Morgunblaðið - 21.11.1978, Qupperneq 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1978
3-400 félagar fyrirfara sér í kjölfarið
Flugufregnir fóru þegar að
berast þess efnis að fjöldi
safnaðarfélaga hefði fyrirfarið sér
í kjölfar morðanna á þingmannin-
um og fylgarliði hans og fengust
þær staðfestar þegar lögregla og
her kom á staðinn. — Þar blasti
við hin hræðilegasta sýn, milli
3—500 manns lágu þar í blóði sínu,
börn og fullorðnir. Þegar lögreglan
og herinn komu á staðinn var búið
að raða upp nokkrum hluta
líkanna í einfalda röð og sögðu
aðkomumenn að yfir svip líkanna
hefði hvílt friður og ró.
Stofnandi sértrúarflokksins er
séra James Jones, hvítur Banda-
ríkjamaður, sem hefur þó fengið
til liðs við sig mest blökkumenn en
ekki hvíta og þegar flest var voru
félagar í söfnuðinum í kringum 20
þúsund.
A síðasta ári ákvað svo stjórn
safnaðarins að flytja búferlum til
Gyuana frá Kaliforníu í Banda-
ríkjunum og hafa félagarnir
stundað akuryrkju þar.
Fljótlega eftir búferla flutninga
safnaðarins fóru að berast fréttir
til Bandaríkjanna þess efnis að
bandarískir þegnar væru látnir
vinna nauðungarvinnu myrkranna
á milli og beittir þar að auki ýmiss
konar pyntingum. Því ákvað Ryan
að heimsækja höfuðstöðvar
safnaðarins og kynna sér ástandið
í eigin persónu.
Að sögn flugmanns annarrar
flugvélarinnar, sem komst undan,
var hópurinn að undirbúa sig fyrir
að stíga um borð í vélina, þegar
einn safnaðarfélaga sem ku hafa
ætlað heim með þingmanninum
dró byssu úr fórum sínum og hóf
skotárás og í kjölfar þess var ekið
þar að ökutæki með aftanívagni og
úr honum hófst mikil skothríð.
Það var svo með vélinni sem
komst undan sem fyrstu fréttir af
þessum hryllilega atburði bárust
til byggða.
Simamynd Ar
VígvöIIurinn í frumskógi Gyuana þar sem Leo Ryan þingmaður frá Bandaríkjunum var myrtur ásamt
fylgdarliði sínu á föstudag. Myndin er tekin í þann mund sem önnur flugvélin slapp undan morðingjunum.
Þingmaðurinn Leo Ryan skömmu
áður en hann var myrtur. Myndina
tók einn félaga Ryans sem komst
undan. Símamynd AP
Georgetown, Guyana, Washington,
20. nóvember. AP. Reuter.
BANDARÍSKI þingmaðurinn Leo Ryan og fjórir landar hans voru
myrtir í frumskógabyggð sértrúarflokks nokkurs í Suður-Ameríku
ríkinu Guyana 8.1. föstudagskvöld,
Gyuana sagði um helgina.
Þingmanninum og fylgdarliði
hans var gerð fyrirsát þegar hann
var um það bil að komast á
afskekktan flugvöll nærri byggð-
inni þar sem flugvél beið þess að
flytja Ryan og fylgdarfólk hans
aftur til Bandaríkjanna.
Ryan hafði farið til byggða
sértrúarflokksins til þess að kanna
sannleiksgildi þess að fólki væri
að því er upplýsingamálaráðherra
haldið þar gegn vilja sínum, en
söfnuðurinn var áður starfandi
með aðalstöðvar sínar í Banda-
ríkjunum og hafði nýverið flutt
höfuðstöðvar sínar suður til
Gyuana.
Lögreglumenn og hermenn voru
sendir til byggða sértrúarflokksins
þegar uppvíst var um morðin til að
rannsaka þau.
Hryðjuverkamönnum
vísað frá Júgóslavíu
Belgrað, 17. nóvember. AP.
VESTUR-ÞÝZKIR embættismenn í Belgrað skýrðu frá því í
dag að júgóslavneska utanríkisráðuneytið hefði tiikynnt
þeim í dag að fjórir meðlimir úr Baader-Meinhof
hryðjuverkamannahópnum hefðu verið iátnir lausir úr haldi
og vísað úr landi í Júgóslavíu. Dómstóll í Júgóslavíu kvað
nýverið upp þann úrskurð að ekki væru lagalegar forsendur
til að framselja fjórmenningana, en yfirvöld ákváðu hins
vegar að reka þá úr landi þar sem þeir höfðu komið inn í
landið á fölsuðum vegabréfum.
Fjórmenningarnir eru þau
Brigitte Monhaupt, Rolf Clem-
ens Wagner, Peter Bock og
Siegliende Hoffman, en þau
voru handtekin í sumar. Yfir-
völd í Bonn fóru fram á þaö að
þau yrðu framseld til V-Þýzka-
lands, en júgóslavnesk yfirvöld
vildu fá króatíska þjóðernis-
sinna í staðinn frá Vest-
ur-Þýzkalandi. Stjórnin í Bonn
neitaði að framselja króatíska
þjóðernissinna í skiptum fyrir
hryðjuverkamennina, og mál
þeirra fyrrnefndu hafa verið
flækt og tafin fyrir dómstólum í
V-Þýzkalandi.
Dómsmálaráðuneytið í Bonn
harmaði í dag ákvörðun yfir-
valda í Júgóslavíu og sagði að
ákvörðunin yrði ekki til þess
fallin að auðvelda framsöl á
glæpamönnum milli landanna.
Búist hafði verið við þessari
ákvörðun yfirvalda í Belgrað
þar sem stjórnin í Bonn neitaði
að framselja króatíska þjóðern-
issinna í skiptum fyrir hryðju-
verkamennina.
Baskar skjóta á
búðir úr launsátri
Þingmaður drepinn af
sértrúarflokksmönnum
Vín aftur á boó-
stólum í N oregi
Bilbao. 20. nóvember. AP. Reuter.
HRYÐJUVERKAMENN úr að-
skilnaðarhreyfingu Baska gerðu
skotárás í dag á hóp lögreglu-
manna sem voru að leika knatt-
spyrnu við búðir sínar í dag og
tveir þeirra biðu bana en níu
slösuðust.
Hryðjuverkamennirnir gerðu
árásina úr bifreiðum á þjóðvegi í
um 20 metra fjarlægð. Þeir skutu
alls rúmlega 130 vélbyssu- og
riffilkúlum á lögregluna og óku á
brott í bílum sínum á þjóðveginum
milli Bilbao og San Sebastian.
Bílarnir fundust síðan yfirgefn-
ir. Aðskilnaðarhreyfingin ETA
lýsti því seinna yfir að hún bæri
ábyrgð á verknaðinum og kvaðst
þar með hafa drepið 31 lögreglu-
mann á þessu ári.
Launsátrið jók enn þá spennu
sem hefur ríkt í Madrid síðan
ríkisstjórnin tilkynnti fyrir tveim-
ur sólarhringum að hún hefði bælt
niður samsæri hægrimanna í
hernum um að steypa henni af
stóli.
Reiðir hægrimenn fylktu í dag
liði við grafhýsi Francos hershöfð-
ingja sem lézt fyrir þremur árum
og héldu í gær fjölmennan fund
þar sem hrópað var að herinn ætti
að taka völdin.
Þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram
eftir hálfan mánuð um drög að
lýðræðislegri stjórnarskrá og um-
bótasinnuð ríkisstjórn Adolfo
Suarezar forsætisráðherra reynir
að sigla því máli í höfn þrátt fyrir
harða andstöðu öfgamanna til
hægri og vinstri. Arásir hryðju-
verkamanna eru orðnar daglegt
brauð á Spáni og samsærið sem
var bælt niður sýnir að alvarleg
ókyrrð er í hernum.
Að minnsta kosti 100.000 manns
tóku þátt í fundinum í gær. Arásin
í Baskahéruðunum er sú alvarleg-
asta sem hryðjuverkamenn hafa
gert á þessu ári. Nú hafa verið
framin 74 pólitísk morð á Spáni á
þessu ári.
Skotmark árásarinnar í dag
voru herbúðir þar sem nokkur
hundruð vopnaðir lögreglumenn
gerðu stutta uppreisn í síðasta
mánuði til að mótmæla annarri
árás ETA á starfsbræður þeirra.
Við útför tvéggja lögreglumanna
sem biðu bana í árásinni hrópuðu
lögreglumenn ókvæðisorð að yfir-
mönnum sínum og embættismönn-
um.
Frá fróttaritara Mbl.. Jan Erik Lauri, f
Ósló, 20. nóvember.
VERKFALLI starísmanna áfeng-
isverzlunarinnar norsku lauk í
dag og munu þeir snúa aftur til
vinnu sinnar á morgun, nema
hvað ein áfengisútsalan mun
opna í' dag.
Flugufréttir fóru að berast út
um iausn deilunnar í morgun og
staðfesting kom svo í útvarpinu
um hádegi. Mjög almenn ánægja
og gleði varð þegar tilkynningin
kom og fylltust veitingahús og
barir þegar af þyrstu fólki.
Eftir langa og stranga fundi í
8.1. viku tókst samninganefndum
deiluaðila að koma sér saman um
flest atriði og var síðan gengið frá
þeim um helgina.
Talið er að beint tap áfengis-
verzlunarinnar hafi numið sem
svarar 500 milljónum íslenzkra
króna á dag en ofan á það bætist
svo ýmis kostnaður sem ekki er
kominn fram ennþá.
Þeir' sem fegnastir verða þessum
samningum eru án efa sölumenn í
verzlunum sænsku áfengis-
verzlunarinnar í bæjum á landa-
mærum ríkjanna, en þeir hafa
unnið undir gífurlegu álagi undan-
farnar vikur og mánuði. Norskir
hafa farið í stórum flokkum yfir
landamærin til að birgja sig upp
af víni.
Vilja SÁS
á Heathrow
London. 20. nóvember AP
BRESKA stjórnin hefur afþakk-
að tilboð SAS um að flugfélagið
flytji alla starfsmenn sína á
Heathrow-flugvelli yfir á
Gatwick-flugvöll.
Tilboðið kom fram á fundi fulitrúa
ríkisstjórna Svíþjóðar, Noregs og
Danmerkur með fulltrúum brezka
stjórnvalda í London. Viðræður
þessar hafa staðið yfir í um tvær
vikur ^og náist ekki árangur í
viðræðunum um flugsáttmáia milli
iandanna fyrir 31. desember n.k. eru
líkur á því að allt flug milli
Bretlands og Skandinavíu leggist
niður.
78 farast í flug-
slysi á Indlandi
Nýja Delhi, 20. nóv. AP — Reuter
INDVERSK herflutningavél fórst í fjalllendi skammt frá landamær-
um Indlands og Kína í gær og með henni 77 manns, allt hermenn og
einn maður á jörðu niðri, að því er segir í frétt frá indverska
flughernum idag.
þangað er aðeins hægt að ná með
loftskeytasambandi sem var mjög
slæmt í dag.
Þetta er annað stórslysið sem
flugvélar indverska flughersins
lenda í á einu ári, en í fyrra fórst
sams konar vél með Morarji Desai
forsætisráðherra Indlands innan-
borðs, en hann slapp lífs af. Fimm
manna áhöfn vélarinnar fórst.
Hin rússneska Anatov-12 her-
flutningavél var að flytja landa-
mærahermenn aftur til stöðva
sinna eftir að þeir höfðu verið í
leyfi. Þegar vélin fórst var hún í
aðflugi við Lehflugvöll sem er einn
hæsti í veröldinni.
Ekki tókst að fá neinar frekari
fregnir af slysinu vegna iélegs
sambands við Lehflugvöll, en