Morgunblaðið - 21.11.1978, Page 37

Morgunblaðið - 21.11.1978, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1978 3 7 Spánartogararnir: Sætir BUR afarkostum? Eins og fram hefur komið í fréttum staðfesti borgarstjórn fyrir skömmu drög að samkomu- lagi milli fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og borgarstjóra f.h. BÚR um uppgjör á kröfum BÚR á hendur ríkissjóði vegna galla á spænsku skuttogurunum. I útgerð- arráði höfðu drögin verið borin upp með þeim fyrirvara, að lán að upphæð kr. 16,6 milljónir skiptist þannig, að kr. 15,2 milljónir verði gengistryggt en 1,4 innlent lán, vaxta og afborgunarlaust í 18 ár. Hlutu drögin stuðning 4 útgerðar- ráðsmanna, 2 sátu hjá en 1 greiddi atkvæði á móti. Björgvin Guðmundsson (A) kvaddi sér hljóðs á siðasta fundi borgarstjórnar vegna þessa máls og vitnaði þar m.a. í bókun sem hann hafði gert í útgerðarráði, en þar segir m.a.: „Fyrrverandi meiri- hluti útgerðarráðs reyndi árum saman að fá skaðabætur úr ríkissjóði vegna galla á Spánartog- urunum. Þessar tilraunir fyrrver- andi meirihluta reyndust alger- lega árangurslausar. Fjármálaráðuneytið hefur aldrei ljáð máls á því að greiða BÚR neinar skaðabætur umfram þær, sem gætu fengist frá skipa- smíðastöðinni á Spáni. Hins vegar lánaði fjármálaráðuneytið BÚR fé vegna fjárhagserfiðleika er hlut- ust af göllum á Spánartogurunum. Þá fjármuni hefði ráðuneytið þegar getað endurkrafið. Á árinu 1975 bauð fjármálaráðuneytið, að 81,3 milljónir af framangreindri. skuld BÚR við ríkissjóð skyldu falla inn í stofnlán vegna skipa- kaupanna. Var því tilboði vel tekið.“ Þá segir í bókun Björgvins: „Mitt mat er það, að ekki fáist betri samningur við fjármálaráðu- neytið um uppgjör Spánartogar- anna en að framan greinir. Fyrri meirihluti útgerðarráðs hafði nóg- an tíma til þess að ná betri samningum en tókst það ekki. Álit lögfróðra manna, sem ég hef ráðfært mig við, er að dómstóla- leiðin eða gerðardómur mundi ekki gefa BÚR betri árangur. Áríðandi er að ganga frá þessu máli sem fyrst svo afsöl fáist fyrir skipun- um og unnt sé að veðsetja þau fyrir lánum úr Fiskveiðasjóði, en til boða standa lán úr Fiskveiða- sjóði vegna tækjakaupa og endur- bóta sem verið er að gera á togurunum. Fjármálaráðuneytið hefur algjörlega synjað um að veita leyfi til veðsetningar skip- anna fyrr en búið er að ganga frá samkomulagi um uppgjör. Fyrrverandi meirihluti borgar- stjórnar og útgerðarráðs ber alla ábyrgð á þeim lántökum, sem nú er verið • að semja um endur- greiðslu á á 24 árum, og hann lét það dragast árum saman að ganga frá uppgjöri þeirra lána með þeim afleiðingum, að mikil gengistöp falla á BÚR. Gagnrýni sjálfstæðis- manna á þau kjör er fást nú við uppgjör lánanna hitti því þá sjálfa fyrst og fremst.“ Ragnar Júlíusson (S) tók næst til máls og rakti gang málsins. Hann greindi m.a. frá bilunum í togurunum og vitnaði síðan í bréf þáverandi borgarstjóra til fjár- málaráðhera 1973 en þar segir m.a.: „Á þessu stigi málsins er hins vegar óhjákvæmilegt að lýsa fullri ábyrgð á hendur ríkissjóði íslands vegna alls þess tjóns, er leiða kann af máli þessu og er þess jafnframt vænst, að viðgerðar- kostnaður verði jafnóðum greidd- ur úr ríkissjóði." Þá segir enn- fremur í bréfi þáverandi borgar- stjóra: „Ábyrgð ríkissjóðs sem seljanda gagnvart borgarsjóði sem kaupanda er hins vegar ekki að neinu leyti takmörkuð og ákvæði samnings skipasmíðastöðvarinnar við ríkissjóð um takmörkun ábyrgðar gilda ekki milli ríkis- sjóðs sem seljanda og borgarsjóðs sem kaupanda." I máli Ragnars kom fram, að Valgarð Briem hæstaréttarlögmaður hafði verið fenginn til að fara ofan í málið fyrir útgerðarráð. Ragnar Júlíusson sagði alrangt hjá Björgvin Guðmundssyni, að honum hefði tekist eitt eða annað í málinu. Á lausn málsins hefði alls ekki reynt til fulls og kvaðst Ragnar þeirrar skoðunar, að æski- legast væri ef málið yrði lagt í gerðardóm og þar með látið reyna á hálagaleg atriði en slíkt virðist ekki kappsmál hjá Björgvin Guð- mundssyni. Ragnar sagði umrætt ián nema samkvæmt gengi 21. nóv. 1975 um 98 milljónúm en fært til núverandi gengis 175 milljónum króna. Ragnar sagði, að í raun gæti þetta varla talist samkomu- lag heldur einhliða ákvörðun ríkisvalds um, að BÚR beri allan skaðann, að vísu í formi láns, sem ríkisvaldið hefur tryggt gegn gengisfellingum á sl. þremur árum. Svipuð lausn hefur staðið Reykjavíkurborg til boða í mörg ár, en ávallt verið talin óaðgengi- leg. Hefur fjármálaráðuneytinu verið tjáð hingað til, að borgin myndi frekar óska eftir að málið færi fyrir gerðardóm, sbr. ákvæði kaupsamninga þar um, heldur en að sæta afarkostum ríkisins. Fleiri borgarfulltrúar tóku þátt í um- ræðunum en þær voru í meira lagi flóknar. Leiguíbúðir borgarinnar: Engar hömlur lagðar á notkun gluggatjalda Eru borgaryfirvöld að ganga á athafnafrelsi einstaklingsins? Menn greinir á um þetta en af gefnu tilefni bar Davíð Oddsson (S) fram eftirfarandi fyrirspurn á fundi borgarstjórnar 16. nóv. „Er það rétt, að íbúar í leiguíbúðum borgarinnar að Furugerði 1 fái ekki að ráða því sjálfir, hvaða gluggatjöld þeir nota í íbúðum sínum?" Guðrún Ilelgadóttir (Abl) svaraði fyrirspurninni og sagði: „Ákveðið var, að innri gardínur fylgdu íbúðum við af- hendingu, en leigutakar legðu til önnur gluggatjöld eftir eigin vali. Ástæður voru eftirtaldar: 1. Til að létta undir með leigutökum var ákveðið að leggja til lágmarks- gluggatjöld fyrir glugga. 2. Samræmdar innri gardínur voru útlitsatriði af hendi arkitekta, sérstaklega er varðar neðstu hæðir. Guðrún sagði, að í nokkrum tilfellum hefði borið á óánægju með þetta fyrirkomulag og leigu- takar hafi óskað eftir að leggja til öll gluggatjöld. Nú lægju fyrir upplýsingar frá arkitektum um, að þeir telji æskilegt, að umrædd gluggatjöld verði notuð, en ekkert skilyrði. Framvegis mun því farið með málið í samræmi við það. Guðrún sagðist telja, að af tveim fyrrgreindum ástæðum væri verið að létta undir með leigutökum. Þá væru sams konar tæki til upp- hengingar gluggatjalda í öllu húsinu. Ólíklegt væri, að allir íbúar hússins hafi haft þá tegund í þeim íbúðum sem þeir fluttu úr. Greindi Guðrún síðan frá fimm tegundum uppsetninga á uppheng- ingu gluggatjalda. Þá væri öllum Lítidbarn hefur ■\\ Guðrún Helgadóttir ef til vill ekki vel ljósar þessar aðferðir, svo að fyrir þeim hafi^ þetta litið út sem óþarfa mein- bægni við íbúa hússins. Guðrún kvaðst hins vegar geta fullvissað fyrirspyrjanda um, að ekkert hafi verið arkitekt hússins né félags- málastjóra fjær og þetta hafi eingöngu verið gert til að auðvelda hinum öldruðu málið og um leið að ' spara þeim útgjöld, því að glugga- tjöldin hafi verið sett upp íbúun- um að kostnaðarlausu. Vilji íbúarnir hins vegar ekki nýta þau, mun félagsmálastjóri leysa málið á vinsamlegan hátt. Guðrún sagðist hyggja það geta verið samdóma álit borgarstjórn- ar, að hér væri á ferðinni fyrir- spurn af léttara taginu og hefði óaðspurð veitt félagsmálastjóra óskorað vald til lausnar málsins. Davíð Oddsson þakkaði svörin og kvaðst eigi sérfróður vera um uppsetningu gluggatjalda, en nú vissi hann hvert leita skyldi ef hann lenti í vanda, m.ö.o. til Guðrúnar Helgadóttur. Davíð sagði: „Þetta eru síður en svo nein gamanmál í mínum huga.“ Hann vissi, að þetta væri heldur ekki neitt stórmál, en það hins vegar skipti suma íbúa hússins töluverðu máli. Það hefði nefnilega gerst, að rifin hefðu verið niður gluggatjöld hjá einum af íbúum hússins, sem sett hefðu verið upp! Af því mætti Davíð Oddsson einungis ráða eitt, að ekki megi nota önnur gluggatjöld en þau sem borgin legði til. Með umræddu atriði væru borgaryfirvöld að hafa óþarfa afskiptasemi af einkamál- um fólks. Þarna væri um að ræða innbú. í húsið flytur gamalt fólk, sem vill eiga notalegt ævikvöld. Þetta gamla fólk hefur átt sína búslóð þegar það flutti í húsið. Þó þetta gamla fólk byggi þarna þá vilji það hafa notalegt í kringum sig á heimili sínu eftir sem áður og stór þáttur til að styrkja það væri einmitt að geta notið sömu búslóð- ar, þess anda sem slíku fylgdi. Davíð Oddsson flutti síðan eftir- farandi tillögu: „Borgarstjórn samþykkir, að ekki skuli vera kvöð varðandi notkun gluggatjalda í leiguíbúðum borgarinnar." Guðrún Ilelgadóttir sagði, að flutningur tillögunnar væri um leið vantraust á félagsmálastjóra. Davíð Oddsson sagðist sízt ætla ómerkja félagsmálastjóra. Sér hafi verið tjáð, að íbúar hússins hafi verið látnir skrifa undir kvöð um notkun gluggatjalda þarna og þar að auki hafi gluggatjöld verið rifin niður. Kristján Benediktsson (F) sagðist ekki geta orða bundist og lýsa yfir undrun sinni á hvaða stig borgarfulltrúar væru komnir. Sjálfsagt hefði umrædd tillaga og fyrirspurn verið rædd á borgar- flokksfundi sjálfstæðismanna og undarlegt væri að hún kæmi fram. Kristján sagðist ekki vænta þess, að menn muni leggja í vana sinn að flytja mál af þessu tagi. Það væri meinlaust að samþykkja þessa tillögu, en hann teldi að málflutningur sem þessi væri borgarstjórn ekki til sóma. Margir hefðu eflaust gaman af þessu, en aðrir myndu velta fyrir sér hvers konar samkoma borgarstjórn væri. ólafur B. Thors (S) sagði Kristján Benediktsson ekki einan um að bera virðingu fyrir borgar- stjórn. En vegna orða Kristjáns um vinnubrögð borgarflokks sjálf- stæðismanna sagðist Ólafur vilja taka fram: „I borgarflokki sjálf- stæðismanna eru tillögur ræddar fyrir borgarstjórnarfundi, sem og hjá öðrum flokkum. En við sjálf- stæðismenn leggjum ekki kvaðir á borgarfulltrúa flokksins um hvað þeir megi spyrjast fyrir. Borgar- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins geta því eðlilega spurst fyrir í borgar- stjórn án samráðs við borgarflokk- inn. Á þetta vil ég alls ekki leggja hömlur," sagði Ólafur B. Thors. En af gefnu tilefni vildi hann taka fram, að bak við þetta mál byggi mikil alvara vegna íbúa hússins. Hér hafi verið vegið að Davíð Oddssyni ómaklega og þeim mál- flutningi, sem Kristján Benedikts- son viðhefði hér, vildi hann algjörlega mótmæla. Davíð Oddsson sagðist hafa skömm á yfirlæti Kristjáns Bene- diktssonar, en það væri þáttur í því að skýra út fyrir sér hvers vegna Framsóknarflokkurinn færi síminnkandi. Hann og flokkur hans væri kominn svo úr tengsium við fólkið, að sem gerðist hjá fólkinu væri Framsóknarflokkn- um ókunnugt um. Kristján Benediktsson gæti varla gætt hagsmuna borgaranna, því s\o mikið væri hann og flokkurinn slitinn úr tengslum við allt og alla. Meðan vinstri flokk- arnir bættu við sig, síminnkaði Framsóknarflokkurinn. Sam- bandsleysið við flokksmenn væri svo mikið og svo yfirlætið, sem hér væri Kristjáni Benediktssyni til skammar. Borgarstjórn samþykkti síðan tillögu Davíðs með 14 atkvæðum en borgarfulltrúi Framsóknarflokksins sat hjá. Albert Guðmundsson: Hröðum bygg- ingum aldraðra í máli Alberts Guðmunds- sonar borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins á borgar- stjórnarfundi 16. nóv. kom fram margt athyglisvert um byggingarmál aldraðra. Kvaðst Albert vilja beita sér fyrir sérstaklega, að fljótlega yrðu hafnar framkvæmdir við þrjár stofnanir fyrir aldraða. Sú fyrsta yrði trúlega við Heilsuverndarstöðina, önnur í Breiðholti og sú þriðja við Borgarspítalann. Albert kvaðst vona, að framkvæmda- fé yrði á næsta ári 7—800 milljónir til þessa. Hann sagði æskilegt, að hönnun geti hafist áður en langt um líður og byggingar skömmu eftir að hönnun lýkur. Albert kvaðst vonast til að næsti áfangi yrði hjúkrunaráfangi, sem hægt yrði að byggja við eftir þörf- um.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.