Morgunblaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1978 Birgir ísleifur Gunnarsson: Stefnt er í stórkostlegan greiðsluhalla borgarsjóðs — á næsta ári þrátt fyrir gífurlegar skattahækkanir AÐ LOKINNI ræðu borgarstjóra, Egils Skúla Ingibergssonar, við framlagningu fjárhagsáætlunar í gærkvöldi tók Birgir ísleifur Gunnarsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til máls. Hann sagði, að það vekti sérstaka athygli við skoðun á fjárhagsáætlun- inni, að auknar álögur í nýjum hækkunum sem borgarstjórnar- meirihlutinn stæði fyrir næmu tæpum átján hundruð milljónum og á íbúðaeigendur yfir þrjú hundruð og tuttugu milljónir. Birgir Isleifur sagðist vilja taka fram, að borgarsjóður hefði áður átt f erfiðleikum, en þrátt fyrir það hefði fyrri meirihluti ekki treyst sér til að auka álögur á borgarbúa í álagningu útsvara, fasteignagjalda, lóðarleigu og aðstöðugjalda eins og þessi meirihluti hefði gert. Birgir ísleifur sagði, að jafn- vel árið 1976 hefði hækkun fasteignamatsins ekki fullkom- olega verið fylgt fast eftir. Hér 'kæmi fram meginmunurinn á stefnu sjálfstæðismanna og vinstri meirihlutans. Vinstri menn víluðu ekki fyrir sér að hækka álagningu og kreista út sem allra mest fé hjá borgarbú- um. Sjálfstæðismenn hefðu ávallt sveigt útgjöld að tekjum. Þá væri einkenni, sem af þessu leiddi, hversu gífurleg hækkun fjárhagsáætlunar væri milli ára. Hún væri 54.9% frá endurskoðaðri fjárhagsáætlun ársins 1978 í júlí en 62.9% frá samþykktri fjárhagsáætlun í janúar. Þetta væru mun meiri hækkanir en verðhækkanir gæfu tilefni til. Frá desember 1977 til desember 1978 hefði framfærsluvísitala hækkað um 46.9%, vísitala vöru og þjónustu um 46.2% og byggingarvísitala um 50.9%. Það færi því ekki milli mála að vinstri menn í borgarstjórn ætluðu að vera í meira lagi frekir á fjármuni Reykvíkinga árið 1979. Athyglisvert væri að skoða sérstaklega hækkun aðstöðu- gjalda. Hinar nýju álögur, sem í fyrstu lentu a.m.k. á atvinnu- rekstrinum, næmu 757 milljónum króna. Benda mætti á, að þetta kæmi sérstaklega niður á rekstri fiskiskipa, kjöt- iðnaði, matvöruverzlun, tryggingastarfsemi, útgáfu- starfsemi og matsölum. Það væri greinilegt, að borgar- stjórnarmeirihluti vinstri manna legði sérstaka áherzlu á hækkun hjá ýmsum atvinnu- greinum, sem tengdar væru nauðþurftum manna. Hætt væri við, að þessi mikla hækkun færi með tímanum út í verðlagið og kynni svo að fara, að þetta ylli stórkostlegum hækkunum á neyzluvörum almennings. Aðstöðugjöld væru ósanngjarn tekjustofn hjá borginni, því að þau legðust á fyrirtæki án tillits til afkomu þeirra. Þegar allt þetta er nú skoðað, sagði Birgir Isleifur, mætti nú halda, að stefnt yrði að betri greiðslustöðu borgarsjóðs, en því færi nú fjarri. Frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkur- borgar árið 1979 stefndi þvert á móti í stórkostlegan greiðslu- halla. Ekki væri gert ráð fyrir eyri í verðhækkanir. I fyrra hefði verið gert ráð fyrir 119 milljónum í verðhækkanir við framlagningu fjárhagsáætlunar ársins 1978, en sú upphæð hefði hækkað áður en hún var sam- þykkt. Ekki væri einu sinni áætlað fyrir þeim vísitölu- hækkunum, sem gildi tóku 1. des. sl. og næmi þetta 460 milljónum. Til viðbótar mætti lauslega áætla a.m.k. 1230 milljónir sem hvergi væri gerð grein fyrir. Stefna borgar- stjórnarmeirihlutans væri furðuleg. Stefnt væri í hrikaleg- asta greiðsluhalla sem um getur. En ef til vill vonaði meirihlutinn að ríkisstjórnin leyfði hækkun á einhverjum tekjustofni sveitarfélaga. Nú væri útsvar hér í borginni 11%, en heyrst hefði, að ríkisstjórnin hefði í huga að heimila álagningu tólfta prósentsins á miðju næsta ári fari verðbólgan yfir ákveðið stig. Þegar á heildina væri litið væri ljóst, að hina pólitísku forystu við gerð þessarar fjárhagsáætlunar hefði skort. Þannig hækka fas teign agjöld DÆMI um hækkun lóðarleigu og fasteignaskatts 1979 samkvæmt samþykkt borgarstjórnar Reykjavíkur frá 7. desember 1978. Miðað er við 42% meðalhækkun fasteignamats milli ára, þótt vitað sé að hækkun húsamats sé víða verulega miklu meiri í ýmsum hverfum. Einbýlishúsið: GRUNDARGERÐI 33 Fasteignamat lóðar ’79i 1.975.000 og húss: 16.150.000,- 1 Q7Ö Lóðarleiga: (0,145%) 2.864,- • öl Fasteignaskattur: (0,5%) 80.750,- 1 Q7Q Lóðarleiga: 2.017,- Fasteignaskattur: 47.880,- Hækkun milli ára 68,64%. Flugslysið á Sri Lanka: Rannsóknarfundur í Colombo í janúar Guðmundar- og Geirfinnsmál; Gæzluvarðhald framlengt í eitt ár ÁKVEÐIÐ er að rannsóknar nefndir sem hafa unnið að rann- sókn flugslyssins á Sri Lanka 15. nóv. komi saman til fundar í Colombo um miðjan janúar til þess að bera saman bækur sínar að lokinni frumrannsókn og gagnasöfnun. Dyantha Athulathmudali flugmálastjóri Sri Lanka sagði í samtali við Morgunhlaðið í gær, að hann hefði boðað til þessa fundar fulltrúa frá íslandi, Indónesíu og Bandaríkjunum auk heima- manna, en Athulathmudali kvað ekki timabært að gefa neinar upplýsingar ennþá um slysið. Islenzka nefndin, sem unnið hefur að rannsókn þess mun ekki gefa neinar upplýsingar í bráð um mögulegar orsakir slyssins þar sem um svo margþætt mál er að ræða og aðeins frumrannsókn lokið. ÞEIR fjórir menn, sem hlutu þyngstu dómana í Guðmundar og Geirfinnsmálunum, Sævar Ciesielski, Kristján Viðar Viðars- son, Tryggvi Rúnar Leifsson og Guðjón Skarphéðinsson, hafa allir verið úrskurðaðir f gæzluvarðhald þar til dómur fellur f máli þeirra í Hæstarétti en þó ekki lengur en í MÆLINGUM er nú lokið á holum 11 og 12 við Kröflu, en þær hafa verið í blæstri að undanförnu. Hola 12, sem er nýjasta holan á svæðinu virðist hafa tekist mjög vel og gefur hún um 10 kíló, en hola 11, sem gert var við f haust, gefur hins vegar aðeins 3 kfló af gufu á sekúndu. Alls óvíst er hvort Krofluvirkjun verður sett af stað í vetur, en talið er að hún gæti gefið 5—7 megawött miðað við óbreytt ástand þessara hola. í Bessastaðaár- virkjun „dæmi- gerð Kröflu- framkvæmd” VIÐ UMRÆÐUR um hækkun verðjöfnunargjalds á raforku hefur Vilmundur Gylfason lýst sig andvfgan virkjun Bessa- staðaár og því sem hann kallar „Kröflu-stefnu iðnaðarráð- herra“. Hann sagðist þó hafa bundið miklar vonir við það, að ungur og vaskur maður hefði tekið við orkumálunum, en vonir sínar hefðu brugðist. — Það er furðulegt, segir þingmaðurinn, að iðnaðarráðherra skuli berjast fyrir Bessastaðaárvirkjun. Það er dæmigerð Kröflufram- kvæmd. Árni Gunnarsson hefur einnig lýst sig andvígan Bessastaða- árvirkjun og telur að henni eigi að fresta um a.m.k. eitt ár. eitt ár, þ.e. til 19. desember 1979. Hjörtur Aðalsteinsson fulltrúi við sakadóm Reykjavíkur kvað upp úrskurðina, en nú er liðið eitt ár síðan dómarnir yfir mönnunum voru uppkveðnir í sakadómi, en þá var gæzluvarðhald sakborninganna framlengt um eitt ár og rann það út á þriðjudaginn. fyrravetur er verksmiðjan var sett af stað framleiddi hún svipað. — Fyrst ástæða var til að taka virkjunina í notkun í fyrravetur þá ætti að vera enn meiri ástæða til að gera það í vetur, sagði Valgarður Stefánsson hjá Orkustofnun í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Hann sagði að ekki væri vitað hvort og þá hvenær hola 12 yrði tengd. Fjárveit- ingu þyrfti til þess og sagðist hann ekki vita hvort hún hefði verið veitt. Málið væri til meðferðar hjá ríkis- stjórninni og væri beðið svars hennar. Hola 9 á Kröflusvæðinu er bezta holan þar, en einnig eru holur 6 og 7 tengdar gufuveitunni. Hvor rafall virkjunarinnar er gerður fyrir 30 megawatta framleiðslu, en aðeins annar þeirra hefur verið tengdur og notaður til orkuframleiðslu. DAVÍÐ Oddsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vakti athygli á því á fundi borgarstjórnar í gær kvöldi, að borgarstjóri, hinn ópóli- tíski embættismaður, skyldi hafa ’ aft framsögu um fjárhagsáætlun- ina. Þessi fjárhagsáætlun væri pólitískt stefnumótandi og þar kæmi í fyrsta sinn fram hver væri stefna vinstri meirihlutans í fjár- málum borgarinnar. Davíð kvaðst bíða þess með eftirvæntingu, hvað stjórnmálamennirnir í minni- hlutanum hefðu fram að færa varðandi f járhagsáætlunina. Hjörtur kvaðst hafa farið í byrjun vikunnar til að birta mönnunum fjórum kröfuna um gæzluvarðhald. Guðjón dvelur nú á Kvíabryggju, Kristján í Hegningarhúsinu í Reykjavík en Sævar og Tryggvi Rúnar á Litla-Hrauni. Gæzluvarðhaldsúrskurðurinn var kveðinn upp á þriðjudaginn að viðstöddum réttargæzlumönnum og ákvaðu réttargæzlumenn þriggja sakborninganna, allra nema Guð- jóns, að kæra úrskurðinn til Hæsta- réttar. Tekjuöfhmar- frumvörpin urðu að lögum í gær Tekjuöflunarfrumvörp ríkis- stjórnarinnar voru samþykkt sem lög frá Alþingi í gær. Stóðu þingmenn stjórnarflokkanna að samþykkt þeirra, nema hvað einn þingmanna Alþýðuflokksins, Jóhanna Sigurðardóttir, sat hjá við atkvæðagreiðslu um tekju- og eigna- skatt í neðri deild. Frumvörpin sem hér um ræðir eru flugvallagjald, tímabundið vörugjald, nýbygginga- gjald og skattur á skrifstofu- og verslunarhúsnæði. Frumvarpið um tekju- og eignaskatt var ekki afgreitt frá efri deild í gær, en það mun væntanlega verða að lögum í dag. Á fundinum tóku til máls Birgir Isleifur Gunnarsson, Ólafur B. Thors, Magnús L. Sveinsson og Davíð Oddsson, sem allir eru borgar- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, og gagnrýndu þeir stefnu meirihlutans í fjármálum borgarinnar harðlega, ekki sízt hina auknu skattpíningu. Þegar Davíð Oddsson hafði lokið máli sínu bauð forseti borgarstjórn- ar, Sigurjón Pétursson, orðið laust, en enginn af borgarfulltrúum meiri- hlutans tók til máls. Kröfluvirkjun gæti gefið 5-7 megawött Fjárhagsáætlun borgarinnar: Gagnrýni sjálfstæð- ismanna ekki svarað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.