg áhrif leiddi hann ekki hjá sér, blessaður. Skyrhræring- ur var jafnan á borðum er morgunmaturinn var borðaður. — Oft kom það fyrir, að þegar farið var að hreyfa við skyr- hræringsdisknum, sem stóð á dúkuðu borðinu, kom í ljós lítill miði undir diskinum. Á honum stóð eitthvert heilræði eða vinsamleg ábending til ung- dómsins. Það fylgdu þessu aldrei nein orð frá afa mínum um efni heilræðanna sem á miðunum voru í það og það skiptið. En allir vissu hvaðan miðarnir komu. — Ég minnist og kvölda úr Suðurgötunni að ioknum kvöld- verði. Afi minn sagði þá: Guð blessi okkur matinn. Síðan stóð hann upp, gekk að stólnum sínum í stofunni og um leið og hann tók upp tóbaksdósirnar sínar og dumpaði með fingri ofan á lokið sagði hann oft: Enginn þykist of vel mettur nema fylgi tóbaksréttur. Svo fékk hann sér duglega í nefið, ekki neitt sem var svo sem eins og í nös á ketti, skal ég segja þér. Skömmu seinna fylgdi ofsahnerri. Síðan örstutt hlé. Nú gat heimilisfólkið tekið upp léttara hjal í stofunni. — Eins og þú sérð, sagði Þorkell Jörgen Kierk — þá er þetta allt að því pílagrímsför fyrir mig, jafnvel þó ég hafi komið hingað til íslands einu sinni áður, frá því að ég var Þorkell Jörgen Klerk arkitekt í Suðurgötunni. — Að baki hans er Suðurgata 8. — Kaupmannahafnarferð og dvöl Lóu þar hófst árið 1952. Þá hafði Lóa skilað sínu langa dagsverki hér í Reykjavík. Það var í sjálfu sér ekkert sem batt hana hér, fannst okkur heima í . Kaupmannahöfn. Þetta ár dó faðir minn. Móðir mín skrifaði Lóu og stakk upp á því, að hún kæmi út til Kaupmannahafnar til hennar og að þær héldu heimili saman. Varð það úr. Ég get fullyrt, að þetta heppnaðist einstaklega vel og fór mjög vel á með þeim systrum alla tíð. En móðir mín, Guðríður, lézt árið 1969. Þá fluttist Lóa á heimili okkar hjónanna. Þó ég segi sjálfur frá held ég að Lóu hafi liðið mjög vel. A.m.k. voru þau ár sem hún var á heimili okkar mjög fljót að líða. Við höfum orðið þess mjög oft vör að Lóa varð þeim ákaflega minnisstæð sem henni kynntust. Svipmikil var frænka mín eins og þú munt muna — með hið gríska nef úr föðurættinni, eins og afi minn. Lifandi var áhugi hennar á því sem var að gerast. Málakunn- átta hennar og veitti henni mikla gleði og vakti oft undrun ókunnugra. Hún gat haldið uppi samræðum hvort heldur var á ensku, þýzku eða frönsku! — ef svo bar undir. Níræðisafmæli hennar var mikill gleðidagur í lífi Lóu frænku minnar. Þegar hún vaknaði um morguninn og leit út sá hún að flaggað hafði verið. Þetta var í bænum Gille- leje og þar eigum við sumarhús. Var Lóa þar í sumarhúsi við (Ljósm. Mbl.) Samtal við dansk-fæddan íslending, dótturson séra Jóhanns síðast hjá afa mínum árið 1938. Það var á dögum Vestmanna- eyjagossins og ég fór þá til Eyja, en hafði skamma viðdvöl hér i Reykjavík. í þessari ferð hans hingað nú komu með arkitektinum kona hans, Birgitta María, en hún er sænsk og dætur þeirra ungar, Karólína María og Shopie María. Höfðu þær haft mikla ánægju af þessari Islandsreisu, að hans sögn. Og Þorkell Jörgen heldur frásögn sinni áfram: — Einn daginn skömmu eftir komu okkar hingað átti ég því láni að fagna að hitta Nóbels- skáldið Halldór Laxness. Ég tók hús á honum að Gljúfrasteini. Var skemmtilegt að ræða við skáldið um afa minn. Hann rifjaði ýmislegt upp frá kynnum sínum af honum. — Ég fylltist sérstöku ættar- stolti, er ég las í Brekkukots- annáli og seinna í Innansveitar- króniku skáldsins um Jóhann afa minn. Laxness hefur þar með skráð nafn afa míns óaf- máanlegu letri í bókmenntir ykkar íslendinga. Þarf nokkurn að undra þótt ég fyllist ættar- stolti? Þetta sýnir betur en nokkuð annað að afi minn, Jóhann Þorkelsson, var óvenju- legur og í senn ógleymanlegur maður. — Það er auðvitað afa mínum að þakka, að ég get lesið ísiensku mér til gagns og ánægju, þó ég telji mig að öðru leyti ekki sterkan í málinu, skaut Þorkell inn í. — Ekki kvaddi ég svo Mos- fellsdalinn að ég kæmi ekki við á prestsetrinu á Mosfelli. Þar heilsaði ég upp á mjög elskuleg- an sóknarprest, séra Birgi Ás- geirsson. Mér til óblandinnar ánægju gat hann sýnt mér í safni prestsetursins gamlar reikningsfærslur vegna kirkj- unnar og sóknarinnar, sem afi minn hafði fært í prestskapartíð sinni á Mosfelli. Já, þessi dagur var vel heppnaður fyrir píla- gríminn frá Kaupmannahöfn. Má ég sp.vrja þig um móður- s.vstur þína, Þuríði Lóu, eftir að hún fluttist til Kaupmanna- hafnar? hliðina á okkur. Flaggstöngin í þessum bæ er sú allra hæsta í allri Danmörku og á sér merki- lega sögu frá stríðsárunum, en sleppum því núna. Já, þeir höfðu spurt þar afmæli gömlu kon- unnar og vildu gleðja hana og á þessum degi komu margir bæjarbúar til þess að óska Lóu til hamingju með afmælið. Lóu var nefnilega ætíð vel til vina. — Og árin liðu og svo tók heilsa hennar að þverra. Lóa varð að fara á hjúkrunarheimili. Þar lézt hún í aprílmánuði síðastl. Nokkru síðar fór bálför hennar fram. Ekki gét ég svo skilið við þetta samtal um okkar kæru Lóu, að ég bæti því ekki við, að eitt af því sem mesta undrun okkar vakti, er minningarathöfnin fór fram um hana í Dómkirkjunni, var sá mikli fjöldi gamalla vina hennar, sem komu til að votta henni virðingu sína. Þessi mikla tryggð sem vinir hennar sýndu henni fannst mér staðfesta allt það, sem mér fannst bezt í fari þessarar íslenzku frænku minn- ar úr Suðurgötunni. — Sv.Þ. Starfsmönnum mötuneyta framhaldsskóla verði greitt úr ríkissjóði MÖTUNEYTIS- og húsnæðismál voru tii umræðu á 12. landsþingi Landssambands mennta- og fjöl- brautaskóianema, L.M.F., sem haldið var í Menntaskólanum við Hamrahlíð fyrir skömmu. Full- trúar voru 50 frá menntaskóiun- um 7, Fjölbrautaskóianum í Breiðholti, Fiensborgarskóla og Framhaidsdeild Ármúlaskóla auk áheyrnarfulltrúa frá nem- endafélögum utan sambandsins. Á þinginu kom fram einróma krafa nemenda, um að starfs- mönnum í mötuneytum skólanna yrðu greidd laun úr ríkissjóði, sem kveðið er á um í samningum opinberra starfsmanna við ríkis- valdið, en nemendur greiði hrá- efni. Mikil ólga er í nemendum landsbyggðarinnar vegna ástands- ins, sem ríkir í þessum málum. Fram kemur í fréttatilkynningu, að búast megi við aðgerðum af hálfu þeirra og L.M.F., verði ekki komið til móts við nemendur. Einnig var rætt um húsnæðis- mál skólanna, „en þau eru víða í ólestri, þar sem nemendafjöldinn hefur sprengt utan af sér húsnæð- ið,“ segir í fréttatilkynningu frá þinginu. Frá einum starfshópi 12. landsþings Landssmbands mennta- og fjölbrautaskólanema.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.