Morgunblaðið - 21.11.1978, Síða 35

Morgunblaðið - 21.11.1978, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1978 35 Að hjálpa fólki til að velja sér nám og störf Fyrir rúmu ári var samþykkt í borgarstjórn Reykjavíkur tillaga frá Elínu Pálmadóttur um að koma á námsráðgjöf og starfsfræðslu fullorðinna við Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur. Og í haust var ráðin í það starf Anna G. Jónsdóttir. Hefur hún tekið til starfa og er til viðtals á fræðsluskrifstofu Reykjavíkur kl. 1—3 á daginn. Þetta er fyrsti námsráðgjafi af þessu tagi. Hvergi í skólakerfinu er ráðgjöf nema við tvo einstaka skóla, í Hamrahlíðarskóla og Fjölbrautarskólanum í Breiðholti. Af því tilefni átti Mbl. tal við Önnu G. Jónsdóttur, svo og Guðrúnu Halldórsdóttur, skólastjóra Námsflokka Reykjavíkur, sem hefur á hendi fjölbreyttustu fullorðinsfræðsluna í Reykjavík. I greinargerð með samþykkt- inni um námsráðgjöf og starfs- fræðslu fyrir fullorðna sagði m.a.: „Á undanförnum árum hefur komið í ljós mikil þörf fyrir þjónustu af því tagi, sem lagt er til. Þeir sem koma út á vinnumarkaðinn, eða af ein- hverjum ástæðum þurfa eða vilja skipta um starf, eiga í erfiðleikum með að vita, hvar þeir eiga að leita fyrir sér til að fá vitneskju um, hvort starfið sjálft muni henta, hvers það krefst, hvernig undirbúningi fyrir það er háttað og hvar hann er að fá. Á þetta ekki síst við um konur, sem eru að skipta frá heimilisstörfum og í störf úti á vinnumarkaðinum. I fræðslu- kerfinu bjóðast nú víða mögu- leikar á endurmenntun og fræðslu til að fylla upp í eyður í þeim tilgangi að standast kröfur og samkeppni á vinnumarkaðin- um. Er t.d. mjög áberandi í Námsflokkum Reykjavíkur, hve ört vaxandi ásókn er í allar greinar, sem veita viðurkenn- ingu um starfshæfni eða búa undir próf. En hvergi í fræðslu- kerfinu er, eins og er, gert ráð fyrir því að veitt,sé aðstoð við starfsval eða leiðbeiningar um námstækifæri eftir að grunn- skóla lýkur. Miðar tillagan við að sú ráðgjöf fari fram á fræðsluskrifstofunni og nái til framhaldsnámsins alls og full- orðinsfræðslunar í borginni. Miðar hún að því að veita einstaklingunum hjálp til að finna sér starf við sitt hæfi, enda er það borginni í hag, að sem flestir einstaklingar séu ánægðir í starfi sínu, séu það sem kallað er á réttri hillu." Tækifærin hafa margfaldast — Þörfin á slíkri ráðgjöf er vissulega fyrir hendi, sagði Guðrún. Á hverju ári komu fjöldi manns til mín, einkum konur og oft unglingar, og ræða um hvað þá langar til að verða og um innkomuleiðir til að af því geti orðið. Þetta fólk er blátt áfram að leita að ráðgjöf, sem ekki er í rauninni í verkahring skólastjóra, þótt maður hafi reynt að leiðbeina eftir því sem tök voru á. Um allt land er fólk í leit að slíkri ráðgjöf, sem skólastjórar geta ekki veitt. Það er byrjað að velta fyrir sér starfi og er að kanna hvar það geti fengið aðstöðu til að búa sig undir það og kynnast því. Samfélagið er í dag svo opið, að möguleikar til slíks hafa marg- faldast fyrir fólk á öllum aldursskeiðum. Anna sagði, að þótt þetta starf hefði enn ekkert verið auglýst, þá hefði þegar leitað til hennar fólk á öllum aldri, konur og karlar, unglingar og fullorðið fólk. Hún kvaðst túlka sitt hlutverk á þann veg að þar á sé ekki um aldursmörk að ræða. Sömu skólar og sömu möguleik- ar bjóðast fólki á öllum aldri, hvort sem er til grunnmenntun- ar eða starfsmenntunar. Aðstoð í þessum efnum þurfi hvort sem er þeir, sem lokið hafa grunn- skóla eða aðrir, sem hætt hafa fyrr í skólakerfinu og í skóla- kerfi við aðrar aðstæður. — Það sem þetta hlutverk felur í sér, er að velja námsleiðir með fólki og hjálpa því til að gera sér grein fyrir og velja sér nám og störf í samræmi við sitt áhugasvið. í nútímaþjóðfélagi, sem er mjög flókið, er ekki hægt að ætlast til þess að fólk geti vitað um öll tækifæri til náms og starfs. Hér kemur ýmislegt til. Ekki aðeins að fólk sé sér lítið meðvitandi um áhugasvið sitt, heldur hafa líka aðrir þættir áhrif á valið, svo sem heimilisástæður, heilsufar, áhugasviö jafnaldra, skynjun á kynhlutverki viðkomandi o.fl. Slíkt hefur gífurleg áhrif á náms- og starfsval. Þessir þætt- ir geta auðveldlega ráðið vali einstaklingsins, án þess að ástæða sé í rauninni til þess. — I öðru lagi getur ráðgjafi veitt fólki aðstoð við að færast hæfilega mikið í fang, ekki of mikið og ekki of lítið, heldur Anna áfram. Og Guðrún skýtur inn í, að þessi þáttur sé einn sá mikilvægasti þar sem fólki hætti til ofmats eða vannjats vegna óvissunnar um eigin getu. Og Anna bætir við, að oft geti það villt fólki sýn um hvað það getur færst í fang, ef langt er um liðið síðan það var í skóla. Þarna komi mat ráðgjafa að góðu gagni. Markmið ráðgjafans er að mínum dómi að hjálpa fólki til að hjálpa sér sjálft, segir Anna. Að veita því aðstoð við að velja og taka sjálft ákvörðun. Þetta er persónuleg Guðrún Halldórsdóttir skólastjóri og Anna G. Jónsdóttir, hinn nýi náms- og starfsráðgjafi fullorðinna á Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur. ráðgjöf sem fram fer í viðtölum. Aftur á móti sagði hún að til væru próf, sem notuð eru í Bandaríkjunum, sem hún hefði m.a. kynnt sér meðan hún var í námi, en Anna hefur BA—próf í sálarfræði og uppeldisfræði, og þau mætti kannski nýta til lauslegrar viðmiðunar. Annars kvaðst Anna fram að þessu hafa notað tímann til að afla sér upplýsinga. — Það er gífurlegt verk að afla upplýs- inga um störf og nám, einkum væri það þó erfitt þegar um störf væri að ræða. í Svíþjóð er sérstakt starfsfólk, sem hefur slíka upplýsingasöfnun á hendi og setur upp spjaldskrá, sem námsráðgjafar geta leitað til. En mér finnst þetta ákaflega áhugavert starf og finnst gaman að fá tækifæri til að taka þátt í að móta það og helypa því af stokkunum, sagði hún. Að lokum var lauslega spjall- að við Guðrúnu Halldórsdóttur um nám fyrir fullorðna. Hún sagði, að aldrei fyrr hefðu verið eins miklir möguleikar til náms. Þegar upp kemur þörf fyrir einhver konar fræðslu, er til dæmis oft komið upp flokkum í Námsflokkum Reykjavíkur fyrir það fólk, í samvinnu við þær stofnanir, sem fólkið ætlar að starfa hjá, eða skóla þá sem það hyggst komast í. Sem dæmi tók Guðrún skrifstofudeildirnar fyrir fólk sem ætlar út í störf og flokka til undirbúnings fóstru- skóla, sjúkraliðaskóla eða nám einstaklinga, sem hyggja á hjúkrunarnám. En þetta sé lausn, sem hafi gefist ákaflega vel. Guðrún sagði að í námsflokk- ana leitaði líka fólk, sem í framhaldi af því ætlaði að taka ýmis próf, sem ekki voru fyrir hendi þegar það var við nám eða það tók aldrei, svo sem grunn- skólápróf, en í því er nú stór hópur. Einnig að búa sig undir iðnskóla og í fyrsta árs námi framhaldsstigsins. Og í fyrra var í fyrsta skipti flokkur fólks, sem á sínum tíma tók aldrei nema barnaskólapróf. Sagði Guðrún að það gleddi sig sérstaklega að flestir væru þeir einstaklingar á annars árs námi í vetur. — Það er ekki bara Anna, sem sendir til mín fólk, heldur líka iðnfræðsluráð og menntamálaráðuneytið, sagði hún. MEÐ FLOBIÐH Flórida í allan vetur. Seljum farseöla um allan heim. FERÐA MIDSTÖÐINNI Ferðamiðstoðin nf. ixj NOR ncui\r rlortliNU Nor fishing Oslo 20—26 nóv. KANARÍ FYJAD Kanaríeyjar í allan vetur. Aöalstræti 9 - S.'mar 11255 - 12940

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.