Morgunblaðið - 21.11.1978, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1978
41
félk í
fréttum
+ ÚR GEIMNUM — Þetta eru rússnesku geimfararnir sem settu nýtt met í geimfari sínu
á dögunum, Vladimir Kovalyenok (til v.) og Alexander Ivanchenkov. Þeir eru hér nýlentir í
námunda við borgina Dzhezkazgan í Kazakhstan.
Heldur fyrirlestra
í Norræna húsinu
Norski rithöfundurinn Pál
Espolin Johnson heldur fyrir-
lestra í Norræna húsinu á
fimmtudag. 23. nóvember, kl.
20.30 og laugardaginn 25. nóvem-
ber kl. 16.30. Á fimmtudaginn
mun Pál Espolin Johnson kynna
eigin verk en á laugardaginn
flytur hann fyrirlestur sem ber
nafnið _01av Duuns Juvikfolke.“
Pál er fæddur árið 1940 í
Suður-Noregi en kom fyrst til
Norður-Noregs árið 1950 og hefur
oft síðan leitað á þær slóðir. Pál er
málfræðingur og hefur kennt við
mennta- og háskóla bæði í Ósló og
Tromsö. Fyrsta bók hans kom út
árið 1972 en eftir það hefur hann
gefið út 5 bækur.
Pál Espolin Johnson er ættaður
frá íslandi eins og nafnið Espolin
bendir til og er hann kominn af
Jóni Jakobssyni sýslumanni sem
Pál Espolin Johnson, rithöfund-
ur.
bjó á bænum Espibóli nálægt
Akureyri.
+ NJÓSNARAR - Fyrir
nokkru voru þessir náungar
dæmdir fyrir njósnir. Þeir eru
báðir sovétborgarar, en starfs-
menn Sameinuðu þjóðanna í
New York. Voru þeir staðnir að
njósnum um varnir Banda-
ríkjanna. — Höfðu þeir reynt
að stela skjölum þar sem uppl.
var að finna um þessi mál.
Fyrir nokkru gekk dómur í
undirrétti í máli þeirra, í
borginni Newark. Dómurinn
yfir þeim var samhljóðai 50 ára
fangelsi. — En bandarísk
yfirvöld vildu ekki setja þá inn.
En meðan þeir dvöldu þar í
landi eftir að dómurinn gekk,
skyldi sendiherra Sovétríkj-
anna sjálfur bera persónulega
ábyrgð á þessum dæmdu dipló-
mötum.
+ Á GRÍMUDANSLEIK — Fyrir nokkru var efnt til grímudansleiks í einu
samkomuhúsanna á Broadway í New York. Voru það m.a. leikarar úr söng- og
dansmyndinni „The King and I“, sem þar voru fremstir í flokki. — Og það var auðvitað
ógerningur að segja hvaða andlit voru á bak við grímurnar og nefin. — En sá sem er lengst
til vinstri er alheimsskallinn Yul Brynner, sem leikur annað aðalhlutverkið. Mótleikari
hans, Constance Towers, er við hlið hans. Lengst til hægri er ung leikkona, Maureen
McGarth, dóttir Constance.
(rompton Porkinson
VONDUÐ VARA
HAGSTÆTT VERÐ
Mvald. poulsen ?
SUÐURLANDSBRAUTlú —
SÍMAR: 38520-31142
Gírmótorar
0.5—7.5 HÖ
Enskir rafmótorar
einfasa 0.33—3 HÖ
þrífasa 0.5—25 HÖ