Morgunblaðið - 21.11.1978, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1978
47
Ungfrú Heimur, Silvana Suarez frá Argentínu, eftir krýningu
hennar í Royal Albert Hall í London. Aðrar sem komust í úrslit
voru frá Mexíkó, Svíþjóð, Ástralíu og Spáni.
mínútum til að sækja morgunpóst-
inn og hefði þá allt verið með
eðlilegum hætti í sendiráðinu.
Lögreglumenn vopnaðir rifflum
og skammbyssum komu fljótlega á
staðinn og brutu upp hurðina og
handtóku stúdentana eins og fyrr
sagði án verulegrar mótspyrnu.
Á leiðinni út í lögreglubílana
hrópuðu stúdentarnir slagorð á
bjagaðri ensku og bjagaðri sænsku
þar sem þeir sögðu keisarann hið
versta vargmenni.
Þingmaður
í steininn
Washington, 20. nóv. AP
BANDARÍSKI fulltrúardeildar-
þingmaðurinn Charles Diggs var
í dag dæmdur í allt að þriggja ára
fangelsi og gefið að sök að hafa
stundað póstsvindl og gefið út
lognar yfirlýsingar, að því er
segir í tilkynningu dómsvalda.
Ósló, 20. nóvember. AP.
NORSKA lögreglan grá fyrir járnum réðst inn í sendiráð írans í dag
og handtók 15 íranska stúdenta sem höfðu ráðist inn í sendiráðið
f jórum og hálfum tíma áður og neitað að hleypa nokkrum inn.
Ekki urðu nein slys á mönnum
við innrás lögreglunnar, hvorki á
stúdentum né lögreglu, og ekki
sakaði sendiherrann, Ali
Kheradameh, sem stúdentarnir
höfðu í haldi.
Stúdentarnir höfðu meðan á
dvöl þeirra stóð í sendiráðinu, hent
skjölum þess um allt og skvett
rauðri og blárri málningu um alla
veggi. Þá voru slagorð máluð á
Flóttafólkið fer
til Vesturlanda
Iranssendiráð
í Osló hertekið
veggi þar sem keisarinn var
kallaður fasisti og morðingi.
Myndir af keisaranum voru rifnar
í tætlur og dreift um allt.
Stuttu áður en stúdentarnir
réðust inn í sendiráðið hafði
ónafngreind stúlka samband við
AP-fréttastofuna og tilkynnti um
fyrirætlan þeirra. Þegar frétta-
maður AP kom á staðinn var búið
að læsa öllum hurðum og byrgja
glugga. Á sama tíma kom nörskur
bílstjóri sendiráðsins og sagði
hann við fréttamann AP, að hann
hefði yfirgefið staðinn fyrir um 20
Port Klang, Malasíu, 20. nóv. AP
FYRSTI hópur flóttamanna af
víetnamska flóttaskipinu Hai
Homg sem legið hefur í landhelgi
Malasíu undanfarnar vikur, mun
fljúga til Vesturlanda eftir tvo
daga að því er fréttir hér herma.
Sagt er að samkomulag hafi
náðst á fundum Malasíumanna
með fulltrúum, Kanada, Frakk-
lands, Bandaríkjanna, Belgíu og
Sameinuðu þjóðanna, sem staðið
hafa í allan dag, um að flótta-
mennirnir fengju að fara í land í
Malasíu og fljúga þaðan til
vestrænna ríkja sem hafa ákveðið
að veita þeim landvistarleyfi.
Samkvæmt áreiðanlegum
heimildum ætla Frakkar að taka
eitt þúsund þeirra, Kanadamenn
600, Beigir 150 og Bandaríkjamenn
750. Þá segir ennfremur að Vest-
ur-þjóðverjar, Bretar og Sviss-
lendingar hafi gefið vilyrði fyrir
því að þeir flóttamenn sem ættu
ættingja í þeim löndum gætu
fengið þar landvistarleyfi.
Viðræður um fiskveiðimál
Moskvu, 20. nóvember. AP.
NORSKIR og sovéskir em-
bættismenn hófu í dag við-
ræður á ný um fiskveiðimál
á Noregshafi og í Barents-
hafi. Beinast viðræðurnar
einkum að svæðinu umhverf-
is Svalbarða. Meðal þeirra
sem þátt taka í viðræðunum
eru sjávarútvegsráðherrar
landanna, Jens Evensen og
Alexander Ishkov.
Sex manns létust í
umferðaröngþveiti
Verona, 20. nóvember. AP.
SEX manns létust og 15 slösuðust
í miklu umferðaöngþveiti sem
varð á Norður-Ítalíu í gær vegna
mikillar þoku, að því er fréttir
frá lögreglunni þar herma.
Tugir bíla lentu saman í þessu
mikla öngþveiti sem gerði það að
verkum að enginn komst um
hraðbrautina milli Milanó og
Feneyja í margar klukkustundir.
Þetta er þriðja meiri háttar
umferðaróhappið sem verður á
Ítalíu á aðeins viku og hafa alls 14
manns látið lífið í þeim.
Haft er eftir þátttakanda í
viðræðunum að vart sé að
búast við samkomulagi land-
anna.
Sovétmenn hafa alla
tíð neitað að viðurkenna rétt
Norðmanna til að ákvarða
200 mílna verndunarlögsögu
umhverfis Svalbarða. Norð-
menn fengu yfirráð yfir
Svalbarða árið 1920 sam-
kvæmt samningi 39 landa,
þeirra á meðal Sovét-
ríkjanna.
St jórnartap í
Suður-Tyrol
Róm, 20. nóvember. AP.
KOMMÚNISTAR og kristilegir demókratar töpuðu í kosningum
í Alpafylkinu Trentino-Alto Adige í gær en nýr vinstriflokkur
sem er andvígur samstarfi stóru flokkanna stóð sig óvenjuvel.
„Nýi vinstri“-flokkurinn bað
kjósendur um stuðning við
„annan valkost" en samstarf
kristilegra demókrata og
kommúnista og náði mörgum
atkvæðum frá kommúnistum í
kosningunum. Flokkurinn hlaut
um fjóra af hundraði atkvæða í
sveitarstjórnarkosningunum.
Miðað við kosningarnar 1976
minnkaði fylgi kristilegra demó-
krata í öllu fylkinu úr 32,8%
atkvæða í 30,4% og fylgi
kommúnista minnkaði úr 13,2%
í 8,9%.
Flokkur sósíalista, sem einnig
styður ríkisstjórn kristilegra
demókrata undir forystu Guilio
Andreotti misst einnig fylgi —
úr 7,9% atkvæða í 6,3%.
Þessi fylgisaukning vinstri-
manna sem eru andvígir ríkis-
stjórninni og fylgistap ríkis-
stjórnarinnar gerir það að
verkum að stjórnmálasérfræð-
ingar velta því nú fyrir sér hvort
flokkar kommúnista og sósíal-
ista kunni að endurskoða þá
stefnu sína að hjálpa kristileg-
um demókrötum.
í hinum nýja vinstri flokki
eru marxistar sem standa til
vinstri við flokk kommúnista. í
kosningabaráttunni lagði nýi
flokkurinn áherzlu á eindregna
andstöðu gegn stjórn Andreottis
og stuðning frá kommúnistum.
Kristilegir demókratar töp-
uðu í fyrsta skipti í 32 ár
hreinum meirihluta í Trento og
hlutu 49,1% atkvæða miðað við
51% fyrir tveimur árum. Fylgi
kommúnista minnkaði úr 16 í
10,7%.
í Bolzano jókst fylgi
Suður-Tyrolsflokksins úr 59,6%
í 61,3% og bæði kommúnistar og
kristilegir demókratar töpuðu.
Nýi vinstri flokkurinn fékk
meira fylgi en sósíalistar,
sósíaldemókratar og lýðveldis-
sinnar.
ERLENT,
Veður víða um heim
Akureyri +7 skýjaö
Amsterdam 10 akýjaö
Apena 18 lóttskýjaö
Barcelona 12 heiöakírt
Berlín 11 skýjaö
Bruasel 15 heióskírt
Chicago 4 snjókoma
Frankfurt 8 skýjað
Genf 10 poka
Helainki 1 skýjaö
Jerúsalem 14 lóttskýjað
Jóhannesarb. 25 léttskýjað
Kaupmannahöfn 12 skýjaö
Lissabon 17 léttskýjað
London 15 léttskýjaö
Los Angeles 20 skýjaö
Madrid 12 léttskýjaö
Malaga 18 léttskýjaö
Mallorca 16 alskýjað
Miami 26 skýjaö
Moskva 9 skýjaö
New York 13 heiðskírt
Ósló 10 heiöskfrt
París 12 skýjaö
Reykjavík +2 alskýjað
Rio De Janeiro 39léttskýjað
Rómaborg 17 skýjaö
Stokkhólmur 7 skýjað
Tel Aviv 23 léttskýjaö
Tókýó 17 heiöskfrt
Vancouver 5 skýjað
Vfnarborg 0 skýjaö
Dómarinn, Oliver Gasch, lýsir
glæp Diggs þannig að hann hafi á
undirförulan hátt stolið fé frá
bandarískum borgurum. — Diggs
var fundinn sekur í síðasta mánuði
fyrir að hafa dregið af launum
starfsmanna sinna á ólöglegan
hátt og stungið í eigin vasa.
Diggs hefur verið einn helzti
sérfræðingur fulltrúadeildarinnar
í málefnum Afríku og hefur farið
fjölda ferða þangað. Hefur hann
verið einn helzti baráttumaður
gegn stefnu Vorsters fyrrverandi
forsætisráðherra Suður-Afríku í
kynþáttamálum.
Fær Thorpe
20 ára dóm?
Minehcad. Englandi,
20. nóvember. AP.
JEREMY Thorpe fyrrverandi
leiðtogi Frjálslynda flokksins á
það á hættu að verða dreginn
fyrir Krúnurétt í Lundúnum.
takist Peter Taylor rfkissaksókn-
ara Bretlands að sannfæra þrjá
dómara um þá málsmeðferð, við
réttarhöld sem hófust í dag í máli
Thorpes.
Thorpe er gefið að sök að hafa
stofnað til samsæris og hvatt
menn til að myrða mann sem hann
er sagður hafa átt kynferðislegt
samband við. Þrír menn aðrir eru
flæktir í málið og krafist er sömu
refsingar á hendur þeim öllum. Á
Thorpe á hættu að verða dæmdur í
allt að 20 ára fangelsi.
Mál Thorpes hefur vakið mikla
athygli í Bretlandi. Thorpe hefur
alltaf haldið fram sakleysi sínu og
sagt að sá sem hann er sagður
hafa viljað feigan, hafi logið öllu
saman frá rótum.
Vart er að búast við niðurstöðu
úr yfirstandandi réttarhöldum
fyrr en eftir 2—3 vikur.
A móti stærri
kvóta Breta
Kaupmannahöfn, 18. nóv.
Reuter.
DANIR munu beita sér fyrir því
að Bretar fái ekki aukna hlut-
deild í fiskveiðum Efnahags-
bandalagsríkja umfram þá afla-
kvóta sem nú eru í gildi, að því er
áreiðanlegar heimildir skýrðu frá
í dag.
Þær sögðu að Svend Jacobsen
sjávarútvegsráðherra hefðu verið
gefin þau fyrirmæli að gera allt
sem í hans valdi stæði til að koma
í veg fyrir það innan EBE að
Bretum yrði lofað aukinni hlut-
deild í fiskveiðum bandalagsríkj-
anna í því tilviki að fiskstofnar og
veiðisvæði stækkuðu.