Morgunblaðið - 21.11.1978, Side 31

Morgunblaðið - 21.11.1978, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1978 31 | smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Atvinna óskast Maður um fimmtugt óskar eftir atvinnu frá áramótum. Hef starfaö viö innheimtu-, gjald- kera- og skrifstofustörf. Margt kemur til greina, t.d. hálft starf. Þeir, sem vildu sinna þessu vinsamlega leggi nöfn sín inn á afgr. Mbl. merkt: „G — 221". Umboð — Sala Sænskt umboösfyrirtæki óskar etir aö komast í samband viö íslenzkt umboösfyrirtæki, til aö selja í heildsölu hluti til tóm- stundaiökana. Vara þessi hefur náö miklum vinsældum í Miö-Evróþu. Gott fyrirtæki fær góöan ágóöa af sölu þessari. Skrifiö: Balifa a.b., Murkelvaagen 134, S-184 00 Akersberga, Sweden. Munið sérverzlunina meö ódýran fatnaö. Verölistinn, Laugarnesvegi 82, S. 3133Q Atvinnuhúsnæði í Kópavogi Tii sölu ca. 200 ferm. jaröhæö við Auöbrekku. Lögfræöi- og endurskoðunar- stofa Ragnars Ólafssonar og Ólafs Ragnarssonar, sími 22293. Skrifstofuhúsnæöi Til leigu 80—120 fm skrifstofu- húsnæöi viö Borgartún á 2. hæö. Tilbúiö til afhendingar. Lögfræöi- og endurskoöunar- skrifstofa Ragnars Ólafssonar og Ólafs Ragnarssonar hrl., sími 22293. Keflavík — Suðurnes Til sölu m.a. Keflavík 2ja, 3ja, 4ra og 5 herb. íbúöir og góöar sér hæöir. Sumar lausar strax. Höfum kaupendur aö raöhús- um, einbýlishúsum og viölaga- sjóöshúsum. Ennfremur aö flestum gerðum íbúöa. Mikil eftirspurn. Sandgerði 4ra herb. nýleg íbúö í fjölbýlis- húsi. 4ra herb. efri hæð í tvíbýlishúsi. Bílskúr. Njarðvík 4ra herb. neöri hæö. Laus strax. 3ja herb. neöri hæö. Laus strax. Eigna- og verðbréfasalan, Hringbraut 90, Keflavík, sími 92-3222. Brotamálmur er fluttur aö Ármúla, sími 37033. Kaupi allan brotamálm lang- hæsta veröi. Staögreiösla. Hilmar Foss lögg. skjalaþýö. og dómt. Hafn- arstræti 11, sími 14824. Freyjugötu 37, sími 12105. IOOF Rb.4. = 12811218VÍ — IOOF8=16010228’/4=III IOOF = Ob.1P. = 16011218'/2 — Ð.st. Farfuglar Leöurvinnunámskeiö miövikudag kl. 8—10 á Far- fuglaheimilinu, Laufásvegi 41. UTIViSTARFERÐIR K.F.U.K. AD Saumatundur í kvöld kl. 8.30 aö Amtmannstíg 2B. Efni: Söngur- inn sem blessaöi mig. Vitnis- burður. Kaffi. Allar konur hjart- anlega velkomnar. Viö viljum svo minna allar fétagskonur á aö vinna vel fyrir bazarinn, sem veröur laugardaginn 2. desem- ber. Fíladelfía Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Jóhann Pálsson frá Akureyri talar. Utivistaferðir Þriðjudagur 21/11 kl. 20.30. Hornsfrandamyndakvöld í Snorrabæ (uppi f Austurbæjar- bíói) aðg. ókeypis, allir vel- komnir, frjálsar veitingar. Jón Freyr Þórarinsson sýnir lit- skyggnur. Komiö og kynnist náttúrufegurð Hornstranda og feröum þangaö. Hittiö gamla ferðafélaga og rifjiö upp minn- ingar úr feröum. Útivist. RÚSARKROSSREGLAN V ATLANTIS PRONAOS Pósthólf 7072, 107 Reykjavík. Hjálpræðisherinn Þriöjudag kl. 20.00 biblíulestur og bæn. Herb. 119. Allir vel- komnir. Povl C. Ammendrup —Minningarorð Fæddur 7. febrúar 1896. Dáinn 12. nóvember 1978 Kær mágur, er horfinn frá okkur. Þá hrannast minningarnar upp í huga mér, bjartar og fagrar, frá löngum kynnum okkar. Povl þráði mjög að ferðast og sjá sig um í heiminum, þegar hann var ungur maður og af tilviljun barst honum upp í hendurnar tækifæri til íslandsferðar vorið 1921. Tveir félagar hans úr herþjón- ustu höfðu útvegað sér ódýrar ferðir til íslands og eins og hálfsmánaðar uppihald hér, og buðu Povl að slást með í förina. Þessir þrír ungu menn komu svo til íslands, kunnu ekki orð í íslensku og vissu lítið um land og þjóð. Félagar Povls héldu heim á tilskildum tíma, en forlögin höfðu ætlað Povl annað, hann hafði aðeins dvalið hér í hálfan mánuð, þegar hann sá í fyrsta sinn á kvikmyndasýoingu í Nýja Bíó, unga íslenska stúlku, sem átti eftir að verða lífsförunautur hans. Það þarf ekki að orðlengja það, en þarna varð ást við fyrstu sýn, sem entist meðan bæði lifðu. Áramótin 1921—1922 opin- beruðu þau trúlofun sína og gengu í hjónaband 22. júlí 1922 í Kaupmannahöfn. Þessi unga stúlka var systir mín, María, dóttir Samúels Guðmunds- sonar múrara, og konu hans Ingibjargar Danivalsdóttur. For- eldrar mínir voru ekki sérlega ánægð með að sjá á eftir elstu dóttur sinni, aðeins átján ára, til framandi lands, einkum þar sem hún hafði aldrei áður verið að heiman. Starf beið Povls í heima- landi hans, en þau festu þar ekki rætur og fluttust alkomin aftur hingað til lands eftir eins og hálfs árs dvöl þar ytra. Móðir mín gleymdi aldrei þeirri fórnfýsi tengdasonar síns, að setjast að hér á landi, fyrir konu sína, og reyndist honum, sem besta móðir, enda kallaði hann, hana ávallt „mömmu“ og kom fram við hana sem besti sonur. Mágur minn setti á stofn klæðskerasaumastofu hér í bæ, fyrst að Laugavegi 19, og síðar að Laugavegi 58, Maja rak aftur á móti verslunina Drangey, fyrst á Grettisgötu og svo að Laugavegi 58. Povl hætti síðar rekstri sauma- stofunnar, en sneri sér að vðrzunarstörfum, við hlið konu sinnar. Eftir fimm ára hjúskap eignuðust þau son, Tage Ammendrup, og sjö árum síðar dóttur, Jane Ingibjörgu, en hana misstu þau eins og hálfs árs gamla. Eins og ævinlega stóðu þau saman, og studdu hvort annað í þeirra miklu sorg við dótturmiss- inn. Samheldni Maju og Povls í hjónabandinu var einstök í þau 53 ár, sem það stóð og bæði lifðu, enda áttu þau mörg sameiginleg áhugamál, bæði í starfi og frístundum. Glöggt vitni um ást þeirra á blóma- og trjárækt ber garðurinn þeirra fallegi, við sumarhúsið Dalakofann í Mos- fellssveit. Þar áttu þau Maja og Povl margar hamingjustundir með syni sínum, tengdadóttur og barnabörnum sinum þremur, Povl, Axel og Maríu. Povl var sérlega aðlaðandi maður, sviphreinn og prúðmann- legur, kátur og skemmtilegur í vinahópi og gæddur ríkri kímni- gáfu, og hló hátt og innilega að græskulausu gamni. I raun og veru var Povl sérlega viðkvæmur og tilfinninganæmur maður, en dulur við aðra en sína nánustu. Það var oft glatt á hjalla á bernskuheimili mínu, mikið spilað og sungið og var Povl þar góður liðsmaður, hafði alla tíð yndi af söng og hljómlist. Fyrir réttum þremur árum missti Povl sinn elskaða lífsföru- naut yfir móðuna miklu. Sorg hans var mikil, enda hafði allt þeirra líf verið umvafið ást og umhyggju, hvors fyrir öðru, synin- um og barnabörnunum. Eg tel að mágur minn hafi verið mikill gæfumaður er alltaf var umvafinn ást og kærleika, fyrst af konu sinni og síðustu þrjú árin af elskulegum syni sínum, tengdadóttur og barnabörnum. Ég bið guð að styrkja Tage, konu hans og börnin í sorg þeirra, og sendi sérstaka samúðarkveðju til Páls, Þórdísar og barna þeirra, en þau dveljast erlendis. Ég þakka elskulegum mági fyrir allt, megi guð blessa minningu hans. Emilía Samúelsdóttir. Við erum harmi slegin. Afi er dáinn. Hann sem ávallt var miðpunkturinn, hin trausta undir- staða fjölskyldunnar. Þetta bar svo brátt að, við erum ekki enn búin að gera okkur grein fyrir hve mikið við höfum misst. Þegar við vorum lítil, svæfði hann okkur á kvöldin, strauk tárin af hvörmum þegar eitthvað amaði að og hló góðlátlega að okkur þegar við vorum óþekk. Þegar við uxum úr grasi kenndi hann okkur muninn á réttu og röngu og hver væru hin sönnu verðmæti lífsins, verðmætin, sem möl og ryð fá ekki grandað. Hlýju hans og góðmennsku gleymum við ekki, né einurð hans og heiðarleika, sem verður okkur að leiðarljósi í lífinu. Andlát elskulegrar ömmu okkar var afa þung raun, svo þung að honum fannst lífið verða lítils virði óg tómlegt er hún hvarf frá. En hann æðraðist aldrei, gafst aldrei upp. Við þökkum elskulegum afa okkar samfylgdina. Minningin um hann mun aldrei gleymast. Barnabörnin. Yfir heimilið að Tunguvegi 7, hefir dregið skugga mikillar sorg- ar, er höfuð ættarinnar, Povl Ammendrup, er svo snögglega burtu kallaður, en útför hans fer fram í dag frá Fossvogskapellu kl. 1.30. Povl var fæddur í Kaupmanna- höfn 7/2 1896 og var því 82 ára er hann lést. Foreldrar hans voru Jane og Peder Ammendrup, bæði af góðum bændaættum. Systkinin voru 6 og því oft þröngt í búi á svo stóru heimili, en móðir hans var glaðlynd og gestrisin við menn og dýr svo í minnum var haft. Árið 1921 flyzt hann til íslands. Er hann síðar sagði frá því, hvernig viðbrögð móður hans voru við því að hann færi að heiman og það alla leið norður til Islands, sagði hún að hún gæti vel sætt sig við að hann færi til íslands, því þaðan myndi hann snúa hið bráðasta aftur og ekki una sér. Er til íslands kom, ræöst hann til starfa hjá Andersen og Lauth og kynnist þar .konuefni sínu, Maríu, dóttur Samúels Guðmunds- sonar og Ingibjargar Danivals- dóttur. Arið 1922 fluttust þau til Danmerkur og giftast þar, fór vígslan fram í Hans Ravsens kirkju á Islandsbryggju í Kaup- mannahöfn. Þau eignast son árið 1924, en hann lázt í fæðingu og varð María um tíma mjög veik og vart hugað líf. Eftir þetta festu þau ekki yndi í Danmörku og fluttust til íslands. Bjuggu þau fyrst í Borgarnesi í eitt ár en fluttust síðan til Reykjavíkur, þar sem Povl opnaði eigin saumastofu og rak hana síðan allt þar til árið 1955, er hann hóf að vinna við verzlun þeirra hjóna, Verzlunina Drangey, en María hafði keypt þá verzlun árið 1936. Ráku þau verzlunina alla tíð, en María lézt fyrir 3 árum og var það honum mikill missir. María og Povl eignuðust eina dóttur, Jane, en hún lézt ung að aldri og var þeim mikill harm- dauði. Sonur þeirra er Tage, giftur Maríu Magnúsdóttur, og eiga þau þrjú börn, Pál, sem er við nám í Bandaríkjunum og er giftur Þór- dísi Hallgrímsdóttur, eiga þau tvær dætur, Sigrúnu og Fríðu; Axel, sem er blaðamaður og Maríu, sem er við menntaskóla- nám. Povl og María keyptu húsið að Laugavegi 58 árið 1940 og hafa rekið þar verzlun alla tíð, og bjuggu þau þar einnig fyrstu 20 árin, en hin síðari ár bjuggu þau að Tunguvegi 7, ásamt syninum Tage og fjölskyldu. Fjölskyldan var mjög samrýnd og kært með þeim öllum, ást þeirra og umhyggja fyrir gróðri var mikil, og ber hinn mikli gróðurreitur við sumarbústað þeirra í Mosfellssveit þess glöggt vitni, þar sem áður var melur, er nú unaðsreitur með trjám og blómum. Það var mikil gæfa fyrir Povl að fjölskylda Maríu hafði hann í miklu uppáhaldi. Þótti honum mjög vænt um Ingibjörgu og Samúel tengdaforeldra sína, svo og dætur þeirra tvær, Jóhönnu, sem dó á besta aldri og Emelíu sem er gift Baldvin Jónssyni hrl. En aldrei missti hann þó samband við fjölskyldu sína í Danmörku. Harmar nú lát mágs síns, mág- kona hans Ebba, háöldruð kona. Povl átti því láni að fagna í lífinu, að eiga góða konu, sem var honum mikill harmdauði, og þá ekki síður að eiga góðan og ástríkan son og tengdadóttur, sem ávallt hafa staðið við hiið hans tilbúin að rétta fram hjálparhönd, og styðja hann og styrkja ef eitthvað bjátaði á. Hann var elskaður af barnabörnum og barnabarnabörnum sínum og öll- um sem til hans þekktu, hann miðlaði öðrum af hjartagæsku sinni og hlýju. Hann fór í sína daglegu göngu- ferð sem varð hans hinsta, og ég trúi að þannig hafi hann viljað kveðja, og halda á fund þeirra sem á undan voru gengnir sama veg. Það ríkir mikill söknuður er við kveðjum góðan og mikilhæfan mann. Við vottum fjölskyldu hans innilegustu hluttekningu, missir þeirra er mikill en þau eiga dýrmætar minningar um sam- eiginlegar stundir og störf. S.Ó., H.G. Ung stúlka týndi veski UM áttaleytið s.l. sunnudagskvöld tapaði ung stúlka grænu seðla- veski fyrir utan Laugaveg 76 eða í stigagangi þess húss. I veskinu voru 80 þúsund krónur í peningum og einnig umslag með einhverjum peningum, en umslagið var stílað á Gunnar Kristjánsson. Einnig voru skilríki í veskinu. Veskið er merkt Ingibjörgu Kristjánsdóttur, Dílahæð 11, sem er í Borgarnesi. Skilvís finnándi er vinsamlega beðinn að skila veskinu til lögregl- unnar í Reykjavík. Heidradur RÍKISSTJÓRN Spánar hefur sæmt Lúðvíg Hjálmtýsson ferða- málastjóra heiðursmerkinu med- alla al Mérito Tueristico, fyrir störf að ferðamálum á Islandi og samvinnu um ferðamál á Norður- löndum. Afhenti trúnaðarbréf HINN 17. nóvember afhenti Pétur Eggerz sendiherra Walter Scheel forseta Sambandslýðveldisins Þýskalands trúnaðarbréf sitt sem sendiherra íslands í Sambandslýð- veldinu Þýzkalandi. Lítið barn rfíf* sjónsvið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.